Þjóðviljinn - 28.09.1988, Blaðsíða 5
Tónleikar
Kim Larsen
á leiðinni
Þrennir tónleikar og
einnig sérstakir skóla-
tónleikar
Danski rokkjöfurinn Kim
Larsen kemur hingað til lands í
byrjun nóvember og heldur ferna
tónlcika á Hótel Islandi ásamt
hljómsveit sinni Bellami. Þennir
þeirra eru almennir kvöldtón-
leikar sem hefjast kl. 22 dagana
9., 10. og 11. nóvember, en þar að
auki verða sérstakir skólatón-
leikar 8. nóvember kl. 16 fyrir
aldurshópinn 14-18 ára, í fylgd
kennara.
Skólatónleikarnir eru haldnir
að beiðni menntamálaráðuneyt-
isins. Sigurlín Sveinbjarnardóttir
námsstjóri í dönsku, skólanefnd
Norræna félagsins og Félag
dönskukennara hafa hvatt skóla-
stjórnendur til að styrkja ferðir
nemenda á tónleikana. Miðinn á
skólatónleikana kostar kr. 1.500,
en annars kr. 2.200.
Þótt ótrúlegt sé þá er þetta í
fyrsta skipti sem Kim Larsen
kemur hingað til lands. Hann ber
höfuð og herðar yfir alla sam-
landa sína í tónlistarlífinu sé mið-
að við plötusölu, tekjur, aðsókn
að tónleikum og almennar vin-
sældir.
Hann er danskari en allt
danskt, á aðdáendur jafnt í Krist-
janíu sem inni á dönsku herrag-
örðunum, en er sjálfur alltaf sami
óforbetranlegi götustrákurinn frá
Nprrebro sem hikar ekki við að
stilla sér upp við hlið hústöku-
fólks mitt í öllu grjótkastinu og
rífa sinn stóra kjaft.
Ferðaskrifstofa Reykjavíkur
skipuleggur hópferðir utan af
landi á tónleikana og býður flug,
gistingu, fæði, rútur og margt
annað á lægsta mögulega verði.
Miða er einnig hægt að panta á
Hótel íslandi, en forsala að-
göngumiða er þegar hafin.
Hreint land
Dósasöfnun
gengur vel
Undanfarna daga hefur staðið
yfir hreinsun á dósum á höfuð-
borgarsvæðinu. Þátttaka barna í
söfnuninni hefur verið mjög góð
en þau fá 2 krónur fyrir hverja
dós sem þau skila. I gær höfðu
safnast 150 þúsund dósir en
hreinsunarátakinu lýkur á laug-
ardag.
Þeir sem taka þátt í hreinsunar-
átakinu geta skilað dósunum í all-
ar félagsmiðstöðvar í Reykjavík
en einnig er tekið á móti dósum
að Fríkirkjuvegi 11, í Foldaskóla,
Breiðholtsskóla, Ölduselsskóla
og Laugarnesskóla.
-hmp
_______________FRETTIR_______________________________
Fiskvinnsla/ Útgerð
Olíuskuldir em
orönar nær 2 miljarðar
Svipuð upphæð ogfiskvinnslufyrirtækin eru talin tapa á ársgrundvelli. Utgerðin rekin með3%
halla að jafnaði en ástandið versthjá bátaflotanum sem er rekinn með 8-9% halla.
Olíshf.: Þjóðfélagið farið á hausinn þegar við höfum ekki efni á að draga fisk úr sjó
Skuldir fiskvinnslu- og útgerð-
arfyrirtækja við olíufélögin
þrjú Olís, ESSO og Skeljung
nema hátt í 2 miljarða sem er
svipuð upphæð og taprekstur
fiskvinnslufyrirtækja innan Sam-
bands fiskvinnslustöðva er talinn
vera á ársgrundvelli í dag. Það
sem af er árinu er útgerðin rekin
með 3% halla sem þýðir um 535
miljóna króna tap og mun sú upp-
hæð efalaust hækka ef rekstrar-
grundvöllur útgerðarinnar batn-
ar ekki von bráðar.
Að sögn Óla Kr. Sigurðssonar
forstjóra Olís hf. nema vanskil
fyrirtækja í fiskvinnslu og í útgerð
við fyrirtækið hundruðum milj-
óna ícróna, og sömu sögu hafði
Vilhjálmur Jónsson forstjóri
ESSO að segja varðandi vanskil
sjávarútvegsfyrirtækja við fyrir-
tækið.
„Auðvitað setur þessi skulda-
staða okkur upp við vegg en ég á
ákaflega erfitt með að skrúfa fyrir
viðskiptin við þessi fyrirtæki. Ef
gengið er á þau týna þau tölunni
hvert á fætur öðru um land allt og
ég sé ekki fram áánnað en að þau
geri það sjálfkrafa von bráðar. í
heildina má segja að þjóðfélagið
sé komið á hausinn þegar við höf-
um ekki lengur efni á að draga
fisk upp úr sjó,“ sagði Óli Kr.
Sigurðsson forstjóri Olís hf.
Forstjóri ESSO Vilhjálmur
Jónsson sagði að ef ekki fengist
botn í rekstur sjávarútvegsfyrir-
tækja alveg á næstunni færi illa
fyrir landsmönnum hvar á
landinu sem þeir búa. „Ég vona
bara í lengstu lög að þeir sem taka
við stjórn landsins á næstunni
verði ekki jafn blindir á hvaðan
þjóðarauðurinn kemur og frávar-
andi stjórn var allan sinn starfs-
tíma og verði menn til að koma
með efnahagsaðgerðir sem
duga,“ sagði Vilhjálmur Jónsson.
Samkvæmt upplýsingum frá
Sveini H. Hjartarsyni hagfræð-
ingi hjá Landssambandi íslenskra
útvegsmanna er útgerðin rekin
með 3% halla að jafnaði sem er
535 miljónir króna það sem af er
árinu. Aftur á móti er bátaflotinn
rekinn með 8-9% halla sem er tap
upp á 670 miljónir króna á ársg-
rundvelli. Um 1% tap er á togur-
um yngri en 10 ára en togarar þar
af eldri eru reknir með 3% hagn-
aði.
Að sögn Sveins hefur rekstur
bátaflotans aldrei náð að rétta úr
kútnum á árinu, eftir að vertíðin í
ársbyrjun fór nánast út um þúfur
vegna lélegra gæfta og afla-
bragða. Þar ofan á hefur fiskverð
ekkert hækkað sem nokkru nem-
ur á meðan allur innlendur kostn-
aður hefur aukist að sama skapi.
Til að rétta rekstrarskútuna
aðeins við hafa útvegsmenn báta
og togara reynt að sigla með
afíann á England og Þýskaland
en átt við ramman reip að draga
vegna þeirra takmarkana sem
verið hafa á ferskfiskútflutningn-
um. Þó voru flutt út 55 þúsund
tonn fyrstu sjö mánuði ársins
fyrir um 3.410 milljónir.
„Sjávarútvegurinn hefur alla
tíð einkennst af upp-og-niður-
sveiflum. Spurningin sem við
stöndum frammi fyrir í dag er
hversu lengi núverandi niður-
sveifla varir áður en við svei-
flumst upp á nýjan leik,“ sagði
Sveinn H. Hjartarson. -grh
Vestfirðir
Komið að vendipunkti
Fjórðungssamband Vestfirðinga: Alvarlegar áhyggjur affjárhags vandafiskvinnslufyrirtœkja.
Þegar búið að innsigla eittfyrirtœki. Fundinn verði tekjustofn fyrir jarðgangagerð
Aðalmálið á þingi Fjórðungs-
sambands Vestfirðinga sem
haldið var á ísafirði um sl. helgi
var sá fjárhagsvandi sem fisk-
vinnslufyrirtækin eiga við að
glíma vegna verðfalls á afurðum,
gífurlegs ijármagnskostnaðar og
verðbólgu. Þegar er búið að loka
fiskvinnslunni á Þingeyri og að-
eins spurning hvaða fyrirtæki sé
næst í röðinni að loka.
Að sögn Jóhanns T. Bjarna-
sonar framkvæmdastjóra Fjórð-
ungssambandsins er fjárhags-
vandi fiskvinnslufyrirtækjanna
litinn mjög alvarlegum augum
vestra enda séu þessi fyrirtæki
kjölfesta alls atvinnulífs þar. í á-
lyktun sem samþykkt var á Fjórð-
ungsþinginu er skorað á
stjórnvöld að skapa starfsskilyrði
fyrir fiskvinnsluna sem er for-
senda fyrir áframhaldandi upp-
byggingu velferðarþjóðfélagsins.
Hingað til hafa fiskvinnslufyr-
irtæki á Vestfjörðum mörg hver
verið með þeim traustustu á öllu
landinu en nú er svo komið eftir
bullandi taprekstur undanfarin
misseri að eigið fé er löngu búið,
skuldir hrannast upp, lánastarf-
semi banka miðast aðeins við
afurðalán sem er 75% af skila-
verði sem dugar aðeins fyrir 60%
af hráefnisverði og hluta af
launakostnaði á meðan fjár-
magnskostnaður er orðinn um
fjórðungur af rekstrarkostnaði
fyrirtækjanna.
ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5
Meðal annarra mála sem fjall-
að var um á Fjórðungsþinginu
voru samgöngumál og var sam-
þykkt að skora á stjórnvöld að
brúa Gílsfjörð og að allri undir-
búningsvinnu fyrir jarðganga-
gerð í gegnum Breiðadals- og
Botnsheiði verði lokið eigi síðar
en 1991 og að framkvæmdir hefj-
ist þá. Þá var þeirri áskorun beint
til þingmanna á Vestfjörðum,
Norðurlandi og á Austfjörðum
að búinn verði til ákveðinn tekju-
stofn til jarðgangagerðar.
Einnig var rætt um á fjórðungs-
þinginu símamál, málefni fatl-
aðra, flutning opinberra stofnana
út á land, svæðisútvarp og fræðs-
lumál auk fjölmargra annarra
mála sem varða Vestfirðinga í
nútíð og framtíð.
-grh
Kynfrœðsla
Anægjulegt kynlíf
Námskeið um kynfullnœgju kvenna aðfara afstað. Kynfrœðslan
býður upp á námskeið fyrir konur, karla ogpör. Óravíddir kynlífsins
Kynfræðslan, sem áður hét
Kynfræðslustöðin, fer af stað
með tvenns konar námskeið í
næsta mánuði. Þann 3. október
hefst námskeið um „kyn-
fullnægju kvenna“ og er það að-
eins ætlað konum. Seinna nám-
skeiðið er ætlað pörum þar sem
hjónum og pörum verður gefinn
kostur á að efla þekkingu sína á
þeim þáttum sem stuðla að
ánægjulegu kynlífi í sambúð.
Eins og áður er Jóna Ingibjörg
Jónsdóttir í forsvari fyrir nám-
skeiðunum. Hún hefur staðið
fyrir námskeiðum fyrir konur um
kynfullnægju kvenna sem hafa
notið nokkurra vinsælda. Nýtt
kannaðar
námskeið um kynfullnægju
kvenna hefst þann 3. október og
stendur til 31. október. Á paran-
ámskeiðinu verða teknir fyrir
þættir eins og einkenni á góðu
kynlífi, fjölbreytileiki í kynlífi,
tjáskipti í nánurn samskiptum,
helstu kynlífsvandamál og ráð,
kynlíf yfir ævina og þróun ástars-
ambanda. í tilkynningu frá Kyn-
fræðslunni segir að fyrirhugað sé
að bjóða upp á fyrirlestra um
kynreynslu karla. Þeir verða opn-
ir bæði körlum og konum sem
hafa áhuga á að kanna heilbrigð-
ari kynímynd karla en verið hef-
ur.
Tveir erlendir gestafyrirlesarar
koma til landsins í nóvember og
halda Gestalt-námskeið á vegum
Kynfræðslunnar. Námskeiðið
stendur frá 25.-27. nóvember og
verður meginþema þess náin
samskipti og kynlíf og hvernig
hægt sé að þroska með sér og
upplifa heilbrigð sambönd. Nám-
skeiðið er sérstaklega ætlað full-
orðnum börnum alkóhólista og
þeim sem hafa alist upp við svip-
aðar truflandi fjölskylduástæður.
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir er
fastur dálkahöfundur í Nýju
Helgarblaði þar sem hún fjallar
um hinar ýmsu hliðar kynlífsins.
-hmp