Þjóðviljinn - 07.09.1988, Side 5

Þjóðviljinn - 07.09.1988, Side 5
FRETTIR Monica Kristensen Ekkert mátti fara úrskeiðis Vísindalegur ávinningur, fremur en hetjuskapur, hvati að leiðangrinum ífótspor Amundsens á Suðurpólinn Amánudaginn hélt norski jöklafræðingurinn Monica Kristensen fyrirlestur í Norræna húsinu um leiðangur sinn á Suðurheimskautið fyrir tæpum tveimur árum. Leiðangurinn var merkilegur fyrir margar sakir. Þetta var í fyrsta skipti sem farið var í fótspor Amundsens á Suður- pólinn árið 1911 og vakti það ekki síður athygli að ung kona skyldi takast á hendur stjórn heim- skautaleiðangurs. í samtali við Þjóðviljann sagði Monica að ákvörðunin um fara í leiðangur á Suðurpólinn hefði þróast í framhaldi af áhuga henn- ar og Neil Mclntyre á að rann- saka Ross íshelluna á Suður- skautslandinu. Þau luku dokt- orsprófi í jöklafræðum samtímis frá Cambridge háskóla og í leiðangrinum söfnuðu þau merk- um gögnum, sem enn er verið að vinna úr. Auk Monicu og Neil völdust til fararinnar 2 danskir hermenn sem hlotið höfðu þjálfun í stjórn- un hundasleða á Grænlandi, að ógleymdum sleðahundunum 22. - Hundarnir voru valdir sér- staklega eftir andlegum og líkam- legum styrk og þjálfuðum við þá sjálf heima í Noregi í rúm 2 ár, sagði Monica. Er spurt var hvers vegna þau hefðu ekki notað fljót- legri ferðamáta en hundasleða og skíði, svaraði Monica því til að snjósleðar væru hættulegri farar- tæki og sífellt að bila, auk þess þyrfti óhemjufé til að dreifa elds- neytisbirgðastöðvum meðfram allri leiðinni. - Við þurftum samt sem áður að láta dreifa birgðum á 5 staði á leiðinni, aðallega hundamat sem móðir mín útbjó heima í Noregi. Samtals sauð hún saman fitu, síld, beinamjöl og vítamín í 11.000 dósir. Undirbúningur leiðangursins tók 5 ár, því eins og Monica sagði má ekkert fara úrskeiðis á Ieiðinni. - Ef maður tapar tjaldi eða gasið á prímusana lekur, er maður búinn að vera á Suður- heimskautinu, því þar er enga björg að fá. Ef frá eru taldar mör- gæsir og nokkrir aðrir fuglar við ströndina, eru stærstu dýrin smá kóngulær. Áætlun leiðangursins var mjög stíf, því þau hugðust fara frá Hvalavík á Suðurpólinn og til baka á 75 dögum. Leiðin á pólinn er um 2000 kílómetrar og sagði Monica að þau hefðu farið allt upp í 60 km á dag er færi var best. Suma daga dró hins vegar nýfal- linn snjór úr yfirferðinni og í 5 Monica Kristensen sagðist ekki hafa brosað mikið í leiðangrinum á Suðurpólinn, enda stórhættulegt fyrir tennurnar í 40 stiga frosti. Hún hefur nú gefið út bók um leiðangurinn og kom til landsins til að kynna íslenska þýðingu hennar. daga voru þau veðurteppt í snjó- byl. Er hásléttunni var náð og að- eins 6 daga ferð á sjálfan Suður- pólinn ákváðu þau að fara ekki íengra vegna naums tíma. - Það er mjög erfitt að ákveða að gera eitthvað sem maður vill ekki, en ég varð að hugsa um áhöfnina á skipinu sem átti að sækja okkur og hefði getað lokast inni yfir veturinn ef áætlun hefði ekki staðist. Auk þess hefði fjöldi fólks e.t.v. hætt lífi sínu við að leita að okkur, hefðum við ekki komið á réttum tíma, sagði Mon- ica. Fyrir ferðina heyrðust efa- semdaraddir um að kona héldi út að stjórna leiðangri við eins erfið- ar aðstæður og eru á Suður- heimskautinu. Að hvaða leyti skyldi vera erfiðara fyrir konu að leggja á sig slíka ferð? - Það er kannski aðeins erfiðara fyrir þær að geta ekki lyft jafn miklu og líklega eiga þær erfiðara með að vera svona hryllilega skítugar í langan tíma. • Ríkisstjóm í andarslitrum Flest bendir til stjórnarslita og að þingkosningar verði í nœsta mánuði. Sterk staða Framsóknar og Sjálfstæðisflokks en hrun hjáAlþýðu- flokki. Uppgjör í efnahagsmálum í kjörklefanum - Ef þessi ríkisstjórn hefur ein- hvem tímann staðið tæpt þá tæpu 15 mánuði sem hún hefur lifað, þá er það núna. Ég á allt eins von á að þetta springi næstu daga og það verði kosið áður en þing kemur saman í haust, sagði for- ystumaður í einum stjómar- flokknum í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Mikill taugatitringur er í stjórnarherbúðunum þessa dag- ana og yfirlýsingar bæði Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra og Steingríms Hermannssonar utan- ríkisráðherra um að stjórnin hafi tvær vikur til að skila sínum efna- hagstillögum, eru ekki túlkaðar á annan veg innan ríkisstjórnarinn- ar en að endalokin á þessari óvinsælustu ríkisstjórnar síðustu áratuga séu óðum að nálgast. ,Að fara á taugum“ Alþýðuflokksmenn eru afar óttaslegnir og bera upphlaup og fálmkenndar yfirlýsingar forystu- manna flokksins síðustu daga þess gleggst merki. Jónarnir leggja ofurkapp á að stjómin gefi sér tíma til að skoða vandlega alla valkosti í efnahagsmálum og eru tilbúnir að kasta niðurfærslunni sem var þeirra aðalmál í síðustu viku fyrir róða, ef hægt sé að halda stjórninni saman með öðr- um ráðum. - Menn verða að sýna þolin- mæði, þeir mega ekki fara á taugum. Við verðum að ætla okk- ur tíma til að hafa samráð og leita saman nýrra leiða. Ekki hengja sig í dagsetningar og bregða þannig snöm um hálsinn á sér, sagði Eiður Guðnason þing- flokksformaður Alþýðuflokksins á kappræðufundi Rásar 2 á Hótel Borg á fimmtudag. Kratar með allt á hœlunum Það er von að Alþýðuflokks- mönnum sé órótt. Skoðanakann- anir gefa til kynna að fylgi flokks- ins er komið niður í um 8% eða í sömu stöðu og fylgi Alþýðu- bandalagsins, en á sama tíma auka bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur við sig fylgi. Ríkisstjórnin sjálf hefur hins veg- ar aldrei verið óvinsælli og nýtur aðeins stuðnings um 40% kjós- enda samkvæmt nýrri könnun DV. Óvinsældir stjórnarinnar bitna því fyrst og fremst á Al- þýðuflokknum. Skýringin á því liggur á margan hátt í augum uppi. Jóni Baldvin hefur ekki tekist að skera upp spillingu kerfisins og koma á rétt- látara þjóðfélagi eins og hann boðaði fyrir kosningar. Horn- steinar Jóns Baldvins eru matar- skattur, ójöfnuður, stórfelldur halli ríkisfjármála og nú síðast ó- teljandi tillögur um kjaraskerð- ingu. Jón Sigurðsson hefur þótt litlítill og virkað frekar sem emb- ættismaður en pólitíkus og Jó- hanna Sigurðardóttir situr uppi með enn verri stöðu í húsnæðis- málum en þegar hún tók við þrot- abúi Alexanders Stefánssonar. Beðið um endurnýjað umboð Málefnastaða Alþýðuflokksins er ekki glæsileg og þeir vilja fyrir enga muni slíta stjórnarsamstarf- inu núna og lenda í kosningabar- áttu. Framsóknar- og Sjálfstæðis- menn óttast hins vegar ekki kosn- ingar. Skoðanakannanir sýna ekki aðeins að þrátt fyrir óvin- sældir ríkisstjórnarinnar auki þessir tveir flokkar fylgi sitt, heldur hafa þeir nú saman meiri- hlutafylgi á Alþingi. Það er því ekki lengur þörf fyrir Alþýðuflokkinn sem varadekk í stjórninni. Forystumenn Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks sjá því möguleika á að slá tvær flugur í einu höggi. Styrkja stöðu sína í þingkosningum þegar í næsta mánuði og fá endurnýjað umboð frá þjóðinni til að grípa til rót- tækra aðgera í efnahagsmálum. Tíminn að renna út Spuming er hver slítur og hvernig verður stjórnarsamstarf- inu slitið? Steingrímur og Þor- steinn hafa þegar brugðið heng- ingarólinni utan um stjórnina. Úrslitin verða að ráðast fyrir þarnæstu helgi. Tíminn sem stjórnarherrarnir hafa sett sjálf- um sér er að renna út. Alþýðusambandið hafnaði í gær öllu samstarfi og samráði við ríkisstjórnina um launalækkun. Niðurfærsluleiðin er þar með úr sögunni eftir yfirlýsingar Þor- steins Pálsson um fullt samráð við verkalýðshreyfinguna ef fara ætti þá leið. Gengisfelling hefur áður verið afskrifuð og aðrir kostir eru ekki í sjónmáli sem samkomulag gæti tekist um milli stjómarflokk- anna á næstu dögum. Trúlegast er að forsætisráðherra muni sjálf- ur slíta stjórnarsamstarfinu, vísa efnahagskreppu stjórnarinnar til þjóðarinnar með því að boða til kosninga í október. FRETTASKYRING 7 Lúðvík Geirsson skrifar ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.