Þjóðviljinn - 28.09.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.09.1988, Blaðsíða 3
Tannvernd Skipulagðar skólatann- lækningar Heilbrigðisráðuneyt- ið veitir nokkrum sveitarfélögum að- stoð viðframkvœmd- ina Heilbrigðis- og tryggingarmál- aráðuneytið hefur ákveðið að að- stoða nokkur sveitarfélög við skipulagningu skólatannlækn- inga næsta vetur og verður aðað- láherslan lögð á skólabörnin í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópa- vogi, Seltjarnarnesi og Mosfells- bæ. Öllum börnum á þessu svæði verða send í pósti eyðublöð sem foreldrar og tannlæknar eru beðnir að útfylla. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að góð samvinna takist við viðkomandi aðila um framkvæmdina því skipulagðar skólatannlækningar eru ein mikilvægasta forsenda fyrir góðri tannheilsu barna og unglinga. Stefnt er að því að koma á reglulegri fræðslu, eftirliti og fyrirbyggjandi aðgerðum auk tannviðgerða. Þannig er hægt að fækka tannskemmdum og koma í veg fyrir að þær fái tíma til að verða stórar og viðgerðir kostn- aðarsamar. Tannverndarráð sem starfar á vegum ráðuneytisins mun í sam- vinnu við Námsgagnastofnun senda fræðsluefni til allra grunn- skólabarna á landinu eins og gert hefur verið undanfarin ár. Um er að ræða bæklinga og endurskins- merki og er þeim tilmælum beint til kennara að fjallað verði um tannvernd eftir því sem við verð- ur komist við afhendinguna. Þjóðlíf: Eftirlitslausar tannréttingar Til tannréttinga var varið milli 200 og 220 miljónum króna í fyrra segir í nýútkomnu septemberhefti fréttatímaritsins Þjóðlífs, og ber blaðið fyrir sig áætlun Ingimars Sigurðssonar, yfirlögfræðings í heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu, hér að lútandi. Sam- kvæmt upplýsingum ráðuneytis- ins eru tannréttingar einn dýrasti þáttur tannlækninga. „Opinbert eftirlit er mjög tak- markað með tannréttingum og nákvæmar tölur um kostnað við þær eru annaðhvort ekki til eða ekki aðgengilegar," segja Þjóð- lífsmenn, en samkvæmt opinber- um upplýsingum eru 10 sérfræð- ingar í tannréttingum á landinu, og skipta þeir með sér bróður- partinum af ofangreindri upp- hæð. Þá segir að vinna aðstoðar- manna þessara sérfræðinga sé seld út á sérfræðingstaxta, og að engir óháðir tannlæknar séu til sem fylgist fyrir hönd hins opin- bera með hugsanlegum hags- munaárekstrum á þessum vett- vangi, þrátt fyrir heimildir þar um. FRÉTTIR Fiskvinnslan 10 þúsund manns nú á barmi atvinnuleysis Fiskvinnslufólk reitt út ístjórnvöld vegna aðgerðarleysis við að leysa vandafiskvinnslunnar. Uppsagnir vofa yfir hjá fisk- vinnslufólki um land allt og það er óhætt að segja að fólk er orðið all verulega reitt út í stjórnvöld vegna þess aðgerðar- leysis sem verið hefur af þeirra hálfu við að koma með þær nauðsynlegu efnahagsráðstafanir sem búið er að lofa atvinnu- greinni svo til allt þetta ár en án árangurs til þessa, sagði Þóra Hjaltadóttir forseti Alþýðusam- bands Norðurlands. Skriða uppsagna meðal fisk- vinnslufólks er í þann veginn að ríða yfir og hafa þegar nokkur fyrirtæki sagt upp fastlaunasamn- ingum sínum við sitt starfsfólk. Má í því sambandi nefna á Ólafs- firði og á Húsavík og víðar. Þar fyrir utan hefur lausráönu fólki verið sparkað og rna. erlendu vinnuafli í Grindavík. Til Vinnumálaskrifstofu fé- lagsmálaráðuneytisins hringja inn á hverjum degi forráðamenn fjölmargra fiskvinnslufyrirtækja til að forvitnast um hvernig þeir eigi að standa að uppsögnum á fastlaunasamningum en þeim verður að segja upp með eins mánaðar fyrirvara. Oskar Hall- grímsson forstöðumaður Vinn- umálaskrifstofunnar sagði að í fiskvinnslunni væru starfandi um 10 þúsund manns og ef holskeflan ríður yfir missir allt þetta fólk at- vinnuna og hefur í velflestum til- vikum ekki kost á annarri vinnu í sinni byggð. „Mönnum hættir til að gleyma því miður að fiskvinnslan er undirstöðuatvinnugrein okkar á íslandi og ef hún hrynur þá hryn- ur flest annað og þá er ekki mikið eftir ef það verður þá nokkuð", sagði Óskar Hallgrímsson. Formaður fiskvinnsludeildar Verkamannasambands íslands og forseti Alþýðusambands Austurlands Sigfinnur Karlsson sagði fiskvinnslufólk vera afar uggandi um sinn hag um þessar mundir vegna ótryggs atvinnuör- yggis. Sigfinnur sagði að fyrir austan væru nokkur fiskvinnslu- hús í þann veginn að segja upp fastlaunasamningum en reyndu þó að þrauka á bjartsýninni á meðan beðið er eftir aðgerðum nýrrar stjórnar. -grh Skáksambandið stendur í þessari viku fyrir mikilli skákhátíð í Kringlunni þar sem flestir fremstu skákmenn landsins tefla saman og við aðra minni spámenn. Margeir Pétursson tefldi í gær við unglingalandsliðið, Hannes Hlífar teflir á morgun við lið alþingismanna og á fimmtudag teflir Ólympíuliðið í skák við pressulið sem Sigurdór Sigurdórsson hefur valið: Myndin að ofan er frá hraðskákmótinu sem haldið var á mánudag. Mynd: E. Ól. Bifreiðaskoðun íslands Álforstjórí ekki gjaldgengur Karl Ragnars framkvcemdastjóri Jarðborana ráðinn. Ragnar Hall- dórsson fyrrverandi forstjóri Álversins var á meðal umsækjenda Sjö manna stjórn hins nýja bif- reiðaeftirlits, Bifreiðaskoðun- ar íslands, gekk frá ráðningu fyrsta framkvæmdastjóra fyrir- tækisins í gær. Alls bárust 16 um- sóknir um stöðuna en einn um- sækjenda dró umsókn sína til baka. Karl Ragnars fram- kvæmdastjóri Jarðborana hf. fékk starfið. Athygli vekur að Ragnar Halldórsson fyrrverandi forstjóri Islenska Álfélagsins var einn umsækjenda. Karl Ragnars er vélaverkfræð- ingur frá Kaupmannahafnarhá- skóla og varð framkvæmdastjóri Jarðborana ríkisins og Gufubors ríkisins og Reykjavíkurborgar 1983. Frá því 1986 hefur hann verið framkvæmdastjóri Jarðbo- rana hf. Hann er annar fjölskyld- umeðlimurinn sem hreppir fram- kvæmdastjórastarf um þessar mundir en bróðir hans Gunnar Ragnars tók nýlega við stöðu framkvæmdastjóra Útgerðarfé- lags Akureyringa. Björn Friðfinnsson hjá dómsmálaráðuneytinu sagði að stjórn Bifreiðaskoðunarinnar hefði greitt atkvæði um umsækj- endur en einhugur hefði ríkt um Karl. Hann sagði að Karl myndi væntanlega hefja störf um ára- mótin. Björn sagðist ekki vilja gefa upp hverjir hinir umsækj- endurnir voru. Bifreiðaskoðun íslands er sam- eign ríkisins, tryggingafélaga og ýmissa annarra aðila sem tengjast þjónustu við bifreiðaeigendur. Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Félag bifvélavirkja eiga einnig hlut í fyrirtækinu. Bifreiðaskoð- unin mun taka við bifreiðaskoð- unum um áramótin og verður Bifreiðaeftirlit ríkisins þá lagt niður. -hmp Seltjarnarnes Þrír piltar handteknir Rannsóknarlögregla ríkisins vonast til að geta upplýst hverjir stóðu að árásinni og innbrotinu á heimili hjóna um áttrætt aðfara- nótt sl. sunnudags að Sævargörð- um á Seltjarnarnesi von bráðar. í gær voru þrír unglingspiltar handteknir vegna málsins og hef- ur einn þeirra verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. október. Hinir tveir voru í yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni í gær- kvöld. -grh Sparifjáreigendur Hafa stofnað samtök Til höfuðs stjórnvöldum og öðrum sem geta haft áhrifá hag sparifjár- eigenda í gær var haldinn stofnfundur samtaka sparifjáreigenda, sem hafa það markmið að gæta hagsmuna sparifjáreigenda gagnvart stjórnvöldum, stjórn- málamönnum, fjölmiðlum og öðrum sem áhrif geta haft á hag þeirra sem spara. Tilgangi sínum hyggjast sam- tökin ná með því að efla samband og samtakamátt sparifjár- eigenda, koma fram fyrir hönd þeirra og sporna gegn hvers kon- ar yfirlýsingum og aðgerðum sem rýrt geta hag sparifjáreigenda og safan saman upplýsingum um stefnuskrár stjórnmálaflokka og ummæli stjórnmálamanna varð- andi hagsmunamál sparifjár- eigenda og miðla þeim til spari- fjáreigenda til aðhalds stjórn- málamönnum. Það vekur athygli að meðal þeirra sem kosnir voru í fyrstu stjórn félagsins eru athafnamenn úr fjármálaheiminum, m.a. er Gunnar Helgi Hálfdánarson, sem kosinn var formaður samtak- anna, framkvæmdastjóri Fjár- festingarfélagsins. Starfsemi samtakanna hefst með almennum borgarafundi sem haldinn verður á Hótel ís- landi laugardaginn 1. október kl. 14. Miðvikudagur 28. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.