Þjóðviljinn - 11.10.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.10.1988, Blaðsíða 11
_____________ SKAK_________________ Heimsbikarmót Stórmeistarasambandsins Neistaflug og glæringar Skák Kasparovs ogJóhanns einna líkust sinfóníu með ótal fléttum, stefjum, tilbrigðum og hádramatískum lokaþœtti Þegar sjötta umferð Heimsbik- armótsins hófst í fyrradag beindust sjónir alira að borði Garríjs Kasparovs og Jóhanns Hjartarsonar. Skák dagsins var sem sagt viðureign heimsmeistar- ans og sterkasta stórmeistara okkar Islendinga. Ýmsir bjuggust við hörkuvið- ureign, aðrir voru daufir og kváð- ust sannfærðir um að Kasparov yrði ekki skotaskuld úr því að innbyrða vinninginn. Þriðja sjón- armiðið var á þá lund að þar eð heimsmeistarinn væri ekki í stuði- á þessu móti, ímyndunaraflið frjóa og keppnisharkan hefðu orðið eftir eystra, myndi skák þeirra Jóhanns lykta með jafn- tefli eftir skamma taflmennsku. Nú. Kasparov fór sér að engu óðslega en fáum blandaðist hug- ur um að liðsflutningar hans og herútboð væru forleikur drama- tískra tilþrifa. Jóhann beið átekta og að lokum fór svo að heimsmeistarinn lét vaðá á súð- um skömmu fyrir lok fyrsta þátt- ar. Á meðan þessu fór fram reyttu aðrir meistarar fjaðrirnar hverjir af öðrum. Aðeins skákum Spas- skíjs og Anderssons, Nunns og Speelmans lyktaði með jafntefli í fyrradag. f öðrum var teflt til úr- slita. Sóknarskákmaðurinn Sax lagði sóknarskákmanninn Ehl- vest að velli í snarpri og skemmti- legri viðureign. Eistlendingurinn er hvalreki á fjörur skákunn- enda, sigrar með tilþrifum þegar hann stýrir hvítu liði og lýtur í lægra haldi með tilþrifum þegar honum ber að verjast með svörtu. Kortsnoj gaf Ríblí engin grið. Kom Ungverjanum í opna skjöldu með l.e4 og tefldi síðan frumlega gegn sikileyjarvörn. Viktor „grimmi" brá ekki vana sínum og lenti í bullandi tíma- hraki. En þegar 40 leikir voru að baki var ljóst að hrókur og biskup Ríblís máttu sín lítils gegn drottn- ingu og frípeði Kortsnojs. Nikolic tapaði tveim skákum um helgina. í sjöttu umferð réð hann ekki við enskan leik Tim- mans. Sókólov stýrði svörtu gegn Kampakátir skeggræða Jóhann og Kasparov hina tilþrifamiklu viðureign sína. Mynd: Þóm. Margeiri og sigraði, en ekki á j afn óskammfeilinn hátt og gegn Jó- hanni í fimmtu umferð. í þeirri viðureig'n reyndi Sovétmaðurinn að sækja að kóngi landans en það var feigðarflan. Jóhann fléttaði sér gjörunnið tafl en lék sig því- næst í mát! Júsúpov beitti hollenskri vörn gegn drottningarpeði Beljav- skíjs. Eftir tvo magnaða drottn- ingarleiki Jússa, ...Da5 og ...Dc5+, átti Belli sér ekki við- reisnar von. Hann gaf skákina eftir þriðja eiturleik drottningar- innar, ...Df2. -ks. Tvö sovésk meistaraveik Mikhael Tal - Lajos Portisch „Töframaðurinn frá Ríga“ hefur heillað mótsgesti með frábærri frammistöðu sinni og léttleikandi taflmennsku. Spænskur leikur X. e4-e5 8. Dxd4-0-0 2. Rf3-Rc6 9. Rc3-Bg4 3. Bb5-Rf6 10. Dd3-Bxf3 4. 0-0-Be7 11. Dxf3-Rd7 5. Hel-d6 12. b3-Bf6 6. d4-exd4 13. Ba3! 7. Bxc6+-bxc6 (Parna stendur biskupinn mun bet- ur en á b2. í næstu leikjum teflir Ung- verjinn fremur ráðleysislega og Tal nær að hrifsa til sín sterkt frum- kvæði.) 13. .. He8 16. Dd3c5 14. Hadl-He6 17. f4-Bf6 15. Re2-Be5 18. e5! (Öflugur leikur sem veldur Port- isch miklum erfiðleikum. Hann á afar erfitt með að þróa stöðu sína á eðli- legan hátt.) 18. .. Bh4 21. Rg3-Db8 19. Hfl-Be7 22. Re4-Db6 20. Bb2-Bf8 23. c4 (Nauðsynlegur leikur því svartur hótaði mörgum tilvikum c5 - c4+.) 23. .. Be7 25. exd6! 24. Hf3-Hbd8 (Loks ákveður Tal stöðu e-peðsins enda var Portisch þess albúinn að leika - dxe5. Eðlilegasti leikur svarts er nú 25... cxd5 en Portisch leist ekki á blikuna leiki hvítur 26. f5! og láir honum það enginn.) 25. .. Bxd6 27. Df5! 26. Rg5!-Hg6! (Þessi er einum of erfiður, 27. .. f6 strandar á 28. De6+ o.s.frv.). 27. .. Rf6 28. Bxf6-gxf6 (Vitaskuld ekki 28. .. Hxf vegna 29. Dxh7+ o.s.frv.). 29. Re4-Kg7 30. Hg3! (Hótar 30. Dxf6+.) 30. .. Be7 31. Hxd8-Bxd8 (Ekki 31. .. Hxg3 32. Hd7 og vinnur.) i 32. Hd3-Da5 33. Hd2 (Tal fer sér að engu óðslega heldur útilokar allt mótspil Portisch.) 33. .. Be7 34. h4-h5 (Iil nauðsyn því Tal hótaði að „ból- stra“ hrókinn með 35. h5.) 35. Dxh5-f5 37. De5+-Bf6 36. Dxf5-Bxh4 38. Rxf6!-Hxf6 (En ekki síður. .. Dxd2 39. Re4+ f6 40. De7+ og vinnur.) 39. Hd3-Db6 40. f5 - og Portisch gafst upp enda er staða hans algerlega vonlaus. Garrí Kasparov - Jóhann Hjartarson Skák Jóhanns Hjartarsonar við heimsmeistarann í 6. umferð er tví- mælalaust eftirtektarverðasta viður- eign mótsins. Nimzoindvtrsk vörn 1. d4-Rf6 2. c4-e6 (f 4. umferð lék Kasparov 3. Rf3 gegn Ribli en það gafst ekki vel svo hann leitar á önnur mið.) 3. .. Bb4 4. Dc2 (Þetta afbrigði er að komast í tísku þó heimsmeistarinn hafi ekki beitt því fyrr en nú.) 4- . 0-0 7. Bg5.Bb7 5. a3-Bxc3+ o n 6. Dxc3-b6 (Oftast er leikið 8. e3 og síðar - f3. Kasparov vill leika - e4 í einu stökki. Þó ótrúlegt kunni að virðast er þetta senniiega ný hugmynd.) 8- •• d6 10. d5-Rbd7 9. e4-c5 (í sumum tilvikum getur svartur leikið - Rxd5 eða - Rxd4 þó varla hér 3. Rc3 Staðan eftir 6 umferðin 1. Tal: 4,5 v. 2. -4. Kasparov, Beljavskíj og Júsúpov: 4 v. 5.-7. Timman, Sax og Sókólov: 3,5 v. 8.-11. Ehlvest, Andersson, Speelman: 3 v. 12.-14. Nikolic, Portisch og Kortsnoj: 2,5 v. 15.-17. Jóhann, Ríblí, Spasskíj: 2 v. 18. Margeir: 1,5 v. t.d. 10... Rxe411. Bxd8 Rxc312. Bc7 o.s.frv.) H. Rh3 (Útilokar áðurnefnda möguleika í eitt skipti fyrir öll.) 11. .. exd5 17. Bfl-Bc8 12. cxd5-a6 18. Rf2-Rg6 13. Bd3-h6 19. Bd2-Bd7 14. Bf4-De7 20. b4-Hfc8 15. 0-0-b5 21. f4! 16. Hfel-Re5 (Undirbýr framrás e-peðsins. Það er ljóst að Kasparov stendur mun bet- ur að vígi eftir byrjunarleikina og Jó- hann getur í raun aðeins beðið átekta.) 21. .. cxb4 24. Hxcl-Re8 22. Dxb4-Hc2 25. Hel-Hc8 23. Hecl-Hxcl 26. Bd3 (Hvítur hefur náð að valda alla mikilvæga reiti eftir c-línunni og getur einbeitt sér að enn frekari stöðuupp- byggingu. Er hér var komið sögu hafði Jóhann hinsvegar náð miklu tímaforskoti á Kasparov, ætlaði greinilega ekki að lenda í tímahraki aftur eftir reynsluna úr 5. umferð er hann tapaði algerlega ónauðsynlega fyrir Solokov.) 26. .. Df6 39. Bd4-Dd8 27. g3-h5 30. Dd2 28. Be3-h4 (Kasparov hefur með markvissri taflmennsku náð að auka yfirburði sína og í næstu leikjum verður Jóhann að láta sér það lynda að leika mönn- unum fram og til baka.) 30. .. Rf6 34. Bdl-hxg3 31. Be2-De7 35. hxg3-Rf8 32. Bf3-Re8 36. Bb3-Rg6 33. He3-Dd8 37. e5(?) (Ég gerist svo djarfur að gagnrýna heimsmeistarann fyrir að undirbúa þessa framrás ekki betur. Hann virð- ist hafa vanmetið mótspilsmöguleika Jóhanns. Betra var því hugsanlega 37. He2 og halda valdi á g5-reitnum). 37. .. dxe5 39. Re4-Dh5 38. 6te5-Dg5! (Drottningin er komin í ógnandi aðstöðu og Jóhann hefur skyndilega skapað sér mótspilsmöguleika.) 40. e6-fxe6 (Hér hugsaði Kasparov sig um í næstum hálfa klukkustund. Hann sá að eftir 41. dxe6 Bc6 er erfitt að fylgja sókninni eftir. Framhaldið sem hann velur leiðir til afar flókinnar baráttu og þeir sem voru búnir að afskrifa Jóhann urðu nú að endurskoða af- stöðu sína.). 41. Rc5-e5 (Þvingað.) 42. d6+-Kh7! 43. Rxd7 (43. He2 kom einnig til álita.) 43. .. exd4 44. He2-Hc3! (Skarpari leikur en 44. .. Hcl + sem þó var eigi óálitlegur möguleiki.) 45. Del! (Leikið samstundis. Kasparov hafði nú notað 2 klst, og 33 mínútur en Jóhann 1 klst. og 50 mínútur. Hann hugsaði sig nú um í röskar 40 mínútur.) (Það er sjaldgæft að finna stöðu sem er svo auðug af möguleikum. Svo nokkur dæmi séu tekin er hægt að leika: A: 45. .. Rf4, sem strandar á eftirfarandi leið sem heimsmeistarinn benti á eftir skákina: 46. Bc2+ Kh6 47. Be4! og vinnur. B: 45. .. Rxd6. Eftir 46. Hh2 Dxh2+ 47. Kxh2 Hxb3 og 48. Ddl! Hb2+ 49. Kh3 og hvítur á vinningsmöguleika, t.d. 49... Rf5 50. Dd3! o.s.frv. C: 45... He3. Staðan er nokkuð óljós en mér virðist hvítur eiga vinmngstatt ettir 40. tixed axeJ 47. Bc2 með hótuninni 48. Rf8+ D: 45. .. Hcl!! Besti leikurinn og það er erfitt að finna vinning í stöðunni. Lítum á möguleika. 46. Bdl Rh4! 47. gxh4 (47. Rf8+ Kg8 48. d7 Rf3+ 49. Kf2 Rxel og svartur hefur ekkert að óttast - 48. gxh4 Kxf8 svartur má vel við una.) Dg4+ Kh2 Dxd7 49. Hxe8 Dxd6+ og þessi staða er jafntefli. At- hugið að 49- .. Hxdl strandar á 50. De4+ og vinnur. Eftir því sem næst verður komist heldur 45. .. Hcl jafn- tefli. En Jóhann valdi annan leik sem tapar.) 45. .. Rh4? 46. Rf8+-Kh8 (Eftir46... Kh6 vinnur eftirfarandi leið: 47. Ðd2+ g5 48. He6+ Kg7 49. Dxd4+ Kxf8 50. Hxe8+ Kxe8 (50. .. dxe8 51. Df6+) 51. De5+ Kd7 52. De7+ Kx8 53. d7+ og mátar í nokkr- um leikjum.) 47. Rg6+!-Dxg6 50. Dd2+-Kh5 48. Hxe8+-Kh7 51. He5+-Rf5 49. Bg8+-Kh6 52. De2+-Kg5 (Ekki 52... Kh6 53. Dh2+ Kg5 54. Dh4 mát.) 53. d7-Dd6 55. Kf2-g6 54. De4-Hxg3+ 56. Hd5 - og Jóhann gafst upp. Þegar skák- inni lauk klöppuðu hinir fjölmörgu áhorfendur skákmönnunum lof í lófa. Þriðjudagur 11. október 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Urslít fimmtu umferðan Ehlvest-Timman: 1-0 Júsúpov-Spasskíj: 1-0 Speelman-Kortsnoj: 1-0 Jóhann-Sókólov: 0-1 Nikolic-Beljavskíj: 0-1 Ríblí-Tal: 0-1 Sax-Margeir: jafnt Andersson-Nunn: jafnt Portisch-Kasparov: jafnt í dag tefla: Ehlvest-Margeir Nikolic-Sax Júsúpov-Timman Andersson-Belj avskíj Speelman-Spasskíj Ríblí-Nunn Portisch-Kortsnoj Jóhann-Tal Sókólov-Kasparov Úrslitsjöttu umferðan Kasparov-J óhann: 1-0 Sax-Ehlvest: 1-0 Kortsnoj-Ríblí: 1-0 Tal-Portisch: 1-0 Timman-Nikolic: 1-0 Bel j avskíj - J úsúpov: 0-1 Margeir-Sókólov: 0-1 Nunn-Speelman: jafnt Spasskíj - Andersson: jafnt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.