Þjóðviljinn - 22.09.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.09.1988, Blaðsíða 12
FLÓAMARKAÐURINN Fallegur bill. Og flott föt. Til sölu er Chevrolett Nova árg. 1970, ný upptekin vél 350. Ekkert tyð er í bílnum. Læst drif, sjálf- skiptur 350 turbo, brettaútvíkkanir og skóp, breið dekk, krómfelgur. Litur grænsanseraöur. Mjög fal- legur bíll, sjón er sögu ríkari. Uppl. í síma 43385, Hafliði. Einnig eru til sölu tvenn kjólföt. Svört terelynföt ca. nr. 44-46. Hvít satinföt ca. nr. 40-42. Hvortveggja eru með rauðu fóðri, linda og slaufu í rauðu. Mjög falleg, hefur verið far- ið einu sinni í þau. Upplýs. gefur Danfríður í s. 685842 eða Inga í s. 43385. Barnapía - Melar Óska eftir barnapíu fyrir 6 ára strák eitt kvöld í viku. Upplýsingar í síma 13374. Hjónarúm og útidyrahurð fæst gefins. Upplýsingar í síma 33675 og 33354. Vilt þú læra spænsku eða á katalónsku? Kenni spænsku og katalónsku í einkatímum eða hópum. Hef til leigu íbúð í Barcelona. Upplýsingar í síma 24634, Jordi. Dagmamma Hlíðar - kerruvagn Óska eftir dagmömmu í Hlíðunum frá og með 1. nóvember frá kl. 12.30-17.30. Á sama stað er kerru- vagn til sölu. Selst á 7000 kr. Upp- lýsingar í síma 13227 í dag og næstu daga. Farmiði til Kaupmannahafnar 29. september aðra leiðina, til sölu. Upplýsingar í síma 15719 á kvöldin og 13183 á daginn. íbúð óskast Rúmlega tvitug systkini óska eftir 3-4ra herbergja íbúð sem fyrst. Upplýsingar í síma 688776 og 35454. Til sölu Citroén braggi 2CV 6 árg. ‘86. Upp- Iýsingarísíma53410eftirkl. 19.00. Tll sölu sófaborð og hljómtækjaskápur. Upplýsingar í síma 16328. Hjónarúm tll sölu (5 ára) með náttborðum og útvarpi. Upplýsingar í síma 79737 eftir kl. 18.00. Selst allt mjög ódýrt Sófasett til sölu, 4ra sæta sófi og tveir stólar, einnig 2 stakir stólar, fótanuddtæki og gömul eldavél. Upplýsingar í síma 77295. Kettlingar Tveir svartir kettlingar af góðu kyni fást gefins. Upplýsingar í síma 53964. Teiknikennsla Bjóðum uppá teiknikennslu fyrir byrjendur í fámennum hóp. Upplýs- inqar kl. 16-19 í símum 46010 og 681654. Atvinna - íbúð Ég er einstæð móðir með 3 börn og mig vantar framtíðaratvinnu. Margt kemur til greina. Einnig vantar mig 3ja herbergja íbúð. Get ekki borgað fyrirfram en skilvísar mánaðar- greiðslur. Upplýsingar í síma 74910 eftir kl. 19.00. Húsnæði óskast Ung og reglusöm snyrtileg og reyk- laus hjón með 2 börn 8 og 11 ára óska eftir að taka á leigu 4-5 her- bergja íbúð frá 1. okt. n.k. Upplýs- ingar ( síma 16249 á kvöldin og 11540 á daginn. Við erum námsfólk með eitt lítið barn og leitum að íbúð sem allra fyrst. Eigum bæði að byrja í skóla í haust og viljum helst ekki þurfa að sofa í bílnum. Vinsam- legast hringið í síma 681331 eða í síma 681310 á daginn. íbúð óskast Ungt, reglusamt par utan af landi óskar eftir 2-3 herbergja íbúð sem fyrst. Einhver fyrirframgreiðsla möguleg. Uppl. ísíma25661 eftirkl. 17.00. Til sölu Eldhúsinnrétting með vaski. Upp- lýsingar í síma 76046 eftir kl. 18.00. Felgur Vil kaupa4felgurundirToyota Cor- olla. Sími 37287. Til sölu Peugeot 205 árgerð ’87, ekinn 15 þús. km. Góð- ur bíll í toppstandi. Vetrardekk fylgja. Upplýsingar í síma 29819. Flóamarkaður Opið mánudag, þriðjudag og mið- vikudag frá kl. 14-18. Endalaust úr- val af góðum og umfram allt ódýr- um vörum. Gjöfum veitt móttaka á sama stað og tíma. Flóamarkaður SDI, Hafnarstræti 17, kjallara. Ferðafólk - hestaleiga Kiðafelli i Kjós Góð og ódýr gisting í íbúð í nágrenni Reykjavíkur. Hestaleiga á staðn- um. Riðið út á góðum hestum í fall- egu umhverfi. Uppl. í síma 666096. Opinn fundur í Rein Opinn fundur um dagvistarmál mánudaginn 26. september kl. 20.30. Framsaga Sólveig Reynisdóttirfélagsmálastjóri, Ásta Eyjólfsdóttir fóstra. Fyrirspurnir og um- ræður. Bæjarmálaráð Alþýðubandalagsins á Akra- nesi Greiðið ASKRIFEND UR! áskriftargjaldið með greiðslukorti Léttið blaðberum störGn Hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans ERLENDAR FRÉTTIR Ein svokallaðra „kirkjuborga" Transsylvaníu-Þjóðverja. Byggingar þessar, sem eru meðal merkustu menningarverðmæta landsins, eru í senn guðshús og virki, þar sem menn leituðu hælis gegn óvinaherjum fyrr á tíð. n ' ' Rumema Perestrojka Conducators Nicolae Ceausescu, leiðtogi flokks og ríkis í Rúmeníu og aðalvaldhafí landsins síðan 1965, er einn þeirra kommúnísku vald- hafa sem minnst er hrifínn af glasnosti félaga Gorbatsjovs. Hinsvegar er hann með sína eigin perestrojku á prjónunum, en hún stefnir í öfuga átt miðað við per- estrojku Sovétmanna. Ceausescu hyggst fyrir næstu aldamót leggja niður um helming sveitaþorpa landsins, sem alls eru um 15.000 talsins, og þjappa íbúunum sam- an í um 560 framleiðslueiningar, þar sem bæði sé stundaður land- búnaður og iðnaður og íbúar búi ■ steinsteyptum blokkaborgum. Ceausescu hefur orðið sér úti um talsverða virðingu víða um heim vegna þess að undir hans stjórn hafa Rúmenar í stórum dráttum farið sínu fram í sam- skiptum við Sovétríkin. Að sumra áliti lét Brezhnev honum haldast þetta uppi einkum vegna þess, að engin hætta var á að Ce- ausescu færi að koma á lýðræði í ríki sínu, líkt og var á döfinni í Tékkóslóvakíu. Innanlands varð sjálfstæð afstaða gagnvart Sovét- mönnum Ceausescu einnig til virðingarauka. Rúmenar eru rómönsk þjóð, gagnstætt ná- grönnunum, og hafa í samræmi við það, frá því að þjóðernishyg- gja í nútíma skilningi orðsins vaknaði með þeim á 19. öld, mjög leitað eftir menningar- legum tengslum við önnur róm- önsk ríki, einkum Frakkland. Þessu hefur fylgt viss menningar- legur rembingur gagnvart nág- rönnunum og þar að auki hafa Rúmenar ekki fyrirgefið Sovét- mönnum að þeir tóku af þeim Bessarabíu (nú Sovét-Moldavíu) í heimsstyrjöldinni síðari, en það svæði er eða var að mestu rúm- enskt að þjóðerni. Léleg lífskjör Sjálfstæðistilhneigingum Ce- ausescus hefur fylgt eindregin viðleitni til að gera Rúmeníu sem sjálfstæðasta í efnahagsmálum, þannig að hún verði sem óháðust viðskiptum við útlönd og skuld- laus við þau. Til að koma þessu í kring framfylgir ríkið strangri sparnaðaráætlun, sem hefur komið illa niður á lífskjörum al- mennings. Þunglamaleg miðstýr- ing efnahagsmála er annað atriði, sem valdið hefur vandræðum á þeim vettvangi, með þeim afleið- ingum að lífskjör Rúmena eru nú líklega þau lélegustu í Austur- Evrópu. Rafmagn er t.d. svo kappsam- lega sparað í ríki Conducators (sem útleggst leiðtogi eða for- ingi), eins og Ceausescu er gjarnan titlaður, að innanhúss má hitinn ekki fara yfir tólf stig. Þetta veldur því að ekki er fátítt að gamalt og lasburða fólk beinlínis deyi úr kulda. Gamalt fólk virðist yfirleitt verða einkar hart úti þarlendis. Þar sem það er ekki lengur nýtilegur vinnukraft- ur þykir ekki upp á það púkk- andi, þannig að þó að það veikist taka sjúkrahúsin ekki á móti því. Tilgangur Ceausescus með því að umhverfa sveitum landsins í smáborgir, sem jafnframt séu nsafyrirtæki er stundi landbúnað og iðnað jöfnum höndum, er væntanlega sá að auka fram- leiðslu og jafnframt að gera hvert þessara fyrirhuguðu samfélaga fyrir sig, og þar af leiðandi landið í heild, sem óháðast efnahags- lega. En einnig liggur á bak við þetta fyrirætlun um að útrýma sérkennum landshluta og héraða og gera landsmenn að einni sam- anþjappaðri einingu, þar sem einstaklingshyggju gæti sem minnst og að hollusta þegnanna tengist ríkinu og Conducator ein- um. Miðað við það sem vitað er um hugarfar sveitamanna yfirleitt er ólíklegt að rúmenskt bændafólk hlakki mikið til þessarar nýskip- anar Ceausescus og má vera að hún mæti harðri mótspyrnu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Óánægjan innanlands er þegar áberandi og kemur fram í því að fjöldi fólks gerir allt sem það get- ur til að komast úr landi. Margir flýja austur yfir Prut til Sovétríkj- anna. Þeir eiga von á sæmilegum viðtökum í Sovét-Moldavíu, þar sem einnig búa Rúmenar, og glasnost og perestrojka Gorbat- sjovs hafa vakið með mönnum, utan Sovétríkjanna sem innan, von um betri tíð með blóm í haga þarlendis. Þjóðernisminni- hlutar í hættu Téð fyrirhuguð bylting Ce- ausescus hefur til þessa einkum vakið athygli erlendis vegna deilna, sem af henni hafa sprottið milli Rúmena og Ungverja. Milli þeirra hafa lengi verið litlir kær- leikar, og er þá vægt að orði kom- ist, ekki síst út af Transsyivaníu, landshluta sem í aldaraðir heyrði til Ungverjalandi en var lagður undir Rúmeníu eftir heimsstyrj- öldina fyrri. Þar er fjölmennur ungverskur þjóðernisminnihluti, um tvær miljónir talsins, og hafa ungverskir ráðamenn haldið því fram, að með nýskipan sinni hyggist Ceausescu gera að engu möguleika ungverska minnihlut- ans til að viðhalda tungu sinni og menningu. Líklegt er að svo fari, ef Ceausescu kemur fram vilja sínum í þessu efni, því að höfuð- vígi menningar ungverska þjóð- ernisminnihlutans eru einmitt sveitaþorpin, sem nú á að jafna við jörðu. í Transsylvaníu býr einnig þýskur þjóðernisminnihluti, sem og í Banat, landshluta vestur af Transsylvaníu. Forfeður flestra þessara Rúmeníu-Þjóðverja tluttu þangað frá héruðum við Rín og Mosel fyrir um 800 árum. Þessi þjóðernisminnihluti skrapp þegar mjög saman í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, en mikill hluti hans neyddist til að flýja land til Þýskalands og Austurríkis. Einnig þetta fólk, nú um 230.000 talsins, viðheldur tungu sinni og menningu einkum í sveitaþorpum og því er sams- konar hætta búin af fyrirhugaðri nýskipan Ceausescus og ung- verska minnihlutanum. Þetta hefur hinsvegar ekki valdið il- lindum milli Rúmeníu og þýsku ríkjanna. Fjöldi Rúmeníu- Þjóðverja vill feginn komast í betri lífskjör erlendis, og síðustu tíu árin hafa um 120.000 þeirra flust til Vestur-Þýskalands. Fólksflutningar þessir halda áfram og greiða Vestur- Þjóðverjar fyrir þeim með því að borga Rúmenum um 8000 vestur- mörk á hvern mann, sem fær veg- abréfsáritun til að flytja úr landi hjá yfirvöldum. Transsylvaníu- Þjóðverjar eru velkomnir til Vestur-Þýskalands, þar sem þeir eru iðnir og starfssamir eins og best gerist um Þjóðverja og þar að auki að jafnaði barnmargir. Það er ekki lítið atriði í Vestur- Þýskalandi, þar sem lág fæðing- artala og lækkandi fjöldi ungs fólks í hlutfalli við aðra þegna er orðið mikið vandamál. Að Ceausescu hætti að ein- hverju leyti við téðar fyrirætlanir af tillitssemi við menningarverð- mæti er ólíklegt. Hann hefur þeg- ar látið ryðja að miklu leyti á brott miðborg Búkarest, þar á meðal mörgum gömlum og fal- legum byggingum, til að fá þar rúm fyrir tröllaukna forsetahöll og fleiri stórbyggingar sér til dýrðar. Til þess að styrkja að- stöðu sína hefur hann komið í gang slíkri persónudýrkun á sjálf- um sér, að í því efni slagar hann hátt upp í Kim II Sung í Norður- Kóreu. í fjölmiðlum landsins, sem auðvitað lúta vilja hans í einu og öllu, er hann hafinn til skýj- anna sem „fremsti hugsuður ver- aldar“, „snillingur allra snillinga" og leiðtogi sem að mikilleik sé ekki minni en Júlíus Sesar, Alex- ander mikli, Períkles, Cromwell, Napóleon niikli og Abraham Lincoln samanlagðir. Utan Rúmeníu hefur ýmislegt komið til álita um það, sem hægt sé að gera til að stöðva fýrirhug- aða nýskipan Ceausescus eða draga eitthvað úr henni. Efna- hagslegar þvinganir myndu duga skammt til þess, sökum þess hve óháð Rúmenía er orðin á þeim vettvangi. Það er þá helst að So- vétmenn gætu eitthvað gert í því efni, því að Rúmenar eru nokkuð upp á olíu frá þeim komnir. í vestrænum blöðum hafa meira að segja sést hvatningar í garð Gor- batsjovs að beita olíuvopninu gegn Ceausescu. Hefði það ein- hverntíma þótt saga til næsta bæjar, að af vestrænni hálfu kæmu fram hvatningar til Sovét- manna um íhlutanir í Austur- Evrópuríki. En ólíklegt er að Gorbatsjov vilji blanda sér í þetta; hann hefur nóg af vanda- málum á sinni könnu fyrir. Ein- dregin og fjölrödduð mótmæli er- lendis frá gætu hugsanlega ein- hverju áorkað í þessu efni; hé- gómagjarn valdhafi eins og Ce- ausescu, sem vill vera í miklu áliti utan lands sem innan, gæti verið viðkvæmur fyrir þeim. dþ. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.