Þjóðviljinn - 28.09.1988, Page 1

Þjóðviljinn - 28.09.1988, Page 1
Stjórnarráð Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sest að völdum. Ráðherrum fœkkar um tvo. Alþýðubandlagið tryggirfullan stuðningþingflokks síns. Stefán Valgeirssonféllfrákröfunni um samgönguráðuneytið. Nýtt álver bundið samþykki allra stjórnarflokka, ella verða stjórnarslit f dag tekur við völdum ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar og sitja í henni ráðherrar úr Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki og Framsóknarflokki en auk þess nýtur stjórnin stuðnings Stefáns Valgeirssonar. Níu ráðherrar skipta milli sín 13 ráðuneytum, en ráðherrar í fráfarandi stjórn voru 11. Auk forsætisráðuneytisins fær Framsóknarflokkurinn í sinn hlut sjávarútvegsráðuneytið, iðnað- arráðuneytið, og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Al- þýðuflokkurinn fær í sinn hlut utanríkisráðuneytið, félagsmála- ráðuneytið og dóms- og kirkjum- álaráðuneytið. Alþýðubanda- lagsmenn munu skipa embætti fjármála-, menntamála-, samgöngu- og landbúnaðarráð- herra. í gærkvöldi samþykkti mið- stjórn Alþýðubandalagsins til- lögu þingflokksins um að flokk- urinn gengi til þessa stjórnarsam- starfs. Greidd voru atkvæði um þátttöku og féllu þau þannig að 64 fulltrúar reyndust hlynntir en 23 andvígir. 5 sátu hjá. Að taln- ingu lokinni voru lesin skeyti frá 14 fulltrúum sem búsettir eru fjarri Reykjavík og áttu af þeim sökum ekki kost á því að sækja fundinn. í ljós kom að 13 voru áfram um stjórnarsamstarf en einn andvígur. Þótt verið hafi nokkur á- greiningur í þingflokknum um málið er ljóst að enginn þingmað- ur flokksins verður í stjórnar- andstöðu. Geir Gunnarsson hef- Útgerð 2 miljarðar í olíuskuldum Útgerðin rekin með 3 % halla aðjafnaði en báta- flotinn með 8-9% halla Skuldir fiskvinnslu- og útgerð- arfyrirtækja nema hátt í 2. milj- arða króna og eru þær svipaðar og taprekstur fiskvinnslufyrir- tækja er talinn vera á ársgrund- velli í dag. Forráðamenn olíufyr- irtækja eru afar svartsýnir á að takist að innheimta þessar skuldir og forstjóri Olís segir að þjóðin sé farin á hausinn þegar hún hefur ekki lengur efni á að draga fisk úr sjó. Mikil niðursveifla á sér stað hjá útgerðinni og er þjín að jafnaði rekin með 3% halla. Sýnu verst er ástandið hjá bátaflotanum sem er rekinn með 8-9% halla sem þýðir um 670 miljón króna tap á ársgrundvelli en aðeins er ástand- ið betra hjá togaraflotanum. Sjá síðu 5 ur lýst því yfir að hann fylgi meiri- hluta flokksins eftir að ákvörðun hefur verið tekin. Skúli Alexand- ersson hefur lýst því yfir að hann muni styðja frumvörp stjórnar- innar en verði borin fram van- trausttillaga á stjórnina muni hann taka sér frí frá þingstörfum og kalla til varamann sem muni greiða atkvæði á móti van- trauststillögunni. í síðustu lotu viðræðnanna ræddu aðilar mikið um byggingu nýs álvers. Ákveðið var að sjá hver yrði niðurstaða yfirstand- andi athugunar á þeim málum. Hinn nýi forsætisráðherra hefur svo lýst því yfir að greiði ein- hverjir stjórnarþingmenn at- kvæði með stjórnarandstöðu í veigamiklum málum, þá hafi myndast nýr meirihluti á þingi og stjórnin sé fallin. Framan af gærdeginum ríkti óvissa um hvort Stefán Valgeirs- son eini þingmaður Samtaka um jafnrétti og félagshyggju en fyrrum þingmaður Framsóknar- flokksins hætti við að styðja nýju stjórnina ef hann fengi ekki að verða samgönguráðherra. Þegar honum hafði verið bent á að hann yrði að segja af sér formennsku í bankaráði Búnaðarbankans og í stofnlánadeild landbúnaðarins og í byggðasjóði, þá sló hann af kröfum sínum. Talið er að Gunn- ar Hilmarsson samflokksmaður Stefáns verði formaður í nýjum sjóði sem leggja á fé til undir- stöðuatvinnuveganna. í gærdag meðan ekki var end- anlega fullvíst hvort saman næði um myndun nýju stjórnarinnar áttu kratar í viðræðum við fuli- trúa Kvennalistans. Borgara- flokkurinn var inni í þeirri mynd og er talið að Kvennalistinn hafi gefið undir fótinn með að veita minnihlutastjórn krata og Fram- sóknar hlutleysi. Ragnar Arnalds og Ólafur Ragnar Grímsson koma til fundar með formönnum Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks í sjávarútvegsráðuneytinu um hádegisbil í gær þar sem síðasta hönd var lögð á málefnalegasamning nýrrar ríkisstjórnar. Mynd - E.ÓI. Verslun KRON yfirtekur JL Þröstur Ólafsson: Viðrœður hafa átt sér stað Líklegt er talið að nýja búðin beri nafnið Mikligarður Allt bendir til þess að KRON yfir taki matvælamarkað JL- húsins við Hringbraut, Þegar mun liggja fyrir samkomulag um yfirtökununna. Gert er ráð fyrir að KRON opni nýja verslun þar innan skamms. Þröstur Ólafsson, stjórnarfor- maður KRON, viðurkenndi í gær að viðræður hefðu átt sér stað, en vildi ekki útlista nánar hversu langt þær væru komnar. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans var haldinn fundur hjá KRON í gær þar sem yfirtakan var rædd. Þar mun Þröstur Ólafs- son hafa gert grein fyrir þeim við- ræðum sem staðið hafa yfir við eigendur JL-hússins um yfirtöku matvörumarkaðarins. Fari svo að KRON yfirtaki JL- matvörumarkað skerpist enn sú harða samkeppni sem nú er í gangi milli stórmarkaðanna í Reykjavík. Nýlega yfirtók Hag- kaup rekstur stórmarkað SS við Eiðistorg, sem er í næsta ná- grenni JL-hússins, og að marga áliti var það banabiti JL-hússins, því ljóst er að margir fastir við- skiptavinir JL nýttu sér þau kjör sem Hagkaup býður. í dag rekur KRON allmarga stórmarkaði í Reykjavík og ná- grenni þar á meðal Miklagarð. Ekki er ósennilegt talið að nýja búðin sem opnuð verður beri nafn Miklagarðs. -sg Ríkisstjórn Ráðherra- listinn í ríkisstjórninni sem tekur við völdum í dag verða ráðherrar þrír frá hverjum flokki. Forsætisráð- herra verður Steingrímur Her- mannsson, iðnaðar- og sjávarút- vegsráðherra Halldór Asgríms- son, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra Guðmundur Bjarnason. Jón Helgason lætur af störfum. Frá Alþýðuflokki verða sömu ráðherrar áfram. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Jón Sigurðsson dóms- kirkju- og viðskiptaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra. Þegar Þjóðviljinn fór í prentun í gærkveldi var ekki ljóst hverjir yrðu ráðherrar Alþýðubanda- lagsins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.