Þjóðviljinn - 11.10.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.10.1988, Blaðsíða 6
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Heilbrígð fyrirtæki Ræða Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra á aðalfundi Bílgreinasambandsins virðist hafa komið róti á hug manna. Hann lagði þar á það áherslu að ekki þýddi fyrir forsvarsmenn fyrirtækja að reikna sífellt með stuðningi hins opinbera þegar eitthvað bjátar á, að þeir sem hrópa hæst, þegar vel gengur, að þeir vilji fá að vera ífriði, geti ekki búist við þvíað ríkissjóðurdæli í þá' fé um leið og harðnar á dalnum. Það hefur löngum verið eitt af einkennum íslensks atvinnulífs að forsvarsmenn einkafyrirtækja víla ekki fyrir sér að leita stuðnings hjá því opinbera. Oftast er þá látið í veðri vaka að verið sé að tryggja atvinnu almenn- ings með því að koma í veg fyrir gjaldþrot fyrirtækja. Það er býsna algengt að fyrirtæki í kaupstöðum og kauptúnum vítt og breitt um landið dragi í langan tíma að greiða gjöld sín í sveitarsjóð. Oft virðist treyst á að sveitarstjórnarmenn treysti sér ekki til að innheimta gjöldin með fullri hörku. Óftar en ekki enda slík mál með því að viðkomandi sveitarfélag afskrifar stóran hluta skuldarinnar, t.d. með því að fella niður vexti, eða það neyðist til að breyta henni í eignarhlut í viðkomandi fyrirtæki. Pilsfaldakapítalismi var nafnið sem Magnús heitinn Kjartansson ritstjóri Þjóðviljans valdi íslenska hagkerf- inu og það var sannarlega réttnefni. Pottormarnir leika sér í skjóli Stóru-Mömmu og þegar vel gengur leyfa þeir sér að steyta hnefann út í loftið og tala jafnvel illa um hana. Þeir hafa þá uppi langar ræður um frelsi og nauðsyn þess að ríkið láti menn afskiptalausa, jafnvel þótt þeir séu að ganga á rétt launafólks, neytenda eða þá náttúrunnar sjálfrar. En um leið og eitthvað bjátar á, hlaupa þeir undir pilsfaldinn hjá Stóru-Mömmu þar sem þeir fella niður allt sjálfstæðishjal. Þessa kenningu mætti sem best heimfæra upp á þá atvinnurekendur og forstjóra sem hafa nú um hríð verið einna fremstir í flokki frjálshyggjupostula en telja svo eðlilegt að heilu atvinnugreinarnar séu sama sem þjóðnýttar. Pilsfaldakapítalisminn er ein helsta orsökin til að framleiðni íslenskra fyrirtækja er í mörgum tilfellum miklu minni en þyrfti að vera. í hlutverki Stóru-Mömmu hafa stjórnvöld talið sig neydd til að grípa til aðgerða sem byggðu á meðaltalsafkomu í viðkomandi atvinnu- grein án þess að það sjónarmið fengi eitt að ráða að verið væri að tryggja atvinnu. Slíkar aðgerðir hafa þá orðið vel reknum fyrirtækjum sem hver annar happ- drættisvinningur en þær hafa líka gert skussum í at- vinnurekstri unnt að halda áfram og þar með haldið niðri þróun í átt til aukinnar framleiðni. Ný ríkisstjórn hefur stofnað sérstakan sjóð til styrktar útflutningsatvinnuvegunum. Markmið hans á ekki að vera að hjálpa öllum fyrirtækjum, sem illa gengur, held- ur að tryggja atvinnu. Af sjálfu leiðir að tilviljanakennd hagstjórn síðustu ára hefur leitt til þess að mörg fyrir- tæki eru komin á heljarþröm, þar á meðal fyrirtæki sem skipta sköpum fyrir atvinnulíf ákveðinna byggðarlaga. En hitt er líka víst að mörg fyrirtæki hafa ekkert með opinbera styrki að gera. Því ber nauðsyn til að vinnu- brögð stjórnar hins nýja sjóðs verði ekki þannig að ákveðin velta eða ákveðin skuldaupphæð veiti sjálf- krafa rétt til fyrirgreiðslu. Þvert á móti verður að skoða hvert tilfelli fyrir sig og meta annars vegar atvinnu- ástand á viðkomandi stað og hins vegar það um hversu lífvænlegan rekstur er að ræða. Vinnubrögð sjóðsstjórnarinnar verða prófsteinn á það hvort nýja ríkisstjórnin ætlar sér að byggja upp alvöru atvinnulíf eða hvort hún lætur sér nægja að vera Stóra-Mamma sem réttir háværum rollingum sleiki- pinna. ÓP Eymd í ríku landi Viö erum orðin svo vön skrif- um um að Vandamálin miklu séu tengd mengun og ýmislegri spill- ingu náttúrunnar og svo fátækt þriðja heimsins, að við tökum æ minna eftir því böli sem hvílir á fólki í hinum ríkari löndum. Það- an af síður er það í tísku að rekja afleiðingar rammrar stéttaskipt- ingar og mismununar kynþátta: menn tóku síðast mikla rispu í því efni upp úr 1968, en síðan hefur ádrepan verið að fjara út smám saman. Það kemur því dálítið á óvart þegar vikurit á borð við Time skrifar á dögunum langt mál um þann vítahring sem bandarísk „undirstétt" er í læst - og er þetta liður í úttektum blaðsins á ýmis- legum vanda sem á bandarísku þjóðinni brennur og hvað forsetaefnin Bush og Dukakis hafa um þau að segja. Undirstétt, segir Time, er ekki alveg það sama og „hefðbundnir fátæklingar". Um það bil þrjátíu miljónir Bandaríkjamanna lifa undir opinberum fátæktarmörk- um en sjálf undirstéttin er um fjórðungur þess fólks ( 7-8 milj- ónir) - blaðið viðurkennir að vísu að enginn viti með neinni vissu um hve margt fólk er að ræða. Undirstéttin er, segirTimes „þeir fátæklingar sem eru ekki aðeins illa settir um tíma, þetta eru þeir sem eru staddir í vítahring fátækt- ar og örvæntingar. Flestir eru svartir og búa í rotnandi hjörtum stórborganna. Undirstéttin ein- kennist fremur af vissri breytni en tekjum. Þetta fólk er fangar alls- herjar sjúkleika fátækrahverf- anna, heimilisfastir í lífsháttum sem endurnýja sig stöðugt og ein- kennast af fjölskyldum án feðra, stöðugu atvinnuleysi, glæpum, eitulyfjanotkun og því að vera langtímum saman á framfærslu- styrk“ Vont versnar Time segir, að eftir að menn hafi um tveggja áratuga skeið glímt við fátæktarvandann hafi undirstéttarfólki, sem svo er nefnt, fjölgað og enn hafi þrengst útgöngudyr sem það ætti völ á. Um leið hefur viljinn til að hjálpa minnkað. A sjöunda og áttunda áratugn- um (þegar æskan var í upp- reisnarhug og hin ríku samfélög komust eins langt í sjálfsgagnrýni og þau hafa hingað til komist) þá litu menn svo á, að samfélagið bæri ábyrgð á fátæktinni, auk þess sem Bandaríkjamenn þyrftu nú að taka sér tak og bæta um fyrir kúgun og mismunun gegn svörtum þegnum, sem staðið hafði í margar kynslóðir. En í stjórnartíð Reagans hefur tíðar- andinn breyst verulega. Oft er hinum fátæku sjálfum kennt um fátæktina og svo því hjálparkerfi sem hið opinbera hefur upp sett þeim til aðstoðar. Þótt undarlegt megi virðast, hefur viss árangur sem í Bandaríkjunum náðist í baráttu fyrir réttindum blökku- manna gert illt hlutskipti hinna allra verst settu verra. Þegar ýtt var úr vegi ýmsum hindrunum fyrir blakka menn til stöðuframa og búsetu, þá flutti hin svarta millistétt burt úr blökkumanna- hverfunum: þeir sem skást voru settir bættu stöðu sína, hinir sátu eftir. Time rekur síðan afstöðu þeirra Bush og Dukakisar til fá- tæktarmála. Þar segir á þá leið að Bush sé ögn skárri en Reagan, sem hafi stundað stefnu „mein- fýsinnar vanrækslu“ í garð undir- stéttarinnar. Þar er og greint frá því að Dukakis hafi í sínu fylki, Massachusetts, náð nokkrum ár- angri með áætlun um starfsþjálf- un og vinnumiðlun sem ætlað er að hjálpa þeim snauðustu út úr vítahringnum og hafi yfirhöfuð fleiri nytsamar hugmyndir um þessi mál en Bush. Fyrirmyndar- eiginmenn Hitt er svo annað mál, að það eru hvorki hinir fátæku né önnur stórmál sem setja svip sinn á þá kosningabaráttu sem nú fer fram í Bandaríkjunum. Þeir sem í því sama vikublaði Time og öðrum málgögnum fjalla um slaginn, eru á einu máli um það að sjaldan hafi forsetaefni forðast jafn ræki- lega og núna að segja eitthvað það sem hönd má á festa um á- greiningsmál þjóðarinnar - og aldrei hafi kosningaleikurinn snúist í slíkum mæli sem nú um „ímynd“ forsetaefna. Time ( svo við höldum okkur við það blað) lætur sér einmitt blöskra það mjög hvernig fjöl- skyldur og eiginkonur forseta- efna eru brúkaðar í þeim kapp- leik sem kallast „að selja for- seta“. Nýjast í því efni er þaul- hugsað sjónvarpskapphlaup sem fram fer undir vígorðinu: „Ég elska konuna mína meir en þú gerir lagsi“. Við sofum í hjónarúmi Svo er mál með vexti, að frétta- menn komu að þeim Dukakis- hjónum þar sem þau voru að dansa án undirspils á flugvellin- um í Boston. Kosningastjórum Bush þótti þessi sena myndast einum of vel til að hún gæti verið „sönn“ og hugðu á hefndir. Þær komu fram í viðtali Bushjóna við CBS, þar sem Barbara Bush sló með listrænni glettni á fingur síns varaforseta þegar hann ruglaði því saman hve mörg ár þau höfðu verið gift (43) og fjölda þeira húsa sem þau höfðu búið í (28). Og þegar frúin stóð upp til að ganga út, dró Bush hana að sér til að fram færi opinber koss. Time finnst nóg um allar þessar dísætu fjölskyldubrellur, sem vonlegt er. Blaðið vitnar til þess sem Dukakis hefur látið sér um munn fara: „Demókratar hafa til- hneigingu til að sofa í hjónarúmi, repúblíkanar kjósa heldur að sofa í sitt hvoru rúmi“. Við gæt- um, segir blaðið dasað nokkuð, vel komist af án slíkra tilsvara. Þjóðviljinn Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltatjórar: Ámi Bergmann, Mörður Ámason, Óttar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Páll Hannesson. SigurðurÁ. Friðþjófsson.Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Útlitateiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglysingastjóri: OlgaClausen. Auglý8ingar: Guömunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðlr: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Bjöm Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Siðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblaö: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 11. október 1988.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.