Þjóðviljinn - 07.09.1988, Side 8

Þjóðviljinn - 07.09.1988, Side 8
MENNING 33 Hugur einn þaö veit“ Fjallað um hugarfar á fyrri öldum Tímaritið „Ný saga“, sem kem- ur út árlega á vegum Sögufélags- ins, er framtak ungra sagnfraeð- inga og eru það fyrst og fremst þeir sem í það skrifa, þótt einnig sé leitað til annarra um greinar og viðtöl. Endurspeglar ársritið þannig áhugamál, viðhorf og að- ferðir sagnfræðinga af yngstu kynslóðinni, manna sem eru ný- loknir námi og kannski komnir út í framhaldsnám og rannsóknir og byrjaðir á undirbúningi doktorsrit- gerðar. Mætti því líta á það sem e.k. áttavita, sem sýndi ýmsar hræringar í stundlegri stefnu sagnfræðirannsókna. Nýlega er kominn út annar ár- gangur tímaritsins og kennir þar margra grasa. Er ekki að efa að ýmsum mun þykja forvitnilegt að lesa t.d. greinar um „Viðreisnar- stjórnina" undir fyrirsögninni „Skiptar skoðanir“ sem eru eftir jafn ólíka menn og Gísla Gunn- arsson, Stefán Ólafsson og hinn víðkunna Hannes Hólmstein Gissurarson. Harðorð ádrepa Péturs Gunnarssonar sagna- skálds, sem nefnist „Af rúmbotn- inum“ og fjallar um það hvernig búið er að menningarmálum á ísa köldu landi væri líka þarfleg lesn- ing fyrir suma. Það yrði of langt mál að segja frá hverri einstakri grein í tímaritsheftinu, og því ætla ég að taka heldur þann kostinn að fjalla um einn þátt þess, nokkrar grein- ar sem snúast með ýmsu móti um þá grein sagnfræðinnar sem nefnd er „hugarfarssaga", en hún hefur reyndar nokkuð verið á dagskrá undanfarin ár. Er þetta efni tekið til umræðu á nokkuð breiðan hátt í grein Sigurðar G. Magnússonar „Hugarfarið og samtíminn, framþróunarkenn- ingin og vestræn samfélög", en á skyld mál er drepið í grein Auðar G. Magnúsdóttur „Ástir og völd, frillulífi á íslandi á þjóðveldi- söld“, og í grein Gísla Ágústs Gunnlaugssonar „Ást og hjóna- band á fyrri öldum“. Verkefnið sem Sigurður G. Magnússon velur sér er hin svo- kallaða „framþróunarkenning", en þannig vill hann þýða enska hugtakið „modernization the- ory“. Samkvæmt skilgreiningum hans sjálfs fjallar þessi kenning um tengsl hinna fjölmörgu þátta sem breyttust í vestrænum þjóðfélögum á nýöld, þ.e.a.s. í kringum iðnbyltinguna. Hér er því um að ræða þau umskipti þeg- ar hefðbundin landbúnaðar- þjóðfélög Vesturlanda breyttust í tæknivædd þjóðfélög nútímans, - urðu að því sem er einmitt kallað “nútímaþjóðfélag" - og er þá þýðingin heldur klaufaleg og vill- andi. Orðið „þróunarkenning“ hefur nefnilega verið notað á ís- lensku yfir allt annað, sem sé þá hugmynd að burðarásinn í sögu mannkynsins sé einhver „þróun“ þannig að þegar á heildina er litið sé stefnt í „framfaraátt" og síðan megi vega og meta einstaka liði sögunnar út frá afstöðu þeirra til þessarar þróunar. Sú kenning sem hér um ræðir fjallar hins veg- ar um eitt skeið sögunnar og leitast helst við að skilgreina sam- spil fjölþættra breytinga sem leiddu til þess að ný þjóðfélags- gerð varð til, og væri einna næst að kalla hana „nútímunarkenn- inguna“, samkvæmt orðmyndun- arhefðum stofnanamálsins, ef það væri ekki hreint orðskrípi. Kenning höfundar er nú sú, eins og hann orðar það, „að breytingarnar sem urðu á hugar- fari fólks á fyrri hluta nýaldar (16.-18. aldar) hafi haft gífurleg áhrif á hvernig vestræn samfélög 19. og 20 aldar þróuðust". Hér er sem sé alveg snúið við þeirri grundvallarhugmynd efnishyg- gjunnar í söguskoðun, að það séu efnislegar og tæknilegar framfar- ir og þjóðfélagsþróunin sem ráði öllum þeim breytingum sem kunni að verða á hugarfari fólks, enda sé hugarfar, hugmyndir og andleg menning ekki annað en „yfirbygging" framleiðsluhátta eða einhvers annars slíks. í stað- inn heldur höfundur því fram að það séu á hinn bóginn breytingar á hugarfari manna sem kunni að vera valdar að breytingum í þjóðfélaginu, og á þessi kenning í hæsta máta skilið að vera tekin til rækilegrar athugunar. En höf- undur sér að slík athugun er ýms- um vandkvæðum bundin, og bendir m.a. á erfiðleika sem fylgja því að túlka heimildir og lesa t.d úr þeim „ómeðvitaðar hugmyndir fólks á 16. öld“, og svo líka hið sígilda vandamál or- sakasamhengisins „hvað fór á undan, hænan eða eggið?“. Um fyrra vandamálið segir EINAR MÁR JÓNSSON höfundur einungis að ýmsir sagn- fræðingar hafi „gengið fulllangt í túlkunum sínum og gleymt helstu skyldu sagnfræðinnar, sönnunar- byrðinni", og í athugasemdum nefnir hann síðan bandaríska sagnfræðinginn Robert Darnton og rit hans „Kattamorðin miklu“ sem dæmi um það þegar gengið sé of langt í túlkun. Segja má að þetta sé heldur stuttaraleg af- greiðsla á flóknu vandamáli og kveður höfundur auk þess upp nokkuð snöggsoðinn dóm yfir riti um ýmsa þætti hugarfars manna í Frakklandi á 17. og 18. öld, sem mun hafa fengið góðar viðtökur hjá þeim sem gerst til þekkja, frönskum sagnfræðingum sjálf- um. En þegar á málið er litið er dálítið freistandi að láta sér til hugar koma að á bak við þennan dóm sé nokkuð ákveðinn og at- hyglisverður ágreiningur um að- ferðir, sem hvergi er beinlínis vikið að í greininni en þarflegt væri þó að fjalla um. í riti sínu „Kattamorðin rniklu" beitir Robert Darnton jafnan þeirri aðferð að ganga út frá heimildum af margvíslegu tagi, t.d. frásögn um það þegar prent- arar í Rue Saint-Sévérin í París íóku sig til og káluðu við hátíð- lega viðhöfn öllum köttum sem í náðist, eða lögregluskýrslum um þekkta rithöfunda á 18. öld o.s.frv., og síðan notar hann ýms- ar aðferðir, m.a. aðrar heimildir eða vitneskju okkar um þjóðfé- lag þessa tíma, til að draga af þeim ályktanir um hugarfar manna, lögreglumanna, katta- bana í prentiðn eða annarra. Um niðurstöðurnar má vafalaust deila, en rökin liggja jafnan nokkuð ljós fyrir í riti Darntons. í greininni í „Nýrri sögu“ virð- ist Sigurður G. Magnússon eink- um aðhyllast aðra aðferð, sem er nánast andstæð þeini sem Darnton beitir, en hún er fólgin í því að skilgreina sem best ýmsar „Nýrri sögu“ ytri aðstæður, þar á meðal þjóð- félagsbyggingu og - Þróun, ríkj- andi hugmyndir og slíkt, og reyna að álykta út frá því hvernig háttað hafi verið hugarfari þeirra manna sem bjuggu við þessar aðstæður. Þessi aðferð er í rauninni gamal- gróin, og beitti franski sagn- fræðingurinn Lucien Febvre henni t.d. fyrir mörgum ára- tugum: hann lýsti lífi fólks á fyrri öldum, þegar menn voru varnar- litlir gagnvart umskiptum náttúr- unnar, höfðu takmarkaðan hita og ljósfæri og matur var stopull þannig að tímar hungurs og ofáts skiptust á, og taldi hann að við slíkar aðstæður hlyti sálarlíf manna að vera stormasamt og öfgafullt og geðsveiflur miklar og dramatískar. Síðan benti hann á ýmsa staði í heimildum þessu til stuðnings. Um atriði af þessu tagi fjallar Sigurður G. Magnússon ekki í grein sinni, en hann lýsir hins vegar ýmsum öðrum ytri að- stæðum, t.d. útbreiðslu prentlistar, fólksfjölgun, vexti borga, nýjum hugmyndum svo sem kenningum siðasíciptamanna og afleiðingum þeirra, m.a. árás- um á forna „alþýðumenningu" o.þ.h., og af þessu öllu dregur hann margvíslegar ályktanir um það hvernig hugarfar manna hafi þróast og breyst á fyrri hluta ný- aldar. Sem dæmi um ályktanirnar má nefna kenningu sem höfund- ur tekur upp úr verki bandarísks „geðsjúkdóma- og sagnfræð- ings“: „í gamla bændasamfé- laginu giltu ákveðnar reglur um hegðan fólks og ef brugðið var út af þeim greip þjóðfélagið til sinna ráða. í hinu nýja þéttbýlissamfé- lagi dugðu þessar reglur ekki lengur en í stað þeirra tók við nokkurs konar innri stjórn hvers einstaklings, sjálfsstjórn, sem að áliti Stearns varð einn af horns- teinum fyrir vexti og viðgangi vestrænna samfélaga". Þetta kann nú allt að líta nokk- uð spennandi út, en á þessari að- ferð er samt slæmur agnúi. Það vantar sem sé alveg að reynt sé að gera grein fyrir þeim tengslum sem gert er ráð fyrir að séu milli ytri aðstæðna og hugarfars: það er eiginlega eins og gengið sé út frá því að þau séu fremur einföld og allt að því einræð, þannig að unnt sé að álykta beint frá ytri aðstæðunum að hugarfari þeirra manna sem við slík kjör bjuggu. Stundum virðist það jafnvel fylgja aðferðinni, að reynt sé að breiða yfir þessi tengsl og lýsa ytri aðstæðunum og því hugarfari sem gert er ráð fyrir eins og þetta sé sama heildin og engir hlutar hennar orki meira tvímælis en aðrir. Þessu fylgja gjarnan ýmsar alhæfingar um að við ákveðnar aðstæður séu menn svona og svona eða hlutirnir gangi fyrir sig á ákveðinn hátt, - t.d. að „óbeisluð reiðiköst einstaklinga gátu orðið mikið vandamál í stóru samfélagi ókunnra, sá sem fékk slík reiðiköst gat ekki með nokkru móti reiknað út hver við- brögð samferðamannanna yrðu, nokkuð sem hann gat í gamla samfélaginu, því var eðlilegt fyrir þann hinn sama að reyna að hafa hemil á skapi sínu“ - en slíkar alhæfingar eru síst betri en þær t.d. sem Robert Darnton gerir út frá takmörkuðum en samt mjög skýrum heimildum. Nú setja þessi vinnubrögð sagnfræðinginn í mjög slæman hnút, eins og Sigurður G. Magnússon finnur glöggt fyrir sjálfur, en hann er sá að það vandamál hvort hafi komið á undan eggið eða hænan verður nánast því óleysanleg flækja: ef menn reyna t.d. að nota heimildir um þjóðfélagsgerð til að skil- greina hugarfar þeirra manna sem voru í þjóðfélaginu verður býsna erfitt að svara þeirri spurn- ingu hvort það hafi verið breytingar í hugarfari sem réðu þjóðfélagsbreytingum eða öfugt. En þessi hnútur er ekki afleiðing af neinum eðlislægum takmörk- unum sagnfræðinnar heldur staf- ar hann af röngum aðferðum. Mergurinn málsins er nefnilega sá, að þessar ályktanir sem nefndar voru hér að ofan eru mjög hæpnar, því að aldrei er hægt að ganga út frá því að bein tengsl séu milli ytri aðstæðna og hugarfars. Þetta stafar af því að þessar „ytri aðstæður" eru mjög flóknar og margþættar og byggist „hugarfar" á hverjum tíma á eins konar vali sem fer eftir þess eigin forsendum. Áhrif þéttbýlis á til- finningalíf manna geta þannig verið mismunandi eftir því hvern- ig ýmsum öðrum atriðum er hátt- að, t.d. eftir hreyfanleik manna, uppbyggingu fjölskyldu- og kunningsskaparneta, ýmiss kon- ar lögmál eru ríkjandi óháð um- hverfinu, og svo geta menn brugðist við þessu sama þéttbýli á mismunandi hátt eftir því t.d. hvort menn eru hræddir við and- svar annarra eða hvort þeir fylgja á hinn bóginn reglunni „þar sem enginn þekkir mann...“ Þess vegna er engan veginn hægt að álykta að þéttbýli hljóti að leiða til „innri stjórnar“ tilfinningalífs- ins. Ég ætla þó ekki að halda því fram að þessi aðferð sé röng: hún getur þvert á móti verið gagnleg, ef menn gæta þess fyrst að skil- greina hana rækilega og takmörk hennar á einhvern „aðferðaf- ræðilegan" eða „heimspekileg- an“ hátt. Gætu menn þannig litið áytri aðstæðurnarsem e.k. „ram- ma“ utan um hugarfar manna á hverjum tíma, og reynt að lýsa þeim ítarlega sem slíkum, og rannsakað síðan samspil milli hugarfars og tilfinninga, sem hægt væri að nálgast eftir öðrum heimildum líkt og Darnton gerir, og svo þessa ytri ramma. Greinarnar tvær í „Nýrri sögu“ um frillulífi og hjúskap á fyrri öldum sýna að vissu leyti hvaða aðferðum mætti beita. Menn hafa gjarnan litið á frillulífi höfð- ingja á Sturlungaöld sem vitnis- burð um óbeislað tilfinningalíf þeirra, og hefur slíkt „óhóf“ m.a. verið notað til að útskýra „ósigur Oddaverja" fyrir Haukdælum, eins og skemmtilega er sagt frá í nýrri bók Jóns Thórs Haralds- sonar, en Auður G. Magnúsdótt- ir leiðir ýmis rök að því að þessar kenningar séu rangar. Hafi frillu- lífi nánast því verið eins konar „annars flokks hjónaband" og hafi höfðingjar Sturlungaaldar- innar notað það á kerfisbundinn hátt eins og „venjulegt hjóna- band“ til að mægjast við aðrar ættir, koma sér upp banda- mönnum o.þ.h., enda var frillu- lífi að því leyti „praktískara" en „venjulegt hjónaband“ að það leyfði fjölkvæni. Ef þetta er rétt, er frillulífi ekki sá sami vitnis- burður um tilfinningalíf íslend- inga á 12. og 13. öld og menn héldu, heldur er það hluti af þjóðfélagslegum „ramma“ utan um tilfinningalífið og nauðsyn- legt fyrir sagnfræðinga að kanna samspil þess ramma við þær til- finningar, sem hægt er á annan hátt að lesa út úr heimildum. í grein sinni „Ást og hjónaband á fyrri öldum“ sýnir Gísli Ágúst Gunnlaugsson hvernig nauðsyn- legt er að kanna bæði „ram- mann“ - það hvernig stofnað var til hjónabands á fyrri tímum - og svo beinar heimildir um tilfinn- ingar manna, í einkabréfum, sjálfsævisögum og slíku, til að gera sér heildarmynd af viðfang- sefninu. Um þetta mætti margt segja, en ég læt nægja að bæta einu við: það væri gagnlegt að velta því fyrir sér, í sambandi við ýmiss konar heimildir og í anda kenn- inga Lucien Febvre, hvaða áhrif Ijósleysi, einangrun, léleg hitun o.þ.h. kann að hafa haft á tilfinn- ingalíf íslendinga á fyrri öldum, t.d. á hið margumrædda „skammdegisþunglyndi". Hvers vegna átti Hvamms-Sturla það til „að leggjast í rekkju þá er hann var hugsjúkur"? Úr nýrri sögu: Frá hátíðahöldum alþýðunnar á fyrri hluta nýaldar. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 7. september 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.