Þjóðviljinn - 28.09.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.09.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 28. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Sturlunga saga Ritstjóri: Örnólfur Thorsson Ritstjórn: Bergljót Kristjánsdóttir, Bragi Halldórsson, Gísli Sigurðsson, Guðrún Ása Grímsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir, Jón Torfason, Sverrir Tómasson, Örnólfur Thorsson. Svart á hvítu Reykjavík 1988 Einti sinni var sagt að Sturl- unga væri eitt af því sem menn gætu órðið vitlausir af að lesa. Því olli meðal annars feikna- fjöldi persóna og staðanafna sem fýrir koma, um fimm þúsund. Úpphaflega var Sturlunga sett saman úr um það bil tug af smærri ritum og sjálfstæðum sögum sem voru skornar sundur og skeytt saman um 1300, líklega af Þórði Narfasyni lögmanni á Skarði á Skarðsströnd. í eftirrit þau sem varðveist hafa var enn fleiri sög- um fleygað inn. Því fer oft mörg- um sögum fram í einu og saman ægir smáum atburðum og stórum Þar að auki hefur flestum les- endum á síðari tímum verið innrætt sú rómantíska grilla að vinátta og tengdir skiptu máli þótt hagsmunir rækjust á eins og lesa má í sumum skáldverkum. Því áttu menn bágt með að botna í mörgum og skyndilegum grið- rofum þeirra í Sturlungu sem ný- verið höfðu mælt til vináttu með sér eða tengst við hjúskap. Rýtingsstungur þá og nú En Sturlunga er ekki skáldsaga þótt frásagnarlist gæti stundum bent í þá átt. Hún segir miskunn- arlaust og þó oftast ýkjulaust frá iðandi íslensku mannlífi á 12. og 13. öld með allri þeirri fúl- mennsku eða fegurð sem fylgt geta mennlegum samskiptum. En hún hefur ekki fyrir fram hugsað upphaf, meginmál og endi né listrænt úthugsaðar lægðir og ris. Það má í rauninni Iíta á safnið sem sögur úr stjórnmálabaráttu 12. og 13. aldar, ef menn gera sér þau sann- indi ljós að stjórnmál eru ekki og hafa í grundvallaratriðum aldrei verið annað en barátta hópa og einstaklinga um skiptingu þjóðar- eða heimstekna. Svoköll- uð hugmyndfræði, heimssýn eða trúarhræringar hafa sjaldan verið nema aukaatriði í pólitísku sam- hengi. Þar gildir líku um ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar og erf- ingja Snorra Sturlusonar. Röð og regla Sturlunga saga varð aðgengi- legri en áður með útgáfunni frá 1946 þegar hún var rækilega leyst upp í frumparta og hver saga prentuð sérstök. Sú útgáfa hefúr lengi verið ófáanleg nema hjá fornbókasölum. Nú hefur Svart á hvítu gefið hana út með nútíma stafsetningu, en aftur á móti í gömlu samfellunni. Þó er hún þannig úr garði gerð að lesanda er öldungis ljóst hvar ein saga tekur við af annarri. Ef menn vilja er t.d. vandalaust að Iesa ís- lendinga sögu Sturlu Þórðar- sonar í samhengi með því að hlaupa yfir innskot úr Prestssögu Guðmundar Arasonar, Hrafns sögu, Þórðar sögu kakala, Svín- fellingasögu og Þorgils sögu skarða. Að því leyti er þessi út- gáfa enn handhægari að menn geta fyrirhafnarlítið valið milli samfellu og einstakra sagna. Það er einnig af hinu góða að vísna- skýringar eru a sömu síðu og vís- an sjálf. Hér er Árna saga biskups tekin með eins og öðru aðalhandritinu og í tilbót Hrafns saga Sveinbjarnarsonar hin sérstaka, sem þó var ekki í gamla safnritinu. Hins vegar er Arons sögu sleppt og er að því nokkur eftirsjá enda rökin varla nógu sannfærandi. Útgáfan er í þrem bindum og á hið þriðja einkum að vera lesend- um til skilningsauka á sjálfri Sturlunga sögu. Sú ætlun hefur líka tekist að flestu leyti. Glögg grein Inngangur hefst á þarflegri greinárgerð um sagnaritun í Evrr BÓKMENNTIR ÁRNI BJÖRNSSON ópu á miðöldum og Sturlungu markaður þar bás. Síðar er á þrem blaðsíðum tafla yfir íslensk- ar, enskar, norskar, danskar, þýskar, franskar, ítalskar og spænskar miðaldabókmenntir. Áftan við hana er sérstakt yfirlit um íslenskar miðaldabókmenntir í lausu máli. Af þessum skrám verður á augabragði ljóst hversu hlutur okkar er stór og fjölskrúð- ugur. f samræmi við þetta eru í 3. bindi prentuð nokkur stutt fræði- rit sem almenningi hafa lítt verið kunn og snerta sögu og lögun heimsins. Þar er einkum að nefna Veraldar sögu og Leiðarvísi Nikulásar Bergssonar ábóta fyrir suðurgöngumenn. Næst er fjallað um byggingu Sturlungu og gerð grein fyrir ein- stökum sögum hennar ásamt sér- stökum kafla um Sturlu Þórðar- son og íslendinga sögu. Er sú ræða öll skilmerkileg. Til dæmis er það hnýsileg ábending hvað lýsingum lögmannsins á sárum manna svipar til skilgreininga í lögbókum á bótaskyldu fyrir til- tekna áverka. Þar kynni að vera fólgin ein ástæða fyrir hinni miklu nákvæmni. Þá eru kaflar um stíl Sturlungu, samfélagsmynd, trúarlíf og mannlýsingar. Þeir eru heldur notalegir aflestrar en ráðlegt er þó að gleyma ekki að þetta eru skoðanir og mat ritstýrenda og enginn hæstiréttur. Loks er í inngangi gerð grein fyrir handritum sagna, meðferð þeirra í eldri útgáfum og þessari sérstaklega. Allt er það einkar skýrt, en óviðeigandi er að segja að „stuðst sé við“ texta í tiltekn- um vísindaútgáfum, þegar í reynd er farið eftir þeim, svo sem útgáfu Kálunds á Sturlungu og Þorleifs Haukssonar á Árna sögu. Með þessu orðalagi er gefið í skyn að prentað sé beint eftir handriti, og hlýtur það að vera miður skemmtilegt fyrir útgef- endur hins stafrétta texta. Sviðsetning og hlutverkaskipan Mikill hluti 3. bindis eða 200 blaðsíður geymir ættartölur, skrár yfir liðsmenn höfðingja, kort og uppdrætti hérlendis og er- lendis. Þetta er einkar haganlegt því að við hverj a skrá og uppdrátt er vísað til viðeigandi blaðsíðu- tals í sögutexta. A hinn bóginn er svo í texta vísað til þeirrar skrár eða korts sem að haldi gæti kom- ið. Því er þægilegt að hafa skýr- ingabindið við hönd um leið og sagan er lesin. í öllum þessum liðsmanna- og ættaksrám saknar maður þess nánast að þess skuli ekki freistað að sýna einnig fram á hagsmunatengsl samherja í átökum, sem vafalaust skiptu meira máli en blóðskyldleiki eða mægðir. Slík rannsókn á samfé- lagsmynd væri ekki minna virði en mannlýsingar og trúarlíf. Loks eru á seinustu 140 síðum nafna- skrár um menn og staði og vísað til blaðsíðna í texta. • _ t . ' ' Vel meintar stungur Þá kemur að því sem helst er ábótavant í þessari útgáfu og skal hún borin saman við útgáfuna frá 1946 en báðar hafa til síns ágætis nokkuð. í fyrsta lagi vantar texta- skýringar sem voru við hvern kafla og náðu yfir 65 bls. í útgáf- unni 1946. í staðinn er orðasafn með skýringum á 80 bls. en það gerir ekki sama gagn. Eins og segir í formála þess er „oft á tíð- um aðeins gefin upp fágæt merk- ing alþekktra orða.“ Það hefur í för með sér að hrekklausum les- anda kemur síður til hugar að fletta upp á alþekktu orði þegar hann er á engan hátt aðvaraður í sjálfum textanunr. Þar að auki eru orðskýringar ekki ætíð í sam- ræmi við nýjustu rannsóknir. Til dæmis er enn haldið í þá hugdettu Guðbrands Vigfússonar frá síð- ustu öld að dymbill sé trékólfur. Á sama stað er sagt að klukkum hafi ekki verið hringt í dymbil- viku nema við messu þegar þær voru í reynd látnar steinþegja. í tilbót er orðasafnið að líkindum óþarflega langt í þessari mynd og á stundum fullmikil vantrú á brjóstviti lesenda til að ráða í óvenjulega merkingu orða. Gamla útgáfan hafði þann kost að í henni voru um 200 ljósmynd- ir frá sögustöðum og hefði mátt vænta einhverrar myndskreyting- ar í þessari. En það er eins og með aukinni tækni verði öll myndgerð dýrari en áður. 'L. Hið eina sem verulega skortir þó á er atriðaskrá. Sturlunga er nefnilega meðal margs annars ómetanleg heimild um daglegt iíf manna á 12. og 13. öld eins og reyndar er vikið að í kaflanum um samfélagsmynd. Til þess að slík heimild sé handhæg til notk- unar þarf atriðaskrá. Ef menn vilja t.d. vita hvar minnst sé a dans í Sturlungu eða brauð, ketil, heyskap, fisk svo eitthvað sé nefnt, þá verða menn að gjöra svo vel að lesa hátt í þúsund blað- síður til að leita uppi hvert ein- stakt orð, í stað þess að geta flett upp hverju atriði í skrá þar sem blaðsíðutöl væru tilgreind. Að sjálfsögðu getur slík skrá seint orðið tæmandi en valin atriðisorð eru samt til gífurlegs hægðar- auka. í útgáfunni frá 1946 tók sú skrá ekki yfir nema 16 bls. Það hefði verið góð lausn að stytta orðasafnið um helming og setja blaðsíðutöl á hina helftina. Útgefendur hafa löngum verið merkilega tregir til að láta semja atriðaskrár við heimildarit, ann- að eins hjálpargagn og þær þó eru. Til dæmis er hvergi til atriða- skrá við íslendinga sögur nema í útgáfu Skuggsjár frá 1970. Því skal nú skotið að Svörtu og hvítu að gefa út sameiginlega atriða- skrá fyrir útgáfu sína á ís- lendingasögum og Sturlungu. Það myndi enn auka um mörg hundraðs notagildi þessara skemmtilegu bóka, sem eru með því myndarlegra sem sést hefur í íslenskri bókaútgáfu á síðari árum. Stórhugur Þessi myhdarskapur lýsir sér meðal annars í snotru en glys- lausu útliti, skynsamlega valiflni leturstærð og mátulega þunnum gæðapappir. Það er með ólíktnd- um hversu mikið efni kemst með þessu móti fyrir á ekki stærri bókum án þess að komi niður á lesgæðum. T.d. er þykkt beggja binda af þesari Sturlungu litlu meiri en á fyrra bindi útgáfunnar frá 1946. Fornir textar verða einkar aðgengilegir fyrir nútíð- arlesendur vegna stafsetningar og myndrænna skýringa og kapp- kostað er meir en oftast áður í almenningsútgáfum að fara um leið eftir traustustu vísindaútgáf- um. í ofanálag er það sérstakt ánægjuefni að útgefendur skuli vera af þeirri kynslóð sem einna oftast er sökuð um ræktarleysi við þjóðlega menningu. En það hefur reyndar verið um allar aldir að einungis hluti hverrar kyn- slóðar hefur sinnt lífvænlegri menningu. Eðlilega hefur meirihlutinn jafnan lifað og hrærst í einhverskonar fjölda- menningu sem síðan gleymist að mestu, sbr. „almúgabækur“ frá 16. og fram á 19. öld. Hins vegar þarf ekki nema fimmtungur þjóð- arinnar að leggja rækt við sígilda menningu sína til að hún lifi. Sturlungasaga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.