Þjóðviljinn - 29.10.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.10.1988, Blaðsíða 1
Hvaladeilan Hvalavinir reyna milligöngu Hvalavinir leggjafram„málamiðlun"frá Grœnfriðungum áfundi meðforsœtisráðherra Fulltrúar íslenska hvalavinaf- élagsins hafa átt tvo fundi með Steingrími Hermannssyni forsæt- jsráöherra í vikunni og kynnt fyrir honum það sem þeir telj vera málamiðlunarlausn sem Grænfriðungar geti sæst á í hval- veiðideilunni,. Málamiðlunin gengur út á að íslendingar lýsi yfir framhaldi hvalarannsókna en jafnframt að ekki verði veidd nein dýr næsta sumar, þar sem búið sé að taka nægilega mikið af sýnum. „Við hjá Hvalavinafélaginu erum þeirrar skoðunar að íslend- ingar geti enn bakkað úr þessu máli með fullri reisn. Það er eng- in þörf á því að við látum niður- lægja okkur," sagði Magnús Skarphéðinsson, einn hvalavina, við Þjóðviljann í gær. Hann sagði að hvalavinir hefðu kynnt fyrir forsætisráðherra drög að mögulegri málamiðlun, sem gengur út á það að íslendingar lýsi því yfir að þeir muni ekki veiða neina hvali næsta sumar og eftir að friðunartímanum lyki myndu fslendingar fara að sam- þykktum Alþjóða hvalveiðiráðs- ins. , Að sögn Magnúsar eru Græn- friðungar í Evrópu sáttir við þessa niðurstöðu en Grænfrið- ungar í Bandaríkjunum munu ef- ins um ágæti hennar, enda er stigsmunur á afstöðu þessara hópa. Bandaríkjamennirnir eru alfarið á móti því að hvalir séu drepnir en Evrópu- Grænfriðungarnir vilja friða þá hvali sem eru í útrýmingarhættu og hafa ekki náð eðlilegri stofns- tærð. Eini hvalurinn sem er yfir eðlilegri stofnstærð hér við land er hrefnan, að sögn Magnúsar. „Steingrímur tók mjög vel í málflutning okkar. Hann sagðist ekki geta svarað þessu að svo stöddu, en þetta væri athyglis- verð lausn á málinu." Að sögn Magnúsar eru ýmis fyrirtæki og verslunarkeðjur beggja vegna Atlantshafsins í viðbragðsstöðu vegna málsins og ef ekki verður snúið af þeirri braut sem við erum nú á munu fleiri samningar fara í vaskinn. Einn þeirra verslunarhringa sem hér um ræðir er Burger King, sem hefur mikil viðskipti við Cold- water Seafood. -Sáf Herinn Veður um án leyfa Bœndurkvarta undan ágangi hermanna undir Eyjafjöllum. 65 hermenn á vappiþar um síðustu helgi „Okkur fannst rétt að láta sýslumann vita af þessum hópi bandarískra hermanna sem vals- aði hér um í felubúningum um síðustu helgi án nokkurs leyfis né að þeir gerðu grein fyrir ferðum sínum," sagði Ingimundur Vil- hjálmsson bóndi að Ytri Skógum. Svo virðist sem bandarískir hermenn séu farnir að færa sig uppá skaftið í samskiptum sínum við landsmenn hvort sem um er að ræða æfingar með skotvopn- um úr þyrlum við Grindavík eða í fjallaferðum austur undir Eyja- fjöllum. Um síðustu helgi voru 65 hermenn í felulitum í fjallgöngu og skíðaferð fyrir ofan Skóga án nokkurs leyfis né að heima- mönnum væri gert viðvart hvers kyns var. Að sögn Friðjóns Guðröðar- sonar sýslumanns á Hvolsvelli voru teknar skýrslur vegna ferða hermannanna í kjölfar aðfinnslna frá bændum og hefur kvörtun þess efnis verið send Varnar- málaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins. „Þettaer auðvitað ekki eins og það á að vera og við vilj- um ekki þessa mengun í umhverf- ið hér," sagði Friðjón Guð- röðarsson sýslumaður í Rangár- vallasýslu. Samkvæmt upplýsingum frá blaðafulltrúa hersins á Keflavík- urflugvelli Friðþóri Eydal hefur hingað til ekki verið þörf á leyfum fyrir ferðalögum her- manna í alfaraleið. Ekki náðist í Þorstein Ingólfs- son forstöðumann Varnamála- deildar utanríkisráðuneytisins. -grh Blótmenn og dýravinir deila Með rómansk-ameríska inn- flytjendastraumnum til Banda- ríkjanna berast margvíslegir siðir, sem sumir að minnsta kosti eru nýstárlegir í augum lands- manna. Þar á meðal má nefna trúarbrögð, öðrum þræði afrísk að uppruna. í grein á síðu 11 er fjallað um Santeria, sem upphaf- lega mun hafa verið kúbanskt af- brigði af Voodoo. Santeriamenn fórna dýrum sér til heilla en það líkar bandarískum yfirvöldum og dýravinum miður. Vel var tekið á móti íþróttaíólkinu þegar þaö kom til landsins í gærmorgun. Þeim var einnig veittur styrkur upp á 10 miljónir til byggingar íþróttahúss. Fatlaðir Af reksfólkið komið heim Tœpar 6 miljónir hafa safnastfyrir íþróttahúsi íslenski hópurinn sem tók þátt í heimsleikum fatlaðra í Seoul kom til landsins í gærmorgun og var þeim fagnað vel og innilega við komuna. Jóhanna Sigurðar- dóttir, félagsmálaráðherra, og Guðrún Ágústsdóttir, aðstoðar- maður menntamálaráðherra, tóku á móti hópnum sem vann eftirminnilega til glæstra sigra á leikunum. íslendingar unnu til ellefu verðlauna á þessum heimsleikum fatlaðra, tvenn gull, tvenn silfur og sjö brons. Þar af hlutu Haukur Gunnarsson og Lilja M. Snorra- dóttir þrenn verðlaun hvor en þau skiptu bróðurlega með sér tveimur gullverðlaunum og fjór- um bronsverðlaunum. Þetta er einstaklega glæsilegur árangur hjá íþróttafólkinu og vekur von- andi áhuga almennings á íþrótt- um fatlaðra. Nú stendur yfir söfnun til styrktar byggingu íþróttahúss fyrir fatlaða, en bygging hússins hefur legið niðri í nokkur ár eins og Þjóðviljinn greindi frá í vik- unni. Hægt er að gefa fé til söfn- unarinnar í gíró 32000-5 ellegar með því að lyfta símtóli og hringja í 687123 (Rás 2). Á eftir- miðdegi gærdagsins höfðu þegar safnast tæpar 6 miljónir króna og má því búast við að söfnunarféð verði talsvert hærra en sú tala. Núverandi ríkisstjórn leggur einnig sitt af mörkunum til að íþróttahúsið geti risið en við komuna í morgun var íþrótta- fólkinu afhentar 10 miljónir króna í bygginguna. Það er því greinilegt að vel er tekið eftir íþróttafólki f atlaðra eftir frammi- stöðu þess á heimsleikunum. -þóm Ritstjórn Ottarhættir Óttar Proppé hefur tilkynnt að hann óski eftir að láta af störfum sem ritstjóri Þjóðviljans en því starfi hefur hann gegnt frá 1. des- ember í fyrra, en hafði áður verið ritstjórnarfulltrúi um skeið. Stjórn Þjóðviljans kemur sam- an til fundar á mánudag þar sem meðal annars verður fjallað um ritstjórnarskipan á Þjóðviljan- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.