Þjóðviljinn - 11.10.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.10.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Fjarkennsla í íslensku: Hvað? Fyrir hverja? Af hverju? i Höskuldur Þráinsson skrifar Betri kynning Blaðamaður á Þjóðviljanum kvartaði yfir því á dögunum að fjarkennsla sú sem nú er á döfinni hjá Fræðsluvarpi væri illa kynnt. Nú hefur Þjóðviljinn tekið að sér að bæta úrþessu, a.m.k. að þvíer varðar fjarnám í íslensku, með því að birta reglulega greinar um efnið á áberandi stað í blaðinu og er sjálfsagt að þakka það. Þó er enn eftir að geta nokkurra stað- reynda um þetta mál svo að mig langar til að fá að leggja orð í belg. Hvert er markmið íslenskukennslunnar? Undirbúningshópur íslensku- kennslunnar tók að sér að skipu- leggja hana að frumkvæði fjar- kennslunefndar menntamála- ráðuneytisins með eftirtalin markmið í huga: í fyrsta lagi átti þetta að vera kennsla og þjálfun í því að koma því frá sér á skipu- legan hátt sem menn þyrftu að segja - eða öllu heldur skrifa. í öðru lagi átti þetta að vera nám fyrir fullorðna og ekki átti að gera sérstakar kröfur um undirbún- ingsnám eins og tiltekna áfanga í framhaldsskóla til dæmis. f þriðja lagi átti þetta ekki að skarast beinlínis við neitt sem þegar væri kennt í framhaldsskólum heldur átti þetta að vera nýtt efni sem þörf væri talin á að koma á fram- færi. Þetta átti sem sé ekki að samsvara neinum tilteknum áfanga sem kenndur væri í ís- lensku á framhaldsskólastigi. í fjórða lagi átti að miða kennslu- efnið við það að nemendur gætu átt þess kost að fá þetta metið sem þátt í formlegu framhalds- skólanámi ef þeir óskuðu eftir því. Hvað á að kenna? Við höfum reynt að koma til móts við allar þessar óskir með því að skipuleggja nám sem skipt- ist í fjóra áfanga. Fyrsti áfanginn nefnist Mál og samfélag. Þar er fjallað um mál af ýmsu tagi, ólík málsnið svo sem talmál, ritmál, unglingamál, sérfræðingamál og svo framvegis. Þar er einnig gerð grein fyrir íslenskri málstefnu og málvöndun. Annar áfanginn nefnist Ritun. Þar eru nemendum kennd skipu- leg vinnubrögð við ritun, vakin athygli á mismunandi eðli ólíkra texta og veitt þjálfun í því að skrifa ýmiss konar ritsmíðar og ganga frá þeim. Þriðji áfanginn heitir Þýðing- ar. Námsefninu fyrir þennan áfanga er ætlað að kynna vinnu- brögð við þýðingar og veita þjálf- un í þýðingu margs konar efnis, ekki síst ýmiss konar nytjatexta af því tagi sem fjöldi fólks þarf að þýða, m.a. blaðamenn. Fjórði áfanginn kallast Frá- sagnarlist. Þar er fjallað um ým- iss konar frásagnir, bæði frá fyrri tíð og úr nútímanum, og veitt þjálfun í þeirri list að segja sögu. Með þessu móti er reynt að koma að nokkurri kennslu í meðferð talaðs máls, en það er auðvitað sú undirstaða sem allt hvílir á. Af hverju er verið að kenna þýðingar? phh blaðamanni á Þjóðviljan- um þykir greinilega skrýtið að námskeið í þýðingum skuli vera meðal þess sem boðið er upp á í þessu fjarnámi (sbr. grein hans í Þjóðviljanum 6. 10.). Því er kannski ómaksins vert að útskýra þetta svolítið. phh heldur greini- lega að við þýðingar fáist aðeins „vel menntaðir menn“ sem engin ástæða sé til að sinna í fjar- kennslu í íslensku. Eitt af mark- miðum þessa áfanga - og þá m.a. sjónvarpsþáttarins sem fylgir honum - er reyndar að vekja at- hygli manna á því hvað þýðingar koma geysilega víða við sögu í nútímaþjóðfélagi og hvað það eru í raun margir sem fást við þýðingar af einhverju tagi og verða að gera það. Það eru miklu fleiri sem fást við þýðingar en þeir ágætlega hæfu menn sem hafa þýtt sígild bókmenntaverk á íslensku. Blaðamenn og frétta- menn eru sífellt að þýða og endu- rsegja erlendar fréttir og greinar, þeir sem flytja inn erlendar vörur þurfa að þýða auglýsingar og ur komið og að því loknu fá menn bréf upp á það að hafa lokið þeim áföngum sem um er að ræða. Sjónvarpsþættirnir fylgja ekki með þessu kennsluefni vegna þess að ekki var talið víst að allir hefðu tök á að skoða myndbönd heima hjá sér. Þeir verða hins vegar fáanlegir hjá Fræðsluvarp- inu. í þriðja lagi geta menn fengið þetta nám metið til eininga á framhaldsskólastigi ef þeir hafa áhuga á því. Þá verða menn að þreyta sérstakt próf að námskeiði loknu. Hvaðan kemur kennsluefnið? í fjarkennslu í ensku eða frön- sku er auðvitað hægt að fá erlent efni og sjálfsagt að reyna að nýta sér það eftir föngum. Efni til ráðast í þetta fyrirtæki og taka um leið fjárhagslega áhættu af því. Sú áhætta er reyndar umtalsverð vegna þess að hér er um nýja til- raun að ræða og ógerlegt að áætla fyrirfram með nokkurri vissu hve margir kynnu að vilja taka þátt í þessum námskeiðum. Nú vildi svo til að í undirbún- ingshópnum sátu tveir íslensku- kennarar sem voru jafnframt tengdir bókaforlögum. Annar þeirra lét í ljós mikinn áhuga á því að takast á við þetta verkefni. Það var Heimir Pálsson, deildar- stjóri hjá Iðunni. Að athuguðu máli taldi fjarkennslunefnd að vænlegt væri að ganga til samn- inga við Iðunni um þetta verk- efni, enda forlagið þekkt fyrir út- gáfu á ódýrum og vönduðum kennslubókum. Þar við bættist svo að hjá Iðunni er aðstaða fyrir höfunda kennsluefnis til að fylgj- „Það var líka augljóstað þessi kennslayrði ekki síst mikilvœgfyrir dreifbýli. Þess vegna hefðiskotið heldur skökku við aðfela einhverjum Reykjavíkurskólanna hana - rétt eins og ekki væri einu sinni pósthús úti á landi. Við þessar aðstæður virtistfráleitt að efna til útboðs eða leita tilboða og mönnum þótti óeðlilegt að fela einkaaðilum eðasamtökum (t. d. Bréfaskólanum) þá kennslu sem hér var verið að setja afstað“. upplýsingar um vöruna, fjöldi fólks þarf að þýða ýmiss konar leiðbeininga- og upplýsingabækl- inga, kennsluefni er þýtt, kvikmyndatextar eru þýddir, sjónvarpsefni er þýtt (og það er reyndar lagaskylda), notkunar- reglur eru þýddar, ýmiss konar afþreyingarefni er þýtt. Samt hafa þýðingar að verulegu leyti orðið útundan í skólakerfinu, enda býsna erfitt að koma þeim við í kennslu stórra hópa eins og þeirra sem framhaldsskóla- kennarar þurfa oftast að sinna. Margt af því klúðurslegasta sem sést á prenti er reyndar þýtt efni svo að það hefur verið mál manna að ekki veitti af tilsögn á þessu sviði. Það er auðvitað rétt athug- að hjá phh að enginn þýðir nema kunna eitthvað í a.m.k. einu máli auk móðurmálsins. Þörfin var þó talin brýnni en svo að þessar for- kröfur ættu að banna að fengist væri við þetta í fjarkennslunni. Hverjir geta nýtt sér kennsluna og hvernig? í fyrsta lagi er þess að geta að þeir sjónvarpsþættir og útvarps- þættir sem gerðir hafa verið í tengslum við þetta verkefni eru ætlaðir öllum - það eiga allir að geta haft gagn - og jafnvel gaman - af þeim, hvort sem þeir kaupa sér kennsluefnið eða ekki. Ég get ekki áttað mig á því af hverju phh blaðamaður á Þjóðviljanum telur slíka almenningsfræðslu „óþarfa" í undarlega neikvæðri umfjöllun sinni um verkefnið í Þjóðviljanum 4.10. í öðru lagi geta menn stundað formlegt nám í íslenskunni með því að káupa það kennsluefni sem tengist þessum þáttum, þ.e. kennslubækurnar, kennslubréfin og snældurnar með útvarpsþátt- unum. Það nám fer fram með bréfaskólasniði eins og fram hef- fjarkennslu í íslensku liggur aftur á móti ekki á lausu í útlöndum. Á innlendum markaði var ekki heldur völ á miklu efni sem hent- aði þeim markmiðum sem sett voru, m.a. vegna þess að ætlunin var að brjóta nokkuð nýjar leiðir. Þess vegna hafa þeir sem unnu að undirbúningi þessarar kennslu samið nær allt efni sem þarna er um að ræða og skipt þar með sér verkum eftir efnum og ástæðum. Það var eitt af verkefnum hóps- ins. Þetta eru fjórar kennslubæk- ur, ein fyrir hvern áfanga (Mál og samfélag eftir Indriða Gíslason, Baldur Jónsson, Guðmund B. Kristmundsson og Höskuld Þrá- insson; Handbók um ritun og frá- gang eftir Ingibjörgu Axelsdóttur og Þórunni Blöndal; Um þýðing- ar eftir Heimi Pálsson og Hö- skuld Þráinsson; „Eitt verð ég að segja þér... “ eftir Ásgeir S. Björnsson og Baldur Hafstað). Auk þess er sýnisbókin Bergmál hluti kennsluefnis í síðasta áfang- anum, en Guðrún Bjartmarsdóttir sá um útgáfu hennar. Þá er að nefna kennslub- réf með viðbótarskýringum og verkefnum og þau eru samin af Steingrími Þórðarsyni, Baldri Sigurðssyni og Bjarna Ölafssyni auk flestra þeirra höfunda sem áður voru taldir upp. Af hverju gefur Iðunn efnið út? Það er bókaútgáfan Iðunn sem sér um útgáfu og dreifingu á öllu þessu prentefni ef frá er talin sýn- isbókin Bergmál sem Mál og menning gaf út en Iðunn dreifir með þessu efni. Nú má auðvitað spyrja af hverju Iðunn fær þetta verkefni en ekki eitthvert annað bókaforlag. Fjarkennslunefnd taldi frá upphafi að réttast væri að fela þetta einhverju forlagi sem hefði verulega reynslu af útgáfu kennsluefnis og treysti sér til að ast með öllum undirbúningi út- gáfu allt til loka, m.a. umbroti textans, og það hefur reynst ómetanlegt í þessari vinnu. Ég vil reyndar leyfa mér að fullyrða að ekki hefði verið hægt að vinna þetta á þessum tíma við aðrar aðstæður. Þarna hafa kennslubækur og kennslubréf allra höfundanna verið unnin í sumar á ótrúlega skömmum tíma. Því verki hefur Heimir Pálsson stjórnað og sýnt sama kapp, ósérhlífni og metnað og hann er kunnur að við öll verk sem hann gengur í. Hann hefur unnið þar ófá kvöld og helgar við að ganga frá þessum kennslubók- um og kennslubréfum. Það er von að honum sárni þegar ófyrir- leitinn blaðamaður reynir allt hvað hann getur til að gera þessa vinnu Heimis tortryggilega fyrir þær sakir einar að hann tók þátt í því eins og aðrir í undirbúnings- hópnum að semja hluta kennslu- efnisins. Það er sjálfsagt rétt að „sumir eru viðkvæmari en aðrir“ eins og blaðamaðurinn orðar það. En það er áreiðanlega líka rétt að sumir eru illgjarnari en aðrir. Er þetta dýrt nám? Þjóðviljinn sér ástæðu til þess að slá því upp efst á forsíðu með heimsstyrjaldarletri að þetta fjar- nám í íslensku sé dýrt. Inni í blað- inu kemur fram að samkvæmt út- reikningum phh er það tvöfalt dýrara en öldungadeildarnám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Þar kemur þó líka fram að sam- kvæmt reikningsaðferðum phh er fjarnámið ódýrara en öldunga- deildarnám við Verzlunar- skólann en ekki er nú talin ástæða til að fara með slíkt á forsíðu blaðsins. Annars er þessi samanburður alveg út í hött. Fjarkennsla af þessu tagi er auðvitað algjörlega ósambærileg við hópkennslu á borð við þá sem fram fer í venju- legum öldungadeildum. Hvernig á til dæmis að meta það í pening- um að þeir sem stunda fjarnámið geta gert það hvar sem þeir búa, hvernig sem vinnutíma þeirra er háttað, hverjar sem aðstæður þeirra eru, hvenær sem þeir vilja o.s.frv. en þeir sem vilja stunda venjulegt öldungadeildarnám verða að sækja kennslustundir í einhverjum framhaldsskóla á ákveðnum tíma? Þjónustan er á engan hátt sambærileg. Af hverju er því ekki slegið upp í Þjóðvilj- anum, blaði sem kennir sig við jafnrétti, að fjarnám af þessu tagi jafni aðstöðu þeirra sem búa fjarri framhaldsskólum og hinna sem hafa þá innan seilingar? Auðvitað væri æskilegt að þetta væri ennþá ódýrara og kannski geta sveitarfélög stutt við bakið á sínu fólki í þessu námi líkt og þau taka þátt í rekstri fjölbrauta- skóla. Það er svo aftur á móti pólitísk spurning hvort nemendur eiga yf- irleitt að greiða nokkuð fyrir kennslu á framhaldsskólastigi, hvort sem um er að ræða hefð- bundið öldungadeildanám eða nám með bréfaskólasniði. En ef þeir greiða eitthvað á annað borð skiptir kannski minnstu hvort það eru 2.000 eða 4.000 krónur til dæmis. Menn eiga líklega ekki kost á mörgum námskeiðum sem kosta minna en 4.000 krónur. Lit- greining eina kvöldstund kostar 4.000 krónur og algengt er að klukkustundin á tölvunám- skeiðum kosti 400-1.000 krónur á mann og ýmis námskeið á vegum einkaaðila eru miklu dýrari en það. Af hverju (ekki) Selfoss? Loks er kannski vert að nefna þá hugmynd phh að það hefði átt að „leita útboða“ áður en Fjöl- brautaskólanum á Selfossi var falin umsjón með íslenskukennsl- unni. Ég býst við að phh eigi við að það hefði átt að leita tilboða (eða látafara fram útboð). Þar er að ýmsu að gæta. Fjarnám í ís- lensku var skipulagt að undirlagi fjarkennslunefndar menntamála- ráðuneytisins eins og áður hefur komið fram. Þar var sú stefna mjög snemma mörkuð að í fyrstu atrennu skyldi stefna að námi „á framhaldsskólastigi" og gæti nýst í vali eða kjarna framhaldsskól- anna. Þar með var líka augljóst að það yrði að hafa náið samráð við framhaldsskólakennara um skipan námsins og eðlilegt væri að fá framhaldsskóla til þess að annast „kennsluna". Það var líka augljóst að þessi kennsla yrði ekki síst mikilvæg fyrir dreifbýli. Þess vegna hefði skotið heldur skökku við að fela einhverjum Reykjavíkurskólanna hana rétt eins og ekki væri einu sinni póst- hús úti á landi. Við þessar að- stæður virtist fráleitt að efna til útboðs eða leita tilboða og mönnum þótti óeðlilegt að fela einkaaðilum eða samtökum (t.d. Bréfaskólanum) þá kennslu sem hér var verið að setja af stað. Fjölbrautaskóli Suðurlands var einn þeirra skóla sem sýnt höfðu áhuga á og sótt um fjárveitingar til að koma slíku námi á fót. Hann varð fyrir valinu og ég er viss um að þar verður verkefnið leyst með sóma. Höskuldur Þráinsson Þriðjudagur 11. október 1988 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.