Þjóðviljinn - 28.09.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.09.1988, Blaðsíða 8
MENNING Ása við Innri orku: „Það að vefa skapar einhverja spennu sem ég sæki í.“ Mynd Jim. Kjarvalsstaðir Fyrirhöfnin ævintýri líkust Asa: Peirsem tala um kellíngalist eru hrœddir við kellínguna í sjálfum sér „Með þessari vinnu minni, sem ég sýni á Kjarvalsstöð- um, trúi ég því að ég hafi verið að tvinna eigin lífs- þráð í vefinn. Ég hef horft til baka á seinustu tvö ár, skoðað myndirnar frá þessu tímabili og tengt þær við atburði úr lífi mínu. Ég á þessum myndum mikið að þakka, þærhafa ver- ið mér mjóar hengibrýr yfir mórauð stórfljót sem ég varð að komast yfir...“ Þannig byrjar ljóð Ásu Ólafs- dóttur um sýningu sína, en ljóðið birtir hún í sýningarskrá. Um stefnu sína segir hún hins vegar aðeins: - Mín stefna er bara að halda áfram. - Kannski hef ég valið mynd- vefnaðinn vegna þess að hann tekur svo langan tíma, að það er næstum ómögulegt að vinna þessi verk. Ég hef teiknað mjög mikið, málað og gert talsvert mikið af Collage-verkum, en ég held að þessi langi tími sem fer í að vefa skapi einhverja spennu sem ég sæki í. Þar að auki kann ég þetta mjög vel, tæknilega, er vel heima í öllu sem varðar efni og efnis- meðferð. Þú ert ekki hrœdd við að þín verk verði stimpluð sem kellínga- list, eins og svo oft er sagt um textílverk? - Nei, ég er ekkert hrædd um það, því mér finnst þetta ekki vera nein kellíngalist. Ég held að þeir sem tali um kellíngalist séu hræddir við kellínguna í sjálfum sér, hvers kyns sem þeir eru. Hvað heldurðu að þú sért yfir- leitt lengi með eitt verk? - Ég er eitthvað á annan mán- uð með minnstu verkin sem ég sýni hér, alveg frá því að ég byrja að skissa og lita, þar til ég er búin að ganga frá þeim. Og hvað efþú ert búin að eyða mánuði eða lengri tíma í verk og sérð að það gengur ekki upp? Er ekki mikið mál að þurfa þá kannski að rekja upp margra vikna vinnu? - Það er spennan við vinnuna. Að sjá hvort verkið gengur upp eða hvort það þaurf að breyta því. En annars rek ég mjög sjald- an upp. Yfirleitt er ég búin að átta mig á vitleysunni áður en skaðinn er skeður, þótt það geti auðvitað komið fyrir að verk sé hreinlega ónýtt og ég þurfi að henda því. - En ég byrja mjög sjaldan að vinna stórt verk án þess að vera komin með ákveðna tilfinningu sem ég þekki, þannig að ég veit að verkið muni ganga upp. Þetta vinnst með skissum, ég sef á hug- myndinni í margar nœtur, tek langan tíma í að fara í gegnum það efni sem ég gœti hugsanlega notað og svo framvegis. Það er þannig nógur tími til að gera breytingar og átta sig á hugsan- legum mistökum. Geturðu sagt mér eitthvað um þín mótíf? - Ég held að þau séu hrein blanda af því sem ég sé og af til- finningu. Áttu þá við hughrif? - Ég á við að ég vinni heilmikið út frá landslagi en geri úr því það sem hentar mér, eiginlega þvingi það að mínum tilfinningum. - Ég hef til dæmis horft mikið á Jökulinn og hann kemur fram í mínum myndum, en ég þarf ekki Unnið að steinprentun i Tamarind. 8 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.