Þjóðviljinn - 20.09.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.09.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Miðjubandalagið Tillögur krata og Framsóknar Samkvæmt tiUögum og út- rcikningum Alþýðuflokks og Framsóknarflokks mun kaup- máttur launa minnka um rúm 5% frá meðaltali þessa árs, fram á fyrsta árshelming þess næsta. Viðskiptajöfnuður verður óhag- stæður um 9,5 miljarða, en ætl- unin er að fjárlög verði afgreidd með 1% tekjuafgangi. Til að það megi takast verða ríkisútgjöld skorin niður um hálfan annan miljarð og skattheimta aukin um 2,5 miljarða króna. Afkoma botnfiskveiða og vinnslu á að batna úr 6% tapi í að vera rekin á sléttu, frystingin á að fara úr 8% tapi í 0,5% gróða, veiðar standi í stað með 3% halla, en hagnaður af söltun aukist úr 2% í 5,5%. Helstu tillögur Miðjubanda- lags eru að verðstöðvun verði framlengd til 10. apríl 1989, en að heimilt verði að hækka verð vöru og þjónustu sem „nemur sannan- legri hækkun á erlendu innkaupsverði og hækkun á verði á innlendum grænmetis- og fisk- mörkuðum.“ Hækkun búvöru- verðs umfram erlendar verð- hækkanir skal mæta með auknum niðurgreiðslum. Gjaldskrá opin- berra fyrirtækja verði fryst til 10. apríl 1989, sem og húsaleiga, al- menn laun, launaliður bænda og almennt fiskverð. Verðjöfnunarsjóði fiskiðnað- arins verði heimilt að taka 500 miljóna króna lán, sem nota skal til greiðslu verðbóta vegna fram- leiðslu á freðfiski og hörpudiski. Stofna skal svokallaðan Við- reisnarsjóð útflutningsgreinanna og á að setja í hann tvo miljarða króna og það fé að fara í lán og skuldbreytingar. Lækka skal vexti, með samn- ingum Seðlabanka við lánastofn- anir eða að öðrum kosti með beinni íhlutun Seðlabanka. Nafnvextir eiga að lækka um 5- 10% í næsta mánuði og stefnt er að 3% lækkun raunvaxta. Sam- setningu lánskjaravísitölu verði breytt, þannig að launavísitala hafi helmingsvægi á móti fram- færsluvísitölu og byggingarvísi- tölu. Tekjutrygging og heimilis- uppbót hækki um 3% þann l.október og 150 miljóna verði aflað til að „liðsinna fjölskyldum í alvarlegum erfiðleikum.“ -phh Stjórnmál helgarinnar Allt komið á fullt Miklar sviptingar eiga sér nú stað í íslenskum stjórnmál- um eftir að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll. Þorsteinn fór til Bessastaða síðastliðinn laugar- dag og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forseti féllst á þá lausnarbeiðni, en bað Þorstein jafnframt að sitja áfram til bráð- abirgða. í framhaldi af þeim ág- reiningi sem leiddi til falls ríkis- stjórnarinnar mynduðu síðan Framsóknarflokkur og Alþýðu- flokkur með sér pólitískt banda- lag. Það bandalag byggir á sam- eiginlegum tillögum um aðgerðir í efnahagsmálum og eru flokkarn- ir því sameinaðir í því að reyna að koma á nýrri ríkisstjórn, hvort sem það yrði meirihlutastjórn eða minnihluta. Á sunnudag áttu þeir Jón Bald- vin og Steingrímur Hermannsson fundi með forsvarsmönnum stjórnarandstöðuflokkanna fyrr- verandi, Alþýðubandalags, Kvennalista og Borgaraflokkks þar sem farið var yfir stöðuna. Forseti fslands veitti síðan Steingrími Hermannssyni umboð til myndunar meirihlutastjórnar á hádegi í gær og eftir þingflokks- fundi Framsóknar og Alþýðu- flokks var gengið til könnunar- viðræðna við Alþýðubandalagið. Jafnframt bauð Steingrímur Kvennulista til viðræðna, en þingflokkur þeirra ályktaði að efna skyldi til kosninga sem fyrst og koma ætti á þjóðstjórn allra flokka til að leysa bráðavanda í efnahagsmálum. í samþykkt þingflokks Alþýðubandalagsins er tekið fram að þingflokkurinn telji eðlilegt að í komandi stjórn- armyndunarviðræðum undir for- ystu Steingríms Hermannssonar verði kallað til viðræðna við Al- þýðuflokk og Samtök um kvennalista og kannað hvort koma megi á meirihlutastjórn þessara fjögurra flokka. Stefán Valgeirsson sagði í viðtali við Þjóðviljann að enn hefði ekki verið rætt við sig um hugsanlegan stuðning hans við stjórn A- flokkanna og Framsóknar." Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki setið auðum höndum og náði að koma með svar við blokk Alþýðuflokks og Framsóknar. Á sunnudag var tilkynnt að kær- leikar með Sjálfstæðisflokki og Borgaraflokki hefðu verið endur- nýjaðir og að þessir tveir flokkar byðu upp á sterkari minnihluta- stjórn með fleiri þingmönnum, heldur en blokk krata og Fram- sóknarmanna geri. Er óhætt að segja að þessir atburðir hafi kom- ið mönnum nokkuð á óvart, enda var Albert Guðmundsson rekinn úr Sjálfstæðisflokknum á sínum tíma og höfðu Sjálfstæðismenn á orði að ekki væri hægt að hafa ráðherra sem hefði hugsanlega gerst brotlegur við lög. Eitthvað virðast Sjálfstæðismenn hafa slakað á siðgæðiskröfum sínum, því enn er ekki fengin niðurstaða úr rannsókn skattrannsókna- stjóra um skattamál Alberts, auk þess sem réttarhöld í Haf- skipsmálinu eru hugsanlega yfir- vofandi. -phh Steingrímur Hermannsson kemur til Bessastaða á hádegi í gær. Mynd. E. Ól. Meirihlutastjórn Vantar ekki möguleikana Mikið úrval affræðilegum meirihlutastjórnum, en kaupastflestar dýru verðipólitískt Þegar spáð er í spilin með hjálp samlagningarinnar fást marg- ar hugsanlegar ríkisstjórnir með þingmeirihluta. Með þátttöku Sjálfstæðisflokks koma til greina tíu ólíkar þriggja flokka stjórnir í meirihluta, og fjögurra flokka stjórnir eru til í miklu úrvali. Sjálfstæðisflokkur (D) hefur 18 þingmenn, Framsóknarflokk- ur (B) 13, Alþýðuflokkur (A) 10, Alþýðubandalag (G) 8, Borgara- flokkur (S) 7, Kvennalisti (V) 6, og að auki er Stefán Valgeirsson fyrir Samtök um jafnrétti og félagshyggju (J). Þriggjaflokka meirihluta- stjórnir eru því þessar hugsan- legar: ADG (36), ADS (35), ADV (34), BDG (39 þingmenn af 63), BDS (38), BDV (37), DGS (33), - allt stjórnir með þátttöku Sjálfstæðisflokks. Gamla stjórnin - ABD - hafði 41 mann. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefðu að auki knappan meirihluta með stuðningi Stefáns Valgeirssonar: BDJ (32), DGV hefði líka knappan meirihluta, en mundi treystast með Stefáni. Meirihluti uppá 32 menn þýðir að stjórn verst falli í sameinuðu þingi, en gæti átt erfitt með mál gegnum þingið þarsem stæði á jöfnu í annarri þingdeildinni. Eina hugsanlega „þriggja flokka“ stjórnin án þátttöku Sjálfstæðisflokks er ABG með Alþýðubandalagið Forsendur fyrir viðræðum Samningar gefnir frjálsir, engin kaupskerðing, matarskattur endurskoðaður stuðningi Stefáns og hefði knapp- an meirihluta (32). Þegar kemur að fjögurra flokka stjórnum eru allir kostir hugsanlegir, - AGSV gegn D og B þyrfti þó stuðning Stefáns og hefði knappan meirihluta. Ef gert er ráð fyrir að „blokk“ Alþýðu- og Framsóknarflokks haldist, og þeir flokkar verði saman í stjórn eða utan, fækkar meirihlutakostunum með þrem- ur flokkum og eru þá (fyrir utan gamla munstrið) ABG plús J (32), DGS (33) og DGV (32). Ef „blokk“ Sjálfstæðis- og Borgara- flokks heldur líka fer kostunum að fækka: ABG plús J (32), ABGV (37), DSG (33), DSV plús J (32). Kapallinn gengur upp fræði- lega á ótal vegu, - hitt er svo ann- að hvaða pólitískir möguleikar eru í stöðunni. -m Eftirfarandi samþykkt var gerð á þingflokksfundi Alþýðu- bandalagsins í gær sem forsenda fyrir viðræðum um stjórnar- myndun undir forystu Steingríms Hermannssonar. Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins telur óhjákvæmilegt, mið- að við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslenskum stjórnmálum, að kannað verði hvort unnt er að mynda meirihiutastjórn sem tak- ist á við þau hrikalegu vandamál sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks skilur eftir sig. Þingflokkurinn samþykkir því að taka þátt í stjórnarmyndunar- viðræðum þeim sem nú eru að hefjast og fara fram undir forystu Steingrfms Hermannssonar. Þingflokkurinn telur eðlilegt að kalla fyrst til þeirra viðræðna Al- þýðuflokk og Samtök um kvennalista þannig að kannað verði til fulls hvort unnt er að ná málefnalegri samstöðu um mynd- un ríkisstjórnar þessara fjögurra flokka. Forsendur stjórnarmyndunar- viðræðna Alþýðubandalagsins eru þær samþykktir sem þing- flokkurinn hefur gert að undan- förnu, en flokkurinn leggur við upphaf viðræðna sérstaka áherslu á eftirfarandi atriði. 1. Að bráðabirgðalögin sem banna frjálsa samninga verka- lýðshreyfingarinnar verði afnum- in. 2. Að kaupskerðing verði af- numin og samráð haft við samtök launafólks um skipan kjaramála. 3. Að matarskatturinn verði tekinn til endurskoðunar. 4. Að unnið verði að víðtækum breytingum á rekstrarskilyrðum útflutningsatvinnuveganna og kerfisbreytingum á öllum sviðum atvinnulífs og peningamála. 5. Þá verði lögð sérstök vinna í stefnumörkun í m.a. eftirfarandi málaflokkum: byggðamálum, jafnréttismálum, umhverfismál- um og utanríkismálum. Þingflokkur Alþýðubandalags, varaformaður og formaður framkvæmdastjórnar á fundi í gær. Stjórnarkreppan Birgir verður heima Birgir Isleifur Gunnarsson menntamálaráðherra hefur tví- vegis þurft að hætta við fyrirhug- aða ferð á Ólymíuleikanna í Seo- ul. Fyrst ætlaði Birgir að verða samferða keppnisliðinu, en vegna stjórnmálaástandsins hér heimaf- yrir hætti hann við það. Ekki ætlaði Birgir að láta deigan síga og ákvað að halda til Seoul sl. sunnudag. Ekkert varð heldur úr þeirri för. Kannski kemst Birgir í gott frí eftir að ný stjórn tekur við, hver veit nema hann skreppi þá til Seoul, það er ennþá langt í lókaathöfn Ólympíuleikanna. ^sg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.