Þjóðviljinn - 07.09.1988, Side 6

Þjóðviljinn - 07.09.1988, Side 6
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Ávöxtunariærdómar og slettirekuskapur Ávöxtun sf. hefur lagt upp laupana, og óttast er aö við það tapi bláeygir fjármagnseigendur tugum miljóna. Uppgjöf Ávöxtunar er á ýmsan hátt lærdómsrík, bæði að því sem snýr að aðstæðum eigendanna, afskiptum ríkisvaldsins, viðbrögðum kolleganna og almennri fjár- geymslu og fjárávöxtun. Avöxtunardæmið er til dæmis að því leyti lærdómsríkt fyrir venjulegt fólk sem þarf að geyma peninga að fyrir- tækið bauð tiltölulega mjög mikinn gróða af því að fela fé í sínar hendur, en þegar félagið nú stendur ekki við sitt gerir lögmálið sem viðskiptamenn Ávöxtunar gengust undir ekki ráð fyrir neinni sérstakri samúð með þolendun- um. Ávöxtunarmöguleikarnir voru í þessu tilviki liður í happdrætti sem skólabækurnar í viðskiptafræðideild kenna: mikil áhætta - mikill hugsanlegur gróði, örugg hirsla - lítill hugsanlegur gróði. Það er aftur sérkennilegt að þetta skólabókarlögmál hefur ekki fengið að virka annarstaðar í öllu vaxtafrelsinu hérsíðari árin. Þvert á móti hafa ráðamenn -viðskiptajöfr- ar og stjórnmálamenn- tekið ákvörðun um hávexti á nær áhættulausum innlánum sem ættu samkvæmt eðli máls að hafa lágmarksvexti, -vexti nánast í kurteisisskyni. Þessi leikur hefur verið valinn á lokuðum heimamarkaði sem er nógu lítill til þess að hægt hefur verið að keyra í himinhæðir vexti á útlánum. Gróðinn af hrikalegum mun á inn- og útlánum hefur að lokum lent hjá allra stærstu fjármagnseigendunum, helst þeim sem eiga stærstu fjármagnsfyrirtækin. Viðbrögð forsvarsmanna í systurfyrirtækjum Ávöxtun- ar eru einnig lærdómsrík. Þeir berja sér á brjóst og þakka guði sínum fyrir að vera ekki einsog Ármann tollheimtu- maður, og er þó munurinn sá helstur að Grámann í Fjár, bróðir hans í Kaup og frændi þeirra í Verð eru betur tengdir inní valdakerfið á sviði fjármála og stjórnmála og hafa því ekki, enn að minnsta kosti, lent jafn illa útúr klandrinu í atvinnulífinu. Hugsanlegt fjármálamisferli Ávöxtunarmanna er í rannsókn og rangt að fella neina dóma þarum. Hins- vegar eru afskipti viðskiptaráðherra af málinu ekki enn farin í opinbera rannsókn og þessvegna full ástæða til að viðra þau í opinberri umræðu. Einsog kunnugt er benti Ólafur Ragnar Grímsson fyrir hönd efnahagsnefndar Al- þýðubandalagsins á alvarlegar brotalamir á fjármagns- markaðnum fyrir tæpum þremur vikum og krafðist þess að viðskiptaráðherra gripi inní. Ráðherrann sagðist þá hafa skipað nokkrar nefndir til að athuga málin, -hann ætlaði að ná samstöðu um tillögur að reglum um þetta áður enn nokkuð yrði aðhafst, -þetta gengi sinn eðlilega gang milli ráðgefenda, þingflokka og ráðherra og yrði vonandi til umfjöllunarfljótlega eftir að þing kæmi saman. Jón Sigurðsson sá sumsé enga ástæðu til athafna. Hagsmunir fjármagnseigenda ýttu ekki við honum, og hann virtist hvorki sjá hættu fyrir atvinnulíf tengt fjárm- agnsmarkaðnum né neinar líkur á óróleika í fjármálalífinu. Nú er hinsvegar komið í Ijós að undirmenn viðskipta- ráðherrans í bankaeftirlitinu vissu af ástandinu í Ávöxtun löngu áður en Ólafur Ragnar benti á vandann. Og Þórður Ólafsson forstöðumaður bankaeftirlitsins segir beinlínis í samtali við Þjóðviljann í gær að „heimildir til að grípa til aðgerða eða úrræða" hafi verið „af skornum skammti". Viðskiptaráðherrann sagði í sjónvarpinu í fyrrakvöld að ábending efnahagsnefndar Alþýðubandalagsins og Ólafs Ragnars hefði verið „slettirekuskapur". Sem merkir „óviðeigandi afskiptasemi“ samkvæmt orðabók Menn- ingarsjóðs. En sem kunnugt er af vaxtamálum telur viðskiptaráð- herra mestalla stjórnun efnahagsmála óviðeigandi, ef ekki hreina ókurteisi. Hin ósýnilega hönd á að stjórna fyrir ráðherrann. En meðan ráðherrann telur hlutverk sitt að verja rétt handarinnar ósýnilegu verður hann að gangast undir ábyrgð af verkum sömu handar. Nú síðast í Avöxtun. -m KLIPPT OG SKORIÐ Launalækkun Á fundum ráðherra með for- ystumönnum í ASÍ hefur ríkis- stjórnin ekki getað lagt fram neinar aðrar hugmyndir til lausnar efnahagsvandanum en þær að skera niður laun. Eftir að búið var með bráðabirgðalögum að afnema 2,5% samnings- bundna launahækkun átti enn að höggva í sama knérunn. Nú var hampað tillögum forstjóranefnd- arinnar, sem á hátíðastundum er kölluð bjargráðanefndin, um 9% beina launlækkun. Þessa leið kalla ráðherramir niðurfærslu og samtímis umræð- um um beina lækkun launa er tal- að óljóst um að verðlag muni lækka þannig að afkoma launþega versni ekki. Það er eftirtektarvert að ráðherramir em ekki að tala um beinar að- gerðir til að lækka verðlag. Þótt þeim flökri ekki við að setja bráðabirgðalög, sem segja fyrir um þróun vinnulauna, treysta þeir sér engan veginn til að beita svipuðum aðferðum við að ná niður verðlagi, að setja t.d. vexti niður „með handafli". Á því sviði eiga markaðsöflin ein að fá að ráða. Óréttlæti Það skrýtna er að ráðherrarnir eru ekki enn búnir að afskrifa niðurfærsluleiðina þótt Þjóð- hagsstofnun hafi sýnt fram á að hún sé ákaflega óréttlát, m.a. vegna þess að hún bitnar ekki jafnt á öllum. Það er ekki sjálf- gefið að lögbundin launalækkun nái til allra launþega. Þjóðhags- stofnun metur það svo að lög- bundin niðurfærsla launa myndi ekki ná nema til 40-45% launþega með vissu. Hjá meiri en helmingi launþega réðist það að miklu leyti af markaðsaðstæðum hvort launin Iækkuðu samkvæmt lagaboði og hjá allt að fimmtungi launþega er talið víst að launin héldust óbreytt. Vinnuskjal frá Þjóðhagsstofn- • un, sem sýndi að upphafsaðgerð niðurfærslunnar, þ.e. lækkun launa, yki óréttlætið í þjóðfé- laginu, lá frammi á fundi ráð- herra með forsvarsmönnum ASÍ í fyrradag. Mat stofnunarinnar var að lækkun launa um 9% leiddi til 2-3% lækkunar vöru- verðs og að sú lækkun kæmi ekki fram fyrr en að 2-3 mánuðum liðnum. Varla var unnt að fá fram afdráttarlausari dóm um að það leiddi til umtalsverðrar kjara- skerðingar að lögbinda launa- lækkanir en láta markaðinum eftir að færa niður vöruverð. Nið- urstaðan er kjaraskerðing sem lenti með fullum þunga á tæpum helmingi landsmanna en stór hluti hins helmingsins slyppi. Engu að síður var niðurfærslan það eina sem ráðherrarnir höfðu til málanna að leggja. Ásmundi svarað Og það voru ýmsar aðrar fróð- legar upplýsingar lagðar fram á þessum fundi. Ásmundur Stef- ánsson forseti ASÍ hafði óskað eftir svörum við ákveðnum spurningum fyrir þennan fund. Og svörin, sem ríkisstjómin hafði látið embættsimenn sína vinna, voru mörg hver á þá leið að þau hefðu átt að koma í veg fyrir allar frekari hugleiðingar ráðherranna um forstjóraleiðina. Þar kom m.a. fram að stórlega mætti bæta afkomu frystihúsanna ef vextir yrðu lækkaðir. Þá er ekki verið að tala um nafnvaxtalækkun sem fylgir minnkandi verðbólgu en heldur þó vaxtastiginu alltaf jafnhátt yfir verðbólgustiginu. Breyting á nafnvöxtum hefur, segir í svörum við spurningum Ásmundar, „fyrst og fremst áhrif á greiðslu- stöðu fyrirtækja en ekki rekstrar- afkomu.“ Þarna var rætt um raun vaxtalækkun. f svörunum kom einnig fram að ríkissjóður gæti aukið tekjur sfnar um 2.700 miljónir króna á ári með því að taka upp 10% við- bótarskattþrep á allar tekjur yfir 100 þúsund á mánuði. Sá öáig- snúni jöfnuður Jóns Baldvins, að allir greiði sama skatthlutfall, kostar sitt. Þá kom og fram að skattstofn, sem ríkisstjórnin hefur ekki fyrir nokkurn mun viljað nýta sér, nemur a.m.k. 3.500 miljónum króna á ári og án efa er þar vægt reiknað. Hér er átt við vaxtatekj- ur umfram verðbætur, þ.e. raun- vaxtatekjur. Stóreignamenn hafa rakað saman vaxtatekjum, og þurfa ekki að greiða af þeim skatt, á meðan skattlögð er hver króna sem launamaðurinn vinnur sér inn eftir að skattleysismörk- um er náð. Vísað til vegar Þannig var í svörum ríkis- stjómarinnar til forseta ASÍ tald- ar upp fjölmargar leiðir sem fara má til að bæta afkomu atvinnu- veganna og nota til að stoppa í gatið í fjárlögum ríkisins. Ráð- herrarnir sátu með ábendingar um aðrar leiðir en þær að ganga að launamönnum og lækka kaup þeirra „með handafli“. En þeir sáu ekkert annað en forstjóra- leiðina og vildu enn fá að vita hvernig mönnum litist á að lög- binda kauplækkun upp á 9%. Forsvarsmenn ASI höfðu sagst vilja hlusta á hvað ráðherrarnir hefðu fram að færa. Á fundinum í fyrradag kom það skýrt fram: Launalækkun til viðbótar afnámi samningsbundinna hækkana. í gær kom svo miðstjóm og for- menn landssambanda ASÍ saman til að ræða stöðuna. Átti að fara í frekari viðræður við ráðherra, viðræður sem eingöngu snerust um launalækkun? Niðurstaðan var skýr: algjört skilyrði fyrir frekari viðræðum er að þær snúist ekki um lækkun launa. Ný staða Þeir, sem tamt er að hugsa um stöðu manna og völd, telja að forseti ASÍ hafi styrkt mjög stöðu sína en að þeir verkalýðsforkólf- ar sem fylgja stjórnarflokkunum að málum hafi að sama skapi orð- ið að láta undan síga. Margir telja að forseti ASÍ hafi orðið undir á þeim miðstjórnar- fundi sem lét það eiga sig að mót- mæla Iögbanni á samningsbundn- ar launahækkanir 1. september og lýsti í þess stað yfir vilja til að ræða við ríkisstjórnina. Telja þeir að afstaða hans hafi þá verið mun harðari. Nú er aftur álitið að stuðningsmenn stjórnarinnar innan ASÍ hafi orðið að láta í minni pokann. Þeir hafi ekki talið sér vera stætt á að heimta áfram- haldandi viðræður við ráðherra sem ekkert vildu ræða annað en launalækkun. ÓP Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgaf andl: Útgáf ufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, MðrðurÁmason, OttarProppé. Fréttastjórl:Lúðv(kGeirsson. Bla&amenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, HjörleifurSveinbjörnsson, KristóferSvavarsson.Magnfnður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, OlafurGfslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, SævarGuðbjðmsson, Þor- finnur Ómarsson (Iþr.). Handrlta-og prófartcalestur: Elias Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar:EinarÖlason,JimSmart. Útlltstelknarar: KrisKán KrisKánsson, Kristbergur O. Pétursson Framkvœmdastjórl :HallurPállJónsson. Skrlf stofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrlfstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir. Auglýsingast|óri: Olga Clausen. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Sfmavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu-og afgrelðslustjórl: Bjöm Ingi Rafnsson. Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrfn Bárðardóttir, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgrel&sla, rltstjórn: Sf&umúla 6, Reyk|avlk, slmar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotogsetnlng: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaöaprent hf. Verfi f lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. ÁskrlftarverA á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 7. september 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.