Þjóðviljinn - 07.09.1988, Qupperneq 3
FRETTIR
Miðstjórn ASÍ
Ræðum ekki launalækkun
Forseti ASÍ: Grundvallaratriði að rœða lœkkun vaxta og verðlags.
Ríkisstjórninferfram á 12 þúsund miljónir til að greiða niðurl300 miljóna halla
Miðstjórn ASÍ ákvað í gær að
ganga ekki tii frekari við-
ræðna við ríkisstjórnina á þeim
forsendum sem stjórnin hefur
unnið eftir. Skilyrði fyrir áfram-
haldandi viðræðum er af hálfu
miðstjórnar, að ekki verði rætt
um lækkun launa. Áframhald-
andi viðræður eigi að beinast að
því að lækka vexti og verðlag og
tryggja afkomu útflutnings-
greina. Miðstjórnin ítrekar kröfu
sína um að hækkun bóta elli- og
örorkulífeyris verði ekki frestað.
Ákveðið var að boða til almenns
formannafundar á mánudaginn.
í gögnum frá ASÍ kemur fram
að ríkisstjórnin áætli halla fryst-
ingarinnar í landinu vera um 1300
miljónir. Launagreiðslur á árinu
séu áætlaðar 138 miljarðar
króna. Verði laun lækkuð um 9%
verði 12 þúsund miljónir færðar
frá launafólki yfir til atvinnurek-
strar í landinu. Ásmundur Stef-
ánsson forseti ASÍ sagði í gær að
þetta væri í engu samræmi við
þann vanda sem við væri að
glíma. Fram hefði komið að 10%
hátekjuskattþrep gæfi ríkissjóði
um 2700 miljónir í tekjur sem
væri nær tvöfaldur halli frysting-
arinnar.
Ásmundur sagði áframhald
viðræðna við ríkisstjórnina alger-
lega ráðast af vilja ríkisstjórnar-
innar. „Framhaldið ræðst af því
hvort ríkisstjórnin telur það einu
lausn efnahagsvandans að lækka
laun í landinu eða hvort hún er
reiðubúin að skoða aðra þætti,“
sagði Ásmundur. Spurningin
væri hvort ríkisstjórnin væri til-
búin að skoða vaxtamálin og
verðlagsmálin út frá öðru sjónar-
horni en því hvernig hægt væri að
lækka verðlag sem afleiðingu
launalækkunar.
Ásmundur sagði ráðherrana
að eigin sögn ekki ganga til við-
ræðna á forsendum forstjóra-
skýrslunnar, á fyrsta fundi ASÍ
með ríkisstjórninni. Annað hefði
hins vegar komið í ljós á mánu-
dag og ríkisstjórnin þyrfti að
breyta forsendum ef viðræður
ættu að halda áfram. Hann sagð-
ist hafa vonað að hætt hefði verið
við frestun hækkunar elli- og ör-
orkubóta en nú væri það ekki víst
lengur. Ásmundur sagðist ekki
vilja ætia ríkisstjórninni það að
fara einhliða leið 9% launalækk-
unar. „Ég vil einfaldlega ekki
ætla ríkisstjórninni slíka heimsku
og þess vegna finnst mér fráleitt
að rökræða hvað gerðist ef hún
hegðaði sér þannig,“ sagði Ás-
mundur.
-hmp
VMSÍ
Tekur undir
með miðstjóm
FormaðurJökuls:
Ánægður með samþykkt
miðstjórnar ASÍ
Á fundi framkvæmdastjórnar
Verkamannasambandsins í gær
var samþykkt tillaga frá Birni
Grétari Sveinssyni, formanni
Jökuls á Höfn íHornafirði, þar
sem tekið er undir samþykkt mið-
stjórnar ASÍ um að ekki verði
gengið til frekari viðræðna við
rflrisstjórnina ef þær eigi að snú-
ast um lækkun launa. Fram-
kvæmdastjórnin minnir á sam-
þykktir sem gerðar hafa verið á
vettvangi VMSÍ. En í þeim er
meðal annars sagt að kjaraskerð-
ingum verði mætt af fullri hörku.
í samtali við Þjóðviljann sagð-
ist Björn Grétar vera ánægður
með samþykkt miðstjórnar ASÍ,
greinilegt væri að önnur sjónar-
mið hefðu orðið ofan á á þessum
miðstjórnarfundi en þeim fyrri.
Björn fagnaði einnig væntan-
legum formannafundi á mánudag
og sagðist mæta til hans með það
að ieiðarljósi að herða á þeirri
áherslu sem fram kæmi í sam-
þykkt miðstjórnar ASÍ.
-hmp
Blaðamenn
Mótmæla
kjaraskerðingu
Stjórn Blaðamannafélags ís-
lands mótmælir harðlega þeirri
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
fresta umsaminni 2,5% launa-
hækkun sem átti að taka gildi
þann 1. september. í annað sinn á
örfáum mánuðum ráðist stjórn-
völd á gildandi kjarasamninga og
enn frekari kjaraskerðing sé til
umræðu á stjórnarheimilinu.
í ályktun stjórnar Blaða-
mannfélagsins, sem var sam-
þykkt einróma, segir að laun fé-
laga BÍ og annarra launamanna
séu ekki orsök þeirrar hagstjórn-
arkreppu sem stjómvöld glími
við. Áukin umsvif fjölmiðla,
fjárfrekar fjárfestingar og stór-
aukin blaðaútgáfa síðustu vikur
og misseri sýni þvert á móti það
góðæri sem útgefendur og aðrir
fjölmiðlar búi við. Allt tal um
lækkun launa sé því út í hött.
-hmp
í
Víglundur Þorsteinsson einn af meðlimum forstjóranefndarinnar og Ásmundur Stefánsson forseti ASl sem
hafnað hefur hugmyndum forstjóranna. ASÍ
Aðeins einn sat hjá
Forseti ASÍstyrkir stöðu sína. Fær ígegn samþykkt um viðrœðuslit.
Ekki unnt að taka upp niðurfœrsluþráðinn aftur
Fundur miðstjórnar ASÍ í gær
stóð fram undir klukkan tvö.
Það var nokkuð lengra en menn
höfðu búist við því að þá átti að
hefjast fundur hjá Verkamanna-
sambandinu. Þetta var túlkað á
þann veg að umræður hefðu orð-
ið meiri á miðstjórnarfundinum
en fyrirfram hafði verið reiknað
með.
Á blaðamannafundi að lokn-
um miðstjómarfundi kom fram
að ekki hefðu allir miðstjórnar-
menn greitt atkvæði með ályktun
um skilyrði fyrir viðræðum við
ríkisstjórnina en ekki var þar
gerð nánari grein fyrir hjásetum.
Samkvæmt heimildum Þjóðvilj-
ans mun Guðmundur J. Guð-
mundsson einn hafa setið hjá við
atkvæðagreiðsluna en allir aðrir
miðstjómarmenn greitt atkvæði
með ályktuninni.
Miðstjórnarmaður, sem ekki
vildi láta nafns síns getið, sagði að
líklega hefðu margir miðstjórnar-
menn í rauninni ekki viljað
stoppa viðræður við ríkisstjórn-
ina um niðurfærsluna svoköll-
uðu. Umræðan hefði farið mjög
víða og mótast mjög af því að
menn vom ekki tilbúnir með aðr-
ar tillögur. En þegar kom að at-
kvæðagreiðslu, gat enginn verið á
móti tillögu Ásmundar.
„Hafi Ásmundur orðið undir á
fyrri miðstjórnarfundinum,"
sagði þessi heimildarmaður
blaðsins, „þá varð hann ofan á
núna.“ Spurningalistinn sem
hann sendi ríkisstjórninni hafi
verið snjallræði og í reynd sett
ráðherrana upp að vegg. Ríkis-
stjórnin hafi ekki verið tilbúin að
ræða annað en launalækkun, nú
yrði hún að taka upp nýjan þráð.
„Þeir, sem í hjarta sér vom ekki
hrifnir af að slíta viðræðum, geta
ekki farið í neinar æfingar með
svona afdráttarlausa samþykkt á
bakinu.“ ÓP
Hátekjuskattur
2,7
miljarðar
króna
Auknar tekjur ríkissjóðs
með nýju skattþrepi. 35
þúsundframteljendur
með tekjur yfir 100 þús-
und á mánuði
Rflrissjóður gæti náð í 2.700
miljónir króna á ári með því
að taka upp 10% viðbótarskattþ-
rep á allar tekjur yfír 100 þúsund
krónur á mánuði. Þetta kemur
fram í svari sem rflrisstjórain
lagði í fyrradag fram við fyrir-
spurn frá Ásmundi Stefánssyni
forseta ASÍ.
Þegar tekið var upp stað-
greiðslukerfi skatta var skattþ-
repum fækkað í eitt. Eftir að tekj-
ur eru komnar upp fyrir skatt-
leysismörk er greitt sama hlutfall
í skatt. Skiptir þá engu hvort við-
komandi er með 50 þúsund eða
150 þúsund krónur á mánuði.
Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna
þessar breytingar.
í svari ríkisstjórnarinnar kem-
ur fram að samkvæmt upplýsing-
um úr skattframtölum má ætla að
35 þúsund af 180 þúsund fram-
teljendum séu með tekjur yfir
100 þúsund krónum á mánuði að
meðaltali á árinu 1988. Þar er sett
fram sú skoðun að vegna sveiflna
í tekjum milli mánaða væri heppi-
legast að innheimta hátekjuskatt
eftir á, þ.e. ári eftir að teknanna
er aflaö, og yrði þá tekið tillit til
meðaltekna skattársins.
ÓP
Matarskatturinn
Um 16-18% minni neysla
Hrafn Bachmann: Óvinsælasta ráðstöfun sem framkvœmd hefur verið. Bitnarmestá
láglaunafólki. íöllum tilfellum erskatturinn hærrien smásöluálagningin
Eg er ekki í nokkrum vafa um
að frá því matarskatturinn
var settur á um síðustu áramót
hafa neytendur dregið við sig í
matarinnkaupum um allt að 16-
18%. Þessi skattur er sú óvinsæ-
lasta ráðstöfun sem gerð hefur
verið í manna minnum hérlendis,
án þess að nokkuð hafi verið gert
til aðstoðar láglaunafólkinu sem
hann bitnar einna harðast á,
sagði Hrafn Bachmann kaup-
maður í Kjötmiðstöðinni við
Þjóðviljann.
Hin erfiða staða hjá matvöru-
búðum hefur ekki farið framhjá
neinum að undanförnu hin erfiða
staða hjá matvörubúðum og má í
því sambandi minna á gjaldþrot
Kostakaupa í Hafnarfirði, auk
ýmissa samdráttaraðgerða hjá
Sláturfélagi Suðurlands sem hef-
ur neyðst til að loka fjölmörgum
matvöruverslunum sínum.
Ástæðan er fyrst og fremst
geigvænlegur fjármagnskostnað-
ur sem fáir rísa undir, auk sam-
keppninnar um kúnann sem
leiðir margan kaupmanninn út á
ystu nöf.
Að sögn Hrafns Bachmanns á
matarskatturinn stóran þátt í því
hvemig komið er fyrir fyrir ma-
tvöraversluninni í landinu. Skatt-
urinn sé í öllum tilfellum hærri en
smásöluálagningin en hann er
25% og leggst á öll matvæli án
undantekninga og á mikla sök á
því háa verði á matvælum sem
hér er. Auk þess þurfa verslanir
að greiða hann til hins opinbera 7
dögum áður en krítarkortin era
gerð upp. Hjá Kjötmiðstöðinni
einni saman nema viðskipti með
krítarkort um 40 miljónum króna
á mánuði fyrir utan þá viðskipta-
vini sem eru í reikningi.
„Algeng matvöraverslun er
með þetta 8-9-þúsund vöraflokka
á boðstólum á meðan sambæri-
legar verslanir í okkar nágranna-
löndum erui ekki með nema um
4-5 þúsund vöraflokka. Ofan á
þetta bætist síðan hið séríslenska
fyrirbæri sem heildsalar era. Þeir
eru á 6. hundrað hér en þyrftu
ekki að vera nema um 50,“ sagði
Hrafn Backmann.
-grh
Miðvikudagur 7. september 1988 þJÓÐVILJINN — SÍÐA 3