Þjóðviljinn - 27.08.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.08.1988, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Hermangið 518 miljónir í gróða Islenskir aðalverktakar sf.: Gróðinn sjaldan verið meiri en í fyrra. Asíðasta ári græddu íslenskir aðalverktakar sf. 518 milljónir króna eftir skatta. Gróði fyrirtækisins af verktaka- starfsemi fyrir bandaríska herinn á Keflavíkurflugvelli hefur sjald- an verið meiri. Þrjú siðustu árin græddi fyrirtækið 420 miljónir króna á verðlagi hvers árs. Þetta kemur fram í skýrslu Verktöku- nefndar utanríkisráðuneytisins sem birt var í gær. Gróði íslenskra aöalverktaka sf. samkvæmt ársreikningi fyrir 1987, af verktakastarfsemi fyrir herinn nam 551 miljón króna. Fjármagnstekjur voru nettó 356 miljónir en gjöld vegna ýmissa þátta 68 miljónum. Gróði fyrir- tækisins fyrir eignar- og tekju- skatt var því 839 miljónir. Áætl- aður tekju- og eignarskattur 1987 er 321 miljón króna, þannig að gróði ársins í fyrra eftir skatta var 518 miljónir króna. Samkvæmt efnahagsreikningi fyrirtækisins í árslok 1987 eru peningalegar eignir að frádregn- um skuldum, 2.438 miljónir króna. Eignarmegin eru inni- Lyngháls blaðanna iii 199 Fjárhagsþrengingar og gjald- þrot byggingarfélagsins Persíu hf. hafa seinkað framkvæmdum Blaðaprents og Blaðaprentsblað- anna í Lynghálsi, en hafa ekki áhrif á fjárhagsstöðuna að öðru leyti. Eftir beiðni Persíu um gjald- þrotaskipti á mánudag er málið í höndum Ragnars Hall skiptaráð- anda, og sagðist Hallur Páll Jóns- son framkvæmdastjóri Þjóðvilj- ans í gær vænta þess að Blaða- prenti og blöðunum þremur yrðu afhentar eignir sínar innan skamms, og mundu þá fram- kvæmdir hefjast á ný. Blaðaprent og blöðin sem að baki standa, Alþýðublaðið, Tím- inn og Þjóðviljinn, gerðu á sínum tíma kaupsamning við Persíu um húsin tvö í Lynghálsi, og vill Hall- ur Páll sérstaklega taka fram vegna frétta af gengj Persíu að greiðslur Blaðaprents og blað- anna þriggja hafa á allan hátt ver- ið í skilum og í samræmi við þann kaupsamning. Daglegur rekstur Þjóðviljans er algerlega aðskilinn frá bygg- ingarrramkvæmdunum og hefur Þjóðviljinn ekki orðið fyrir neinum skaða af gjaldþroti Pers- íu, segir Hallur Páll. _m Skák Helgi vann Helgi Ólafsson stórmeistari hélt forystunni allt til loka á skák- mótinu við Djúp, en því lauk í gærkvöldi. Mikið var um jafntefli í lokaumferðinni; Helgi gerði jafntefli við Rantanen, og viður- eign helsta keppinautar hans um efsta sætið, stórmeistarans Flear frá Englandi, lauk einnig með jafntefli. Lokastaðan varð sú að Helgi sat einn að efsta sætinu með 9 vinninga af 11 mögulegum. Heilum vinningi ofar þeim sem næstur kom. -HS stæður í bönkum ásamt við- skiptakröfum og spariskírteinum alls 3.523 miljónir króna, en skuldarmegin eru alls 1.085 milj- ónir. Varanlegir rekstrarfjár- munir eru bókfærðir samtals 336 miljónir. Eigið fé er því sam- kvæmt efnahagsreikningi í árslok 1987 metið á 2.813 miljónir króna. Af því eru tæpar 800 milj- ónir króna óskattlagðar. Skýring- in sem gefin er á þessu óskatt- lagða fé er sú að það sé bundið í tækjum og vélum innan girðingar á svæði hersins. Þegar flest var 1987 voru starfs- menn Islenskra aðalverktaka sf. 768. Að jafnaði hafa á þeirra veg- um unnið um og yfir 700 manns á síðustu árum. Um 73% starfs- manna fyrirtækisins eru frá Suðurnesjum, 24% frá Stór- Reykjavíkursvæðinu og 3% ann- ars staðar að af landinu. Stofnað- ilar íslenskra aðalverktaka sf. voru ríkissjóður með 25% eign- araðild. Sameinaðir verktakar hf. með 50% og Reginn hf. með 25%. Stjórnin er skipuð fulltrúa ríkisstjórnarinnar, tilnefndum af utanríkisráðherra sem er formað- ur stjórnar, tveimur fulltrúum Sameinaðra verktaka hf. og ein- um fulltrúa Regins hf. sem er í eigu Sambands íslenskra Sam- vinnufélaga. Þá var einnig góðæri hjá öðrum verktökum sem unnu fyrir bandaríska herinn á síðasta ári ss. hjá Keflavíkurverktökum hf., Aðalverki hf., Suðurvirki hf., Suðurnesj averktökum hf., Gunnólfi hf. á Austurlandi, Jóni Fr. Einarssyni í Bolungarvík, Núpi sf., Glymi sf., Stálsmiðjunni og þjónustuverk- tökum ýmiss konar. -grh Útvarp Bylgjan aftur ofaná Bylgjan og Stjarhan skipta um sœti íkapphlaupinu um hylli hlustenda. Dœgurmálaútvarpið vinnurá. Ólafur Hauksson: Meingölluð könnun Við fengum áminningu í tveimur hlustendakönnunum fyrr á árinu og tókuin mark á því. Við höfum þorað að breyta til og taka áhættu - mikla áhættu í fréttunum - og þessi vinna er núna að skila sér, sagði PállÞor- steinsson, útvarpsstjóri á Bylgj- unni, um greinargerð Skáiss um útvarpshlustun á landinu í fyrra- dag, en samkvæmt henni hafa vinsældir Bylgjunnar tekið kipp. Páll kvaðst líta á niðurstöð- urnar sem kærkomna afmælis- gjöf, en Bylgjan verður tveggja ára á morgun. Skáís mældi útvarpshlustun í sex hálftíma yfir daginn og var hringt í 300 til 400 símanúmer á hverjum hálftíma, fyrst milli kl. 8.00 og 8.30 , og var snöggtum meira hlustað á Bylgju en Stjörnu, nema hvað jafnt var á síðustu tölum, frá kl. 19.00 til 19.30, 3,2% á hvora stöð, en þann hálftímann hafði Rás 1 mikla yfirburði með sínar sjö- fréttireðaríflega40%. Það vekur athygli þegar hugað er að hlustendafjölda Rásar 2 að dægurmálaútvarpið hefur all- nokkra yfirburði yfir aðra dag- skrárliði þar á bæ: Frá kl. átta til hálfníu á morgnana eru 14,5% að hlusta, og 14,2% frá kl. fimm til hálfsex. A öðrum tímum hafa til muna færri opið fyrir Rás 2. Könnunin er framkvæmd fyrir Ríkisútvarpið, og kvaðst Ólafur Hauksson, útvarpsstjóri á Stjörn- unni, furða sig á hvers vegna RÚV léti framkvæma hana nokkrum dögum áður en næsta sameiginlega könnun útvarps- stöðvanna yrði gerð, en um hana sér Félagsvísindastofnun Há- skólans. Ölafur kvað fyrirliggj- andi könnun Skáíss meingallaða; úrtakið væri afar lítið og eins væri tiiviljunarkennt hvernig svörin væru fengin. Þannig væri hringt í óeðlilega marga heimasíma frem- ur en vinnusíma um miðjan dag- inn í ljósi þess hve yfirgnæfandi hluti fólks væri útivinnandi. En ef hægt er að taka mark á einhverju í þessari könnun þá er það að Byl- jan er í ákveðinni sókn, sagði 'lafur. HS BHMR Arasunum mótmælt Launafólk á enga sök á þeún efnahagsvanda sem nú er við að glíma. Launafólk vinnur of langan vinnudag og hlutdeild þess í þjóðartekjum er sist of mikil, - segir í ályktun sem launamálaráð BHMR sendi frá sér á miðviku- dag. Háir vextir og rangar fjár- festingaákvarðanir fyrirtækja og stofnana séu meðal orsaka efna- hagsvandans, og mótmælir launamálaráð öllum hugmyndum um frekari kjaraskerðingar. í ályktuninni segir að afnám samningsréttar launamanna í maí hafi þegar þýtt umtalsverðar kjaraskerðingar hjá launafólki sem aðrir þjóðfélagsþegnar hafi komist hjá. Launamálaráð mót- mælir tillögum um niðurfærslu launa sem án efa muni bitna þyngst á opinberum starfsmönn- um. Orðrétt segir í ályktuninni: „BHMR mun aldrei fallast á að afsala til fjármagnseigenda 2,5% kauphækkun hinn l.september." Með þessu segist launamálaráð þó engan veginn vera að viður- kenna réttmæti gengisfellingar, hún feli einnig í sér grófa árás á lífskjör launafólks. -hmp Fóstrur Aðrar lausnir Fóstrufélag ísland skorar á for- ystumcnn verkalýðsfélaganna að standa vörð um hagsmuni launa- fólks og skorar um leið á ríkis- stjórnina að leita annarra leiða til lausnar efnahagsvandans en skerðingu launa. Kjararáð fóstrufélagsins telur sýnt að að- gerðir ríkisstjórnarinnar muni harðast bitna á verkafólki og opinberum starfsmönnum. í ályktun sem Fóstrufélagið hefur sent frá sér segir að þessar stéttir hafi þurft að taka á sig launaskerðingu á launaskerðingu ofan. Efnahagsvandinn stafi ekki af smánarlegum launahækkunum láglaunafólks, það hljóti hver maður að sjá. -hmp Landsamband iðnverkafólks Hafnar bruöli annarra Stjórn Sambands iðnverka- fólks varar alvarlega við og mót- mælir öllum áformum um kjara- skerðingu hjá verkafólki. Stjórn- in segir augljóst að verkafólk sem taki laun samkvæmt kauptöxtum á bilinu 35-45 þúsund krónur á mánuði, geti ekki og eigi ekki undir neinum kringumstæðum að taka á sig byrðarnar af óráðsíu og bruðli annarra. í ályktun frá stjórninni segir að fólk á taxtakaupi sé varnarlaust gagnvart kjaraskerðingaraðgerð- um. Með þeim yrðu gjaldþrot og eignamissir hlutskipti hundruða heimila í landinu, þrátt fyrir margrómað góðæri. -hmp Björgun 20 mínútur í ísköldum sjónum Daníel Sigurðsson bjarg sér á sundi er bátur hans sökk í Hornarfjarðósi ífyrrinótt. Beið íþrjá tíma hrakinn og kaldureftir hjálp Eg var alveg orðinn verulega kaldur og á síðasta snúningi þegar ég náði f land. Þar beið ég í þrjá tfma og barði mig til hita og hljóp um, áður en mér var bjarg- að, sagði Daniel Sigurðsson sjó- maður frá Höfn í Hornafirði sem bjargaðist á ótrúlegan hátt með því að synda í tuttugu mínútur í Hornafjarðarósnum í fyrrinótt, eftir að báturinn hans Hafnarey SF-100 , fimm tonna trilla, fékk á sig hnút og sökk í innsiglingunni á miðnætti í fyrrinótt. Daníel var einn á bátnum og var að koma af handfæraveiðum með góðan afla. - Þegar ég kom í ósinn skipti engum togum að bát- urinn fékk á sig hnút og lagðist á hliðina. Ég kastaðist til og fékk höfuðhögg en tókst að brjótast út úr stýrishúsinu og komst upp á þakið en gat ekki losað björgun- arbátinn. Þá var ekki um annað að ræða en klæða sig úr stígvélum og lopapeysunni og kasta sér í sjóinn. - Það var töluverður straumur í ósnum og sjórinn var ægikaldur. Ég gaf mér þó tíma til að huga að lendingunni þegar ég nálgaðist land og hugsaði þá til þess hvern- ig Guðlaugur Friðþjófsson bar sig að í sínu frækna sundi um árið. Daníel náði landi eftir tuttugu mínútna sund í ósnum við svo- kallaðan Austurfjörutanga. Þar þurfti hann að bíða í fjóra klukkutíma þar til björgun barst. Á meðan hann beið á sandinum sigldu þrír bátar framhjá honum út úr ósnum. - Það var dimmt og þeir sáu ekki til mín né heyrðu. Ég reyndi að halda mér heitum en var orð- inn ansi kaldur. Ég hefði ekki boðið í það ef frost hefði verið, sagði Daníel. Hann fann spítu með endurskinsmerki á í sandin- um og tókst þannig að gera vart við sig þegar fjórði báturinn sigldi út úr ósnum, Fáfnir SF- frá Hornafirði. - Ég fékk góða og hlýja úlpu um borð í bátnum og fór síðan heim og skellt mér strax í heitt bað og jafnaði mig fljótt, sagði Daníel. Hann sagðist ætla á sjó- inn aftur þegar hann væri búinn að útvega sér nýjan bát en hann ætlaði ekki aftur að taka áhætt- una og sigla inn ósinn í myrkri. -«g. Uugardagur 27. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 V\

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.