Þjóðviljinn - 22.09.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.09.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Sovétríkin Neyðarástand í Fjalla-Karabakh Ekkert lát á róstum íhéraðinu. Verkföll íhelmingifyrirtækja íJerevan, höfuðborg Sovét-Armeníu Sovéskir ráðamenn lýstu yfir neyðarástandi í Fjalla- Karabakh í Azerbajdzhan í gær. Ákvörðun þeirra siglir í kjölfar frétta þess efnis að róstur og bein átök Azera og Armena aukist stig af stigi í héraðinu, gripið sé í taumana áður en til allsherjar blóðsúthellinga komi. Tass fréttastofan greindi frá því í gærkveldi að sérlegur fulltrúi Kremlverja í Fjalla-Karabakh, Andrej Volskíj, hefði skýrt heimamönnum frá tilskipun valdsherranna í sjónvarpi í gær. Gorbatsjov gerði Volskíj út af örkinni í júnímánuði með erind- isbréf uppá vasann, umboð til þess að „grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að koma á lögum og reglu í lýðveldunum Azerbajdz- han og Armeníu.“ Frásögn Tass var svohljóð- andi: „Sakir hins flókna ástands hafa stjórnvöld lýst yfir neyðar- ástandi í Stepanekert og Agdam- héraði. Gripið verður til allra ráða til þess að draga úr viðsjám og tryggja öryggi íbúa.“ Stepan- ekert er sem kunnugt er höfuð- staður Fjalla-Karabakhs og Agdam er grannhreppur í Azer- bajdzhan en þaðan hafa einnig borist fréttir um að skorist hafi í odda með Azerum og Armenum. Tass tók það skýrt fram að stjórnvöld hafi ekki átt annars úrkosti þar eð tíðindi hefðu borist þeim til eyrna um að óeirðir hefðu hafist á ný í Fjalla- Karabakh, Azerar og Armenar flogist á og ýmisskonar spellvirki verið unnin, eldur t.a.m. lagður að húsum og bifreiðum. Tass vitnaði í Volskíj: „Komm- únistaflokkurinn og ríkisstjórnin ákváðu að hrinda ýmsum mikil- vægum málum í framkvæmd í því augnamiði að bæta lífsskilyrði og auka velferð manna í Fjalla- Karabakh og eyða með skjótum hætti misklíð þeirra. En nú er komið á daginn að ýmsir kunnu ekki að meta þetta og héldu uppt- eknum hætti.“ Tass vék ekki að átökum Az- era og Armena í þorpinu Kha- dzhaly á sunnudaginn. í>að liggur nærri Stepanekert og er byggt Azerum. En mikill meirihluti íbúa héraðsins er ermskur, eins- og alkunna er. Fréttastofan greindi frá því að ástand mála í héraðinu hefði versnað mjög á umliðnum dögum, verkföll væru tíð í iðju- verum, byggingariðnaði og sam- göngufyrirtækjum. Skólar stæðu auðir og „óheimil“ fundahöld og kröfugöngur væru daglegt brauð. Ekki gátu fréttamenn Reuters í Moskvu náð símasambandi við Stepanekert í gærkveldi. En fyrr í gær hafði talsmaður málgagns kommúnistaflokksins í héraðinu tjáð Reutersmanni að loft væri mjög lævi blandið. „Fólk sefur ekki á næturnar. Allir eru stöðugt á varðbergi og búast þá og þegar við nýjum árásum.“ Eftir átökin í Fjalla-Karabakh um helgina ákváðu ráðamenn á ný að meina erlendum frétta- mönnum að ferðast til Armeníu. En málsvari flokksmálgagnsins „Kommunist“ í Jerevan var til þjónustu reiðubúinn og greindi frá því í síma að helmingur allra fyrirtækja í borginni væru í lama- sessi sakir vinnustöðvana. Verkamenn hefði gengið út þeg- ar fréttir bárust af nýjum átökum Azera og Armena í Fjalla- Karbakh. Reuter/-ks. Mótmæli í Jerevan. Azerar og Armenar geta ekki setið á sárs höfði í Fjalla-Karabakh og því lýstu stjórnvöld yfir neyðar- ástandi í héraðinu. Afganistan Pakistanir berjast líka Kabúlstjórnin segir pakistanska herforingja og ráðgjafa skipuleggja herhlaup uppreisnarmanna í Afganistan Ráðamenn I Kabúl saka Paki- stani um bein skipti af borg- arastríðinu í Afganistan. Hafi þeir sent herforingja og ráðgjafa til stuðnings uppreisnarmönnum í þremur fylkjum sem liggja við landamærin að Pakistan. Flin opinbera fréttastofa Ka- búlstjórnarinnar, Bakhtar, bar þessar ásakanir á borð í gær. Hafði hún fyrir satt að afganski herinn hefði í fórum sínum skjöl og fleiri gögn sem renndu stoðum undir staðhæfingar þessar. Hefðu pakistanskir foringjar lagt á ráðin með hernaðaraðgerðir skæruliða að undanförnu í fylkjunum Kun- ar, Kandahar og Paktia. í yfirlýsingu Bakhtar var minnst sérstaklega á þátt Paki- stana í falli landamærabæjarins Spin Boldak en uppreisnarmenn náðu honum á sitt vald þann 9. þessa mánaðar. Stjórnvöld í íslamabad hafa allajafna vísað á bug fullyrðing- um um að þau hlutist til um borg- arastríðið handan landamær- anna. Að vísu hefði það stöku sinnum gerst á öndverðum ára- tugnum að fáeinir pakistanskir ráðgjafar slægjust í för með upp- reisnarmönnum er haldið var í herleiðangur. En fyrir allt slíkt hefði verið tekið þegar Genfar- sáttmáli Afgana, Pakistana, Bandaríkjamanna og Sovét- manna gekk í gildi í maímánuði í vor. Bakhtar rakti gang stríðsins og sagði að enginn hefði nokkru sinni farið í grafgötur um vilja ráðamanna í Pakistan, þeir hygð- ust hafa hönd í bagga með fram- tíðarskipan mála í Afganistan. ^ Hinsvegar yllu þessar nýju fréttir’ um íhlutun þeirra því að endur- skoða yrði alla herstjórnarlist og pólitíska samninga. Fréttastofan staðhæfði að Pakistanir hefðu sent 12 ráðgjafa til Kandahar þann 27. ágúst og fjórum dögum síðar hefðu 22 pakistanskir herforingjar komið til héraðsins. Þeir hefðu síðan skipulagt herhlaup skæruliða. Kandahar liggur í suðri og bera höfuðborg og hérað sama nafn. Frá því sovéskir hermenn héldu á brott þaðan í öndverðum ág- ústmánuði hefur uppreisnar- mönnum jafnt og þétt vaxið ás- megin enda eru þeir hvarvetna óhultir utan veggja Kandahar- borgar. Reuter/-ks. Sovétríkin Alíjev er skúrkur Ekkert lát á afhjúpunum forystumanna. Alíjev sat ístjórnmálaráðinu allar göturfram í október ífyrra Fram í októbermánuð í fyrra var Azerinn Geidar Alíjev fé- lagi í stjórnmálaráði Kommún- istaflokks Sovétríkjanna með öllum réttindum og skyldum. Þá vék hann úr nefndinni af „heilsu- farsástæðum“, 64 ára gamall. Nú er komið á daginn, ef marka má greinarkorn lögmanns nokkurs, að Alíjev þessi var lyginn og ger- spilltur klækjarefur sem fátt víl- aði fyrir sér. Hann var ennfremur góður vinur Leóníds Brezhnevs. Lögmaður þessi heitir Arkadí Vaksberg og skrifar í „Dagblað bókmenntanna.“ Hann heldur því fram að Alíjev hafi samið skrá yfir afrek sín í „föðurlandsstríð- inu mikla“ en í raun hvergi komið nærri vígvellinum. Ennfremur hafi hann látið ofsækja og jafnvel lífláta rannsóknardómara sem hugðust fletta ofan af víðtækri spillingu í Azerbajdzhan. Þar var hann hæstráðandi um 13 ára skeið, frá 1969-1982. Vaksberg fullyrðir að Alíjev hafi látið reka ríkissaksóknara Azerbajdzhans, Gambaí Mame- dov að nafni, úr embætti árið 1976 í „skrípaleik þar sem allt réttafar var fótum troðið." Mam- edov þessi hafi verið í þann mund að láta til skarar skríða gegn ýms- um spilltum flokksbroddum og Alíjev þótt nærri sér vegið. Sýndarréttarhöld voru sett á svið og var höfuðsakborningur- inn rannsóknardómari sem verið hafði handgenginn Mamedov. Hann var borinn lognum sökum og eftir grátbroslegan skrípaleik fundinn sekur, þótt hann hefði ekkert misjafnt á samviskunni, dæmdur og skotinn. Höfuðpaur- arnir í samsæri þessu voru undir- tyilur Alíjevs. Þetta er í fyrsta skipti að for- ystumaður sem setið hefur í stjórnmálaráðinu í aðalritaratíð Míkhaíls Gorbatsjovs er borinn alvarlegum sökum. Alíjev hóf feril sinn í KGB, varð formaður kommúnistaflokksins í Azer- bajdzhan, varamaður í stjórnmálaráðinu á meðan Brez- hnev var enn lífs, aðalmaður eftir að Júrí Andrópov hófst til valda og sat kyrr um tveggja ára skeið eftir að Gorbatsjov var kjörinn til að stýra þar fundum. Vaksberg segir að Mamedov og Alíjev hafi um tveggja áratuga skeið starfað saman í KGB. Sá fyrrnefndi hafi búið yfir vitneskju um feril hins síðarnefnda sem honum þótti miklu varða að kæmist ekki í hámæli. Rannsókn nokkurra KGB manna hafði nefnilega leitt í ljós að Alíjev hafði sagt ósatt um framgöngu sína í seinni heimsstyrjöld. Þegar Þjóðverjar réðust inní Sovétríkin var Alíjev námsmaður Geidar Alíjev, orðum skrýddur og háttsettur vafapési. í Bakú, höfuðborg Azerbajdz- hans. Hann fylltist skelfingu og flúði til æskustöðva sinna, af- skekktra slóða, til þess að komast hjá því að gegna herþjónustu. Vaksberg skrifar: „Þar varð hann sér úti um vottorð fyrir því að hann væri þungt haldinn berklasjúklingur og komst þar af leiðandi hjá því að vera sendur til vígstöðvanna. Á stríðsárunum varð hann sér síðan úti um starf sem sendisveinn í einu af skjala- söfnum NKVD, forvera KGB, og þar hófst ferill hans.“ Reuter/-ks. Fimmtudagur 22. september 1988 PJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 KJOTMIÐSTOÐIN ■r Laugalæk 2, simi 686511. 656400 HAKK Á ÚTSÖLU Nautahakk á 399 kr. kg eí keypt eru 5 kíló eöa meira Kindahakk á 199 kr. kg ef keypt eru 5 kíló eða meira TIL HAGSÝNNA Naut í heilu og hálfu 395,- kr. kg - frágengið Svín í hálfu og heilu 383,- kr. kg - frágengið KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2. sími 686511. 656400

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.