Þjóðviljinn - 07.09.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.09.1988, Blaðsíða 16
pblSPURNINGINmb Hvað gerir kóngur? (Spurt í Hvassaleitis- skóla) Tinna Margrét Rögnvaldsdóttir, 8 ára: ÞAAÐ veit ég ekki. Heimir Gunniaugsson, 10 ára: Kóngurinn? Hann ræður öllu. PJÓÐVIUINN Mlðvikudagur 7. september 1988 198. tðlublað 53. árganour SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Ólafur V Noregskonungur fór í sína aöra heimsókn að Mógilsá á Kjalarnesi í gær, en Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins var upphaflega komiö á fót fyrir norskt gjafafé. Mynd: E.ÓI. Konungsheimssókn Gott skógræktarsamstarf Þrándur Rögnvaldsson, 10 ára: Hann lætur þjóna sér og ræður líka yfir einhverju. Hann er til að stjórna. Arnar Guðjónsson, 10 ára: Kóngurinn stjórnar, en hann ræður samt ekki yfir eins miklu og í gamla daga. Magnea Árnadóttir, 10 ára: Það er svo margt sem hann gerir, og hann ræður líka soldið. Ólafur Vskoðar ávöxt gjafar Norðmannafrá 1961 að Mógilsá á Kjalarnesi Veðrið skartaði sjnu fegursta í gærmorgun er Ólafur V Nor- egskonungur heimsótti Rann- sóknarstöð Skógræktar ríkisins að Mólgilsá á Kjalarnesi, í fylgd gestgjafa síns frú Vigdísar Finn- bogadóttur forseta ísland. Er Ólafur V var hér á ferð fyrir 27 árum færði hann íslendingum að gjöf eina miljón norskra króna frá norsku þjóðinni og skyldi henni varið til að efla skógræíct á íslandi. Meginþorra gjafarinnar var varið til að koma á fót rannsóknastöðinni að Mógilsá, því talið var að slík miðstöð rannsókna myndi framar öllu tryggja farsæla framtíð skógrækt- armála á íslandi. Frá því að Haraldur ríkisarfi Noregs vígði rannsóknastöðina í ágúst 1967, hefur vaxið upp myndarlegur skógarlundur að Mógilsá og eru þar nú stundaðar margþættar rannsóknir á þeim trjátegundum, sem vænlegastar eru til skógræktar á íslandi. Meðal þeirra sem tóku á móti Ólafi Noregskonungi og fvlgdar- liði í gær voru Jón Helgason land- búnaðarráðherra og Sigurður Blöndal skógræktarstjóri. í ávarpi sínu rakti Sigurður þá löngu og einstæðu samvinnu, sem hefur verið milli þjóðanna á sviði skógræktarmála og líkti henni við þróunaraðstoð af hálfu Norð- manna. Allt frá árinu 1949 hafa verið skipulagðar ferðir milli land- anna, þar sem hópur fólks hefur unnið við að gróðursetja tré í landi gestgjafans. Yfir 800 ís- lendingar hafa þannig plantað skógi í 12 norskum fylkjum og álíka margir Norðmenn lagt hönd á plóginn við að græða upp ís- land. I máli Sigurðar kom einnig fram að fyrsti íslendingurinn lauk námi í skógræktarfræðum í Nor- egi árið 1937 og alls hafa 16 ís- lendingar numið þau fræði í Nor- egi, á sama tíma og aðeins 6 hafa sótt nám á því sviði til einhverra annarra landa. mj rúm 20 ár hafa verið stundaðar margþættar rannsóknir á trjágróðri á Mógilsá og þar er búið að rækta upp nokkra skógarlundi. Hvað ætlar stjórnin þá að gera? Allt í klessu í frystingunni, landbúnaðurinn á hausnum, kreppir að fjármagnsfyrirtækjun- um, óvinsældir I skoðana- könnun, ægilegur halli...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.