Þjóðviljinn - 11.10.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.10.1988, Blaðsíða 2
Listaháskóli Frumkvæði fagnað Skólastjórn Myndlista- og handíðaskóla íslands hefur fagn- að þeirri ákvörðun menntamála- ráðherra, Svavars Gestssonar, að skipa nefnd til að vinna að stofn- un Listaháskóla Islands. Skólastjórnin telur að hér sé um að ræða eitt mikilvægasta menningarmál þjóðarinnar og Iætur í ljós von um að málið fái viðtökur og meðferð í samræmi við það FRETTIR Eimskip/Sambandið Verulegur samdráttur Farmflutningar hafa dregist saman að undanförnu bœði í inn- og útflutningi hjá stœrstu skipafélögunum jafnframt sem vanskil viðþau hafa aukist Verulegur i samdráttur hefur orðið í farmflutningum hjá Eimskipum og Skipadeild Sam- bandsins síðsumars og í haust. Þá hafa tveir fossar legið verkefna- Atvinnuástand Obyggara en um langt skeið lausir við bryggju í Hafnarfjarð- arhöfn sem ekki hefur gerst í háa herrans tíð. Að sögn Ómars Jóhannssonar framkvæmdastjóra skipadeildar Sambandsins hefur innflutningur dregist saman um 10-20% síð- sumars og í haust en var í járnum þangað til. Það þýðir að innflutn- ingur bæði í grófari sem og í fínni vöru hefur minnkað sem nemur um 5-10 þúsund tonnum og jafn- framt hafa vanskil innflytjenda aukist við skipadeildina samfara þeirri kreppu sem nú gengur yfir þjóðfélagið. Afleiðing þessa samdráttar er að nýting Sam- bandsskipanna er nú mun minni en oft áður. Aðspurður um framhaldið sagðist Ómar ekki sjá nein merki þess að úr myndi rætast á næst- unni og sagði að nær öruggt væri að mun minna yrði flutt inn nú fyrir jólin en var í fyrra. • Glöggir Hafnfirðingar hafa l furðað sig á því að bæði Selfoss og Goðafoss hafa legið dögum sam- an við festar í Hafnarfjarðarhöfn og segja að líkt hafi ekki gerst síðan í BSRB verkfallinu 1984. Sjómannafélagi Reykjavíkur hafa ekki borist neinar tilkynn- ingar um uppsagnir sjómanna enn sem komið er en Guðmund- ur Hallvarðsson formaður félags- ins sagði að sér virtist sem far- menn héldu mun fastar um skipsplássið en oft áður. -grh Tveir fossar Eimskipafélagsins liggja nú bundnir við bryggju í Hafnar- firði vegna verulegs samdráttar sem orðið hefur í farmflutningum til og frá landinu að undanförnu. Mynd: E.ÓI. Atvinnuleysisdögum hefur snarfjölgað síð- ustu vikur. Óvenjumikið um uppsagnirog gjaldþrot Stúdentaráð Fagnar vaxtaleysi námslána Margt bendir til þess að at- vinnuástand í vetur verði erfítt en samkvæmt yfírliti vinn- umálaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins hefur skráðum atvinnu- leysisdögum snarfjölgað á síðustu vikum. í september voru skráðir um 11.200 atvinnuleysisdagar á móti 4.400 á sama tíma í fyrra eða ná- Iægt þrefalt fleiri nú en þá. At- vinnuleysisdögum fjölgaði um 1000 frá ágústmánuði en þessi fjöldi atvinnuleysisdaga jafngiidr því að um 514 manns sé án at- vinnu. Mikið hefur dregið úr eftir- Samkvæmt spám ættu íslend- ingar að verða þriðju eða fjórðu stærstu framleiðendur á eldislaxi í heiminum eftir tvö ár en í dag eru þeir í sjöunda sæti með um 1400 tonna ársframleiðslu af 140 þúsund tonna heimsfram- leiðslu. í dag framleiða Norð- menn mest eða 74 þúsund tonn og Skotar næstmest 21 þúsund tonn. Þetta kemur fram í síðasta frétt- abréfí SH. Frosti. Stærstu framleiðendur á eldi- slaxi hérlendis eru fyrirtækin fs- landslax hf. í Grindavík og ísnó í Kelduhverfi með um 70% af markaðssetningunni. í ár er spurn eftir vinnuafli, þó ekki gæti enn umtalsverðs atvinnuleysis. Þannig er nú engin umframeftir- spurn eftir vinnuafli en á sama tíma í fyrra vantaði þúsundir manna til starfa á vinnumarkað- inum. Þá gætir um þessar mundir mikillar óvissu á vinnumarkaði vegna efnahagsörðugleika. Óvenjumikið hefur verið um uppsagnir bæði í iðnaði og fisk- vinnslu og einnig hefur gjaldþrot- um fyrirtækja bæði í framleiðslu- og þjónustugreinum fjölgað verulega að undanfömu. reiknað með að slátrað verði um 1000 tonnum og þar af verður slátrað um 330 tonnum hjá ís- landslaxi. Af því er þegar búið að slátra og flytja út um 200 tonn og að undanfömu hefur fyrirtækið flutt út um 4,4 tonn á viku. Helstu markaðslöndin fyrir eldislax eru Bandaríkin, Frakkland, Þýska- land og Sviss. Að sögn Bjarna Guðmunds- sonar aðstoðarframkvæmda- stjóra íslandslax eru verðin fyrir kflóið af laxinum á Bandaríkja- markaði mismundandi eftir þyngd laxins og hvar hann er seldur en að jafnaði fást um 464 krónur fyrir kflóið um þessar Stúdentaráð Háskóla íslands samþykkti tvær ályktanir á fundi sínum á fimmtudag. Þrír stúdentaráðsliðar Röskvu lögðu fram ályktun þar sem því var fagnað að menntamálaráðherra ætlaði ekki að setja vexti á náms- lán. En Svavar Gestsson menntamálaráðherra lýsti þessu yfir á blaðamannafundi í síðustu viku. f ályktuninni segir að SHI muni aldrei sætta sig við vexti á námslán enda séu þau fram- færslulán. mundir. Flutningskostnaður með flugi er 73 krónur fyrir kflóið og eftir að borguð hafa verið erlend umboðslaun, vátrygging, um- búðir og annar vinnslukostnaður er skilaverð fyrir hvert kfló til fyrirtækisins um 314 krónur sem Bjarni segir að þýði að reksturinn standi á núlli. Þrátt fyrir viðunandi verð ytra á eldislaxi eru fiskeldis- og haf- beitarfyrirtæki á kúpunni og lausafjárstaða þeirra afar slæm vegna geysilegs samdráttar sem hefur orðið í seiðasölu. Áætlun íslandslax á sölu seiða í ár gerði ráð fyrir sölu fyrir 70 miljónir en þess í stað hefur fyrirtækið aðeins Önnur ályktun var lögð fram af fulltrúum Vöku. í henni er menntamálaráðherra minntur á að námsmenn hafi ekki enn feng- ið leiðréttingu á námslánum eftir „frystingu" Sverris Hermanns- sonar á vísitöluhækkun lána árið 1986. Hún hafi skert námslánin um 20%. f ályktun Vöku segir ennfrem- ur að núverandi ástand fram- færslumála sé algerlega óviðun- andi og hafi valdið því, að margi'r námsmenn hafi hrökklast frá selt fyrir um 10 miljónir króna og munar um minna. Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva hefur ítrekað farið þess á leit við stjórnvöld að fyrirtækjunum verði gert kleift að ala þau 10 miljón seiði sem óseld eru til manneldis en þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda hefur ansi lítið gerst í þeim málum. Menn binda þó vonir við að með nýjum landbúnaðarráðherra fari að rofa til og að hlúð verði að þessum vaxtarbroddi íslenskt efnahagslífs áður en það verður um seinan. -grh námi. SHÍ skori því á menntamálaráðherra að afnema áhrif vísitölufrystingarinnar frá og með fyrstu vetrarúthlutun, þannig að lán til einstaklings í leiguhúsnæði hækki úr 33,418 krónum í 40,102 krónur miðað við verðlag í september 1988. Báðar ályktanirnar voru sam- þykktar einróma. -hmp Hveragerði Varðúti Reykvíkingur á fimmtugsaldri fannst látinn í húsagarði í Hver- agerði sl. fóstudag og er talið að hann hafi orðið úti þar úm nótt- ina. Maðurinn kom til Hveragerðis sl. fimmtudag og ætlaði að hitta kunningja sinn sem reyndist ekki vera heima. Talið er að maðurinn hafi hrasað og fallið á gangstétt við hús kunningja sins, vankast við það og sofnað, en maðurinn var ölvaður. Hinn látni var giftur Qg tveggja barna faðir. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. -grh Hans Kuhn látinn Látinn er í Kiel Hans Kuhn, víðkunnur fræðimaður á sviði forníslenskra fræða og þá ekki síst skáldakvæða. Hans Kuhn var 89 ára að aldri. Fræðaferill hans átti sér áfanga í Berlin og Leipzig og hann dvaldi alllengi hér á íslandi. Hann var eftir endurkomu til síns heima- lands prófessor við háskólann í Kiel allt til 1969. Hann hélt áfram að skrifa um sín fræði síðan, þrátt fyrir háan aldur og blindu. Laxasala Mikil uppsveifla í vændum íslandi spáð 3. -4. sœti sem helstu útflytjendur á laxi 1990. Eru í dag í 7. sœti með 1400 tonn. íslandslax: 330 tonnum slátrað í ár og aðallega selt til Bandaríkjanna og Evrópu. 464 krónur fyrir kílóið að jafnaði 2 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 11. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.