Þjóðviljinn - 20.09.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.09.1988, Blaðsíða 4
Forstöðumaður óskast 1. desember næstkomandi veröur tekið í notkun nýtt Dvalar- og hjúkrunarheimili í Grundarfirði. Heimilið hefur hlotið nafnið Fellaskjól og rúmar fullbúið 17 vistmenn. Við auglýsum eftir manni til að veita heimilinu forstöðu. Við leitum að manni sem hefur áhuga á starfinu, á gott með að umgangast eldra fólk og er tilbúinn að reka heimilið með hagsýni og myndarskap. Umsóknarfrestur er til 7. október 1988 og er áætl- að að viðkomandi hefji störf eigi síðar en 15. nóvember n.k. Nánari upplýsingar veita: Ólafur Guðmundsson s. 93-86703 og Guðmundur Smári Guðmunds- son s. 93-86718. Stjórn Fellaskjóls Grundarfirði Meinatæknir Tilraunastöð háskólans í meinafræði óskar eftir að ráða líffræðing eða meinatækni, frá og með 1. október n.k. Upplýsingar gefur Eggert Gunnarsson, dýra- læknir í síma 82811. Tilraunastöðin Keldum Hjúkrunarfélag íslands heldur félagsfund að Suðurlandsbraut 22, mið- vikudaginn 21. september kl. 20.30. Fundarefni: Kosning fulltrúa á þing BSRB. Önnur mál. Stjórnin Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í stjórnloka fyrir gufuveitu að Nesjavallavirkjun. Útboðsgögn verða afhent að skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 19. okt. kl. 11.00 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Haraldur Björnsson Hjaltabakka 12, Reykjavík lést föstudaginn 16. september sl. Útförin auglýst síðar. Sigríður Elísabet Guðmundsdóttir Gunnar Haraldsson Lára Angantýsdóttir Ingibjörg Haraldsdóttir Eiríkur Guðjónsson Rannveig Haraldsdóttir Þröstur Haraldsson barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir og amma Elín Geira Óladóttir Hlíðargerði 3 lést á Vífilsstaðaspítala laugardaginn 17. september. Valborg Sveinsdóttir Eiður Bergmann Sæmundur Örn Sveinsson Vígdögg Björgvinsd. Óli Haukur Sveinsson Margrét Stefánsd. og barnabörn FRÉTTIR Síld 1000 tonn á bát Loðnubátar mega hefja síldveiðar í dag en síldarbátar 9. október nk. Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að síldveiðar loðnu- báta megi hefjast í dag, 20. sept- ember, en sfldarbáta ekki fyrr en 9. október nk. Kvóti á bát er 1000 tonn að þessu sinni og er það aukning um 200 tonn frá síðustu vertíð. Af þessum 1000 tonna kvóta sfldarbáta er aðeins heimilt að landa til bræðslu 400 tonnum og því skulu 600 tonn nýtt til mann- eldis. Þó er heimilt með sam- þykki ráðuneytisins að víkja frá þessari takmörkun á bræðslu- veiðum sé síldin nýtt til fram- leiðslu á sérstöku mjöli til fisk- fóðursframleiðslu. Skilyrði ráðuneytisins varð- andi síldveiðar loðnubáta er að allur nýtanlegur síldarafli verði frystur um borð í veiðiskipum og mega aðeins 20% heildarkvótans fara til bræðslu. Fari hins vegar meira til bræðslu en sem því nem- ur verður andvirði þess afla gert upptækt. -grh Síldarvertíð hefst eftir hálfan mánuð. B yggingariðnaðurinn Vemlegur skortur á múnnim Helgi Steinar Karlsson: Kannast ekki við að múrarar nýti sér ástandið til launahœkkana. Fleiri lœra nú múrverk en áður Mikil þensla er nú á bygginga- markaðnum á Stór- Reykjavíkursvæðinu, og skortur er á iðnaðarmönnum til starfa, einkum múrurum. Þessi mikli skortur á múrurum hefur tafið ýmsa sem staðið hafa í bygging- arframkvæmdum. Að sögn manna innan byggingariðnaðar- ins og annarra sem standa í bygg- ingum hefur þessi skortur á múr- urum orðið til þess að mjög dýrt er að fá þá til starfa. Þannig vilja sumir meina að múrarameistarar nýti sér ástandið og taki ekki að sér verk nema sérstaklega vel sé borgað. Að sögn Helga Steinars Karls- sonar, formanns Múrarafélags Reykjavíkur, er mikill skortur á múrurum, en hann neitaði því að þeir nýttu sér það til launahækk- ana. Oll vinna múrara væri mæld upp, þannig kostaði hvert hand- tak sitt. Hvort múrarameistarar nýttu sér ástandi og hækkuðu verðið á útseldri vinnu vissi hann ekki. Ekki tókst í gær að ná í tals- mann múrarameistara. Múrurum fer nú fjölgandi eftir að fækkað hafði í stéttinni á und- anförnum árum. í dag eru um 75 að læra múrverk á landinu en fyrir um fimm árum voru þeir um Borgarstarfsmenn Varað við launaskerðingu Launafólk hvatt til samstöðu í varnarbaráttu Stjórn og fulltrúaráð Starfs- mannafélags Reykjavíkur- borgar varar við hvers kyns skerðingu á launum opinberra starfsmanna. Félagið bendir á að borgar- starfsmenn gerðu í ársbyrjun 1987 hófsamlegan kjarasamning við viðsemjanda sinn, Reykja- víkurborg, sem ætlað var að stæði í nærri tvö ár og að báðir aðilar treystu því að starfsmenn borgar- innar yrðu ekki rændir þeim kjarabótum sem um var samið. - Það má öllum vera ljóst, að sá kjarasamningur hefði ekki ver- ið Reykjavíkurborg ofviða og borgarstarfsmenn hafa ekkert það aðhafst, fremur en annað taxtavinnufólk, sem réttlætir sí- endurteknar árásir ríkisvaldsins á launakjör þess, og munu beita öllum ráðum til að stöðva frekara kjararán, segir í samþykkt félags- ins sem hvetur allt launafólk til samstöðu í varnarbaráttu. -Ig- Menntamálaráðuneytið Hvatt til málvemdar Menntamálaráðherra hefur sent skólastjórum allra grunn- og framhaldsskóla bréf ásamt álits- gerð um málvöndun og fram- burðarkennslu í grunnskólum. í bréfinu er þess farið á leit við skólastjóra að þeir veki athygli kennara á álitsgerðinni. Kennar- ar eru hvattir til að kynna sér efni álitsgerðarinnar og er þess vænst að hún verði til þess að auka um- ræður um verndun íslenskrar tungu og efla málvöndun og framburðarkennslu í skólum. Álitsgerðin og fylgirit hennar hefur víða verið notað og þótt gagnlegt m.a. í kennaranámi og við áætlanagerð um endurskoðun námsefnis. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. september 1988 Laugalæk 2, simi 686511. 656400 HAKK Á ÚTSÖLU Nautahakk á 399 kr. kg ef keypt eru 5 kíló eöa meira Kindahakk á 199 kr. kg ef keypt eru 5 kíló eöa meira TIL HAGSÝNNA Naut í heilu og hálfu 395,- kr. kg - frágengið Svín í hálfu og heilu 383,- kr. kg - frágengið ■ar Laugalæk 2. simi 686511, 656400

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.