Þjóðviljinn - 24.09.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.09.1988, Blaðsíða 6
þjÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýdshreyfingar Ekki endilega vinstri stjóm (burðarliðnum er ný ríkisstjórn. Steingrími Hermannssyni virðist ætla að takast að koma saman stjórn sem verður varin falli á þingi. Byggt yrði á stuðningi Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks auk stuðnings eins manns þingflokks Samtaka um jafnrétti og félagshyggju. Margt bendir til að einhverjir þingmenn annarra þingflokka séu tilbúnir að verja slíka stjórn falli. Fréttir af ummælum Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur þingmanns Borgaraflokksins og viðtal við Kristínu Halldórsdóttur þingmann Kvennalist- ans í Nýju helgarblaði Þjóðviljans í gær benda eindregið til þess að ekki sé endilega sjálfgefið að slík ríkisstjóm þurfi í upphafi að leggja í vafasama siglingu út á úfinn sjó sem getur risið og hnigið býsna bratt þegar treysta verður á alnaumasta meirihluta. Þetta gæti þó breyst á skömmum tíma og auðvitað er engin trygging fyrir stuðningi í báðum deildum þingsins við þau lagafrumvörp , sem slík ríkisstjóm kynni að leggja fram, þótt einhverjir þingmenn stjórnarand- stöðuflokka telji hana skásta kostinn og vilji því verja hana falli. Sú málvenja er býsna algeng að nota heitið vinstri stjórn um þær ríkisstjómir sem Sjálfstæðisflokkurinn á ekki aðild að en njóta stuðnings Alþýðubandalagsins. Margir telja þetta heiti svo fast tengt stjórnarþátttöku Alþýðubandalags- ins að sjálfsagt sé að nota það um ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens, þótt hluti af Sjálfstæðisflokknum hafi átt aðild að henni. Að sjálfsögðu segir það ekki nema í besta falli hálfa sögu, hvaða flokkar eiga aðild að ríkisstjóm. Það eru verkin sem tala. Hvað er gert? Hvað er komið í veg fyrir að gerist? Verða einhver tímamót á ákveðnum sviðum þjóðlífsins? Þróast samfélagið í átt til óheftrar markaðshyggju með tilheyrandi misskiptingu auðs og annarra verðmæta eða tekst að þoka því í átt til meiri jafnaðar og aukins réttlætis? Þetta eru þau mál sem taka ætti til athugunar áður en ríkisstjórn er skrýdd með heitinu vinstri stjórn. Með því móti yrði komið í veg fyrir að hið pólitíska hugtak vinstri yrði notað sem skammstöfun og ekki síður tryggði slík athugun að ráðherrar gætu ekki umsvifalaust prýtt sjálfa sig og sína ríkisstjórn með skrautlegum merkimiða. Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur eru nú loks að losa sig úr faðmlagi við Sjálfstæðisflokkinn sem staðið hefur töluvert á annað ár. Sú ríkisstjórn sem í samanlagðri ís- landssögunni hefur hvað harðast reynt að framfylgja ó- mengaðri hægri-stefnu, hefur lagt upp laupana. Vilji menn reyna að finna einhvern samjöfnuð á því sviði, þá hljóta augu manna að beinast að ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar, samstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks, sem hér hafði setið við völd í fjögur ár þegar gengið var til kosninga í fyrra. Það segir sig því sjálft að þeir flokkar sem Alþýðubanda- lagið hyggst nú hefja við ríkisstjómarsamstarf hafa síður en svo gert sig bera að vinstri-tilhneigingum síðustu árin. Þetta á einnig við um Stefán Valgeirsson sem verið hefur einn af traustustu hornsteinum Framsóknarflokksins þar til á síð- asta ári að bola átti honum út af framboðslista flokksins. En þrátt fyrir það að atburðir síðustu ára bendi ekki til þess að þeir aðilar, sem Alþýðubandalagið hyggst nú starfa með í ríkisstjórn, séu hallir undir vinstri-pólitík, þá er ýmislegt í sögu Alþýðuflokks og Framsóknarflokks sem gefur vonir um að ný ríkisstjórn gæti hugsanlega orðið vinstri-stjóm, jafnvel stjórn félagshyggju, jafnaðar og samvinnu. Þjóðviljinn mun ekki gefa nýrri ríkisstjóm einkunn fyrr en verk hennar sýna hvert hún hyggst stefna. OP „Hafið þér komið til Feneyja jómfrú góð?" „Nei, en lestin fer þangað." Já, já, jú, jú, mikið rétt hvort hún fer, fari. Og umræð lestin fet- ar sig þungu fari fram á Adríahaf- ið sem lætur kyrrt við liggja og hermir eftir bláum himni. Teinarnir eru tveir og mjóir, en nægja í einfaldleika sínum og bera létt þessa þúsund maga heim á brautarhlað. Það er tiltölulega þurrt um að litast á stöðvargólf- inu og auðvelt að ná nýjum áttum áður en aurbleytan tekur við af tröppunum fyrir utan. Það flæðir hér af hafi um allar götur og strætisvagnarnir koma askvað- andi fyrir útbyrðis mótorafli og tvístíga óþolinmóðir af öldugelti á biðstöðvum sínum. Því innan bæjar er hér sífelldur „talsverður sjór" af umferð einni. Það lygnir tæpt á síkjunum fyrr en að síðustu ferðum loknum og loknum „kinnunganna söng". Það er því nautn að láta sig sæl- an villast burt frá látunum við granda-kanal inn í „don't look now" - blindgöturnar sem að lok- um leiða mann inn í handbreið öngstræti og læsta skápa þar sem aldrei birtir til myndatöku og ekki er einu sinni dvergur á dóli í gondóla. Maður finnur þar að- eins hroll og hræðslu, sem leiðast yfir blinda brú og bergmála hlátur sinn í næsta múrkima. Að lokum er ekki önnur leið úr þess- um ranghalavillum en sú að láta sig falla með leiðinlegum látum í forgræna síkisvilpu og svamla þar nokkra stund á milli þess að kalla annað slagið á þýsku „Hilfe!" Eða þar til þverröndóttur gond- ólabolur hífir mann upp í til sín, setur konu þér við hiið og kveikir á harmoníkunni. Undir Sól e míó sem beygist af háu nótunum og undir óteljandi brýrnar skilar manni síðan niður á sjálft HALLGRIMUR Með einföldum handa- brögðum framkallast lýrískir seðlar með því einu að snúa sam- an tvennu plasti og það glampar í alþjóðlegum augum á nærlægum borðum. Fegin að féi getur mað- ur haldið áfram för sinni um „eyjarnar átján". „En hafið þér áhuga á list, fröken góð?" „Nei, en er nokkur hætta á henni hér um slóðir?" skemmtan í kanadíska skálanum yfir hugkvæmu tækjaglundri og ekki klæmist maður yfir Clem- ente, Francesco-munkinum ítal- ska. Ónefndur er einnig óþek- ktur og austur-þýskur samtíma- maður okkar, Giinther Clemenz. Kaldast er hinsvegar í Kana- skálanum enda loftkælingin ómæld og borguð af Rockefeller- kyninu. En fyrst og fremst stafar þó sálarkuldinn frá hinum mis- \ ^gT^^lwaiiu^^j '-w^ 1 -3. ji wrt & ? k. -7^ %> 1 f^ífm^ A Veneyjabanalinum Markúsar-torgið, torg hins himn- eska friðar, svo vitnað sé í Erró, en sem nú er þéttbýlt af þýsku þjóðarbroti. „Gabí, kúkk mal." „Hafið þér handbært reiðufé, jómfrú góð?" „Nei, en ég er með Master- card." No, no, Master-Júró, mikið rétt ekki er það peningum verra. En þó aldrei um helgar, ha? Bankarnir eru læstir og galdrakortin virka ekki, maður er lokaður inni í Feneyjum, um- kringdur vatni og féleysi. En ráð er dáð og á Markúsartorginu miðju býðst maður til þess að borga sveimháa kaffireikninga á nokkrum borðum með kortinu knáa og hljóta að launum reiði- laust fé fagnandi gesta. Sem bón- ustölu lætur maður þeim það eftir og fleygir fram og fer með snotra þakkargjörð: Belgið ykkur bara af bjór og fleiri sortum, þó sport það sé að spara ég splœsi af mínum kortum. Já, nei, nei, auðvitað ekki, en gott ef það er þó ekki, mikið rétt ef það er ekki tvíæringur hér rétt út með óseyrunum. Bí, Bíenale. Við siglum með leið nr. 19 að ólympískri fánaborg í fögru skógarjóðri sem skartar skemmtilegri þyrpingu af þjóða- býlum, þar hefur hvert listrænt land reist sér um hurðarás glæsi- lega skála sem tvíært eru fylítir af því besta sem hvert þeirra treysti sér til að bjóða okkur heiminum. Það er áhugavert síðdegisgaman að rölta sér á milli bása og ekki laust við Júróvisjón-stemmningu á þessu fallega svæði, framlag hverrar þjóðar er ekki verra litlu dalala-lagi og aðdáunarvert að kynna sér tómstundargömun hinna ýmsu menningarsvæða. Belgarnir eru bestir að þessu ellefta sinni og hafa reist sér lítið en stórkómískt einingahús í Fellabæjarstíl með gjörvöllu int- eríöri, sem má að vísu ekki snerta. Þá er ekki galin skildu meistaraverkum" Jaspers Jóns. Eg skelf, en það bráir af manni í hlýlegri heimast- emmningunni í fslenska sölu- tjaldinu og maður skrifar styrkri hendi nafn sitt í einu gestabókina á svæðinu. En þegar þaðan út er gengið og sig beygt undir lágan karm læðist að manni í formi ít- alsks villikattar sú sorg sem sest að í aftanverðu höfði og segir: Við íslendingar erum ekki þjóð. Það er því einkenniiegt en satt að heimleiðis dólar með okkur handan-vatnaður ferjumaður sem kyrjar yfir okkur gamlan húsgang upp úr héraðsvötnunum með þó einkennilega linum suðurlandaframburði: Vakurt er í Veney þó votni mann í fót á leiðin údá Lídó á liði stefnumót. - í Feney 27. ágúst '88 - Hallgrímur Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstiórar: Árni Bergmann, Mðrður Árnason, Ottar Proppé. Fréttastjóri: Lúövík Geirsson. Blaðomenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Olafur Gíslason, PállHannessorrSigurðurA. Friðþjófsson.Sævar Guðbjörnsson, ÞorfinnurOmarsson (iþr.). Handrita- og próf arkalestur: Elias Mar, Hildur Finnsdóttir, Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson Framkvæmdastiórl: Hallur PállJónsson. Skrlfstofust|órl: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrlfstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglyslngastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla:SigríðurKristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbrelðslu-ogafgreiðslustiórl:BjörnlngiRalnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innhelmtumaður: Katrín Bárðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavik, símar: 681333 & 681663. Auglýslngar: Siðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prontun: Blaðaprent hf. Verðílau8asölu:70kr. Nýtthelgarblað:100kr. Áskrlftarverð á mánuðl: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.