Þjóðviljinn - 22.09.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.09.1988, Blaðsíða 7
____________VIÐHORF____________ Engar galdrakúnstir Stefanía Traustadóttir skrifar Á hvern hátt geta sveitarfélög unnið að jafnri stöðu kvenna og karla á sínum vettvangi? Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör. Sjálf spurningin segir okkur að staða kvenna og karla er ekki jöfn - að þrátt fyrir allt búum við ekki við jafnstöðu eða jafnrétti í raun. Baráttan fyrir jafnrétti og jafnstöðu kvenna og karla er gömul, hún hefur birst í mismun- andi myndum. Stundum hefur hún verið samfléttuð almennri frelsis- og réttindabaráttu undir- okaðra hópa en oftast hafa konur mátt standa einar. Það hafa unn- ist áfangasigrar, konur njóta al- mennra lýðræðislegra réttinda á við karla - réttinda sem þær máttu berjast fyrir á hæl og hnakka. Á öllum tímum hefur löggjöf varðað jafnt konur sem karla, en á síðari tímum hafa verið sett lög er varða konur sérstaklega og öðrum breytt. T.d. var það fyrst árið 1961 að sett voru lög um launajöfnuð kvenna og karla (þó þótti körlum öruggara að ana ekki að neinu og gáfu sér 6 ára aðlögunartímabil - það má velta fyrir sér hverra hagsmuna þeir voru að gæta með þessu ákvæði. Kvennanna?!) Þrátt fyrir lög um kosningarétt, kjörgengi, jafnrétti til náms, jafnrétti til embætta og launa- jöfnuð (svo nokkur dæmi séu tekin), standa konur ekki j afnfætis körlum. Og það er alveg sama hvert litið er. Þar sem við erum hér að fjalla um sveitar- stjórnir er best að taka dæmi af þeim vettvangi. Ef litið er til árs- ins 1974 þá sátu 1162 einstak- lingar í sveitarstjórnum um land allt, þar af voru 42 konur eða rétt 3,6%. Var það furða þó að konur yrðu reiðar? Staðan hefur skánað (ekki meira en það) og eftir síð- ustu sveitarstjórnarkosningar voru konur u.þ.b. 4. hver kjörinn fulltrúi. Upp úr 1970 og fram að kvennaárinu 1975 var mikil um- ræða um jafnrétti kynjanna og mikill þrýstingur á stjórnvöld um aðgerðir og ári seinna eða 1976 voru sett Almenn jafnréttislög. Það má líta svo á að með þessari lagasetningu hafí íslensk stjórnvöld viðurkennt að - þrátt fyrir allt - væri kynjijnum mis- munað og gert samfélagið allt ábyrgt í baráttunni fyrir jafnrétti. Jafnréttisbaráttan var ekkert einkamál kvenna. Meg- intilgangur laganna var að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu kynj- 'knpa. Jafnréttislögin voru endur- skoðuð og samþykkt ný lög árið 1985. Þau lög heita „Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla“. Ekki lengur kynhlutlaus lög Þar segir að tilgangurinn sé að koma á (ekki stuðla að) jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla. Og þau lög eru ekki kynhlutlaus einsog fyrri lögin. T.d. er3. grein laganna nýmæli - þar er skýrt tekið fram að sérstakar tíma- bundnar aðgerðir sem ætlaðar eru til að bæta stöðu kvenna til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu - gangi ekki gegn lögunum. í þessu ákvæði felst viðurkenning á, að ekki sé nóg að ganga út frá ríkj- andi ástandi og reyna að passa að nýr ójöfnuður hlaðist ckki ofan á þann sem fyrir er, heldur þurfi beinlínis að bæta stöðu þess sem er verr settur. í 12. grein eru ákvæði sem ekki voru í gömlu lögunum frá 1975. Þar segir að leitast skuli við að hafa sem jafn- asta tölu kynjanna í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka - en - svo er bætt við „þar sem því verður við komið“. Samkvæmt athugun Jafnréttisráðs voru árið 1985 rétt 10% þeirra einstaklinga sem sátu í nefndum, stjórnum og ráðum samkvæmt lögum og á- lyktunum Alþingis, konur. Og það er lítið sem bendir til að stað- an hafi skánað. Sveitarstjórnir standa sig þó skömminni skár - þar eru rétt tæp 28% fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum, konur. (Ath. þessar tölur ná að- eins til 23 stærstu sveitarfélag- anna á landinu og eru unnar af Jafnréttisráði). En það er mjög athyglisvert að konur eru oft hlutfallslega fleiri sem kjörnir fulltrúar í sveitar- stjórnum en sem tilnefndar eru í hin ýmsu ráð og nefndir. Þetta má túlka á þann veg, að „karlar" viðurkenni nauðsynina á að hafa konur ofarlega á framboðslistum - því annars verði listinn svo lítið aðlaðandi og nái ekki til helmings kjósenda. En þegar kemur að því að tilnefna í nefndirnar - þar sem mikilvæg stefnumótun og á- kvarðanir fara fram - þá sitja þeir fast á sínum forréttindum, á- kveða hæfniskröfurnar og veifa sinni reynslu. Konurnar fara í fé- lagamálanefndirnar og jafnréttisnefndirnar, karlarnir í atvinnumálanefndina og stjórn bæjarútgerðarinnar. Hvernig væri að kynna sér lögin? En hvað geta sveitarstjórnir gert til að vinna að auknu jafnrétti kynjanna? Fyrir það fyrsta held ég að þær ættu að kynna sér lögin um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla - og þá sérstaklega 3. greinar ákvæðin um sérstakar aðgerðir í þágu kvenna. Og í framhaldi af því legg ég til að þær nýti sér löggjöfma. Það er ríkisvaldið og þá Alþingi fyrst og fremst sem ákvarðar verksvið sveitarstjórna - setur þeim rammann, bæði hvað varð- ar verkefni og fjármálastjórnun. Sveitarstjórnir hafa þó nokkuð frjálsar hendur á ákveðnum svið- um, þar sem þau þurfa einungis að fylgja eftir almennum lögum. Jafnréttismál eru eitt slíkt svið. Þar geta sveitarstjórnir haft mjög frjálsar hendur. Það er á þeirra valdi hvort þær gera yfir höfuð eitthvað, nú eða ekki neitt. Fram að þessu hefur ekki reynt á 3. greinina og eins og ég benti á áðan hefur það reynst erfitt að finna nefndir og ráð sem talið er að hæfi konum. Og fara síðan eftir þeim? En hvernig má þá nota ákvæði þessara greina? Það má líta í kringum sig og skoða hvað hefur verið gert í öðrum löndum, bæði á Norðurlöndum og í Bandaríkj- unum. Aðgerðir í þágu kvenna, samkvæmt ákvæðum sambærileg við 3. greinar-ákvæðin okkar, hafa verið tvenns konar, annars- vegar kvótar í atvinnulífí og á- hrifastöðum, hinsvegar stuðningsaðgerðir af ýmsu tagi. Sem dæmi má nefna að í tengsl- um við byggðaþróun í Svíþjóð hafa verið veittir þróunarstyrkir til fyrirtækja gegn því að þau skuldbindi sig til að starfsmenn séu að minnsta kosti 40% konur. Þetta var upphaflega gert í til- raunaskyni, en gaf svo góða raun að ákveðið var að festa regluna 1980. Sem dæmi um aðrar að- gerðir (stuðningsaðgerðir) má nefna vinnumiðlun fyrir heima- vinnandi konur, aðstoð við þær konur sem vilja fara út í störf þar sem meirihluti starfsmanna eru karlar. Niðurgreiðsla á nám- skeiðum fyrir konur sem vilja endurmennta sig eða stofna fyrir- tæki. í lögunum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla eru líka þau nýmæli sem beinast að atvinnurekendum, um að þeir skuli vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan síns fyrirtækis eða stofnunar og stuðla að því að störf flokkist ekki í karla- eða kvennastörf. Með stuðningi í þessu ákvæði og 3. greinar ákvæðinu mætti hvetja atvinnurekendur til að ráða fleiri konur og hækka þær í stöðum t.d. með því að greiða niður kostnað af þjálfun fyrir konur á þeirra vegum. Síðast en ekki síst má nefna kjarasamninga. Kjarasamningar virðist oft vera það sem allra erf- iðast er fyrir konur að hafa áhrif á. Því ekki að nota 3. greinina og krefjast umframhækkanna fyrir þá flokka á botninum sem konur sitja í? Kannski er ekki hægt að ná slíku fram í heildarkjarasamn- ingum en hvað um sérsamninga við hvern og einn atvinnurek- anda. Ég vil undirstrika að allar ráðstafanir samkvæmt 3. grein, ásamt kvótareglum yrðu að sjálf- sögðu að vera tímabundnar og rétt er að minna á að allt kostar peninga. Jafnrétti Félagsmálaráðuneytið, ásamt Jafnréttisráði boðaði fulltrúa stærri sveitarfélaga á fund nú í vor. Þar voru kynntar hugmyndir er varða Jafnréttisáætlanir. Hug- myndin og fyrirmyndin af slíkum áætlunum er fengin frá Noregi, sem samkvæmt tölum hefur náð hvað lengst Norðurlandaþjóða í jafnréttismálum. Öllum opinber- um stjórnsýslustofnunum, ráðu- neytum og fyrirtækjum í Noregi var gert skylt að framkvæma slík- ar áætlanir. í stuttu máli má segja að hér sé verið að tala um tíma- bundnar formlega samþykktar áætlanir, sem hafa jafnan rétt kvenna og karla að leiðarljósi. Slíkar áætlanir taka fyrst og fremst á stöðu kvenna og karla í atvinnulífínu. í slíkum áætlunum felst jafnframt viðurkenning á að það þurfi að grípa til sérstakra tímabundinna aðgerða til að raunverulegt jafnrétti og jafns- taða kynjanna verði að raunveru- leika. Félagsmálaráðherra fór fram á það í ríkisstjórn, að lagt yrði til við ráðuneyti og opinber- ar stofnanir að framkvæma slíkar áætlanir og var það samþykkt. Þegar maður kynnir sér þessar norsku áætlanir- og þær forsend- ur sem hönnuðir þeirra gefa sér og ganga út frá sem staðreynd - eftir ákveðna forvinnu - kemur í ljós sameiginleg niðurstaða þ.e. til að ná raunverulegu jafnrétti þarf fyrst og fremst að vinna að betri stöðu kvenna á vinnumark- aðinum - og það er akkúrat ekk- ert sem bendir til að íslenskir ráðuneytisstjórar eða forstjórar opinberra stofnana komist að annarri niðurstöðu við gerð slíkra áætlana nú þegar þeir kanna þessi mál hjá sér. Sveitarfélögin líka En það eru ekki bara opinber- ar stofnanir og atvinnufyrirtæki sem hafa gert sér slíkar jafnréttisáætlanir - það hafa öll norsk bæjar- og sveitarfélög gert líka. Og það að frumkvæði Sam- bands norskra sveitarfélaga. Á árinu 1985 var samþykkt einföld framkvæmdaáætlun, hún er í þremur liðum og lýsir markmið- um - sem er - að bæta stöðu kvenna - t.d. að konur skuli sitja fyrir hvað varðar stöðuveitingar svo fremi sem þær uppfylla. til- greind skilyrði (það skiptir sem sagt ekki máli, þó að það komi karl sem hafi eitthvað meira til brunns að bera). Auk þess er tekið fram að hvert sveitarfélag eigi að gera sínar áætlanir, með þetta markmið að Ieiðarljósi. Ábyrgð á hönnun og framkvæmd einstakra áætlana er í höndum kjörinna fulltrúa á hverjum stað. Sem dæmi um einstaka áætlun má nefna Finnmarksfylki. Áætl- unin er einföld. Þeir gefa sér ákveðnar forsendur sem eru: - konur eru hæfileikaríkir starfs- kraftar - konur eru færir stjórnendur. Þess vegna leggur fylkisstjórnin megináherslu á að styrkja konur og ætlar að vinna markvisst að því að breyta viðhorfum sem hindra þróun jafnréttis. Fylkisstjórnin samþykkti að- gerðir og markmiðið er að innan 5-8 ára eigi 40% þeirra sem gegna ábyrgðar- og/eða stjórnunarstöð- um á vegum fylkisins að vera kon- Stefanía er starfsmaður Jafnréttisráðs. Grein hennar er að stofni tii erindi flutt á þingi sambands sveitarfélaga á Norðurlandi fyrir skömmu. ur. Þessu markmiði verði m.a. náð með: sérstökum stjórnun- arnámskeiðum fyrir konur og á þau fari árlega 10-15 konur, að allir stjórnendur á vegum fylkis- ins á sérstakt jafnréttisnámskeið og að minnst 60% þess fjármagns sem ætlað er til endurmenntunar og starfsþjálfunar fari til kvenna. ■ Ég ætla að láta þetta duga um norskar jafnréttisáætlanir, vildi bara kynna hugmyndina og hvetja alla sem hér eru til að afla sér nánari vitneskju. Ég vil bara undirstrika að auðvitað verður að taka tillit til íslenskra að- stæðna og ekki síður til þarfa og sérstöðu þess sveitarfélags, eða stofnunar og miða áætlunargerð- ina við það. Það er ekki til nein ein rétt leið í átt að auknu jafnrétti og jafnstöðu kvenna og karla. Ég ætla að lokum að koma inn á starf Jafnréttisnefndanna - það liggur í hlutarins eðli að þær hljóta að gegna þýðingarmiklu hlutverki í öllu starfi sveitarfé- laga hvað varðar jafnrétti og jafnstöðu kvenna og karla. Jafnréttisnefndirnar hljóta óhjákvæmilega að koma mjög sterkt inn í bæði hönnun og fram- kvæmd jafnréttisáætlana þegar kjörnu fulltrúarnir hafa tekið á- kvarðanir um að fara þá leið. Og þær hljóta að vera stefnumótandi í umræðunni um markmiðin með slíkum áætlunum. Jafnréttisnefndir eru til í all- flestum stærri sveitarfélögum og starfa mjög mismunandi. Jafnréttisráði er kunnugt um 20 starfandi nefndir. Sveitarstjórn- um er ekki skylt, lögum sam- kvæmt að skipa Jafnréttisnefnd- ir. Eitt af hlutverkum Jafnréttisráðs er að hafa sam- band og samvinnu við þessar nefndir. Því hlutverki hefur ráðið aldrei getað sinnt sem skyldi vegna fámennis á skrifstofu ráðs- ins - en - við vonum að það standi allt til bóta. Það er stefnt að fundi með nefndunum í byrjun næsta árs í tengslum við ráðstefnu sem er fyrirhugað að halda. Ég held að hvorki verksvið né valdsvið þessara nefnda sé nógu vel skilgreint. Það er mjög brýnt verkefni að skilgreina það eins nákvæmlega og hægt er. Þó svo að jafnréttismál komi inn í alla þá málaflokka sem sveitarstjórnir sinna, þá eru bæði þeir sem sitja í nefndinni og kannski kjörnu full- trúarnir líka, ekki með það alveg á hreinu hvað nefndin eigi að gera. Og viðkomandi eiga líka oft erfitt með að átta sig á að „gömlu“ viðhorfin lita óhugnan- lega mikið af afstöðu einstaklinga til ólíklegustu mála. En hver eru verkefni jafnréttisnefndanna? Á nefndin að hafa frumkvæði? Og þá í hverju? Á hún að fara yfir öll mál og gæta jafnréttisins eins og línu- verðir í boltaleik? Á hún að dæma í málum og ef svo er þurfa stjórnvöld að fara eftir þeim dómi? Er hún ráðgefandi aðili, eins og t.d. Jafnréttisráð er gagnvart ríkisvaldinu? Hverjum á hún þá að gefa ráðin? Er hún upplýsingaaðili? Hverja á hún að upplýsa? Ég held persónulega að það sé mjög þýðingarmikið fyrir starf nefndanna að þær ákveði í upp- hafi starfs síns. Hvað þær ætla að gera, að þær takmarki sig við ákveðið verkcfni og vinni það. Þegar því er lokið þá er alltaf hægt að byrja á einhverju nýju. Þessi verkefni geta verið margskonar. Eins og t.d. náms- keiðahald, gagnasöfnun um eitthvað ákveðið afmarkað svið eins og t.d. ástand dagvistunar- mála, skólamálin, atvinnulíf, þörf á nýjum vinnustöðum fyrir konur (fara til kvennanna í pláss- inu og spyrja þær, hvað þær vilji og koma þeim upplýsingum til réttra aðila) fræðsla í formi út- gáfustarfs (það er enginn að tala um heila bók eða leiðinlega skýrslu með tölum og töflum). Verkefnin eru óþrjótandi. Eldhúsborði dugar ekki lengur En - í þessi verkefni þarf bæði tíma og peninga og konur hafa lítið af þessum gæðum lífsins - með sín lágu laun og tvöfalda vinnuálag. Þess vegna hlýtur slík nefnd að þurfa starfsmann. Það er ekki hægt að ætlast til þess að konur vinni endalaust með sínum hagsmunamálum í sjálfboða- vinnu og með eldhúsborðið sem vinnuaðstöðu - þeir tímar eru liðnir. Samfélagið hefur viður- kennt sína ábyrgð og sinn þátt í því óréttlæti sem konur eru beittar (t.d. með setningu jafnréttislaga) og því hljótum við að gera þá kröfu til samfélagsins að það standi straum af þeim kostnaði sem fylgir því að útrýma misréttinu. Og jafnframt gera konur þær kröfur að þær ráði ferðinni, þær vita hvar skórinn kreppir - og að það sé hlustað á það sem þær eru að segja. Tekið mark á því.- Fleiri konur í stjórnunarstöður er ekkert markmið í sjálfu sér (ef karlar eiga erfitt með að skrifa undir slík markmið) en gæti haft áhrif á að önnur mikilvæg rétt- lætismarkmið náist. Eins og t.d.: réttlátari skipting gæðanna, réttlátari skipting valda og áhrifa, betri nýting á færni og hæfíleikum einstaklinga. Við þurfum ekki að grípa til neinna galdrakúnsta til að koma á réttlátu samfélagi. Samfélagi þar sem allir einstaklingar konur og karlar, börn og gamalmenni, fái notið sín. Fimmtudagur 22. september 1988 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.