Þjóðviljinn - 22.09.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.09.1988, Blaðsíða 9
ískugga Trémannsins Þegar nokkuð var liðið á lokahóf fornsagnaþingsins sem haldið var í Spoleto í byrj- un september og ítalskar veigar voru farnar að ylja fræðimönnum, bankaði Lars Lönnroth í glas og sagði eftir- farandi dæmisögu (eða „ex- emplum" eins og hún hefði verið kölluð á miðaldalatínu): „Einu sinni var lærdómsmaður frá Norðurlöndum staddur á þingi fræðimanna einhvers staðar í Suður-Ameríku. Landið var honum framandi og allir siðir þess, hann vissi ekki almennilega hvað hann átti af sér að gera og honum leið illa. En svo var komið mikið hóf, hljóðfæraleikarar voru farnir að leika eitthvað sem hljómaði eins og hrífandi tangó, og þá ákvað lærdómsmaðurinn að hrista af sér slenið, hann gekk að næsta borði og sagði: „Mætti ég biðja yður að dansa við mig þennan tangó, ungfrú góð?“ Sú mannvera sem þessum orð- um var beint til svaraði með sem- ingi: „í fyrsta lagi er þetta ekki tangó“, sagði hún, „heldur þjóð- söngur Perú. í öðru lagi er ég svo alls engin ungfrú, heldur em eg erkibiskupinn af Lima“. Norrænufræðingarnir sem komnir voru hvaðanæva úr heiminum til að taka þátt í þessu fornsagnaþingi tóku dæmisögu þessari með miklum fögnuði, - enda gaf Lars Lönnroth það nokkuð Ijóslega í skyn að því færi sennilega ekki fjarri að hún endurspeglaði líðan ófárra við- staddra. En hvað var nú allur þessi hópur sérfræðinga í forn- bókmenntum Norðurlanda að gera í eins ólíklegri borg og Spo- leto gæti virst í fljótu bragði, og hvers vegna féll þessi skálarræða Njálufræðingsins mikla frá Gautaborg svo vel í kramið hjá þeim? Bær með miðaldasvip Spoleto er lítill bær uppi í hæð- um Umbríu, um það bil tveggja stunda lestarferð fyrir norðan Róm, og er yfir honum mikill „miðaldasvipur“ eins og gjarnan er sagt: Hann stendur á eins kon- ar hæðarrana í hlíðum Montel- uco-fjalls, göturnar eru þröngar og krókóttar og stundum steinbogar eða brýr yfir þeim milli fábreyttra framhliða hús- anna, og á köflum eru þær brattar og verða jafnvel að eins konar hlykkjóttum stigum. í þessu mis- hæðótta völundarhúsi er að finna miðaldakirkjur, m.a. „Eufemíu- kirkjuna" frá fyrri hluta tólftu aldar, og dómkirkju með brog- aðri og forgylltri mósaíkmynd frá árinu 1207áframhliðinni, þareru endurreisnarhallir og ýmsar aðr- ar minjar frá endurreisnartíman- um, m.a. freskómyndir af ævi Maríu meyjar eftir Filippo Lippi í kór dómkirkj unnar, og einnig má sjá stöku rústir frá fornrómversk- um tíma, þótt ekki láti þær mikið yfir sér, m.a. af leikhúsi, sigur- boga og einbýlishúsi. Húsin eru í fornfálegum stíl en tímalaus: þau hafa sennilega verið byggð á ýms- um skeiðum en gætu velflest ver- ið frá síðari hluta miðalda eða endurreisnartímanum. Það eyk- ur enn töfra staðarins að hann er í hálfgerðri „niðurníðslu“: það eru stundum sprungur í veggjum og málning eða klæðning að flagna af, og hafa hús, hallir og kirkjur a.m.k. ekki verið gerð þannig upp að þau æpi á vegfarendur: „við erum sögulegar minjar og verndaðar af ríkinu“. f þessum bæ með miðaldasvip hafa ítalir komið á fót stofnun, sem hefur það hlutverk að stuðla að rannsóknum á fyrri hluta mið- alda, þ.e.a.s. á tímabilinu frá hruni Rómaveldis og fram á þrettándu öld, þegar Spoleto var höfuðborg í nokkuð mikilvægu hertogadæmi. Hefur þessi stofn- un nú um alllangt skeið gengist fyrir ráðstefnum þar sem haldnir eru fyrirlestrar um einhver á- kveðin viðfangsefni tengd þessu tímabili, og síðan hefur hún séð um að gefa þá fyrirlestra út í bókum, sem verða stundum að grundvallarritum í miðalda- fræðum: eitt slíkt rit fjallaði t.d. um „biblíuna á fyrri hluta mið- alda“, svo dæmi sé nefnt. En út- gáfustarfsemi stofnunarinnar er ekki bundin við fyrirlestra sem haldnir eru á slíkum ráðstefnum, heldur gefur hún einnig út ýmis önnur rit um þessi fræði. Norrænar bók- menntir og önnur miðaldafræði Þar sem Miðaldastofnunin í Spoleto miðar rannsóknir sínar við tímabilið fram að byrjun þrettándu aldar, er ljóst að mið- aldabókmenntir Norðurlanda geta ekki talist til verkahrings hennar nema að litlu leyti. Hing- að til er líka eins og lítil tengsl hafi verið milli norrænufræðinga og þeirra sem stunda „evrópsk" miðaldafræði: hafa „fornsagna- þing“ þau, sem boðað er til á þriggja ára fresti og helstu sér- fræðingar sækja, yfirleitt verið haldin á Norðurlöndum eða í öðrum germönskum löndum og fjallað um efni eins og ís- lendingasögur, konungasögur og slíkt - eina undantekningin er þingið í Toulon í ágúst 1982, þar sem fjallað var um riddarasögur í evrópsku samhengi, - en miðaldastofnanir eins og sú sem er í Spoleto hafa leitt norrænar bókmenntir að mestu hjá sér. Það var því talsverð nýjung að halda þetta sjöunda fornsagna- þing innan vébanda Miðaldast- ofnunarinnar í Spoleto og láta það fjalla um efni sem fellur undir verksvið hennar, norrænan skáldskap fyrir þrettándu öld, þ.e.a.s. eddukvæði og drótt- kvæði. Þessi hugmynd var tvímæla- laust góð, því það er ærið verk- efni að fjalla um norrænan mið- aldakveðskap - skáldamálið, goðsagnir, hetjusögur, munnlega geymd og þvíumlíkt - í víðtæku evrópsku samhengi, og auk þess brýn nauðsyn að efla tengslin við evrópska miðaldafræðinga. En þótt margt jákvætt megi um þing- ið segja, virðist það samt ekki hafa náð markmiði sínu, - á hvor- ugu þessara sviða. Eitthvað vant- aði: fyrirlestrarnir voru harla misjafnir og sundurlausir, þótt verkefnið væri skýrt takmarkað, og stundum minntu samskipti manna á þær „kappræður heyrnarleysingjanna“ sem oft er vitnað til. Ætti það ekki að teljast gagnslaust að staldra við og sjá hvaða snurða hljóp á þráðinn. Blikur í lofti Nokkru áður en þingið átti að hefjast var loft allt þegar lævi blandið. Þau undarlegu tíðindi höfðu sem sé spurst, að „Suður- Afríkumenn" hygðu á þátttöku í þessari lærdómsmannastefnu um miðaldakvæði, og jafnframt að mikill urgur væri þess vegna í Norðmönnum: samvisku sinnar vegna gætu þeir ekki stutt apartheid-stefnuna í Suður- Afríku með því að sitja þing með fulltrúum stjórnvalda þar í landi og myndu þeir þess vegna hvergi fara. Það hafði einnig spurst að ýmsir fræðimenn á Norður- löndum hefðu ákveðið að sitja heima til að sýna samstöðu með röddum samviskunnarí ríki Ólafs konungs. Fyrir íslensku þátttak- endurna var þetta talsvert sam- viskuatriði, en þeir ákváðu þó að fara til Spoleto og reyna að leysa málið þar með einhverjum hætti, eins og frá var sagt í Þjóðviljan- um á sínum tíma. En mikil óvissa ríkti um það hvort nokkuð myndi yfirleitt verða af þessu fornsagna- þingi. F ornsagnaþingið í Spoleto Einar Már Jónsson skrifar Fyrsti pistill Þegar til Spoleto kom, brá svo við að Norðmenn voru mættir þrátt fyrir allar yfirlýsingarnar, en þeir sem afboðað höfðu þátt- töku sína þeirra vegna gátu ekki lengur breytt þeirri ákvörðun sinni og komu því ekki. Er ekki víst að þeir hafi allir orðið sér- staklega glaðir við að frétta að þeir voru einir um að sniðganga þingið, en upphafsmennirnir létu sig alls ekki vanta. Af Norð- mönnum er hins vegar það að segja, að þeir reikuðu um þingið eins og ísjakar við Svalbarð. Það spurðist að um málið hefði verið mikið skrifað í norskum blöðum, og á ritstjórnarskrifstofum Berg- ens Tidende og Möre og Roms- dal handelsblad væri ein spurning efst á baugi: hvað gera Norð- menn, skyldu þeir láta undan fyrir kúgurunum? í Harðangurs- firði stóðu menn að sögn á önd- inni... Fréttaritari Þjóðviljans í Spoleto hafði spurnir af því, að Norðmenn hefðu samið mjög harðorða yfirlýsingu til að dreifa henni við setningu þingsins, - en af einhverjum ástæðum létu þeir það ógert. En þeir höfðu við orð að yfirgefa þingið í mótmæla- skyni, ef fulltrúi Suður-Afríku væri ekki brottrækur ger, og myndu þeir halda sitt eigið forn- sagnaþing í borginni eilífu: væru þeir sem ekki kæmu með þeim nokkurs konar yfirlýstir stuðn- ingsmenn við apartheid. En hver var nú þessi „fulltrúi Suður-Afríku“ sem kom öllum látunum af stað - og breyttist stundum í heila sendinefnd í um- ræðum manna á Norðurlöndum? Var það harðsvíraður Búi og hug- sjónamaður aðskilnaðarstefnu? Var það kenningasmiður sem var að gaumgæfa germönsk hetju- kvæði til að leita þar að öllum tiltækilegum rökum fyrir kyn- þáttaórum sínum? Nei, drengur minn: maður þessi, Peter Buch- holz, sem íslendingar kölluðu „Trémanninn“, var þýskur dr. phil., sem kenndi af einhverjum ástæðum við háskóla í Suður- Afríku: hann lagði jafnan áherslu á að hann væri félagi í heimspeki- deild háskólans í Kiel og einungis í leyfi þaðan til að annast kennslu um stundarsakir við suöur- afrískan háskóla sem allir fengju aðgang að, af hvaða kynþætti sem þeir væru, og hann benti á að hann væri þýskur ríkisborgari og hefði því ekkert umboð til að vera neinn „fulltrúi Suður- Afríku". Allt í hnút Málið virtist því nokkuð ein- falt og skyldi maður ætla að unnt hefði verið að leysa það fyrir þingið. En það fór á annan veg. Þegar málið komst í hámæli og „alþjóðlega ráðgjafanefndin", sem Sverrir Tómasson átti sæti í fyrir hönd íslendinga, reyndi að hafa samband við þá ítali sem sáu um undirbúninginn var eins og þeir vildu alls ekki skilja að hér væri alvara á ferðum og Norður- landabúar gætu talið sig bundna af ráðherrasamþykktum sem banna öll opinber samskipti við Suður-Afríkubúa: Teresa Pároli, sem var fyrir ítölsku undirbún- ingsnefndinni, beitti því bragði að sögn að látast ekki skilja ensku. Og af einhverjum dular- fullum ástæðum vildi „Trémað- urinn“ ekki fallast á þá lausn að hann kæmi fram sem fulltrúi há- skólans í Kiel. Ekki var laust við að þessi patt-staða kæmi dálítið óþægilega við marga, þar sem mönnum hafði áður fundist að ít- alska undirbúningsnefndin færi sínu fram án þess að taka tillit til þeirra venja sem ríkt hafa á forn- sagnaþingum og léti sér álit „al- þjóðlegu undirbúningsnefndar- innar“ sem vind um eyru þjóta (en valdsvið hennar mun ekki hafa verið skýrt afmarkað, þótt hún ætti að gefa leiðbeiningar, eins og nafnið bendir til): ítalirnir ákváðu t.d. upp á sitt eindæmi hverjir skyldu halda fyrirlestra, stundum af lítilli þekkingu á fræðunum að mönnum fannst, og þeir ákváðu líka að einungis enska og þýska skyldu vera opin- ber mál, en áður höfðu Norðurlandamálin að sjálfsögðu verið leyfð á slíkum þingum. Dregur til tíðinda Þegar þingið var sett við hátíð- lega athöfn í Eufemíukirkjunni mánudagsmorguninn 4. sept- ember, vissu menn því enn ekki hvort nokkuð yrði af þinghaldi eða hvort það myndi leysast upp strax í byrjun. Kvöldið áður hafði alþjóðlega ráðgjafanefndin reynt að koma á þeirri málamiðlun að „Trémaðurinn" fengi að tala sem fulltrúi háskólans í Kiel, en sú til- raun hafði mistekist: hvorki Norðmennirnir né „Trémaður- inn“ vildu ganga að henni. Setn- ingarathöfnin var mjög hátíðleg og fluttu þar ræður og ávörp full- trúi Miðaldastofnunarinnar í Spoleto, Teresa Pároli, og erki- biskupinn af Spoleto, sem hefði útlitsins vegna getað verið dágóð- ur tangódansari. Síðan hófst venjulegur þingfundur á þessum sama stað og reyndu Norðmenn þá að lesa upp einhverja yfirlýs- ingu,enþeirfengu þaðekki. Þeg- ar gert var fundarhlé skömmu síðar, tóku þeir sér stöðu fyrir utan kirkjuna til að mótmæla og voru ýmsir aðrir Norðurlandabú- ar með þeim. En enginn tók eftir þeim mótmælum. Eftir þetta fóru atburðirnir að gerast nokkuð hratt og var loftið rafmagnað. Alþjóðlega ráðgjafa- nefndin efndi til fundar í hádeg- ishléinu þennan sama dag, og var nú um það að ræða að koma í veg fyrir að þingið leystist upp. Sam- þykkt var að „Trémaðurinn" skyldi draga sig í hlé, ekki flytja fyrirlestur sinn og taka einungis þátt í þinginu sem „prívatmað- ur“, og gekk hann að lokum að því. Virtist málið þannig leyst. En þá tók ekki betra við: þegar hér var komið sögu fyrtust nefni- lega ítölsku gestgjafarnir, þeir hrifsuðu samþykktina úr höndum eins nefndarmannsins og töldu hana að sögn „falsaða", og þótt hrindingum og pústrum yrði forðað, gengu þeir allir af fundi þegar samþykktin var lesin upp og létu ekki sjá sig meir. Málið snýst við Þau hjákátlegu umskipti höfðu nefnilega orðið, að Norð- mönnum hafði tekist að láta mál- ið snúast þannig í höndum sér, að í augum Italanna og margra ann- arra þátttakenda á þinginu leit það út eins og einhverjir ofstækis- fullir Norðurlandabúar væru að beita þýskan fræðimann pólitísk- urn ofsóknum og svipta hann málfrelsi af pólitískum ástæðum. Nú var erfitt um vik fyrir Norð- menn að standa fyrir miklum mótmælaaðgerðum á þinginu, þar sem þeirra þáttur í dag- skránni var með minnsta móti, og menn heyrðust gjarnan hæðast að þessum Norðmönnum sem komnir væru á ríkisstýrk og með drjúga dagpeninga til að standa fyrir mótmælaaðgerðum í öðrum löndum... Eftir þetta fór af stað undir- skriftasöfnun á þinginu til stuðn- ings við „Trémanninn": stóð þar m.a. að á þinginu hefði „einstakl- ingur verið niðurlægður af pólit- ískum ástæðum" og væri það brot á þeim vísindaanda sem ætti að ríkja og móðgun við gestgjafana, og undirrituðu skjalið rúmlega fjörutíu manns. Einnig birtu ít- ölsku gestgjafarnir mjög harð- orðar yfirlýsingar, þar sem því var m.a. haldið fram að alþjóð- lega ráðgjafanefndin hefði ekki haft neinn rétt til að skipta sér af þessu máli og hefðu aðgerðir hennar verið móðgun við Mið- aldastofnunina. Þann dag sem síðasta yfirlýsingin og hin harð- orðasta var birt, tóku menn eftir því að talsverður lögregluviðbún- aður var í grennd við Miðaldast- ofnunina, og mun það ekki hafa verið af því að ítalir óttuðust að hryðjuverkamenn ætluðu að ræna fræðimönnum og heimta fyrir þá lausnargjald... Málamiðlunin helst En það varð nú þinginu til bjargar, að alþjóðlega ráðgjafa- nefndin skipti sér ekki lengur af þessum deilum og svaraði ekki árásunum, enda hélst sú mála- miðlun sem hún hafði komið á: Peter Buchholz tók ekki þátt í þinginu nema sem prívatmaður, en hann hélt sinn fyrirlestur utan þess, í einum af kvikmyndasölum borgarinnar, á vegum „Málfrels- isfélags“ sem til þess var stofn- að... Prófessor Régis Boyer stjórnaði dagskránni, og kynnti „Trémanninn" sem fulltrúa há- skólans í Kiel. Talaði hann síðan um „sögu, goðsagnir og þjóð- sögur, þrjár rætur germanskra hetjusagna“ fyrir tæplega fimmtíu áheyrendur. Þessir atburðir vörpuðu óneitanlega skugga á þingið og tóku krafta viðstaddra, hvort sem þeir skiptu sér af þeim eða ekki. En þrátt fyrir allt fór þingið fram eftir settri dagskrá, og verður ekki annað sagt en ítölsku gest- gjafarnir hafi gert hlutina mjög vel: hélt Teresa Pároli áfram að sjá um reksturinn, þótt hún skart- aði ekki sama sælubrosi og sú Teresa sem Bernini hjó í marm- ara. Haldnir voru fjölmargir fyrirlestrar í Miðaldastofnuninni flesta daga, kynnt var merkileg áætlun um rannsókn á tengslum norrænna og latneskra bók- mennta, og einn daginn var farið í ferðalag til Assisi og Perugia: í borg heilags Frans var m.a. skoðuð kirkjan með freskómynd- um Giottos en í Perugia var mönnum boðið á tónleika í skrautlegum sal miðalda ráðhúss. Áður en þinginu lauk, 10. sept- ember, var mönnum gefinn kost- ur á að fara í smáhópum og skoða freskómyndir Filippo Lippi í dómkirkjunni í Spoleto, en þær voru í viðgerð og faldar bak við vinnupaila, og fór umsjónarmað- ur viðgerðanna með mönnum og skýrði verkið og freskómyndirn- ar sjálfar. Loks var þátttakend- um boðið til ýmissa veisluhalda. Sýnilegt tákn En var þessi nöturlegi „Trémanns-þáttur“ þá aðeins einangrað atriði sem spillti að vísu andrúmsloftinu meðan hann stóð yfir en náði ekki lengra? Það held ég ekki: ef litið er á málið í samhengi við annað, kemur nefnilega í ljós að það var eins konarsýnilegt tákn um víðtækara ástand, - hvort sem það ástand er stundlegt eða ekki. En svo virtist sem það væri tvíþætt. Annars vegar voru minnkandi áhrif Norðurlandabúa á þessum vett- vangi sem komu einnig fram í því að þeir héldu óvenju fáa fyrir- lestra - nerna íslendingar sem voru hér skýr undantekning - og tungumál þeirra voru ekki gjald- geng á þinginu - en þá reglu brutu Islendingar einir: það var því ekki nema afleiðing af þessu áh- rifaleysi að þeir skyldu ekki geta knúð fram lausn á „Trémanns- málinu" þegar í upphafi. Hins vegar var eins konar sambands- leysi milli Norðurlandabúa og margra annarra (þótt frá því væru ýmsar undantekningar), og var það hve álappalega Norð- mönnum gekk að fá menn til að skilja afstöðu sína í þessu sama „Trémanns-máli“ ekki nema af- leiðing af því. En þá er ein spurn- ing eftir og er hún aðalatriðið: eru fræðin að einhverju leyti farin að mótast af þessu ástandi? Að því verður vikið síðar, deo vol- ente. e.m.j. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. september 1988 Fimmtudagur 22. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.