Þjóðviljinn - 15.09.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.09.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Ríkisstjórnarflokkarnir Kaupránið allt að 7% Alþýðusambandið: Tillögur stjórnarflokkannaþýða 5-7% kaupmáttarskerðingu Ef tillögur þær sem ríkisstjórn- arflokkarnir eru að bera á borð fyrir þjóðina þessa dagana yrðu útfærðar myndu þær þýða allt að 6,8% kaupmáttarskerð- ingu fyrir launafólk, samkvæmt útreikningum Alþýðusambands- ins. Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ hefur kannað áhrif annars vegar tillagna forseta ASÍ og hins vegar tvær útfærslur af tillögum stjórnarflokkana og áhrif þeirra á kaupmátt launa. Ef miðað er við tillögur forseta ASÍ um 2,5% launahækkun 1. október, 1,5% launahækkun 1. desember og 1,25% hækkun 1. febrúar á næsta ári, auk 1% verðlagsuppbótar 1. desember og að gengi verði fast og verðlagsaðhald ennþá strangt, þá mun kaupmáttur launa hald- ast nær óbreyttur fram á næsta vor. Verði launahækkanir frystar, gengi fellt um 3% fljótlega, og slakað á verðlagseftirliti eins og tillögur Sjálfstæðisflokksins byggjast á að verulegu leyti myndi það þýða 6,8% kaupmátt- arrýrnun fram til aprílmánaðar á næsta ári. Ef sú leið yrði farin að frysta launahækkanir, halda gengi stöðugu og halda úti töluverðu verðlagsaðhaldi eins og tillögur Alþýðuflokks og Framsóknar miða að, þýddi það um 4,8% kaupmáttarrýrnun á þessum sama tíma. Kaupmáttarhrapið ef fylgt yrði eftir tillögum stjórnarflokkanna sést glögglega á brotalínunum á þessu línuriti en heila línan sýnir stöðugan kaupmátt ef farið yrði að tillögum ASI. Fjallahlaup við Mývatn Okkur datt þetta svona í hug til að reyna eitthvað nýtt, við renn- um alveg blint í sjóinn með þátt- töku í þessu, sagði Gunnar Jó- hannesson hjá Héraðssambandi S-þingeyinga, en þeir ætla að standa fyrir fjallahlaupi á laugar- daginn í Mývatnssveit. Leiðin sem hlaupin verður er u.þ.b 6 km. löng og liggur um ótroðnar slóðir. Hlaup hefst við Kröflu afleggjarann og þaðan verður lagt á fjallið að sögn Gunnars en hlaupinu lýkur við Kísiliðjuna. - Við eigum von á nokkrum þekktum hlaupurum að sunnan en ekki er gott að segja hvað margir verða, því enn hafa menn tækifæri á að skrá sig, sagði Gunnar og bætti við að samtímis fjallahlaupinu yrði boðið upp á styttri og léttari hlaup. -«g Tillögur Framsóknar Stórfelldir nýir skattar Fjármagnstekjur skattað- ar og tekjuskattur aukinn á hœrri tekjur. Engin gengisfelling Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra lagði í gær fram breytingartillögur Fram- sóknarflokksins fyrir ríkisstjórn- ina. Er þar gert ráð fyrir aukinni skattheimtu sem svarar einum og hálfum miljarði og verði fjár- magnstekjur nú skattlagðar jafnt og launatekjur. Verðlag og laun verði fryst, afnema eigi allar vísi- tölubindingar, 3% lögboðna vax- talækkun strax, enga gengisfell- ingu og miklar tilfærslur fjár- muna til útflutningsatvinnuveg- anna. Taldi Steingrímur hugmyndir sínar í verðlagsmálum vera „afar svipaðar og hjá Alþýðuflokki.“ Verðlag verði fryst að undan- skyldum verðhækkunum sem yrðu erlendis, og laun yrðu fryst á sama tíma. Framsókn vill hins vegar beita Seðlabankanum til að lækka vexti án tafar um þrjá af hundraði og taldi Steingrímur hina flokkana ganga með svipað- ar hugmyndir þó þeim yrði náð fram með öðrum leiðum. Þá vilja Framsóknarmenn afnema allar vísitölubindingar og - breyta grundvelli lánskjaravístölu til að koma í veg fyrir misgengi milli frystra launa og lánskjaravísi- tölu. Afnema beri lánskjaravísi- tölu þegar verðbólgan hafi náðst undir 10% markið. „Við viljum ganga miklu lengra en hinir flokkarnir til að skapa útflutningsvegunum rekstrargrundvöll og viljum t.d. afnema ákveðin gjöld eins og slysatryggingagjöld og atvinnu- leysistrygingagjöld og viljum afla tekna með sköttum á móti. Með þessu móti losnum við við gengis- fellingu," sagði Steingrímur. Sagði hann að auka þyrfti skatt- heimtu um 1,5 miljarð króna og tíllögumar gengju út á að nýju skattamir yrðu teknir af fjár- magnshagnaði, þ.e. að fjármagn yrði skattskylt á sama hátt og launatekjur og að tekjuskattur yrði hækkaður af hærri tekjum. Gera Framsóknarmenn sér vonir um að með þessum aðgerðum ná- ist verðbólga niður í 4,5%-5% í Iok ársins. - phh Gœslan Leit og bjorgun Strandbók fyrirskip- stjóra við björgun og leit á sjó Landhelgisgæslan hefur látið þýða og gefið út handbók Al- þjóðasiglingamálastofnunarinn- ar Leit og björgun. Bókin á að vera hjálpargagn hverjum og cin- um skipstjóra sem kynni að vera kallaður til leitar og björgunar. Vegna þess hve varðskipin eru fá og dreifð verði Gæslan oft á tíðum að leita til annarra skipa við leitar-og björgunaraðgerðir á sjó og reynslan hefur sýnt að brýn þörf væri nú á bók sem þessari um borð í öll skip til að skipstjórnar- menn vissu upp á hár hvernig bera eigi sig að þegar aðstoðar þeirra er óskað. Sjókortasala Sjómælinga ís- lands mun sjá um sölu og dreif- ingu handbókarinnar ennfremur sem hún verður notuð við kennslu í Stýrimannaskólanum. En mest um vert er að hún verði tiitæk um borð í öllum skipum landsmanna, smáum sem stór- um. -grh Forstjóri Landhelgisgæslunnar Gunnar Bergsveinsson t.v. og yfirmaður Gæsluframkvæmda Þröstur Sig- tryggsson með nýju handbókina Leit og björgun. Ef myndin prentast vel má sjá hvernig menn eiga að bera sig að fyrir hífingu um borð í björgunarþyrlu frá skipshlið. Mynd: Jim. Stjómarkreppan Steingrímur og Davíð stæla Steingrímur Hermannsson: „Efhinir ríku vilja ekki borga, þvíþá hinirfátœku?“ Davíð Oddsson segir Framsóknfjandskapast við borgarbúa Ein þeirra tillagna sem Steingrímur Hermannsson lagði fram fyrir ríkisstjórnina í gær, hefur þegar mætt harðri andstöðu Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, en hann er þessa dagana einn aðalráðgjafi Þor- steins Pálssonar, forsætisráð- herra. Tillaga Steingríms gengur út á stofnun sérstakrar deildar innan Framkvæmdasjóðs, sem telja á um þrjá miljarða króna. Hugmyndir Framsóknar eru að fjármagna þennan sjóð með at- vinnuleysistryggingargjaldi, láni úr Verðjöfnunarsjóði og aðstöðu- gjöldum þeirra sveitarfélaga sem telja yfír tíu þúsund íbúa. Það er hið síðast talda sem fer fyrir brjóst borgarstjórans Davíðs Oddssonar í DV í gær, enda er þar dæminu stillt upp sem 500 mifjón króna skattlagningu borg- arbúa. „Fjandskapur Framsóknar- flokksins við Reykjavík ríður ekki við einteyming,“ lætur Da- víð hafa eftir sér, þó hann taki jafnframt fram að hann hafi ekki séð tillögur Framsóknar um þetta. Segir Davíð þessar tillögur feluleik til þess að þurfa ekki að segja að skattur sé aðeins lagður á Reykvíkinga, „því það mun ekkert annað sveitarfélag falla undir þetta.“ „Það er alrangt að það sé verið að skattleggja Reykvíkinga og ég mótmæli því,“ sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins þegar Þjóðvilj- inn bar ummæli Davíðs Odd- sonar undir hann í gær. „Það er verið að taka nokkuð af þeim skatti sem ýmis þjónustufyrirtæki um landið allt greiða hér í Reykjavík. Þessi fyrirtæki hafa sínar tekjur af landinu öllu. Auk þess lenda mörg sveitarfélög að auki í þessu, eins og Akureyri, Hafnarfjörður og fleiri. Spurn- ingin er bara sú hvort menn vilja slá á þessa þenslu með því að draga úr tekjum og nota þær í björgunarleiðangur til að koma í veg fyrir atvinnuleysi og aðra óár- an.“ Sagði Steingrímur að svo virtist sem Davíð virtist ekki tilbúinn að taka þátt í slíkum björgunarað- gerðum og sér þætti það leitt. „En ef að þeir ríku, hvort sem það eru einstaklingar, fyrirtæki eða sveitarfélög, vilja ekki taka þátt í því að neinu leyti þá getum við ekki búist við því af hinum fátæku,“ sagði Steingrímur. Að- spurður hvort hann teldi að Dav- íð væri þarna að gefa tóninn fyrir Sj álfstæðisflokkinn, hvað hug- myndir Framsóknar varðar, sagðist Steingrímur vona að svo væri ekki. „Ég trúi því ekki,“ sagði Steingrímur Hermannsson. Þrátt fyrir þennan bjartsýnis- tón Steingríms eru þeir þó fáir sem trúa því, að Sjálfstæðismenn taki hugmyndum Framsóknar um eins og hálfs miljarðs aukna skattheimtu, sem þar að auki verði fengin með skattlagningu fjármagnstekna og hækkun tekjuskatts á hina tekjuhærri, með opnum örmum. Enn hafa Sjálfstæðismenn ekki fengist til að samþykkja harðar verðstöðv- unaraðgerðir og ekki vilja þeir lækkun vaxta með lagaboði. Og svo sem framangreinir er Davíð Oddssyni, einum helsta ráðgjafa Þorsteins Pálssonar nú um stund- ir, lítið skemmt. Fleiri ágrein- ingsatriði má tína til og er því ljóst að eigi ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sér lífs auðið fram yfir helgi, verður að koma til mála- miðlana á milli ríkisstjórnar- flokkanna, nokkuð sem ekki hef- ur borið mikið á að undanförnu. -phh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 15. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.