Þjóðviljinn - 28.09.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR
Öldrj.iflsskóli
Sjöfn biðst afsökunar
Kennarar ákváðu að taka afsökunarbeiðniskólastjórans. Frœðslustjóri reynirsœttir ámilli
Sjafnar og kennarans semfór heim eftir að Sjöfn hafði hellt sér yfir hann
Húsavík
Afundi kennara Ölduselsskóla
með Sjöfn Sigurbjörnsdóttur
skólastjóra í gær, baðst hún af-
sökunar á öllu sínu framferði
gagnvart kennurum skólans. En
kennararnir höfðu krafist þess að
Sjöfn bæðist afsökunar frammi
fyrir þeim öllum eftir að reiðilest-
ur hennar yfir einum kennara
skólans varð til þess að hann yfir-
gaf vinnustað sinn. Ekki er víst
hvort kennarinn snýr aftur til
starfa en Áslaug Brynjólfsdóttir
fræðslustjóri Reykjavíkur reynir
nú að koma á sáttum.
Jón Barðason kennari við
Ölduselsskóla sagði Þjóðviljan-
um að Sjöfn hefði beðist afsök-
unar á allri sinni framkomu og
kennararnir sæst á að veita henni
annað tækifæri. Tíminn einn gæti
hins vegar skorið úr um það
hvernig til tækist. Nýtt kennara-
ráð var kosið á fundinum en nær
allir kennararnir sem sátu í því
áður höfðu hætt. Afsökunar-
beiðni Sjafnar staðfestir að deilur
hafa ríkt á milli hennar og kenn-
ara skólans. En í Þjóðviljanum í
gær kannaðist Sjöfn ekki við að
deilur væru innan skólans og
sagði skólastarfið með eindæm-
um gott.
Foreldrar barna við Öldusels-
skóla hafa sent Fræðsluráði
Reykjavíkur, fræðslustjóra og
menntamálaráðherra bréf vegna
brotthvarfs kennara barna þeirra
frá skólanum. Áslaug Brynjólfs-
dóttir fræðslustjóri hóf sáttatil-
raunir þegar á mánudagskvöld og
erindi foreldranna var tekið fyrir
á fundi fræðsluráðs í gær og því
vísað til fræðslustjóra. Áslaug
sagði Þjóðviljanum að frekari
viðræður færu fram að loknum
fundi kennara með Sjöfn.
Áslaug sagði bæði Sjöfn og
umræddan kennara sýna sátta-
hug og hún vonaði barnanna
vegna að málið leystist á farsælan
hátt. í þessu afmarkaða máli væri
hún vongóð um sættir en hún vissi
ekki hvort kennarinn myndi
mæta aftur til starfa. Áslaug sagði
sín afskipti af málinu byggjast á
55.gr og 14.gr grunnskólalaganna
sem segðu að ef fræðslustjóri
mæti mál þannig að það þyldi
enga bið væri honum heimilt að
grípa þar inn í. Á þessum for-
sendum hefði hún rætt bæði við
Sjöfn og kennarann þó fræðslu-
ráð hefði ekki vísað málinu form-
lega til hennar fyrr en daginn
eftir.
-hmp
Kjaraskerðingar
Stjómvöld
vörnð við
Samtök launafólks vara stjórnvöld við afleið-
ingum kjaraskerðinga
„Eygjum
landsýn"
Fiskiðjusamlagið
segir upp fastlauna-
samningum 130
starfsmanna
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf.
hefur sagt upp fastlaunasamn-
ingum um 130 starfsmanna sinna
með eins mánaðar fyrirvara
vegna fyrirsjáanlegs hráefnis-
skorts á næstunni.
Að sögn Tryggva Finnssonar
framkvæmdastjóra fyrirtækisins
mun togarinn Kolbeinsey sigla
meða afla til Þýskalands í nóvem-
ber en skipið er í slipp um þessar
mundir. Tryggvi sagði að allt yrði
reynt til að útvega hráefni til
vinnslunnar en eins og staðan
væri í dag hefði stjórn fyrirtækis-
ins ekki séð sér annað ráð fært en
að auglýsa uppsögn fastlauna-
samningsins.
„Það er mikil stemmning hér
nyrðra að takist að mynda vinstri
stjórn og við bindum miklar vonir
við þær efnahagsaðgerðir sem
hún mun ráðast í. Með þessari
stjórn eygjum við landsýn í fyrsta
skipti í langan tíma,“ sagði
Tryggvi Finnsson.
-grh
Síðustu daga hafa verið að
hringja viðvörunarbjöllur til
þeirrar ríkisstjórnar sem mun
taka við stjórnartaumunum í
dag. Trúnaðarmannaráð Félags
bókagerðarmanna mótmælir
setningu bráðabirgðalaganna frá
því í maí og krefst þess að þau
verði numin úr gildi.
Trúnaðarmannaráðið varar
komandi ríkisstjórn við því að
ráðast á kjör launafólks. BSRB,
Starfsmannafélagið Sókn og Iðja
hafa einnig ályktað gegn kjarask-
erðingum og vara við afleiðing-
um þeirra.
í ályktun frá Sókn segir að
gengisfellingar og sífelldar hækk-
anir vöru og þjónustu hafi þegar
skert gildandi kjarasamninga.
Mótmælt er öllum áformum um
lækkun launa, slík lítilsvirðing
við láglaunafólk verði ekki liðin.
Iðja lýsir yfir undrun sinni á að
í allri umræðu um efnahagsað-
gerðir og í stjórnarmyndunarvið-
ræðum, virðist kjaraskerðing allt
niður í lægstu laun vera inntak
umræðunnar. Það sé alger óhæfa
að ætla að skerða laun fólks á
launatöxtum. Fundurinn tekur
undir nauðsyn þess að ráðstafanir
verði gerðar til að atvinnivegirnir
gangi og atvinnuöryggi verði
tryggt en lausnin felist ekki í því
að færa vanda fyrirtækjanna yfir
á heimilin. Þetta verði stjórn-
málamenn að skilja.
Þá hefur stjórn BSRB ítrekað
fyrri ályktanir samtakanna þar
sem lögð er áhersla á að vandi
einstakra byggðarlaga í atvinnu-
málum verði leystur á annan hátt
en með almennri kjaraskerðingu.
Stjórnin mótmælir harðlega
öllurn hugmyndum um almenna
kjaraskerðingu, hvernig sem þær
yrðu útfærðar.
-hmp
Það næddi um formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Ólaf G. Ein-
arsson, þar sem hann stóð úti í kuldanum við alþingi og ræddi viðburði
dagsins við fyrrverandi samherja úr fráfarandi ríkisstjórn, þá Eið
Guðnason og Sighvat Björgvinsson.
Ný ríkisstjórn
Verðstöðvun og vaxtalækkun
Þegar ríkisstjórnin er mynduð
blasir við stöðvun fyrirtækja í út-
flutningsgreinum, atvinnuleysi,
stórfelld byggðaröskun, mikill og
vaxandi viðskiptahalli og mikil
verðbólga. Tilgangur fyrstu efna-
hagsaðgerða ríkisstjórnarinnar
er að skapa forsendur fyrir því að
atvinnulífið geti gengið áfram
með eðlilegum hætti. Þetta gerist
með verðstöðvun, vaxtalækkun-
um og verulegri tilfærslu fjár-
muna.
Aðalatriði efnahagsaðgerð-
anna eru sem hér segir:
Afkoma
sjávarútvegsins
Til þess að koma í veg fyrir
gengislækkun og þá kjaraskerð-
ingu sem henni fylgir er veitt fjár-
munum til útflutningsgreinanna
með sérstökum aðgerðum. f
Yfirlit yfir fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum
fyrsta lagi er gert ráð fyrir því að
veita fjármunum um Verðjöfn-
unarsjóð fiskiðnaðarins, um 800
milj. kr. og í öðru lagi er um að
ræða stofnun nýs sjóðs Skulda-
skilasjóðs útflutningsgreinanna
sem hefur til ráðstöfunar veru-
lega fjármuni til þess að unnt
verði að létta orkuvaxtabyrði lið-
inna ára af fyrirtækjunum. Með
þessum aðgerðum er 8% tapi í
frystingunni snúið til þess að fyr-
irtækin hafi rekstrargrundvöll.
5% verðbólga í árs-
lok í stað 30% verð-
bólgu á ári
Með þeim efnahagsráðstöfun-
um sem ríkisstjórnin mun kynna
á fyrsta starfsdegi sínum er gert
ráð fyrir því að verðbólgan verði
komin niður í 5% í lok ársins. Til
samanburðar má benda á að
verðbólguhraðinn hefur verið um
30% á ári það sem af er árinu.
Lækkun vaxta
Vextir munu lækka á næstu
vikum vegna aðgerða ríkisstjórn-
arinnar. Ifyrstalagi verðurumað
ræða um 3% lækkun raunvaxta
og 5 - 10% lækkun nafnvaxta. Til
að knýja fram lækkun vaxta er
beitt lögum sem fyrir eru og ekki
hefur verið beitt áður auk á-
kvæða í nýjum bráðabirgða-
lögum sem gefin verða út á fyrsta
starfsdegi ríkisstjórnarinnar.
Verðstöðvun
Ein mikilvægasta forsenda að-
gerðanna er verðstöðvun fram til
28. febrúar næstkomandi eða í 5
mánuði. Til þess verður beitt
ströngu verðlagsaðhaldi og starf-
semi Verðlagsskrifstofunnar efld
frá því sem verið hefur.
Kjaramál
Einn veigamesti þáttur efna-
hagsaðgerðanna snýr að kjara-
málunum. Þar er um að ræða
eftirfarandi efnisatriði:
Laun hækka ekki á stöðvunar-
tímabilinu og haldast óbreytt til
15. febrúar 1989. Þann dag kem-
ur til framkvæmda sú 1,25%
launahækkun sem verða átti 1.
febrúar 1989 eða 1. mars 1989
samkvæmt kjarasamningum sem
gerðir voru fyrir 1. september
1989.
Lagaákvæði um takmörkun
samningsfrelsis verkalýðsfélag-
anna falla úr gildi 15. febrúar.
Þrátt fyrir launastöðvun hefur
ríkisstjórnin ákveðið að tekju-
trygging elli- og örorkulífeyris-
þega og heimilisuppbót hækki
strax er stjórnin tekur við um 3%
Þannig fá þeir sem lægstar hafa
tekjurnar strax þá hækkun sem
gert var ráð fyrir í síðustu al-
mennum kjarasamningum en
frestað var með bráðabirgða-
lögum sl. vor.
Allir kjarasamningar koma til
framkvæmda á næsta ári eins og
ákvæði þeirra gerðu ráð fyrir.
Barnabætur og persónuafslátt-
ur frá skatti breytast samkvæmt
nánara samkomulagi flokkanna.
Laun bænda haldast óbreytt til
15. febrúar en hækka þá um
1,25% eins og laun annarra.
Almennt fiskverð sem ákveðið
var f júnímánuði sl. verður
óbreytt til 15. febrúar 1989 en
hækkar þann dag um 1,25% og
gildir það verð til 31. maí 1989.
Verðið er þó uppsegjanlegt eftir
15. febrúarmeð einnar viku fyrir-
vara.
Óskað verður eftir viðræðum
við samtök á vinnumarkaði um
kjarastefnu næsta árs.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. september 1988