Þjóðviljinn - 28.09.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.09.1988, Blaðsíða 16
Smári Steingrímsson, læknir: Það hlýtur í það minnsta að vera betra að hafa hana en ekki neitt. Jón Hafliðason, rafvirki: Ég held hún verði ekkert skárri en sú sem er að fara frá. Ég bind að minnsta kosti engar sérstakar vonir við hana. Klara Jóhannsdóttir, skrifstofumaður: Ég hef enga trú á henni. Jón Sigurjónsson, gullsmiður: Mér líst nú hálfilla á hana ogheld- að hún ráði ekkert við ástandið eins og það er. Helst hefði ég viljaö kosningar. “SPURNINGIN™ Hvernig líst þér á næstu ríkisstjórn? Iris Þráinsdóttir, í atvinnuleit: Mér finnst bara að þessar uppá- komur í pólitíkinni undanfarna daga séu svo ömurlegar að ég er hætt að nenna að pæla í þessu. þjómnuiNN Miðvikudagur 28. september 1988 213. tölublað 53. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN C040^0 ÁLAUGARDÖGUM 681663 1 Bergsteinn Gizurarson, brunamálastjóri ríkisins, meðeintak af bæklingnum góða. Með honum á myndinni er starfsfólk Brunamálastofnunar. F.v. Guðmundur Bergsson, Trausti Þorláksson, Guðnmlndijr Haraldsson, Halla Sigríður Þorvaldsdóttir, GuðmundurGunnarsson, Sveinbjörn SigtryggssonogÞórG. Þorsteinsson. Mynd: Jim Smart. Brunavarnir Bjarga, hringja, slökkva Brunamálastofnun ríkisins gefur út og dreifir bæklingi um viðbrögð við eldsvoða og bruna- varnir fyrir almenning. Bergsteinn Gizurarson: Röng viðbrögð við bruna of algeng Eldsvoðar á heimilum eru al- gengastir eldsvoða, og flestir þeirra sem farast I eldsvoða verða fyrir því á heimili sínu, segir í inn- gangi nýs bækiings Brunamála- stofnunar ríkisins, en honum er ætlað að kenna fólki að bregðast rétt við ef eldsvoði verður á heim- ilinu eða í næsta nágrenni þess. „Röng og órökrétt viðbrögð við bruna eru of algeng hér á landi,“ sagði Bergsteinn Gizurar- son, brunamálastjóri, er hann kynnti bæklinginn á fundi með fréttamönnum í kennslusal Brunamálastofnunar í gær ásamt öðru starfsfólki stofnunarinnar. Hann sagði að ýmis mistök mætti koma í veg fyrir í framtíðinni ef fólk kynnti sér innihaldið, en bæklingur þessi er prentaður í stóru upplagi og verður honum dreift til Íandsmanna á næstunni. í Reykjavík og nágrenni hefur póstþjónustan þessa dreifingu með höndum, en úti á landi ann- ast slökkviliðsstjórarnir dreifing- arstarfið, að sögn Bergsteins. Stuttir kaflar, takmarkað les- mál og ríkulegt myndmál ein- kenna bækling þennan, og ætti því engum að vera ofraun að fletta og kynna sér efnið. Bergs- teinn sagði að áhersla hefði verið lögð á að hafa bæklinginn eins aðgengilegan og verða mætti, og væri það von sín að fyrir vikið höfðaði hann ekki aðeins til full- orðinna heldur einnig barna og unglinga, en efnið er að mestu byggt á hliðstæðum útgáfum á Norðurlöndum. Drepið er á helstu orsakir bruna og kemur þar fram sá óyndislegi fróðleiksmoli að reykingar í rúmi eru helsta orsök bruna sem valda dauða. Nokkrar ráðleggingar er að finna um að- stoð við brennt fólk, þar á meðal þá hversu mikilvægt það sé að fá manneskju sem logar hafa læst sig í til að leggjast niður strax, svo hún brenni sem minnst á höfði. í þessu skyni verði menn að láta sig hafa það að beita valdi ef þörf krefur, en þessu næst sé eldurinn í fötunum kæfður. „Fyrstu 10 mínúturnar skipta sköpum," segir enn í bæklingi Brunamálastofnunar. Ennfrem- ur að við eðlilegar aðstæður í þéttbýli líði allt að 10 mínútur þar til slökkviliðið mæti á brunastað og að þessar mínútur geti ráðið úrslitum um það hvort stórbruni verði og jafnvel manntjón.1 Áhersluröðin á því að vera þessi: Fyrst á að bjarga fólki og dýrum, síðan á að hringja í slökkviliðið, og þá fyrst er orðið tímabært að fara að hugsa fyrir því að slökkva eldinn, ef það er þá gerlegt. Vikið er að brunafræði og helstu útgönguleiðum ef svo ber undir, og einnig fá reykskynjarar og handslökkvitæki sinn skerf af umfjölluninni. Það er svo í takt við annað á þessum velmektar- dögum einkabflsins að honum er helgaður sérstakur kafli. Hér hefur verið drepið á fáein atriði í bæklingi Brunamálastofn- unar, en fjölmargt annað má tína til, og er til dæmis fjallað um feitarpotta og -pönnur undir þessu sjónarhorni heimilisbruna- varna; hjólhýsi, reykháfa, úti- grill, tjöld, og eld í gróðri. Á forsíðu eintaka þeirra sem dreift verður í höfuðborginni er prentað símanúmerið hjá Slökkviliði Reykjavíkur, en á landsbyggðareintökunum verður skilin eftir eyða fyrir viðeigandi símanúmer á hverjum stað, að sögn Bergsteins. í formála bækli- ngsins hvetur brunamálastjóri væntanlega viðtakendur til að kynna sér efni hans vel, þar sem það gæti komið sér vel síðar. Skal hér heils hugar tekið undir þessa hvatningu. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.