Þjóðviljinn - 29.10.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.10.1988, Blaðsíða 12
REYKJKMIKURBORG St&diVl Baðvörður Óskast við piltaböð í íþróttahúsi Álftamýrarskóia frá 1. desember n.k. Nánari upplýsingar í síma 686588 milli kl. 8.00- 11.00 fyrir hádegi. Leiklistarskóli íslands óskar að ráða fulltrúa. Vinnutími 8:45 til 14:45. Starfið felst í símavörslu, vélritun, skjalavistun, stundaskrárgerð, reikningshaldi o.fl. Upplýsingar í síma 19338 og 25020. DAGVIST BARIMA Forstöðumaður Staða forstöðumanns á skóladagheimilinu Völv- ukoti er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Dagvistar barna í síma 27277. að sjá tíl l?ess y UMFERÐAR RÁÐ ÆSKULÝÐSF YLKIN GIN Æskulýðsfylkingin 50 ára Hver man ekki eftir gömiu skálastemmningunni, Tjamargöturómantíkinni, Landnemanum, Heimsmótunum og öllu hinu? Nú er allavega tímabært að rifja upp 50 ára sögu (góðum félagsskap. Laugardaginn 5. nóvember nk. verður afmælið haldið hátíðlegt með borð- haldi, upplestri, fjöldasöng og dansi að Hverfisgötu 105. Borðhaidið hefst kl. 20.30. Húsið verður opnað kl. 19.30. Taktu strax frá kvöldið. (Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst v/matar í síma 17500). Afmwllsnefndln. Salvador: Manndráp aukast á ný Morð á óbreyttum borgurum hafa undanfarna mánuði sífellt færst í aukana í Salvador og er sumra hald að ógnaröldin í landinu komist innan skamms á það stig sem var á fyrstu árum áratugarins. Að sögn Americas Watch, bandarísks félags sem beitir sér fyrir því að mannréttindi séu í heiðri höfð, voru 118 óbreyttir borgarar drepnir í Salvador fyrstu sex mánuði ársins, og eru þá morð af öðrum ástæðum en pólitískum ekki talin með. Að sögn Americas Watch drap stjórnarherinn 52 menn af þess- um 118, svokallaðar dauða- sveitir, sem munu vera á vegum hers og lögreglu stjórnarinnar 39 og skæruliðar sem berjast gegn stjórninni 27. Þegar stjórnarher- inn segist hafa fellt skæruliða í bardögum, kemur stundum í ljós við nánari athugun að þar hefur verið um að ræða óbreytta borg- ara. Svo virðist sem borgarar þeir óbreyttir, sem skæruliðar drepa, séu einkum menn sem þeir gruna um að vera njósnara eða flugu- menn fyrir stjórnarherinn. Borgarastríðið í Salvador, sem háð er milli vinstrisinnaðra skæruliða og stjórnar studdrar af Bandaríkjunum, hefur nú staðið í níu ár. Talið er að um 65.000 manns hafi verið drepnir í þeim ófriði og að minnsta kosti helm- ingur þess fólks var óbreyttir borgarar. Reuter/-dþ. Vestur-Pýskaland: rn öld fiá Kristalsnótt Nóttina 9.-10. nóv. 1938 æddi óður nasistaskríll um götur borga Þýskalands, brenndi og eyðilagði yfir þúsund samkunduhús og verslanir í eigu Gyðinga og myrti tugi af þeim. Um 20.000 Gyðing- ar voru handteknir í ofsókn þess- ari, sem stjórnarvöld Hitlers- Þýskalands hleyptu af stað og var sú mesta, sem gerð var á hendur Gyðingum þarlendis á stjórnar- árum Hitlers þangað til nasistar hófust handa um að útrýma þeim í heimsstyrjöldinni síðari. Um 550.000 Gyðingar voru í Þýskalandi þegar Hitler kom þar til valda. Nú eru um 30.000 Gyð- ingar í Vestur-Þýskalandi, flestir í Vestur-Berlín, Frankfurt og nokkrum öðrum stórborgum. Ofsóknin á hendur þeim í nóv. 1938 hefur í sögunni verið nefnd „nótt brotins glers“ eða „Krist- alsnótt“. Vesturþýsk stjórnar- völd og aðrir þarlendir aðilar munu minna landsmenn á þessa ógnaratburði með hundruðum minningarathafna, fræðslunám- skeiða og sýninga. Meðal annars verður fórnarlamba nasista á Kristalsnótt minnst á hálfrar aldar afmæli atburða þessara í samkunduhúsinu í Frankfurt, sem eyðilagt var í ofsókninni en hefur nú verið endurbyggt. Þar verða meðal annarra viðstaddir Helmut Kohl, sambandskanslari, Richard von Weizscker, forseti Vestur-Þýskalands og margir þekktir vesturþýskir Gyðingar. Reuter/-dþ. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ALÞÝÐUBANDALAGIÐ AB Norðurland eystra Aðalfundur kjördæmaráðs Aðalfundur kjördæmaráðs AB í Norðurlandi eystra, verð- ur haldinn á Akureyri í Lár- usarhúsi, sunnudaginn 30. október kl. 10.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðal- fundarstörf. 2) Flokksstarf og fjármál. 3) Útgáfumál. 4) Ný viðhorf í íslenskum stjórnmál- um: Svavar Gestsson menntamálaráðherra. 5) Önnur mál. Gestir fundarins: Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra. Nánar auglýst síðar. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Húsavík Ný ríkisstjórn og staðan í íslenskum stjórnmálum Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra hafa framsögu á almennum stjórnmálafundi í Félagsheimilinu á Húsavík, laugardaqinn 29. október kl 16.00. Allir velkomnir. Alþýðubandalagiö á ísafirði Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 29. okt. á Hótel ísafirði og hefst kl. 13.30 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Gestir fundarins verða Guð- rún Helgadóttir alþingismaður og Kristinn H. Gunnarsson bæjarfulltrúi Bolungarvík. Félagar eru hvattir til að fjöl- menna. - Stjórnin. L : s KZ • ' W Alþýðubandalagið í Kópavogi Skrifstofan opin Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Kópavogi, í Þinghól Hamraborg 11,3. hæð verður opin frá og með 31. október á mánudögum og fimmtudögum kl. 16-18 e.h. Alþýðubandalagið í Kópavogi Alþýðubandalagið í Kópavogi Aðalfundur bæjarmálaráðs Aðalfundur bæjarmálaráðs verður haldinn mánudaginn 31. október nk. kl. 20.30 í Þinghól Hamraborg. Dagskrá: 1) Hefðbundin aðalfundarstörf. 2) Bæjarmálin. 3) önnur mál. Félagar hvattir til að mæta. Stjórn bæjarmálaráðs Blönduós Almennur fundur Alþýðubandalagið boðartil al- menns fundar á Blönduósi, sunnudaginn 6. nóvember kl. 16.00 á hótelinu (Snorrabúð). Frummælendur verða: Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgöngu- ráðherra og Ragnar Arnalds t .. vjí Bfcf \ wm | alþm. Allir velkomnir. Ragnar C >teingrímur Norðurland vestra Aðalfundur kjördæmaráðs Aðalfundur kjördæmaráðs Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi vestra verður haldinn á Hótel Dagsbrún á Skagasströnd, sunnudaginn 6. nóvember. Fundurinn hefst kl. 10.00 og stendur til 15.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rætt um flokksstarfið og hagsmunamál kjördæmisins. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra verður gestur fundarins. Fundarstjóri verður Eðvarð Hallgrímsson. I tengslum við aðalfundinn verður haldinn almennur fundur á Blönduósi kl. 16.00 sama dag. Stjórnin Auglýsið í Þjóðviljanum Sími: 681333“ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Ágúst B. Björnsson sem lést 24. okt. sl. verður jarðsunginn frá Háteigskirkju, þriðjudaginn 1. nóv. kl. 15.00. Unnur Kjartansdóttir Hreinn V. Agústsson Dóra Jónsdóttir Björn A. Agústsson Þuríður Magnúsdóttir Einar Agústsson Unnur H. Pétursdóttir Kjartan Agústsson Þóra S. Ingimundardóttir og barnabörn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.