Þjóðviljinn - 28.09.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.09.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 28. september 1988 213. tðlublað 53. árgangur Stjórnarráð stjóm dag Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonarsestað völdum. Ráðherrum fœkkar um tvo. Alþýðubandlagið tryggirfullan stuðningþingflokks síns. Stefán Valgeirssonféllfrákröfunnium samgönguráðuneytið. Nýtt álver bundið samþykki allra stjórnarflokka, ella verða stjórnarslit í dag tekur við völdum ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar og sitja í henni ráðherrar úr Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki og Framsóknarflokki en auk þess nýtur stjórnin stuðnings Stefáns Valgeirssonar. Níu ráðherrar skipta milli sín 13 ráðuneytum, en ráðherrar í fráfarandi stjórn voru 11. Auk forsætisráðuneytisins fær Framsóknarflokkurinn í sinn hlut sjávarútvegsráðuneytið, iðnað- arráðuneytið, og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Al- þýðuflokkurinn fær í sinn hlut utanríkisráðuneytið, félagsmála- ráðuneytið og dóms- og kirkjum- álaráðuneytið. Alþýðubanda- lagsmenn munu skipa embætti fjármála-, menntamála-, samgöngu- og landbúnaðarráð- herra. í gærkvöldi samþykkti mið- stjórn Alþýðubandaíagsins til- lögu þingflokksins um að flokk- urinn gengi til þessa stjórnarsam- starfs. Greidd voru atkvæði um þátttöku og féllu þau þannig að 64 fulltrúar reyndust hlynntir en 23 andvígir. 5 sátu hjá. Að taln- ingu lokinni voru Iesin skeyti frá 14 fulltrúum sem búsettir eru fjarri Reykjavík og áttu af þeim sökum ekki kost á því að sækja fundinn. í ljós kom að 13 voru áfram um stjórnarsamstarf en einn andvígur. Þótt verið hafi nokkur á- greiningur í þingflokknum um málið er ljóst að enginn þingmað- ur flokksins verður í stjórnar- andstöðu. Geir Gunnarsson hef- Vtgerð 2miljarðar í olíuskuldum Útgerðin rekin með3 % halla aðjafnaði en báta- flotinn með 8-9% halla Skuldir fiskvinnslu- og útgerð- arfyrirtækja nema hátt í 2. milj- arða króna og eru þær svipaðar og taprekstur fiskvinnslufyrir- tækja er talinn vera á ársgrund- velli í dag. Forráðamenn olíufyr- irtækja eru afar svartsýnir á að takist að innheimta þessar skuldir og forstjóri Olís segir að þjóðin sé farin á hausinn þegar hún hefur ekki lengur efni á að draga fisk úr sjó. Mikil niðursveifla á sér stað hjá útgerðinni og er hjin að jafnaði rekin með 3% halla. Sýnu verst er ástandið hjá bátaflotanum sem. er rekinn með 8-9% halla sem þýðir um 670 miljón króna tap á ársgrundvelli en aðeins er ástand- ið betra hjá togaraflotanum. Sjá síðu 5 ur lýst því yfir að hann fylgi meiri- hluta flokksins eftir að ákvörðun hefur verið tekin. Skúli Alexand- ersson hefur lýst því yfir að hann muni styðja frumvörp stjórnar- innar en verði borin fram van- trausttillaga á stjórnina muni hann taka sér frí frá þingstörfum og kalla til varamann sem muni greiða atkvæði á móti van- trauststillögunni. í síðustu lotu viðræðnanna ræddu aðilar mikið um byggingu nýs álvers. Ákveðið var að sjá hver yrði niðurstaða yfirstand- andi athugunar á þeim málum. Hinn nýi forsætisráðherra hefur svo lýst því yfir að greiði ein- hverjir stjórnarþingmenn at- kvæði með stjórnarandstöðu í veigamiklum málum, þá hafi myndast nýr meirihluti á þingi og stjórnin sé fallin. Framan af gærdeginum ríkti óvissa um hvort Stefán Valgeirs- son eini þingmaður Samtaka um jafnrétti og félagshyggju en fyrrum þingmaður Framsóknar- flokksins hætti við að styðja nýju stjórnina ef hann fengi ekki að verða samgönguráðherra. Þegar honum hafði verið bent á að hann yrði að segja af sér formennsku í bankaráði Búnaðarbankans og í stofnlánadeild landbúnaðarins og í byggðasjóði, þá sló hann af kröfum sínum. Talið er að Gunn- ar Hilmarsson samflokksmaður Stefáns verði formaður í nýjum sjóði sem leggja á fé til undir- stöðuatvinnu veganna. í gærdag meðan ekki var end- anlega fullvíst hvort saman næði um myndun nýju stjórnarinnar áttu kratar í viðræðum við full- trúa Kvennalistans. Borgara- flokkurinn var inni í þeirri mynd og er talið að Kvennalistinn hafi gefið undir fótinn með að veita minnihlutastjórn krata og Fram- sóknar hlutleysi. Ragnar Arnalds og Ólaf ur Ragnar Grímsson koma til f undar með formönnum Alþýðuf lokks og Framsóknar- flokks ísjávarútvegsráðuneytinu um hádegisbil ígærþarsem síðasta hönd varlögð á málefnalegasamning nýrrar ríkisstjórnar. Mynd - E.ÓI. Verslun KRON yfirtekur JL Þröstur Ólafsson: Viðrœður hafa átt sér stað Líklegt er talið að nýja búðin beri nafnið Mikligarður Allt bendir til þess að KRON yfir taki matvælamarkað JL- húsins við Hringbraut, Þegar mun liggja fyrir samkomulag um yfirtökununna. Gert er ráð fyrir að KRON opni nýja verslun þar innan skamms. ¦ Þröstur Ólafsson, stjórnarfor- maður KRON, viðurkenndi í gær að viðræður hefðu átt sér stað, en vildi ekki útlista nánar hversu langt þær væru komnar. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans var haldinn fundiir hjá KRON í gær þar sem yfirtakan var rædd. Par mun Þröstur Ólafs- son hafa gert grein fyrir þeim við- ræðum sem staðið hafa yfir við eigéndur JL-hússins um yfirtöku matvörumarkaðarins. Fari svo að KRON yfirtaki JL- matvörumarkað skerpist enn sú harða samkeppni sem nú er í gangi milli stórmarkaðanna í Reykjavík. Nýlega yfirtók Hag- kaup rekstur stórmarkað SS við Eiðistorg, sem er í næsta ná- grenni JL-hússins, og að marga áliti var það banabiti JL-hússins, því ljóst er að margir fastir við- skiptavinir JL nýttu sér þau kjör sem Hagkaup býður. í dag rekur KRON allmarga stórmarkaði í Reykjavík og ná- grenni þar á meðal Miklagarð. Ekki er ósennilegt talið að nýja búðin sem opnuð verður beri nafn Miklagarðs. -sg Ríkisstjórn Ráðherra- listinn í ríkisstjórninni sem tekur við völdum í dag verða ráðherrar þrír frá hverjum flokki. Forsætisráð- herra verður Steingrímur Her- mannsson, iðnaðar- og sjávarút- vegsráðherra Halldór Asgríms- son, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra Guðmundur Bjarnason. Jón Helgason lætur af störfum. Frá Alþýðuflokki verða sömu ráðherrar áfram. J6n Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Jón Sigurðsson dóms- kirkju- og viðskiptaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra. Þegar Þjóðviljinn fór í prentun í gærkveldi var ekki ljóst hverjir yrðu ráðherrar Alþýðubanda- íagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.