Þjóðviljinn - 07.09.1988, Page 11

Þjóðviljinn - 07.09.1988, Page 11
IÞROTTIR Ingvar Guðmundsson er við öllu búinn ef boltinn skyldi skjótast í hann. A bak við hann er svo Siqurjón Kristiánsson sem var óheppinn að skora ekki í leiknum. Mynd: E. Ól. Evrópukeppnin Sanngjam Valssigur Furstadœmisliðið Monaco átti ekkertsvar við snjöllum leik Vals Valsmenn unnu glæsilegan sigur á Frakklandsmeisturum Monaco í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni meistaraliða í gærkvöld. Lið Monaco kom á óvart með sviplausum leik sínum en Valsmenn voru betri þegar á leikinn leið og uppskáru að lokum eins marks sigur, 1-0, sem var í minnsta lagi miðað við marktækifæri liðanna. Atli Eðvaldsson skoraði eina mark leiksins og var hann jafnframt yfirburðamaður á vellinum. Annars lék Valsliðið mjög skynsamlega í leiknum, tók enga áhættu og í síðari hálfleik áttu gestirnir ekkert svar við lcik þeirra. 1. deild kvenna Rúmlega sjö mörk að meðaltali Valsstúlkur langefstar Fjórtándu og síðustu umferð 1. deildar kvenna lauk um síðustu helgi og voru hvorki fleiri né færri en 29 mörk skoruð í fjórum leikjum. Það gerir rúmlega sjö mörk í hverjum leik og greinilegt var að liðin tóku sina síðustu leiki misalvarlega. Valur-Fram........10-0(5-0) Eins og við höfum þegar greint frá luku Valsstúlkur mótinu með sannfærandi sigri á Fram, og með tveimur mörkum skaust Bryndís Valsdóttir upp fyrir Jónu Krist- jánsdóttur á lista markaskorara með 12 mörk. ÍA-KR.............6-1 (3-0) Akurnesingar hreinlega yfir- spiluðu afspymulélega KR-inga á sunnudaginn. Halldóra Gylfa- dóttir skoraði 3 mörk fyrir heima- menn, Jónína Víglundsdóttir 2 og Sigurlín 1, en Helena Ólafsdóttir gerði mark KR-inga. Með þessu tapi glopruðu KR-ingar öðru sæt- inu úr höndum sér, en áttu e.t.v. ekki betra skilið eftir mjög mis- jafnt gengi í sumar. Lið Akraness hefur aftur á móti farið vaxandi með hverjum leik í sumar og á þetta unga lið framtíðina fyrir sér. ÍBÍ-Stjarnan......0-4 (0-2) Stjaman tók við öðru sætinu af KR með góðum sigri á ísfirðing- um sem falla í aðra deild. Ragna Lóa Stefánsdóttir (2), Laufey Sigurðardóttir og Anna Sigurðar- dóttir skomðu mörkin í leiknum. ÍBK-KA............2-6 (1-1) Eftir góða baráttu í fyrri hálf- leik gekk hvorki né rak hjá Keflvíkingum í þeim síðari, allar flóðgáttir opnuðust og KA- stúlkur skomðu hvert markið af öðm. Leikurinn var ekki ýkja mikilvægur fyrir liöin og ein- kenndist hann af dálitlu kæru- leysi, en mörkin létu ekki á sér standa. Mörkin skomðu: Eydís Marinósdóttir 3, íris Thorleifs 2 og Inga Birna 1 fyrir norðan- menn, en Anna María Sveinsdóttir og Kristín Blöndal skorðu fyrir heimasætur. Valur Lokastaða .14 12 2 0 49-3 38 Stjarnan 14 8 3 3 35-13 27 KR . 14 8 3 3 31-21 27 (A . 14 7 4 3 34-11 25 KA .14 7 1 6 34-24 22 ÍBK . 14 4 2 8 17-33 14 (Bí ... 14 1 1 12 6-53 4 Fram ... 14 1 0 13 6-53 3 Atli Eðvaldsson Ég er mjög ánægður með þennan sigur en við hefðum engu að síður getað gert miklu betur. Þetta er sama sagan og gegn Sov- étmönnum, við nýtum ekki séns- ana. Við spiluðum þennan leik mjög vel og það kom á óvart hvað þetta var auðvelt. Hvað seinni leikinn varðar þá skulu þeir svo sannarlega fá að hafa fyrir því að vinna okkur og það er allt opið í þeim leik. Guðni Bergsson Að sjálfsögðu er ég ánægður með leikinn, við stefndum að sigri og okkur tókst að klára það dæmi. Þetta er að vísu ekki mikið Daufur fyrri háifleikur Leikurinn var frekar daufur í fyrri hálfleik en þá léku Vals- menn á móti norðan stinnings- kalda þannig að nokkuð var á brattann að sækja fyrir þá. Mon- aco náði þó ekki að skapa sér nein umtalsverð marktækifæri; fyrir aftan sterka Valsvörn var Guðmundur Baldursson mjög öraggur í markinu. Frakkarnir vom mun meira með boltann og gætti stundum nokkurrar tauga- veiklunar hjá Valsmönnum þeg- ar þeir náðu boltanum. Besta marktækifæri hálf- ieiksins var á síðustu mínútunni þegar Valur Valsson fékk bolt- veganesti fyrir seinni leikinn en það er einfaldlega vegna þess að við náðum ekki að nýta færin okkar. Það kom mér mjög á óvart hvað þeir sýndu lítinn lit í leiknum, það var enginn broddur í þessu hjá þeim og það má segja að sterkt Valslið hafi gengið frá þessu liði. Þorgrímur Þráinsson Með þessum sigri eigum við raunhæfa möguleika á að hanga á núlli í seinni leiknum og komast áfram í keppninni, en sá leikur verður svona fjómm sinnum erf- iðari. Þá munu þeir að sjálfsögðu leika meiri sóknarleik en þeir eru sérstaklega gott heimalið. Þeir vora slakari en við bjuggumst við ann á lofti vinstra megin í vítateig Monaco. Hann skaut viðstöðu- laust framhjá markinu en hefði jafnvel átt að reyna að taka bolt- ann niður. Valsmenn taka völdin Áhorfendur voru ekki sáttir við gang mála í fyrri hálfleik enda bar þá mjög fátt til tíðinda. Þetta átti eftir að breytast, Valsmenn vom miklu ákveðnari í síðari hálfleik og léku af mun meiri yfir- vegun. Strax á 50. mínútu skaut Sævar Jónsson rétt framhjá eftir hornspyrnu en sex mínútum síðar náðu Valsmenn forystunni. Guðni Bergsson byggði skemmti- og geta áreiðanlega miklu meira, en þetta er sigur fyrir íslenska knattspymu. Það má segja að við spiluðum þennan leik af mikilli skynsemi og ég var hálfhissa á að áhorfendur vom nokkuð óþolin- móðir í fyrri hálfleik en þá lékum við á móti vindinum. Sigurjón Kristjánsson Markið dugði okkur til sigurs í leiknum líkt og í bikarkeppninni en óvíst er hvort það er nóg. Þetta var mjög erfiður leikur fyrir mig þar sem ég þurfti að hlaupa mjög mikið en það er ekki sambærilegt að leika þennan leik og venjulega leiki hér heima. Það var sem þeir brotnuðu niður eftir að ekkert hafði gengið hjá þeim í upphafi. lega upp sóknarlotu með einu af sínum frægu hlaupum upp miðju vallarins. Hann sendi boltann á Val Valsson á vinstri kanti, sem gaf góða sendingu á Atla Eð- valdsson og honum urðu ekki á nein mistök og skoraði ömgglega framhjá Ettori í marki Monaco. Eftir þetta höfðu Valsmenn tögl og hagldir á vellinum og gáf- ust aðkomumennimir hreinlega upp. Sigurjón Kristjánsson fékk tvö ágæt færi á að skora en mis- tókst og Atli átti góðan skalla eftir hornspymu seint í leiknum sem Ettori varði. Á lokamínút- unum var sem leikmenn Monaco væru farnir að tefja frekar en að reyna að jafna metin og höfðu greinilega játað sig sigraða. Liðsheildin skóp sigur Þrátt fyrir daufan fyrri hálfleik var sigur Valsmanna fyllilega sanngjarn. Þeir unnu þennan leik fyrst og fremst á liðsheildinni og Ég er ekkert smeykur við seinni leikinn, maður verður að halda sjálfstraustinu, og hlakka bara til að fara til Monaco. Glenn Hoddle Við lékum þennan leik mjög illa og sluppum með aðeins eins marks tap. Venjulega er mönnum refsað með þriggja marka tapi þegar þeir leika eins og við lékum hér í kvöld, en Vals- menn léku af mikilli skynsemi í leiknum og vom óheppnir að vinna ekki stærri sigur. Valsliðið vinnur á sterkri liðsheild, en engu að síður ættum við að hafa þá í síðari leiknum á okkar heima- velli. stóðu fáir upp úr í liðinu. Guð- mundur Baldursson var sem áður sagði öryggið uppmálað í mark- inu og þá var vörn þeirra mjög sterk með Guðna Bergsson sem besta mann en Þorgrímur Þráins- son og Sævar Jónsson skiluðu vamarhlutverki sínu einnig vel. Á miðjunni var Ingvar Guð- mundsson sterkur og Guðmund- ur Baldursson og Valur Valsson ágætir á köntunum. Magni Blöndal Pétursson og Hilmar Sig- hvatsson stóðu vel í Frökkunum en glötuðu boltanum of mikið frá sér. Atli var síðan besti maður vallarins og lék gjarnan úti um allan völl. Hann hélt boltanum mjög vel þegar hann fékk hann og skilaði honum jafnframt yfir- vegað frá sér. Fremstur var Sigur- jón Kristjánsson og átti nokkuð erfitt með sterka varnarmenn Monaco en skapaði engu að síður mikla hættu. Lið Monaco kom á óvart með slökum leik. Fyrstu mínúturnar leit út fyrir franskan sigur en þeir kunnu mótlætinu illa og sluppu fyrir horn í síðari hálfleik. Liðið er sérstaklega sterkt á heimavelli sínum en þó er ekki útilokað að það verði slegið út úr keppni strax í fyrstu umferð. Það yrði svo sannarlega móðgun við franska knattspyrnu en að sama skapi mikil lyftistöng fyrir okkur Is- lendinga. -þúm Fótbolti Barcelona í kvöld Eitt frægasta knattspyrnulið heims, Barcelona, leikur við Fram í kvöld kl. 18.15. Framarar hafa fulla ástæðu til að vera bjart- sýnir ef þeir leika eins og þeir eru vanir enda þótt móthejarnir séu engir aukvissar í faginu. Fjöl- mennum á völlinn og sjáum ann- an íslenskan sigur! -þóm Miðvikudagur 7. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Sagt eftir leik Óheppnir að vinna ekki stæna

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.