Þjóðviljinn - 24.09.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.09.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR Fiskvinnslan Fokið í flest skjól Aðgerðaleysifráfarandi ríkisstjórnar í efnahagsmálum dauðabiti fiskvinnslunnar þrátt fyrir síendurteknar viðvaranir. Dauðastríðið framlengt verði ekki annað gert en að komafrystingunni á núllið. Þegarfarið að undirbúa lokanir ogfólki sagt upp störfum. Hertar innheimtuaðgerðir ríkissjóðs og opinberra stofnana bœta gráu ofan á svart Síðustu 12-18 mánuðina hafa forráðamenn fiskvinnslufyr- irtækja um land allt varað stjórnvöid við afleiðingum þess að takast ekki á við vanda útflutn- ingsatvinnuveganna sem hafa búið við verðfall á afurðum, gríð- arlegan fjármagnskostnað og miklar kostnaðarhækkanir inn- anlands, en án árangurs. í dag er svo komið að Lands- bankinn hefur hætt allri fyrir- greiðslu við fyrirtækin nema af- urðalán, Rafmagnsveitur ríkisins hafa hert innheimtuaðgerðir sínar svo rafmagnslokanir blasa við og hafa þegar komið til fram- kvæmda og síðast en ekki síst beitir ríkissjóður sýslumönnum fyrir sig til að ínnsigla þau fyrir- tæki sem hafa reynt að halda sér á floti með skattpeningum. Aldrei séð hann svartari „Ég hef aldrei séð hann svart- ari en í dag og maður skilur ekki hvernig á því stendur að menn hafa ekki lokað fyrirtækjunum fyrir löngu. Ef menn hefðu séð aðgerðaeysi fráfarandi stjórnar fyrir hefði enginn farið af stað eftir áramótin," sagði Baldur Jónsson forstjóri Freyju á Suður- eyri við Súgandafjörð. En það er ekki einfalt mái fyrir fiskvinnslumenn að loka fyrir- tækjunum. Á fjölmórgum stöð- um eru þessi fyrirtæki burðarás- inn í atvinnulífinu og ef hann brestur er nánast ekkert eftir og þá blasir ekki annað við en stór- felld byggðaröskun og fjöldaat- vinnuleysi. Það er samdóma álit fisk- vinnslumanna að það sé einungis verið að framlengja dauðastríð vinnslunnar ef aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum verða aðeins til að koma frysting- unni á núllið. Skuldahalinn sé svo langur að það út af fyrir sig breyti engu um áframhaldandi rekstur. í dag er frystingin rekin með 8% halla sem þýðir 13-1500 miljóna króna tap á ársgrundvelli og saltfiskvinnslan með um 3% halla. Ekki bætir það úr skák að sá tímisemnúferíhönd, haustið, hefur ávallt verið erfiður tími fyrir rekstur fiskvinnslunnar. Gæftir eru þá stopular vegna ótíðar og aflabrögð með lélegasta móti. í þessari stöðu er ekki að undra þó að upphringingum linni ekki til Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins þar sem menn eru að afla sér upplýsinga um hvernig best verði staðið að upp- sögnum fastlaunasamninga fisk- vinnslufólksins. Þá hefur ekki verið ráðið í störf sem losna og lausráðnu fólki er sparkað. Sýnu verst hefur þessi kreppa sjávarútvegsfyrirtækja orðið á Suðurnesjum. Meitillinn í Þor- lákshöfn sagt upp 190 manns, Hraðfrystihús Grindavíkur dreg- ið saman seglin með uppsögnum um 20 manns, 40 manns hefur verið sagt upp vinnu hjá Hrað- frystihúsi Þorkötlustaða, frysti- húsið í Höfnum lokaði í sumar. Þau hús sem enn eru í rekstri svei- flast í gálganum og dagaspursmál hvenær þau gefast upp. I Vestmannaeyjum hefur Hraðfrystihús FIVE verið lokað um tíma og þar í bæ hafa menn talað um samruna einstakra fyrir- tækja til að geta haldið í horfinu. Þar hrannast upp vanskilaskuldir sem og annars staðar og fyrir- greiðsla Útvegsbanka íslands hf. er í lágmarki og varla það. Milljónir í vanskilum A Vesturlandi eru raforku- skuldir fiskvinnslufyrirtækja þeg- ar komnar í 30 miljónir og 50-60 manns á Snæfellsnesi hafa misst vinnuna. Þar fengu menn smjör- þefinn af því sem koma skyldi í vetur þegar vertíðin við Breiða- fjörð brást alveg og hafa fyrirtæki þar vestra aldrei náð að jafna sig eftir þá martröð. A Vestfjörðum eru raforku- skuldir fyrirtækjanna við Orkubú Vestfjarða komnar vel yfir 100 miljónir króna. Á Patreksfirði er allt í járnum. Þingeyri er í rúst og búið að innsigla Kaupfélagið og 200 manns atvinnulaus. Á Suður- eyri skrimta menn daginn sem og á ísafirði. Fyrirtæki EG í Bolung- arvík riðar til falls þrátt fyrir að hafa nýlega fengið 30 miljóna króna lán frá Byggðasjóði. Tjaldað til einnar nætur Á Norðurlandi vestra er ástandið svipað og annars staðar; allt í járnum þar sem reynt er að bjarga rekstrinum fyrir horn á degi hverjum. Á Ólafsfirði hættir Hraðfrystihús Magnúsar Gamal- íelssonar hf. að taka við hráefni eftir 14. október og búið er að segja upp um 40 manns. Á Húsa- vík verður ekki ráðið í störf sem losna. Þar búa menn sig undir kalt haust með tilheyrandi hrá- efnisskorti og minnkandi umsvif- um. Ef eitthvað er þá keyra Norðlendingar á skreið og saltfiski og hefur til að mynda fiskvinnslan á Þórshöfn ekki fryst neitt að undanförnu heldur ein- göngu verkað í salt sem einnig virðist vera á hverfandi hveli eftir að hafa skilað ágóða fyrr á árinu. Á Austfjörðum hafa Raf- magnsveitur ríkisins þegar lokað fyrir rafmagn til loðnuverksmiðj- unnar á Vopnafirði og fleiri lok- anir eru á döfinni enda skulda fyrirtækin tugmilljónir króna. Þar bíða menn í eftirvæntingu eftir loðnu og síld en svartnætti ríkir í hefðbundinni fiskvinnslu þar sem annars staðar. Atgervisflótti „Ef skriðan fer af stað og hús- in loka hvert af öðru get ég ekki séð að þau opni aftur í bráð þrátt fyrir einhverjar efna- hagsráðstafanir. Aðgerðaleysi fráfarandi stjórnar hefur oróið okkur æði dýrkeypt fyrir utan þann atgervisflótta úr atvinnu- greininni sem mun fylgja í kjöl- farið," sagði Tryggvi Finnsson formaður Sambandsfrystihús- anna og forstjóri Fiskiðjusam- lagsins. _grh Tómstundaskólinn Italía komin í tísku 700þegar skráð sig á námskeið. Gömlu góðu námskeiðin í Ijósmyndun og skrautritun ávallt vinsælust. ítalskan slœr ígegn Tómsi undaskólinn hefur haust- önn sína á mánudag og hafa um 700 manns þegar innritað sig á námskeið skólans. Að venju eru mjög fjölbreytt námskeið í boði og meðal nýjunga nú eru nám- skeið um hollustu og hreyfingu, konur og fjölmiðla, bókband, pappírsgerð, leðurvinnu og rammaþrykk. Vilborg Harðardóttir, skóla- stjóri Tómstundaskólans, sagði við Þjóðviljann að aðsókn væri mest á gömlu góðu námskeiðin, einsog ljósmyndanámskeiðið og skrautritunina, sem ætíð hafa notið mikilla vinsælda. Þá sagði hún að þegar væru komnir bið- listar á mörg af námskeiðunum. „Það sem hefur komið mér mest á óvart er að hálfur bærinn virðist ætla að læra ítölsku í vetur. Við urðum að hætta við að hafa ítölskunámskeið í fyrra vegna ó- Vilborg Haröardóttir. nógrar þátttöku en nú er þegar skipað í hátt í fjóra hópa í ítölsku. Ég hef verið að grennslast fyrir um þennan skyndilega áhuga en kemst ekki að neinni niðurstöðu. Ástæðan er ekki sú að ítalía er orðin að vinsælum ferðamanna- stað heldur virðist ítalía einfald- lega í tísku." Eitt af þeim nýju námskeiðum sem nú er boðið upp á er nám- skeið í Hollustu, hreyfingu og heilbrigði. Þar er ætlunin að sam- eina fræðslu um heilnæmt mata- ræði, holla hreyfingu og tengsl líkamlegrar og andlegrar heilbrigði, „án þess að fara út í neinar öfgar," sagði Vilborg. Vilborg vildi líka bend'a fjöl- miðlafólki, listamönnum og þeim sem vinna að auglýsingagerð á „rosalega spennandi námskeið, sem heitir Imyndir. Það fjallar mikið um form og táknmál og hið óskrifaða." Þá má benda á námskeið í smásagnaritun sem Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur er með. Að sögn Vilborgar hefur verið góð aðsókn að því. Sát j^ l_B 'fi mmn ,»——TOtamai j|Jft___. j. «%» v' m " í wf * ¦¦¦¦• :'^> * / fS'" ¦¦ f .í . . * 4 K- y ;•*» í ____|r ¦¦¦ mBr - ''A 'h '"-- \ * 'ÉM. _ 2 Hluti fundarmanna hjá Alþýðubandalaginu í Reykjavík í fyrrakvöld. Mynd: EÓI. Alþýðubandalagið Fjölmenni hjá ABR Flestir rœðumenn varfœrnir enjákvœðir á stjórnarþátttöku K lestir ræðumenn á félagsfundi Steingrímur J. Sigfússon sem Laugardagur 24. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍDA S I Alþýðubandalagsins í Reykja- vík í fyrrakvöld mæltu með þátt- töku flokksins í stjórn að upp- fylltum ákveðnum kröfum, en einnig komu fram sterkar varn- aðarraddir. Fjölmenni var á fundinum, hátt í työ hundruð manns og um- ræður líflegar. Framsögumenn voru Ásmundur Stefánsson og ásamt Svavari Gestssyni kom á fundinn beint úr viðræðunum. Þótt litla handfestu væri að hafa um málefni eða möguleika í stjórnarmyndunarviðræðunum urðu þær helsta umræðuefni. kvöldsins. Samþykkt var að vísa þremur framlögðum tillögum tengdum viðræðunum til mið- stjórnarfundar sem haldinn verð- ur í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.