Þjóðviljinn - 15.09.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.09.1988, Blaðsíða 5
JY.03 FRETTIR Loðnubræðslur Ottast aukinn útflutning Vilja stjórnvaldsaðgerðir gegn útflutningiferskrar loðnu með veiði- skipum. Telja sig ekki standast samkeppni um hráefnið við erlendar verksmiðjur. Útvegsmenn telja þetta óþarfar áhyggjur F. óttast aukinn útflutning af ferskri loðnu með skipum á vert- íðinni í ár en verið hefur á síðustu vertíðum. Af þeim sökum leggja þeir til við stjórnvöld að þau hegni viðkomandi skipum með því að reikna sérstakt álag á þann afla sem síðan dragist frá kvóta viðkomandi skipa. Að sögn Sveins H. Hjartars- sonar hagfræðings hjá Lands- sambandi íslenskra útvegsmanna eru útvegsmenn alveg mótfallnir þessum hugmyndum bræðslu- manna. Sveinn sagði að það væri fátítt í dag í frjálsu loðnuverði að skipin sigli með aflann til er- lendra verksmiðja. Það væri þá einna helst að skipin gerðu það þegar þau þyrftu á varahlutum að halda. Sveinn sagði ennfremur að ef hrófla ætti við ráðstöfunarrétti útvegsmanna á úthlutuðum loðnukvóta þyrfti að breyta ný- samþykktum lögum um fiskveiði- stjórnun frá síðustu áramótum. Hjá viðskiptaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins hefur ekki Loðnubræðslumar vilja að takmarkaður verði flutningur á ferskri loðnu til sölu erlendis. komið til tals að setja kvóta á út- flutning ferskrar loðnu hvað sem síðar kann að verða. Bræðslumenn fullyrða að á síð- ustu vertíð hafi verið flutt út 43 þúsund tonn af ferskri loðnu sem Sjálfsbjörg Verjum hag öryrkja Bótum öryrkja er haldið í algeru lágmarki sé sá tonnafjöldi sem verksmiðj- umar tóku á móti að meðaltali á síðustu vertíð. Þeir telja það blóðugt að á sama tíma og verk- smiðjurnar hafa verið að fjárfesta grimmt í endurnýjuðum vinnslu- búnaði þurfi þær að standa í sam- keppni um loðnuna við erlendar verksmiðjur. Þær búi við mun betri rekstrargrundvöll en þær innlendu og geti þessvegna boðið hærra verð fyrir hráefnið. í því sambandi segja bræðslumenn að erlendar verksmiðjur séu nær mörkuðunum en innlendar, fái hráefni jafnar yfir árið en mögu- leiki er á hérlendis, olía sé þar ódýrari, raforkukostnaður þrisv- ar íægri en hér og svo mætti lengi telja. -grh Kennarafélag Reykjavíkur Launabótum rænt Kjararánin hafa bitnað harðast áfólki semfœr laun samkvœmt um- sömdum launatöxtum Fundur trúnaðarmanna Kenn- arafélags Reykjavíkur hefur mót- mælt harðlega bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar, um frestun á 2.5% launahækkun sem koma átti til framkvæmda 1. sept. „Það samningsrof sem felst í bráða- birgðalögunum kemur í kjölfar tveggja gengisfellinga fyrr á árinu og bráðabirgðalaga sem fólu í sér afnám samnings- og verkfallsrétt- ar. Allar þessar aðgerðir hafa bitnað harðast á launafólki sem fær laun skv. umsömdum launat- öxtum. Ekkert hefur komið fram um hvort - eða á hvern hátt ríkis- stjórnin hyggst bæta launafólki kjaraskerðinguna“, segir í álykt- un KFR. „Með ákvörðun sinni um að greiða ekki umsamda launa- hækkun 1. september rænir ríkis- valdið þeim sáralitlu bótum sem ætlað var að kæmu á móti þeirri skriðu verðhækkana sem riðið hefur yfir undanfarna mánuði - og hefðu þær þó skammt dugað. Fundurinn hvetur til samstöðu allra samtaka launafólks um að- gerðir gegn þeirri óbilgirni sem ríkisvaldið sýnir með afnámi samnings- og verkfallsréttar og samningssvikum". , ,F r a m k v æ m d as tj ó r n Sjálfs- bjargar, landssambands fatl- aðra, leggur þunga áherslu á að fallið verði frá fyrirhuguðu af- námi 2.5% hækkunar örorku- bóta 1. september. Sjálfsbjörg fagnar afstöðu forseta ASÍ í þessu máli og bendir á að örorkubóta- þegar mega síst allra við nokkurri skerðingu á lífskjörum sínum. Það er von Sjálfsbjargar að tak- ast megi samstaða um að verja hag öryrkja,” segir í samþykkt félagsins. „I þeirri umræðu er nú á sér stað um lausn efnahagsvanda þjóðarinnar vill Sjálfsbjörg vara sérstaklega við því að kjör ör- yrkja og annarra þeirra er minna mega sín verði skert. „Á meðan að skattleysismörk eru u.þ.b. kr. 46.000,- lágmarks- laun samkvæmt samningi verka- lýðsfélaga t.d. starfsmannafé- lagsins Sóknar eru u.þ.b. 33.040,- eru örorkulífeyrir og tekjutrygging samanlögð aðeins kr. 26.684,-. í okkar samfélagi er það viður- kennd staðreynd að enginn lifir af lágmarkslaununum. Flestir ís- lendingar stunda fleiri en eina vinnu til að komast af. Hér standa öryrkjar mjög höllum fæti. Ef öryrkinn á annað borð er fær um að verða sér út um ein- hverjar atvinnutekjur er mjög fljótlega farið að skerða tekju- tryggingu hans. Bótum öryrkja er því haldið í algeru lágmarki, hvort sem þeir geta eitthvað unnið eða ekki. Það má því alls ekki gerast að lífskjör öryrkja verði skert í þeim efna- hagsaðgerðum stjórnvalda sem framundan eru,“ segir í ályktun Sjálfsbjargar. X TILVIÐSKIPTAVINA Vinsamlega athugið að frá og með 15. september eru aðalskrifstofur okkar að Ármúla 3 opnar á virkum dögum frá kl. 9-17. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMULA3 HEILDSALAR & KAUPMENN ÞÓ AÐ INNKAUPSVERÐ VÖRU HÆKKI, ER ÓHEIMILT AÐ HÆKKA SÖLUVERÐ FRÁ ÞVÍ AÐ ^-VERÐSTÖÐVUN TÓK GILDI. VERÐIAGSSTOFNUN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.