Þjóðviljinn - 15.09.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.09.1988, Blaðsíða 11
Og þetta líka... Mjög erfitt er að áætla hvaða þjóðir styðja um- sókn íslendinga um heimsmeistara- keppnina 1993. Helsta von landans er að ýmsar þjóðir þriðja heimsins ásamt löndum Austur-Evrópu náist á okkar band. Ýmis Afríkuríki eru ör- ugglega á okkar bandi vegna aðstoð- ar sem HSÍ hefur veitt þeim í lið á handknattleikssviðinu. Síðastliðinn vetur fóru t.a.m. Hilmar Björnsson og Viðar Símonarson þangað suður og leiðbeindu innfæddum og því líklegt að Island fái að njóta góðs af. Mats Wilander er nú besti tennisleikari í heimi, eftir að hafa sigrað Ivan Lendl á Opna bandaríska meistaramótinu á dögun- um. Lendl var efstur á listanum, hafði verið það í tæplega þrjú ár og vantaði aðeins þrjár vikur til viðbótar til að slá met Jimmy Connors frá 1977 sem hljóðaði upp á 159 vikur samfleytt á toppnum. Lendl og Wilander léku einnig til úrslita í fyrra og þá sigraði Lendl, en Wilander er fyrsti Svíinn til að sigra á þessu stórmóti. Björn Borg, einhver snjallasti tennisleikari allra tíma, átti ævinlega I mestu vand- ræðum á mótinu og tókst aldrei að sigra. Steffi Graf sigraði á þessu tennismóti í kvenna- flokki og vann þar með „slemmu" (Grand Slam), en hún vinnst með því að sigra á fjórum stærstu mótum árs- ins. Hin þrjú eru Wimbledonmótið, Opna ástralska og Opna franska meistaramótið. Þetta er í fyrsta sinn sem slemman vinnst síðan árið 1970 en þá vann Margaret Smith þetta af- rek. Þetta er einnig í fyrsta sinn í 14 ár að hvorki Martina Navratilova né Chris Evert leika í úrslitum mótsins, en 18 ára gömul stúlka, Gabriela Sa- batini, lék til úrslita gegn hinni 19 ára Steffi Graf. Veðurfræðingar í Seoul hafa gert mjög nákvæmar veðurspár fyrir leikana sem hefjast á laugardag. Samkvæmt henni verður rigning fjóra keppnisdaga, þar á með- al á sunnudag þegar fyrstu verð- launin verða afhent. Einnig á að rigna 19., 25. og 30. seþtember! Á opnun- arhátíðinni á laugardag er búist við skýjuðu veðri en úrkomulausu. Það verður gaman að sjá hvort auðveld- ara er að spá fyrir um veður þar ey- stra en við eigum að venjast hér. Ásgeir Sigurvinsson skoraði fyrsta markið í leik Stuttgart og Nurnberg í v-þýsku Bundesligunni á þriðjudagskvöld. Stuttgarl sigraði 4-0 og skoraði Karl Allgöwer annað markið og markakóngurinn Jurgen Klinsmann tvö síðustu. Stuttgart er Ásgelr Sigurvfnsson. þá jafnt Bayern Múnchen að stigum á toppi deildarinnar með 11 stig en Bæjarar gerðu jafntefli við Werder Bremen, 2-2. Bayer-liðin tvö, Leverk- usen og Urdingen, eru í næstu sæt- um með 10 stig. Leikið var í miðri viku vegna farar ólympíulandsliðsins til Seoul, en V-Þjóðverjar eru með sig- urstranglegustu liðunum á leikunum. Vegna þátttöku þeirra verður ekkert leikið í deildinni næstu vikurnar en keppni hefst að nýju 1. október. _________________IÞROTTIR____________________ Handbolti „Saltfisksmót“ hjá konum um helgina Spánn og Portúgal taka þátt í þriggja landa móti hér á landi. Landsliðinu varpað á dyr íslenska kvennalandsliðið æfir nú af fullum krafti fyrir C- heimsmeistarakeppnina sem haldin verður í Frakklandi í októ- ber. Nú um helgina fer fram þriggja landa undirbúningsmót þar sem Spánverjar og Portúgalir mæta A-og B-liðum Islands. Leikið verður á þremur stöð- um 17.-19. september. Á laugar- daginn leikur A-liðið við Por- túgal og B-liðið við Spán í Kefla- vík og hefjast leikirnir kl. 15.00. Á sunnudeginum verður leikið í Hafnafirði á sama tíma og leika þá A- og B-liðin annars vegar og Spánn og Portúgal hins vegar. Mótinu lýkur síðan í Seljaskóla á mánudag þegar A-liðið leikur við Spán og B-liðið við Portúgal, en sá leikur hefst kl. 19.45. Spánverjar komu til landsins í gærkvöld og leika við A-lið ís- lands í Vestmannaeyjum í kvöld. C-keppnin Þjóðirnar þrjár, sem hafa í gegnum tíðina haft mest sam- skipti í gegnum saltfiskinn, taka allar þátt í C-keppninni í borginni Dreux í Frakklandi í október. Liðin leika öll í sama riðli ásamt Frökkum og Grikkjum. „Salt- fisksmótið“ ætti því að gefa nokkra hugmynd um hvar við stöndum miðað við aðrar þjóðir í dag. „Við eigum jafna möguleika og önnur lið í C-keppninni og það getur einfaldlega verið spurning um heppni hvort okkur tekst að sigra í henni,“ sagði landsliðsþ- jálfarinn Slavko Bambir í gær. Hann mun velja endanlega hóp fyrir C-keppnina eftir mótið um helgina þannig að mikið ríður á að stelpurnar standi sig vel. Síðustu leikir landsliðsins fyrir keppnina verða svo í Hollandi, en þar tekur liðið þátt í fjögurra þjóða keppni ásamt heima- mönnum, Pólverjum og Ung- verjum. Hollendingar eru ein- mitt í hinum riðlinum í C- keppninni og hefst mót þeirra 20. október, 6 dögum fyrir C- keppnina. Vandamál með húsnæði íslenska kvennalandsliðið virðist ekki hafa forgang í íþrótta- hús höfuðborgarinnar og er það alger hneisa að liðinu skuli hrein- lega verið varpað á dyr. Liðið æfir nú 10 sinnum í viku og eru þar af þrjár æfingar á milli kl. 7 og 8 á morgnana! Stúlkurnar æfa síðan fjórum sinnum í hádeginu og þrisvar í viku á kvöldin. Það segir sig sjálft að slíkir æfingatím- ar eru ekki landsliði bjóðandi. Þessa tíma mun landsliðið senni- lega missa eftir 10 daga og hefur gengið illa að fá aðra tíma í stað- inn. „Helsta vandamál landsliðsins er hve erfitt er að fá æfingatíma. Ég á í erfiðleikum með að skipu- leggja tímann þegar ég veit ekki hvenær æfingar verða og svona nokkuð þekkist örugglega hvergi annars staðar," sagði Bambir óhress í gær. Það er vonandi að almennilegt húsnæði fáist sem fyrst og þá á góðum tíma. Kvennalandsliðið hefur varla verið svona gott í aldarfjórðung og mikil bjartsýni framundan, nema hvað hugarfarsbreyting væri æskileg hjá ýmsum aðilum innan íþróttahreyfingarinnar. -þóm Slavko Bambir, hinn haröi þjálfari kvennalandsliösins, er ekki ánægð- ur með æfingaaðstöðu liðs síns. Fótbolti „Suður skal það vera“ Vopnfirðingar tóku ekki við silfurverðlaunum 3. deildar vegna furðulegra vinnubragða mótanefndar KSÍ Eins og fram hefur komið þá sigraði Stjarnan frá Garðabæ lið Einherja frá Vopnafirði í úrslita- leik 3. deildar um síðustu helgi. Einherji fer einnig upp í 2. deild en leikmenn liðsins tóku ekki við silfurverðlaunum vegna furðu- legrar ákvörðunar um leikstað. Keppt var á Tungubakkavelli í Mosfellssveit, sem er nánast steinsnar frá Garðabæ miðað við það ferðalag sem Vopnfirðingar þurftu að sætta sig við. „Þetta er lýsandi dæmi um vinnubrögð KSÍ þegar lands- byggðin er sett gegn höfuðborg- arsvæðinu,“ sagði Pétur H. Is- leifsson formaður Einherja í sam- tali við Þjóðviljann í gær. „Það er eins og liðin fyrir sunnan hafi það mikil ítök innan KSÍ að þau geti ráðið leikstaðnum eftir eigin geð- þótta. Það legst allt á eitt: Suður skal það vera,“ bætti Pétur við og greinilegt er að Vopnfirðingar sætta sig ekki við svona lagað. Liðin tvö höfðu áður sæst á Dalvík sem keppnisstað, enda ætti sá völlur að vera hlutlaus. Það var ekki fyrr en á fimmtudag, tveimur sólarhringum fyrir leikinn, að Einherji fékk skeyti frá mótanefnd og þeim til mik- illar furðu var búið að ákveða Tungubakkavöll sem keppnis- stað. Þá höfðu nokkrir leik- manna Einherja þegar haldið til Akureyrar og miklum erfið- leikum bundið að „smala í lið“. Leikmenn og forráðamenn Einherja eru alls ekki að mót- mæla úrslitum leiksins en hins vegar hlýtur það að vera Stjörn- unni í hag að leika í næsta ná- grenni með alla sína stuðnings- menn sem áhorfendur. Hins veg- ar fara Vopnfirðingar skiljanlega ekki til Reykjavíkur vegna þessa leiks, sérstaklega ekki þegar hann er settur á með svona stutt- um fyrirvara. -þóm Fótbolti Tveggja mánaða bið Farið getur að BÍ verði að skila gullverðlaunum sínum í 4. deild, Austri sitji eftir í 4. deild og annað hvort Kormákur, Leiknir F. eða Valur Rf. fari upp í staðinn. Þetta eru afleiðingar afgreiðslutíma Úí A á kæru sem lögð var eftir leik Leiknis og Vals á Fáskrúðsfirði 24. júní í sumar. Dómarinn sem dæmdi leikinn var ólöglegur samkvæmt úr- skurði KSI en Valur áfrýjaði dómi ÚÍA til þeirra. Nú þarf leikurinn að fara fram á ný og vinni Valur keppa þeir við Kortn- ák og Austri situr eftir, en Leiknir þarf að vinna með sex mörkum til að hreppa hnossið. Flókið? -þóm ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 0g þetta líka ... Bandaríska ólympíunefndin hefur einnig ákveðið hvaða stúlkur keppa í 4x100 metra boðhlaupinu. Florence Grlffith- Florence Grlffith-Joyner. Joyner, sem setti glæsilegt heimsmet í 100 metra hlaupi fyrir stuttu, verður að sjálfsögðu í sveitinni, en auk henn- ar munu Evelyn Ashford, Gwen Tor- rence og Shiela Echols reyna að hlaupa til sigurs. Ashford var um langt skeið sú allra fljótasta og átti einmitt heimsmetið í 100 m á undan Griffith-Joyner. Carl Lewis vann eftirminnilega til ferna gullverð- launa á siðustu ólympiuleikum og endurtók þannig hið frækna afrek Jesse Owens í Berlín 1936. Lewis á hins vegar möguleika á að leika sama leikinn aftur en hann fékk loks leyfi til að keppa í ölium fjómm greinunum. Hann vann sér rétt til að keppa í 100 og 200 metra hlaupum ásamt langstökkinu í úrtökumótinu í ágúst en bandaríska ólympíunefndin dró á langinn ákvörðun um hverjir yrðu í sveit þeirra í 4x100 metra boð- hlaupi. Það er nú Ijóst að Lewis verð- ur í sveitinni ásamt fyrrum heimsmet- hafanum Calvin Smith, Dennis Mitc- hell og Albert Robinson. Þó geturfar- ið svo að Lewis keppi aðeins í úrslit- unum og Joe Deloach taki sæti hans í undanrásunum vegna hins mikla álags á hetjunni. í dag verður ákveðið hvort íslendingar fá að halda heimsmeistarakeppnina í handbolta árið 1993. Þing alþjóða- handknattleikssambandsins, IHF, stendur nú yfir og í kvöld verður kosið um mótsstaðinn. Eins og allir vita sækjast Svíar eftir keppninni og vill hvorug þjóðin draga sig til baka. (s- lendingar vilja að Svíar minnki áherslu sína á keppnina 1993 oa fái þá að halda hana tveimur árum síðar. Svíar vilja það alls ekki, sem verður að teljast furðulegt þegar haft er í huga að heimsbikarmótið í norræn- um greinum skíðaíþrótta verður væntanlega í Svíþjóð í ferbrúar 1993, eða á sama tíma og handboltakeppn- in. Hún myndi þá drukkna í fréttum af Gunde Svan og félögum og frétta- stofa Reuters kæmi jafnvel til með að sniðganga hana. . Sundfólk í Seoul verður að gjöra svo vel að skipta um föt í búningsklefum sínum en ekki á sundlaugarbakkanum. For- ráðamenn í Seoul hafa hneykslast á því að sundfólkið hefur oft á tíðum verið einungis með handklæði vafið utan um sig fyrir framan þúsundir áhorfenda og vilja alls ekki að slíkt komi fyrir á ólympíuleikunum. Því hafa þeir komið fyrir skilti f búnings- klefunum hvar segir orðrétt: „Olympíukeppendur. Dömur og herr- ar. Þið eruð mjög góðir íþróttamenn. Vinsamlegast afklæðið ykkur aðeins I búningsklefum, ekki á sundlaugar- bakkanum." Þetta kallar maður að fara mjúku leiðina að íþróttafólki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.