Þjóðviljinn - 29.10.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.10.1988, Blaðsíða 3
Hvaladeilan _____________________FRETTIR________________________ Rœkja 40% samdráttur á tveim ámm Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda: Meiriháttar áfall. að er allt útlit fyrir 25% sam- drátt í úthafsrækjuveiðum í ár þrátt fyrir aukna sókn og ljóst að margir ná ekki að veiða upp í kvóta sína. Þá leggur Hafrann- sóknastofnun til að úthafrækjuk- vótinn 1989 verði aðeins 20 þús- und tonn þannig að samtals er hér um 40% samdrátt í rækjuveiðum á 2 árum sem er meiriháttar áfall“, sagði Jón Alfreðsson for- maður Félags rækju- og hörpu- diskframleiðenda og kaupfélags- stjóri Kaupfélags Steingríms- fjarðar á Hólmavík. í nýafstöðnum rannsóknar- leiðangri Hafrannsóknarstofn- unar frá Norðurkanti að Hér- aðsdjúpi kom í ljós sem margann hafði grunað, mikil minnkun á stofnstærð frá 1987 til 1988. Við upphaf úthafsrækjuveiða var afli á sóknareiningu um 150 kíló á klukkutímann en hefur minnkað all verulega eða úr 93 kg/klst. 1985 í 65 kg við Norðurland í ár og úr 125 kg/klst. 1986 í 84 kg við Norðausturland. í ár er aðeins búist við að út- hafsrækjuaflinn verði aðeins um 27 þúsund tonn en var á síðasta ári 35 þúsund tonn af 39 þúsund tonna heildarafla. Þegar rækju- verksmiðjum var úthlutað kvóta í ár urðu margir ókvæða við og töldu sig hafa fengið minna en skyldi. I dag prísa þeir sig sæla ef þeir ná kvótanum og margir telja það næsta vonlaust vegna mun minni afla en gert hafði verið ráð fyrir. Verulegar birgðir voru af rækju í landinu síðsumars en grynnkað hefur á þeim upp á síð- kastið enda lítil framleiðsla verið síðustu 2 mánuðina. Rækjuverð er áfram slakt en hefur þó staðið í stað að undanförnu en þangað til hafði það lækkað um 15% frá því í júní sl. Rækjuveiðar í Húnaflóa máttu byrja í vikunni en vegna veðurs fóru fáir bátar á sjó fyrsta daginn. 13 bátar gera út á rækju Hólma- víkurmegin, vestanmeginn, en sitthvað færri austanmegin. Kvóti hefur verið ákveðinn 1800 tonn. Lítið er af seiðum í flóanum ;n því meir af smárækju. -grh ALDI kaupir Vestur-þýska fyrirtækið ALDI mun halda áfram viðskiptum við Sölustofnun lagmetis en ALDI hafði áður lýst því yfir að öllum kaupsamningum yrði rift vegna hvalveiða íslendinga. Stjórn Sölustofnunarinnar segir í fréttatilkynningu sem send var út í gær að ekki beri að van- meta áhrifamátt Greenpeace og samtaka umhverfisverndar- manna á skoðanamyndun al- mennings í helstu viðskipta- löndum okkar. Stöðvun við- skipta þýska fyrirtækisins Tang- elmann við SL hafi þegar skaðað markaðsstöðuna þarlendis og af- komu fjölda lagmetisverksmiðja um tugi miljóna króna. Fiskifélag íslands Fiskiþing sett á mánudag Stendur í 5 daga með þátttöku 39 fulltrúa frá landsbyggðinni og helstu hagsmunasamtökum sjávarútvegsins Á mánudag 31. október nk. set- ur Þorstcinn Gíslason fiskimála- stjóri 47. Fiskiþing sem stendur til 4. nóvember nk. Rétt til þing- setu hafa 39 fulltrúar, sem koma frá Iandsbyggðinni og helstu hagsmunasamtökum sjávarút- vegsins. Helstu málaflokkar þingsins verða afkoma sjávarútvegsins, ástand fiskistofna, framkvæmd fiskveiðistjórnunar, byggðaþró- un og framtíð hinna ýmsu útgerð- arstaða, fiskmarkaðir og frjáls verðlagning á fiski, markaðsmál og útflutningur á óunnum fiski, öryggis- og fræðslumál og önnur mál er snerta sjávarútveg. Auk þessa munu fjölmargir að- ilar flytja erindi á fyrsta degi þingsins ss. Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur, Arni Benedikts- son framkvæmdastjóri, Einar Oddur Kristjánsson fram- kvæmdastjóri, dr. Grímur Vald- imarsson forstjóri Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins og fiski- fræðingarnir Unnur Skúladóttir og Hrafnkell Eiríksson. Þá mun Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra ávarpa þingið við upphaf þess. -grh Söfnun 300.000 heimilis- lausir Mið-Ameríkunefndin safnar til fórnaríamba ,Jóhönnu“ Um þrjú hundruð þúsund manns eru taldir hafa misst heim- ili sitt í Nicaragua þegar fellibyl- urinn Jóhanna óð þar yfir, og hef- ur Mið-Ameríkunefndin ákveðið að hefja söfnun til styrktar fórn- arlömbum náttúruhamfaranna. Það er sendiráð Nicaragua í Stokkhólmi sem hefur beðið um að gengist verði fyrir söfnuninni á Norðurlöndum, og hvetur ein- staklinga og samtök að leggja sitt af mörkum. Reikningur söfnunarinnar hér er sparisjóðsbók númer 801657 í Alþýðubankanum, Laugavegi, og er hægt að leggja fram fé með gíróseðli í öllum bönkum og sparisjóðum. Mið-Ameríku- nefndin veitir nánari upplýsingar í síma 17966 frá kl. 17-19 alla virka daga. UMTALAÐA N0RSKA HEIMIIDARMYNDIN STÖD 2 SUNNUDAGSKVÖLD KL. 22:15 Þetta er heimsfræg, norsk heimildarmynd um eina hræðilegustu niðurlasgingu mannkyns: Kynferðislega misnotkun á bömum. Hún er gerð fyrir norska dómsmálaráðuneytið og kostuð af því, ásamt Rauða krossinum og einkaaðilum. Myndin hefur vakið fádæma athygli og viðbrögð í öllum löndum þar sem hún hefur verið sýnd. Hún þykir gefa skýra mynd af þessum hryllingi víðsvegar í heiminum. Myndinni er ekki ætlað að veita nein svör, - heldur fræða og sánna að þessi glæpur er bláköld staðreynd. Athugið að myndin er alls ekki við hæfi bama og að í myndinni eru atriði sem viðkvæmt fólk ætti ekki að sjá. Eftir útsendingu myndarinnar verður bein útsending frá umræðum í sjónvarpssal Stöðvar 2. Þar er þetta vandamál til umfjöllunar og rætt um á hvem hátt það tengist íslensku samfélagi. KYNFERÐISLECT 0FBE1DIÁ BÖRNUM ER MÁL SEMEKKIÁABÞEGJAYFIR.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.