Þjóðviljinn - 22.09.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 22. september 1988 209. tölublað 53. árgangur
Ríkisstjórnarmyndun
Kjaramál raða úrslitum
Stjórnarmyndun reynd tilþrautar ídag: ÓlafurRagnar Grímsson: Urslitadagur. Launa- og kjaramálin á'
oddinum. Framsókn og kratar verða að nálgast okkurfrekar. SteingrímurHermannsson: Málin hafa
skýrstmikið. Þorsteinn Pálsson: Sjálfstœðismenn verða að sameinastgegn nýrri vinstri stjórn
Kristín Halldórsdóttir kemur af fundi með þingflokki Alþýðubandalagsins f Þórshamri f gærmorgun þar sem
Kvennalistakonur kvörtuðu undan túlkun á „misskildum" ummælum sínum um vilja til stjórnarþátttöku.
Kvennalistinn hefur nú opnað fyrir viðræður um mögulega þátttöku í meirihlutastjórn og verður látið reyna á
þann vilja í dag. Mynd-E.ÓI.
Huldumaður
býður
aukashiðning
Huldumenn í Sjálfstœðis-
flokknum tala í gegnum
Stefán Valgeirsson
Stefán Valgeirsson alþings-
maður segist tilbúinn að styðja
hugsanlega ríkisstjórn Alþýðu-
flokks, Alþýðubandalags og
Framsóknarflokks og segist einn-
ig geta tryggt slíkri stjórn við-
bótarstuðning í báðum deildum
Alþingis.
Af viðtali Stefáns við Þjóðvilj-
ann má ráða að þeir huldumenn
eða huldumaður sem Stefán seg-
ist hafa stuðingsumboð fyrir er
þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Er einkum einblínt á Friðjón
Þórðarson í þessum efnum en
Matthías Bjarnason sagði í gær-
kvöld að hann gæti vel stutt ríkis-
stjórn þessara flokka til góðra
verka ef tekið yrði myndarlega á
landsbyggðarmálum.
Sjá síðu 2
Fornsagnaþing
Erjur í
Spoleto
Sjöunda fornsagnaþingið, sem
hið alþjóðlega Sögufélag stendur
fyrir, fór fram í Spoleto á Ítalíu í
byrjun þessa mánaðar, og var
fjallað um norrænan miðalda-
kveðskap, eddukvæði og drótt-
kvæði. En þetta sagnaþing varð
sögulegt á sinn hátt, því miklar
deilur fóru af stað vegna þátttöku
Þjóðverja sem starfar við háskóla
í Suður-Afríku og lá við að það
leystist upp. Þeirri málamiðlun
var að lokum komið á að Þjóð-
verjinn dró sig í hlé og flutti sinn
fyrirlestur utan vébanda þing-
sins. Er frá þessu sagt í fyrsta
pistli Einars Más Jónssonar um
fornsagnaþingið sem birtist í
blaðinu í dag.
- Dagurinn í dag getur orðið
úrslitadagur. Alþýðubandalagið
hefur gert viðræðuáðilum okkar
skýra grein fyrir því hver þarf að
vera grundvöllur slíkrar stjórnar,
hvaða málefnaatriði við setjum á
oddinn. Þessar viðræður hafa
ekki staðið nema í tæpa tvo sólar-
hringa og á þeim tíma hafa málin
skýrst með ótrúlegum hraða,
meiri hraða en til eru dæmi um
áður, sagði Ólafur Ragnar
Grímsson í gærkvöldi að loknum
fundi framkvæmdstjórnar og
þingflokks Alþýðubandalagsins.
- Eftir þennan fund okkar Al-
þýðubandalagsmanna nú í kvöld
gerði ég Steingrími Hermannsyni
enn á ný grein fyrir okkar við-
horfum og dagurinn í dag getur
orðið lykildagur. Við munum
þess vegna leita eftir því í dag að
Alþýðuflokkur og Framsóknar-
flokkur nálgist í verki þær tillögur
sem við höfum sett fram í launa-
og kjaramálum í þessum við-
ræðum en það eru þær tillögur
sem við setjum oddinn, sagði
Ólafur Ragnar.
Steingrímur Hermannsson
sagði í gærkvöld að vel hefði mið-
að í viðræðum flokkanna og mál-
in skýrst vel. Hann myndi reyna
til þrautar í dag, en nýr
viðræðufundur hefur verið boð-
aður nú árdegis. Á fundum Al-
þýðubandalags, Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks í gær og fyrra-
dag hefur verið gengið út frá því
að ef málefnasamstaða næðist um
myndun ríkisstjórnar þá starfaði
hún út kjörtímabilið. Forystu-
menn Alþýðuflokks og Fram-
sóknarflokks hafa einnig orðað
þær hugmyndir að þessir flokkar
myndi minnihlutastjórn sem Al-
þýðubandalag veiti stuðning og
gangi hugsanlega síðar til liðs við.
Þessum hugmyndum hefur verið
tekið fálega innan Alþýðubanda-
lagsins.
Þriðji kosturinn um hugsanlegt
stjórnarsamstarf sem ræddur hef-
ur verið er að Kvennalistinn komi
aftur inn í viðræðurnar, en hann
hefur opnað fyrir möguleika á
viðræðum um aðild að meiri-
hlutastjórn. Verður látið reyna á
vilja Kvennalistans í þessum efn-
um í dag. Þá heldur Steingrímur
Hermannsson einnig opnum
möguleika á samstarfi við Borg-
araflokkinn.
í umræðum þrífiokkanna síð-
ustu tvo sólarhringa hafa
Alþýðu- og Framsóknarflokkur
ma. rætt um að launafrysting
verði látin gilda til áramóta og
teknar verði upp viðræður við
verkalýðsforystuna um endur-
heimt samningsréttarins. Al-
þýðubandalagsmönnum þykir
ekki nóg boðið í þessum efnum
en meiri samstaða er um aðgerðir
í peninga- og skattamálum. Þar
er ma. rætt um uppstokkun láns-
kjaravísitölu, nýtt tekjuskatts-
þrep, sérstaka hátekjuskatta og
skattheimtu á fjármagnstekjur
sem bankar og verðbréfasjóðir
yrðu hugsanlega látnir inn-
heimta.
Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins sagði á fé-
lagsfundi Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík á Hótel Sögu í gæt-
kvöld að Sjálfstæðismenn yrðu
að sameinast um að verjast nýrri
vinstri sókn. Á þessum grundvelli
hefðu verið hafnar viðræður um
samstarf við Borgaraflokkinn.
Með stjórnarslitunum hefði verið
reynt að ýta Sjálfstæðisflokknum
til hliðar og einangra hann, en
flokkurinn væri reiðubúinn að
berjast við vinstri stjórn.
Sjá síðu 2
og leiðara
Fiskvinnslan
Skriðan af stað
Atvinnulíf hálflamað á Þingeyri eftir aðfrystihúsinu
varlokað
FrystihúsiKaupfélags Dýrfirð-
inga á Þingeyri hefur verið lokað
vegna skulda og allt athafnalíf í
plássinu er meira og minna lam-
að. Skuldir fyrirtækisins nema
miljónum króna á hvern íbúa.
Talsmenn fiskvinnslunnar
segja að lokunin á Þingeyri sé að-
eins merki um það sem koma
skal. Skriðan sé að fara af stað og
búast megi við lokun fjöida fisk-
vinnslufyrirtækja á næstu dögum
og vikum verði ekki gripið til ráð-
stafana í efnahagsmálum.
Stjórn Fiskiðjusamlagsins á
Húsavík fundaði í allan gærdag
en þar hefur legið í loftinu síðstu
daga að loka verði þessu stærsta
atvinnufyrirtæki í bænum.
Sjá síðu 5