Þjóðviljinn - 11.10.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.10.1988, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 11. október 222. tölublað 53. órgangur Brotið blað í þingsögu Fyrsta skipti í1000 ára söguAlþingis sem kona verðurforseti sameinaðs þings. Samkomulag um nefndarskipan stjórnarflokka. Stjórnar- andstaðan hafnar samstarfi. Hlutkesti látið ráða í neðri deild í dag verður skipað í helstu stöður og nefndir Alþingis. Allt bendir til þess að Guðrún Helga- dóttir þingmaður Alþýðubanda- lagsins verði forseti sameinaðs þings. í>að yrði í fyrsta skipti í 1000 ára sögu Alþings sem kona gegnir þeirri virðingarstöðu. Þetta verður líka í fyrsta skipti sem kona verður handhafi forset- avalds þegar forseti íslands er í útlöndum eða forfallast. Sighvat- ur Björgvinsson Alþýðuflokki verður áfram formaður fjárveit- inganefndar og Páll Pétursson Framsóknarflokki verður for- maður utanríkisnefndar. Ólafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins sagðist búast við svari stjórnar- andstöðunnar í dag við tilboði sem stjórnin gerði henni í gær um formennsku í nefndum Alþingis. Sér hefði lengi þótt eðlilegt að stjórnarandstaðan á þingi ætti meira af formönnum nefnda en tíðkast hefði og þannig átt meiri hlutdeild í störfum þeirra. Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðismanna sagði hins vegar í gærkvöld að stjórnarandstaðan myndi ekki semja um nefndakjör í neðri deild og þar yrði því hlutkesti látið ráða. í gær var enn óljóst um skipan stöðu varaformanns í utanríkis- nefnd, en Alþýðubandalagið vill gjarnan skipta á öðrum fulltrúa sínum í fjárveitinganefnd fyrir varaformannsstöðuna sem Hjör- leifur Guttormsson er nefndur til. Við þingsetning'úha í gær tók Kristinn Pétursson sæti Sverris Hermannssonar á þingi en Sverrir hefur sagt af sér þing- mennsku þar sem hann er orðinn bankastjóri í Landsbankanum. Guðrún Halldórsdóttir kom inn sem varamaður Þórhildar Þorl- eifsdóttur Kvennalista og Lára V. Júlíusdóttir kom inn sem vara- maður Jóns Baldvins Hannibals- sonar Alþýðuflokki, en utanrík- isráðherrann er á leið til Banda- ríkjanna á þing Sameinuðu þjóð- anna. -hmp Guðrún Helgadóttir þingmaður Alþýðubandalagsins mun að öllum líkindum setjast í stól forseta sameinaðs þings í dag, fyrst kvenna. Forseti sameinaðs þings er æðsta staða þingsins og er hann handhafi forseta- valds ásamt forseta hæstaréttar og forsætisráðherra þegar forseti (slands forfallast eða er erlendis. Skák BSRB Sinfonía í þrem þáttum Þeim skákáhugamönnum sem lögðu leið sína í Borgarleikhúsið í fyrradag mun seint líða úr minni hin geysispennandi og tilþrifa- mikla viðureign Jóhanns Hjartar- sonar og Garríjs Kasparovs heimsmeistara. Kasparov stýrði hvítu og í fyrsta þættinum þrengdi hann jafnt og þétt að Jóhanni. í öðrum þætti braust hvíta liðið inní híbýli svartliða, ótímabært áhlaup segja sumir, sem tóku hressilega á móti og skópu sér gagnfæri. í loka- þættinum hristi heimsmeistarinn fléttu fram úr erminni og sigraði með dramatískum tilþrifum. Helgi Ólafsson stórmeistari skýrir þessa skák og ennfremur viðureign Tals og Portisch sem lauk með glæsilegum sigri „Töframannsins frá Ríga“. Sjá síðu 11 Þrír í formannsslag Kristján Thorlacius gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Guðrún Árnadóttir, Örlygur Geirsson og Ögmundurjónassonnefndsemeftirmennhans. Tekist á um starfssvið skrifstofu samtakanna Ljóst er að Kristján Thorlacius mun ekki gefa kost á sér til endur- kjörs sem formaður BSRB á þingi samtakanna, sem hefst mánudaginn 17. október. Tvö mál mun bera hæst á þinginu, annarsvegar kosningu nýs for- manns og hinsvegar umræðu um starfssvið skrifstofu samtakanna að Grettisgötu 89. Nokkuð ljóst er að frambjóð- endur til formanns BSRB verða þrír. Það eru þau Guðrún Árna- dóttir, framkvæmdastjóri sam- takanna, sem er frambjóðandi þeirra Kristjáns Thorlaciusar og Einars Ólafssonar. Þá hefur Ör- lygur Geirsson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu einnig mikinn áhuga á starfinu og má búast við að kratar muni styðja hann. Þriðji frambjóðandinn sem rætt er um er Ögmundur Jónas- son, fréttamaður, en samkvæmt heimildum Þjóðviljans hefur ver- ið þrýst mjög á hann að gefa kost á sér. Ögmundur mun hafa tekið frekar dræmt í það fyrst að gefa kost á sér, en samkvæmt áreiðan- legum heimildum er hann nú klár í slaginn. Auk formannsslagsins má bú- ast við talsverðum átökum á þinginu um starfssvið skrifstofu samtakanna. Þar sem sérhvert aðildarfélag er komið með samn- ingsrétt þykir ýmsum tilhlýðilegt að draga úr starfsemi skrifstof- unnar. Aðrir telja að einmitt vegna þess að samningsrétturinn sé kominn til félaganna sé nauðsynlegt að efla enn meira upplýsingastarf samtakanna, auk þess sem full nauðsyn sé á að að- stoða minni félögin við samnings- gerð, þannig að skrifstofan sé síst ofmönnuð í dag. -Sáf JJeilbrigðismál Sérfræðingakerfið hefur þanist út Það var mál manna að það þyrfti að koma böndum aftur á sérfræðingakerfið innan heil- brigðiskerfisins, það hefur þanist út á undanförnum árum, segir Kristín Ólafsdóttir í viðtali við Þjóðviljann. En um helgina var haldin ráð- stefna á vegum Alþýðubanda- lagsins um heilbrigðismál þar sem ma. kom fram að kostnaður við sérfræðingaþjónustu hefur aukist gífurlega. Einnig var fjall- að um ytri áhrif á heilbrigði manna, en þar kom fram að mikið átak þarf að gera til að fyrir byggja sjúkdóma. Jafnframt var fjallað um stjórn og starfsmann- askort. Sjá síðu 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.