Þjóðviljinn - 11.10.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.10.1988, Blaðsíða 9
IÞRÓTTIR Enska knattspxntan Liveipool heillum horfið Meistararnir töpuðu aftur um helgina. Norwich á toppinn eftir sigur á Derby. Eitthvað virðist 1. deildin ætla að verðá meira spennandi en í fyrra og hafa meistararnir frá Li- verpooi strax tapað tveimur leikjum. Það er annað en menn bjuggust við og getur farið svo að þeir þurfi að hafa fyrir titilvörn- inni! Að vísu var Rauði herinn ekki afgerandi í upphafi mótsins í fyrra þannig að hinir fjölmörgu aðdáendur liðsins þurfa kannski ekki að kvarta um of. Norwich er nú komið á toppinn á ný, en Millwall sat hjá um helgina. Það kemur óneitanlega á óvart að sjá þessi tvö lið efst í deildinni í upp- hafi vetrar. Liverpool sótti Luton heim og tókst liðinu ekki að skora að þessu sinni. Kenny Dalglish á í einhverjum erfiðleikum með að finna sterkasta liðið út úr þessum geysigóða hóp. Hann gerði fjórar breytingar á liðinu frá síðustu helgi, þ.á m. komu John Barnes og Ian Rush inn í liðið að nýju. Sá fyrrnefndi hefur ekki náð sér á strik eftir frábært keppnistimabil sfðastliðinn vetur og Rush hefur enn ekki náð að skora mark frá því hann sneri heim frá Ítalíu í haust. Það var Mick Harford sem skoraði eina mark leiksins á mottunni í Luton en markið gerði hann strax á þriðju mínútu. Tveimur mínútum síðar munaði litlu að Barnes skoraði mark en hann hitti ekki markið af stuttu færi. Allt gekk á afturfótunum hjá Mersey-liðinu að þessu sinni. Gary Gillespie haltraði útaf á 25. mínútu meiddur á hné og liðið náði ekki að sýna sinn rétta leik. Á meðan gengur Norwich bet- ur en nokkur hafði þorað að vona. Liðið hélt til Derby, ekki á veðreiðar heldur til að spila fót- bolta, og pakkaði þremur stigum í farangur sinn á heimleið. Noregur Brann uppi - Moss féll í 4. sæti Brann, lið Bjarna Sigurðs- sonar undir stjórn Teits Þórðar- sonar, náði loks að tryggja sæti sitt í norsku 1. deildinni í síðustu umferðinni um helgina. Liðið sigraði Strömmen á heimavelli, 1- 0, og var mikið fagnað af stuðn- ingsmönnum fyrir vikið. Annars var leikurinn ekki sérlega góður, enda á Brann að leika í úrslitum bikarkeppninnar innan tíðar. Lið Gunnars Gíslasonar, Moss, missti af verðlaunum með ósigri í sínum síðasta leik. Liðið hafði verið í öðru sætinu lengst af keppnistímabilsins en með ósigr- inum féll liðið niður í 4. sæti. Þeir töpuðu fyrir Lilleström, 3-1, og hreppti Lilleström þá silfurverð- launin en Molde krækti í bronsið. Leikur liðanna var frekar jafn en Lilleström var þó ívið sterk- ara. Fyrsta mark þeirra var með sannkölluðum heppnisstimpli, en það var skorað með skoti frá miðju! Síðasta mark þeirra var einnig gert með hjálp lukkudís- anna og tryggði þeim þannig sig- urinn. Rosenborg varð norskur meistari og hafði efni á að tapa síðasta leik sínum. -bb/þóm Tveimur leikmönnum var vísað af leikvelli í Derby en þá hafði Trevor Putney traðkað á Ted McMinn. Mark Wright var ekki par ánægður með framkomu Putneys og sýndi enn verri fram- komu í staðinn. Hann kom hlaupandi úr vörninni, öskuillur og lauk samskiptum þeirra með því að dómarinn leyfði þeim að tölta af velli í sameiningu. Eina mark leiksins skoraði Robert Fleck, skömmu fyrir öll þessi læti. Knötturinn ku hafa snert þrjá leikmenn á leið sinni í netið, eftir að Fleck spyrnti, en markið engu að síður skráð á hann. Coventry er nú komið upp í 3. sæti eftir 3-0 sigur norður í New- castle og fengu þjálfari og fram- kvæmdastjóri Newcastle að taka pokann sinn fyrir vikið. Mörk Coventry gerðu þeir Cyrill Regis, David Speedie og Mick Gynn. Það hefur vakið athygli að Co- ventry, sem venjulega er sterkast á heimavelli, hefur unnið alla úti- leiki sína í deildinni en aðeins unnið tvo af þremur heima- leikjum sínum. Everton sýndi loks hvað í því býr eftir dapurt gengi að undan- förnu. Liðið sigraði Southamp- ton 4-1 en sunnanmenn urðu þó fyrri til að skora. Danny Wallace skoraði í upphafi leiks en síðan tók Everton leikinn í sínar hend- ur. Tony Cottee skoraði tvö mörk og Dave Watson og Trevor Stevens gerðu síðan út um leikinn. Everton stefnir því á toppbaráttuna en Southampton er einnig á svipuðu reki eftir góða byrjun í haust. í Skotlandi vann Celtic ævin- týralegan 7-1 sigur á St. Mirren en toppliðið Rangers tapaði sín- um fyrsta leik á keppnistímabil- inu. Liðið tapaði fyrir Aberdeen í hörðum leik á útivelli. -þóm Tony Cottee skoraði tvö mörk fyrir sitt nýja félag, Everton, í sigri á Southampton um helgina. Pýskaland Stuttgart á sigurinaut s Asgeir og félagar stefna hraðbyri á þýska meistaratitilinn V-þýska Bundesligan hófst að nýju eftir nokkurra vikna hvíld vegna Ólympíuleikanna. Ekki verður þó leikið um næstu helgi vegna undirbúnings landsliðs þarlendra fyrir hinn mikilvæga leiks gegn HoIIandi í heimsmeist- arakeppninni. Stuttgart komst á toppinn með sigri sínum á Frank- furt, 2-0, en Bayern Múnchen gerði aðeins jafntefli við Hanno- ver. Liðin tvö standa nú best að vígi í annars mjög jafnri deild, og eiga leik til góða á við önnur lið. Urslit: Stuttgart-Frankfurt .........2-0 Hannover-Bayern .............0-0 Leverkusen-Úrdingen..........2-2 Hamburg-Bochum ..............3-1 Karlsruhe-Mannheim...........2-1 Bremen-St. Pauli.............0-0 Gladbach-Köln................1-0 Kaiserslautern-Nurnberg .....2-1 Dortmund-Stutt. Kickers......1-1 Stuttgart átti ekki í vandræðum með Frankfurt sem gengur held- ur brösulega það sem af er keppnistímabilsins. Karl Allgöver skoraði fyrst á 18. mín- útu og miðvallarleikmaðurinn Maurizio Gaudino bætti þvf seinna við á 40. mínútu. Litlum sögum fer af Ásgeiri Sigur- vinssyni, en eigum við ekki bara að segja að hann sé að hvfla sig fyrir komandi landsleiki. Viðureign Bayer-liðanna, Le- verkusen og Urdingen lyktaði með jafntefli, 2-2, eftir að Úrdi- ngen hafði leitt 0-2. Thomas Stic- kroth og Horst Steffen skoruðu fyrir Úrdingen en Christian Schreier bjargaði Leverkusen með tveimur mörkum. Hamburger SV skaust upp fyrir Bayer-liðin vegna jafnteflis- ins, en Hamborgarar sigruðu Bochum 3-1 á heimavelli. Uwe Bein, Oliver Bierhoff og Harald Spörl skoruðu mörkin þrjú en Martin Kree minnkaði muninn. Staðan Stuttgart .8 6 1 1 17-4 13 Bayern .8 4 4 0 17-6 12 Hamburg 10 5 2 3 17-11 12 Leverkusen .. .9 3 5 1 17-13 11 Urdingen .9 3 5 1 12-10 11 Karlsruhe .9 5 1 3 18-18 11 Gladbach ..9 4 2 3 14-13 10 Bremen ..8 2 5 1 11-11 9 Kaiserslautern 9 2 5 2 13-13 9 St. Pauli ..9 2 5 2 9-9 9 Bochum ..9 3 3 3 11-12 9 Dortmund ..8 2 4 2 10-6 8 Köln ..9 3 2 4 12-9 8 Mannheim ... ..9 1 5 3 9-11 7 Stutt. Kickers ..9 2 2 5 9-21 6 Nurnberg 10 3 0 7 10-20 6 Frankfurt ..9 2 1 6 4-14 5 Hannover.... ..9 0 4 5 9-18 4 Ásgeir Sigurvinsson ætlar að leiða lið sitt til sigurs. -þóm Þri&judagur 11. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 1. deild Aston Villa-Wimbledon .. Charlton-Tottenham...... Derby-Norwich........... Everton-Southampton..... Luton-Liverpool......... Middlesborough-West Ham Newcastle-Coventry...... QPR-Nott. Forest........ 2. deild Barnsley-WBA............ Blackburn-Cr. Palace ... Bournemouth-Birmingham Ipswich-Man.City..... Leeds-Watford........ Leicester-Brighton... Oldham-Stoke......... Plymouth-Bradford.... Portsmouth-Oxford.... Shrewsbury-Hull ..... Walsall-Sunderland... Swindon-Chelsea...... 3. deild Bolton-Blackpool........ BristolCity-Fulham...... Cardiff-Reading......... Gillingham-Chesterfield.... Mansfield-Bristol Rovers... Northampton-Huddersfield Preston-Bury......... Sheff. Utd.-Volves .. Wigan-PortVale....... 4. deild Burnley-Exeter.......... Cambridge-Halifax....... Colchester-Scunthorpe... Darlington-Rotherham.... Doncaster-Hatlepool..... Grimsby-Peterborough.... Hereford-Carlisle....... Rochdale-Stockport...... Scarborough-Leyton Orient Torquay-Lincoln......... Wrexham-Crewe........... Tranmere-York........... . 0-1 .2-2 .0-1 . 4-1 . 1-0 . 1-0 .0-3 . 1-2 . 2-1 . 5-4 .0-1 . 1-0 .0-1 . 1-0 .2-2 . 3-1 .2-1 . 1-3 .. 2-0 . 2-2 . 1-5 . 1-2 .0-1 . 2-1 . 1-3 . 1-0 . 2-0 . 0-2 .3-0 .. 2-1 .. 1-2 .. 1-1 .. 1-0 .. 0-0 .. 2-1 .. 1-1 .. 0-0 .. 1-0 ... 0-0 ... 0-1 Staðan 1. deild Norwich ...7 5 1 1 12-8 16 Millwall ...6 4 2 0 13-7 14 Coventry ...6 4 0 2 12-6 12 Liverpool ...7 3 2 2 10-6 11 Man. Utd ...6 3 2 1 7-3 11 Southampton ...7 3 2 2 11-10 11 Arsenal ...6 3 1 2 17-11 10 Everton ...7 3 1 3 12-8 10 Sheff.Wed ...6 3 1 2 6-6 10 Middlesbro ... 7 3 0 4 10-11 9 Nott. Forest ...7 1 5 1 7-7 8 Derby ....7 2 2 3 4-4 8 Luton ....7 2 2 3 6-7 8 Charlton ....7 2 2 3 10-15 8 2. deild Watford .. 10 7 1 2 19-9 22 Blackburn ...9 6 2 1 18-9 20 Ipswich ....9 6 2 1 16-8 20 Man.City .. 10 5 2 3 16-13 17 Barnsley .. 10 4 4 2 13-11 16 Bradford .. 10 4 4 2 11-9 16 Portsmouth .. 10 4 3 3 18-15 15 Plymouth ...9 4 2 3 14-12 14 Swindon ...8 3 4 1 13-9 13 Oxford .. 10 3 4 3 14-14 13 Hull .. 10 3 4 3 12-12 13 Leicester .. 10 3 4 3 12-14 13 Oldham .. 10 3 3 4 20-17 12 Chelsea 9 3 3 3 11-10 12 Bournemouth 9 3 3 3 8-9 12 Walsall 9 2 5 2 14-10 11 Cr. Palace 9 2 5 2 14-12 11 WBA ... 10 2 5 3 11-11 11 Stoke ... 10 2 5 3 9-13 11 Sunderland 9 2 4 3 9-12 10 Markahæstir 1. deiid 9 Alan Smith, Arsenal 8 Tony Cascarino, Millwall 7 Brian Marwood, Arsenal 6 Tony Cottee, Everton 6 Alan Mclnally, Aston Villa 6 Paul Williams, Charlton 2. deild 9 Simon Garner, Blackburn 9 Tommy Tynan, Plymouth 8 Keith Edwards, Hull Skotland Urslit Aberdeen-Rangers............2-1 Celtic-St. Mirren ..........7-1 Dundee-Hibernian............2-1 Hamilton-Dundee Utd.........0-4 Hearts-Motherwell...........2-2 Staðan Rangers...........9 7 1 Dundee Utd........9 5 3 Aberdeen..........9 4 5 Hibernian.........9 4 4 Celtic............9 4 0 Dundee............9 2 4 St. Mirren .......9 3 2 Hearts............9 1 4 Hamilton..........9 2 0 Motherwell........9 0 3 1 17-5 1 14-5 12-7 8-4 16-16 6-10 8-13 8-11 5- 15 6- 14

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.