Þjóðviljinn - 09.11.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.11.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Byggðastofnun Sauðkrækingar höfðu betur Stjórn Byggðastofnunar samþykkti ígœr með 4 atkvœðum gegn 3 að heimila 35 miljón króna lán til Fiskiðju Sauðárkróks vegna skipaskipta við Hraðfrystihús Keflavíkur. Forsœtisráðherra: Furðuleg og afar vafasöm ákvörðun. Stefán Valgeirsson: Það talaði enginn við mig essi afgreiðsla meirihluta stjórnar Byggðastofnunar er furðuleg og afar vafasöm. Málið er síður en svo úr sögunni frá mínum bæjardyrum séð enda rík- ir mikil reiði meðal Suðurnesja- manna með þessa niðurstöðu. Því er ekki að neita að sala á veiði- leyfum kemur uppí hugann þegar svona lagað gerist, þó ég hafi ekki hingað til verið fylgismaður þess,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra. Mikil reiöi ríkir meðal þing- manna Reyknesinga sem og sveitarstjórnarmanna á Suður- nesjum vegna þeirrar ákvörðun- ar meirihluta stjórnar Byggðast- ofnunar í gær, með 4 atkvæðum gegn 3 að heimila forstjóra henn- ar að veita Fiskiðju Sauðárkráks allt að 35 miljóna króna lán til skipaskipta á tveimur ísfisktogur- um Hraðfrystihúss Keflavíkur í stað eins lítils frystitogara frá Sauðarkróki. Ef þessi skipti fara fram fer umtalsverður fiskkvóti norður en á undanförnum árum hafa 12 þúsund tonna þorskkvóti og 6 þúsund tonna karfakvóti flutst brott frá Suðurnesjum og til annarra landshluta vegna skipa- kaupa þaðan. í síðustu viku samþykkti bæj- arstjórn Keflavíkur að beina þeim tilmælum til stjórnar Hrað- egar hefur vcrið saltað í tæp- 19 lega 112 þúsund saltslldar- tunnur og þar af í um 55 þúsund tunnur fyrir Sovétmenn og annað eins fyrir Svía og Finna. Þá stend- ur sfldarfrysting einnig yfir á fullu og er fryst dag og nótt á mörgum stöðum, en síld er nú unnin allt frá Vopnafirði og vest- ur með uppá Akranes. Að sögn Adolfs Guðmunds- sonar framkvæmdastjóra Fisk- vinnslunnar hf. á Seyðisfirði kom það frekar flatt upp á menn eystra að samningar tókust við Sovétmenn um sölu á haussko- rinni og slógdreginni síld að þessu sinni en undanfarin ár hafa þeir eingöngu keypt heilsaltaða síld. Það hefur haft í för með sér þörf á meiri mannskap við sfldarsöltun- ina en áður hefur verið og var þó vinnuaflsskortur fyrir í hefð- bundinni fiskvinnslu víða á Austfjörðum. Jafnframt voru margar stöðvar ekki búnar hausskurðarvélum og til að bjarga málunum fyrir horn eru dæmi um að gamíar vélar hafa verið teknar fram en auk þess hefur orðið að hafa sérstak- an mannskap í að hausskera í höndum fyrsta kastið áður en hægt var að koma vélbúnaði fyrir. Þrátt fyrir þetta óvænta útspil Sovétmanna að kaupa haus- skorna og slógdregna sfld sem kom að mörgum í bólinu eru menn ánægðir með þá ákvörðun Frá síldarflökun í Neskaupstað í fyrri viku. (Mynd: HBj.). þar sem verðmæti síldarinnar er mun meira en þegar hún er heilsöltuð. Ef Sovétmenn stað- festa í næstu viku kaup á 50 þús- und tunnum til viðbótar þeim 150 þúsundum sem þeir hafa þegar keypt eru verðmæti kaupsamn- inganna um 1 miljarður króna. Almennt er talið að síldar- söltun verði lokið vel fyrir ára- mótin enda síldin góð og stór, þó svo að af og til bregði fyrir átu í henni. Aðalveiðisvæðin hafa ver- ið í Mjóafirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði og hafa þeir bæjar- búar sem hafa gluggasýn út á firð- ina geta fylgst með sfldarbátun- um athafna sig veiðarnar og að sögn þeirra er það tilkomumikil sjón að sjá í ljósaskiptunum. -grh Síld Fryst og saltaö á fullu Búið að salta Í112þúsund tunnur. 55þúsund tunnurfyrir Sovétmenn og annað einsfyrir Svía og Finna. Seyðisfjörður: Komflatt uppáflesta að Sovétmenn skyldu kaupa hausskorna og slögdregna síld ístaðinn fyrir heilsaltaða eins og undanfarin ár Kvp.nnalistinn Miðstjómarvaldið styrkt frystihúss Keflavíkur að leitað verði allra leiða til að halda tog- urunum í þeirra heimabyggð til að atvinna landverksfólks verði tryggð. Ennfremur samþykkti bæjarstjórnin að stjórn H.K. taki upp viðræður við stjórn útgerð- arfélagsins Eldeyjar eða aðra hugsanlega aðila um málið. Að sögn Stefáns Valgeirssonar alþingismanns og stjórnarmanns í Byggðastofnun sem greiddi at- kvæði með lánsumsókninni var það mat starfsmanna Byggða- stofnunar og viðskiptabanka þessara tveggja fyrirtækja, sem hér eiga hlut að máli, að þessi lausn væri hagstæðust fyrir báða aðila. Stefán sagði að afgreiðslu málsins hefði verið frestað einu sinni og á þeim tíma hefði ekkert komið í ljós sem breytt hafði stöðu málsins frá því sem áður var. „Ég skil vel afstöðu þingmanna Reykjaneskjördæmis en af- greiðslan var byggð á köldu efna- hagslegu mati. Það talaði til dæmis enginn þingmaður þeirra við mig um málið,“ sagði Stefán Valgeirsson. Auk Stefáns greiddu atkvæði með lánsheimildinni í stjórn Byggðastofnunar þeir Ólafur Þ. Þórðarson, Ragnar Arnalds og Davíð Aðalsteinsson varamaður Stefáns Guðmundssonar. Á móti voru Matthías Bjarnason, Hall- dór Blöndal og Elín Alma Art- hursdóttir. -grh Pólýfónkórinn Þrítugs- afmæli Kórinn heldur upp á þrjátíu ára starfsafmœli með tónleikum í Háskólabíói annað kvöld Pólýfónkórinn heldur upp á þrjátíu ára starfsafmæli sitt ann- að kvöld, með hátíðartónleikum í Háskólabíói og eru tónleikarnir haldnir í samvinnu við Sinfóníu- hljómsveit íslands. Efnisskráin er valin úr fegurstu og vinsælustu kór- og hljóm- sveitarverkum tónlistarsögunnar og spannar 400 ára tímabil, allt frá Monteverdi til Carls Órff. Ásamt kórnum og Sinfóníunni kemur fram valið lið einsöngv- ara. Til að hrinda vetrarstarfinu í dag hefur kórinn ráðið til sín heimsfræga ítalska söngkonu, Maestra Rina Malatrasi, sem undanfarinn mánuð hefur radd- þjálfað kórinn. LG Fjölmennara framkvœmdaráð fcer meiri pólitísk áhrif Það á að fjölga í framkvæmd- aráði Kvennalistans og veita ráð- inu aukið pólitískt vægi sem stefnumarkandi stofnun á milli landsfunda, samkvæmt sam- þykkt frá nýafstöðnum lands- fundi Kvennalistans. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að þessar breytingar séu annars vegar viðbrögð við stækk- un samtakanna og hins vegar meðvituð ákvörðun sem miði að því að landssamtökin fái stofnun sem geti verið stefnumarkandi um stefnu samtakanna á Iands- vísu. Þriggja manna starfshópur verður skipaður til að fullmóta þessar hugmyndir, en í bígerð er að fulltrúum í fulltrúaráði verði fjölgað úr fimm í ellefu. Núgild- andi reglur segja til um að í fram- kvæmdaráði sitji fimm konur, ein úr hverjum anga. Angarnir eru nú orðnir átta og er fjölgunin í samræmi við það, en auk þess fengi þingflokkurinn einn full- trúa og starfsmenn samtakanna tvo. „Framkvæmdaráðið hefur hingað til sinnt praktískum verk- efnum og daglegum rekstri sam- takanna, en þessi tillaga er flutt til að ráðið verði virkara í póli- tískri umræðu og fái aukin áhrif,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Kvenna- listinn hefði þingflokkinn og þingráð í kringum hann, borgar- fulltrúa og borgarmálaráð og tækju þessar stofnanir ákveðnar pólitískar ákvarðanir, en heildarsamtökin skorti sambæri- lega stofnun. Fulltrúaráðinu er samkvæmt samþykkt landsfund- arins ætlað að vera pólitískur vettvangur grasrótarinnar, sam- nefnari heildarsamtakanna og eiga frumkvæði að stjórn- málaumræðu og stefnumörkun milli landsfunda. Aðspurð taldi Ingibjörg mjög ólíklegt að full- trúar anganna yrðu úr hópi þing- manna. Nefndin sem á að sjá um út- færslu þessarar samþykktar á að hafa lokið vinnu fyrir áramót og búist er við að tillögurnar verði komnar í gagnið á næsta ári, þó með fyrirvara um endanlegt sam- þykki landsfundar. phh Hvalamál Bréf til Shultz Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra tilkynnti í gær að hann hafi skrifað utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna bréf um nýiustu atburði í hvalamálinu. I bréfinu mun óskað skriflegra svara frá George Shultz um við- ræður bandarískra stjórnarerind- reka við Japani um hvalkjöts- kaup þeirra héðan, og lýsa þau viðbrögð óánægju með munnlegt svar sendiherrans um sama mál um daginn. í tilkynningu ráðherrrans er tekið fram að bréfaskriftirnar fari fram í samráði við utanríkismála- nefnd þingsins. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 9. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.