Þjóðviljinn - 11.10.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.10.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRÉTTIR Tamílskir skæruliðar - barist fyrir sjálfstæði með barnamorðum. SriLanka: 66 drepnir Morðárás Tamíla á þorp Að minnsta kosti 66 manns hafa verið drepnir á Sri Lanka síð- an um helgina í árásum skæru- liða, bardögum þeirra og ind- verskra hermanna og í átökum mótmælafólks og lögreglu. Undirrótin er óánægja meðal jafnt Singhala og Tamfla, tveggja Qölmennustu þjóðerna eyjarinn- ar, með samning stjórna Indlands og Sri Lanka, gerðan með það fyrir augum að binda endi á mannskæð vígaferli Singhala og Tamfla, sem staðið hafa yfir í fímm ár. Mesta mannfallið varð í árás skæruliða, sem talið er að hafi verið úr liði svokallaðra Frelsis- tígra, á singhalskt þorp norðan til á miðhluta eyjarinnar. Drápu skæruliðar 45 manns, þar á meðal 18 börn. Frelsistígrarnir eru öflu- gastir tamflsku skæruliða- hreyfinganna á eynni. 11 Frelsis- tígrar féllu f viðureign við ind- verska hermenn á norðurhluta eyjarinnar, og á suðurhluta henn- ar drap lögregla nokkra menn úr hópum mótmælafólks af sing- hölsku þjóðerni. í umræddum samningi er gert ráð fyrir að norðurhluti eyjarinn- ar, þar sem Tamflar eru þorri íbúa, og austurhéruðin, þar sem býr fólk af ýmsu þjóðerni, fái sjálfstjórn nokkra. En hinir rót- tækari meðal Tamfla telja það ekki nóg fyrir sitt fólk og margir Singhalar álíta að með samningn- um sé verið að ofurselja Indverj- um hluta landsins. Indverjar hafa haft her á Sri Lanka síðan samn- ingurinn var gerður til að brjóta á bak aftur tamílska skæruliða. í forustu meðal þeirra Singhala, er mótmæla samningnum, er Þjóð- frelsisfylking svokölluð, sem er sögð marxísk. Reuter/-dþ. Palestínumenn: Ríkisstofnun fyrirhuguð Haft er eftir áreiðanlegum heimilduni að leiðtogar Palcstínu-Araba hafi komist að samkomulagi um að lýsa yfir stofnun ríkis á Vesturbakkanum og í Gaza. Reynist fréttin á rökum byggð, myndi samkomulag þetta að líkindum fela í sér einskonar viðurkenningu á tilverurétti ísra- els sem ríkis. Hér væri því um að ræða grundvallarbreytingu á afstöðu Palestínu-Araba til þessa. Sagt er að harðlínumenn í Frelsissam- tökum Palestínu (PLO) muni lítt hrifnir af tillögu þessari, en lík- legt sé engu að síður að hún nái fram að ganga innan samtak- anna. Mikilvægar ástæður að baki samkomulaginu munu vera tilkynning Jórdaníustjórnar í júlí Arafat - viðurkennir hann ísrael? s.l. um að hún afsalaði sér öllu tilkalli til Vesturbakkans og vax- andi áhrif íslamskra bókstafs- trúarmanna meðal almennings þar og í Gaza, en á bókstafstrúar- menn lítur PLO sem keppinaaut. Háttsettur talsmaður PLO skýrði svo frá í gær að endanleg ákvörðun um þetta yrði líklega tekin fyrir mánaðamótin. Yrði hinu nýja ríki þá skipuð bráða- birgðastjórn, sem yrði þó líklega að dveljast í útlegð meðan ísrael- ar halda Vesturbakkanum og Gaza hernumdum. Af hálfu ísra- elsstjórnar hefur því þegar verið lýst yfir, að hún líti á þetta sam- komulag palestínskra forustu- manna sem markleysu eina. Reuter/dþ. Fleiri Sovét-Gyöingar fá að fara En fáir þeirra halda til ísrael Is.l. mánuði var fleiri Gyðing- um leyft að flytjast frá Sovétr- íkjunum en á árunum 1985 og 1986 samanlögðum, að sögn al- þjóðlegrar stofnunar í Genf, sem fylgist með flutningum fólks milli landa. í sept. s.l. fóru 2295 Gyð- ingar frá Sovétríkjunum, og eru þetta mestu flutningar þeirra þaðan í einum mánuði síðan í aprfl 1980, er 2470 fóru. Kringum 1980 slepptu sovésk stjórnarvöld tugum þúsunda Gyðinga úr landi, en drógu mjög úr veitingu fararleyfa til þeirra um miðjan yfirstandandi áratug. 1985 fengu aðeins 1140 Gyðingar að flytjast frá Sovétríkjunum og 943 1986. En síðan hafa sovésk yfirvöld tekið að gerast örlátari á flutningaleyfi við þarlenda Gyð- inga og það sem af er árinu 1988 hafa 11.815 þeirra farið úr landi. ísraelar, sem hafa áhyggjur af því að þarlendum Aröbum fjölg- ar miklu hraðar en Gyðingum, leggja mikið kapp á að fá sovéska Gyðinga til að setjast að hjá sér, en með fremur litlum árangri. Flestir þessara útflytjenda frá So- vétríkjunum kjósa heldur að flytjast til Bandaríkjanna. Reuter/-dþ. Tékkóslóvakía: Umbótasinni segir af sér Lubomir Strougal, forsætisráð- herra Tékkóslóvakíu síðan 1970, sagði af sér því embætti í gær. Er talið að afsögnin stafi af dcilum milli hans og hinnar harð- íhaldssömu forustu kommúnista- flokks og ríkis í Tékkóslóvakíu. Miðað við aðra í forustunni hefur Strougal verið talinn um- bótasinnaður, þótt ekki sé hann það á við perestrojkumenn Gor- batsjovs. Hefur Strougal hvatt til þess að umbótum í efnahagslífi sé hraðað og gagnrýnt yfirvöld fyrir harðleikni við pólitíska andófs- menn. Giskað er á að tékkósló- vakískir valdhafar séu á nálum um að Pragvorið endurtaki sig ef eitthvað sé látið eftir umbóta- sinnum og muni þessvegna hafa bolað Strougal úr embætti. Reuter/-dþ. Angóla: Kúbanir á fönim? Haft er eftir bandarískum embættismönnum að Kúba hafi samþykkt að kalla heim her- sveitir sínar í Angólu á næstu 24- 0 mánuðum. Suður-Afríkustjórn hefur fyrir sitt leyti samþykkt að fallast á áætlun Sameinuðu þjóð- anna um að veita Namibíu sjálf- stæði á eins árs tímabili, er hefjist 1. nóv. n.k., með því skilyrði að áður næðist samkomulag um brottför Kúbana frá Angólu. Viðræður um þetta hafa undan- farið staðið yfir í New York milli fulltrúa Suður-Afríku, Angólu, Kúbu og Bandaríkjanna. Reuter/-dþ. Óeirðirnar í Alsír: Heittrúarmenn í forustu Óeirðirnar í Alsír halda áfram og hafa her og lögregla landsins þegar drepið um 100 manns í þeim, að sumra sögn, og sært mörg hundruð. Hreyfing ís- lamskra bókstafstrúarmanna virðist nú hafa tekið forustuna meðal þess fólks, sem stofnað hefur til óeirða vegna reiði út af sparnaðarráðstöfunum stjórnvalda, er rýrt hafa lífskjör almennings. Þetta er mesta of- beldisalda í sögu Alsírs síðan það varð sjálfstætt 1962. Reuter/-dþ. Bílakaup ríkisins 1989 Innkaupastofnun ríkisins áætlar aö kaupa um 140 bíla fyrir ríkisstofnanir áriö 1989. Lýsing á stærðum og útbúnaði bílanna er aö fá á skrifstofu vorri og þurfa þeir bifreiðainnflytjendur, sem vilja bjóöa bíla sína að senda verðtilboð og aðrar upp- lýsingar til skrifstofunnar fyrir 11. nóvember nk. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7, POSTHÓLF 1450. 125 REYKJAVÍK. AV Notaðu ' endurskinsmerki -og komdu heil/l heim. Eiginkona mín Ólöf Grimea Þorláksdóttir Stóragerði 23 lést í Landspítalanum 9. október Sigursveinn D. Kristinsson Þri&judagur 11. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Móðir okkar Sólveig Böðvarsdóttir Fannborg 7, Kópavogi lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 9. október. Árni Stefánsson Ingunn Erna Stefánsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.