Þjóðviljinn - 09.11.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.11.1988, Blaðsíða 9
ERLENDAR FRÉTTIR Bandaríkin Bush á sigurbraut Fyrstu tölur bentu til ósigurs Dukakisar Pegar Þjóðviljinn fór í prentun í gærkvöldi var búið að loka kjörstöðum í tveim fylkjum Bandaríkjanna, Indiana og Kent- ucky, og bentu spár til þess að George Bush varaforseti hefði skotið Michael Dukakis fylkis- stjóra ref fyrir rass í þeim báðum. Þar með hefði hann hreppt 21 kjörmann af þeim 538 sen styrinn stóð um. Fyrir kosningar höfðu fylgisk- annanir bent til þess að meirihluti kjósenda í Kentucky og Indiana væru á bandi varaforsetans. Þess ber að geta að í síðarnefnda fylk- inu eru heimahagar Dans Quay- les, varaefnis Bush, þess er komst hjá því að gegna herþjónustu í Víetnam vegna ríkisdæmis for- eldra sinna. Um 100 miljónir manna greiddu atkvæði en alls voru um 187 miljónir á kjörskrá. Þetta þykir fremur dræm þátttaka í landi þar sem áhugi fyrir kosning- um er þó iðulega lítill. Kanar nefna ýmsar orsakir til þessa, óvægna og ómálefnalega kosn- ingabaráttu, almenna velmegun þrátt fyrir fjárlagahalla og teikn á lofti um erfiðleika á næstu árum. Bush og eiginkona hans, Bar- bara, greiddu atkvæði á hóteli einu í Houstonborg í Texas. Ge- orge mælti er hann hafði rennt atkvæðaseðli sínum niður um rauf kjörkassans: „Ég er náttúr- lega dálítið taugatrekktur en ég held að þetta fari allt vel.“ Dukakis kaus í heimabæ sín- um, Brookline, í Massachussetts. George Bush með þjóðfánann í baksýn. Hann mætti árla á kjörstað, hvíldur og keikur eftir góðan næt- ursvefn. I fyrrakvöld hafði hann lokið 50 klukkustunda samfelld- um og svefnlausum lokaspretti í kjörbaráttunni. Menn kusu sér fleira en forseta vestra ígær. Kjörnir voru 435 ein- staklingar í j afnmörg sæti Fulltrú- adeildar Bandaríkjaþings, 33 af 100 öldungadeildarþingmönnum og 12 ríkisstjórar. Ennfremur var kosið um hitamál af mörgu tagi, reglugerðir um byssueign, skyldu lækna til að láta ríkið vita um eyðnisjúklinga og fleira í líkum dúr. Reuter/-ks. Kohl í Lúxembúrg: Evrópuþing fær aukin völd Helmut Kohl, sambandskansl- ari Vestur-Þýskalands, sagði í gær að ekki yrði hjá því komist að þing aðildarríkja Evrópubandal- agsins létu Evrópuþingi eftir eitthvað af völdum sínum. Komst kanslarinn svo að orði í ræðu, er hann flutti í Lúxembúrg á ráð- stefnu fulltrúa tíu flokka kristi- legra demókrata í Evrópubanda- lagslöndum. Kohl sagði að kosningarnar til Evrópuþings í júní n.k. yrðu þær síðustu, er kosið yrði á það þing að valdasviði þess óbreyttu. Evr- ópuþing er enn sem komið er fyrst og fremst ráðgefandi, og hefur af þess hálfu verið kvartað yfir því að þróunin í átt til stjórnmálalegrar sameiningar bandalagsríkja héldist engan veg- inn í hendur við þróunina í átt til efnahagslegrar sameiningar þeirra. Ákveðið hefur verið að 1992 verði flestum hindrunum rutt úr vegi frjálsrar verslunar milli Evrópubandalagsríkja. Á ráðstefnunni í Lúxembúrg samþykktu áðurnefndir stjórn- málaflokkar að senda frá sér ávarp, þar sem lýst væri yfir full- um stuðningi við sameiningu bandalagsríkjanna í stjórn-, efnahags- og gjaldeyrismálum. Reuter/-dþ. Kohl - völd þjóðþinga hljóta að minnka. Kampútsea: Víetnamsher burt 1990 Sovétmenn hafa heitið Banda- ríkjamönnum því, að allar ví- etnamskar hersveitir í Kampúts- eu skuli verða farnar þaðan snemma árs 1990. Var það ígor Rogatsév, aðstoðarutanríkisráð- herra Sovétríkjanna, sem til- kynnti Gaston Sigur, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, þetta er þeir ræddust við í París í s.l. viku. Við sama tækifæri lýstu risa- veldin bæði yfir fullum vilja sín- um til að binda endi á ófriðinn í Kampútseu með samningum og að tryggja að samningar um frið þar yrðu haldnir. Víetnamar hafa fyrir sitt leyti fyrir löngu lýst því yfir að þeir muni verða á brott úr Kampútseu ekki síðar en 1990 eða jafnvel þegar síðla árs 1989. En Bandaríkjamenn segjast trúa þeim illa til að standa við þau fyrirheit. Að sögn þeirra er enn um 100.000 manna víetnamskur her í Kampútseu, en Víetnamar, sem þegar hafa hafið heimkvaðn- ingu liðs síns þar, segja þá tölu of ^‘id' Reutcr/-dþ. Kína: Yfir 900 fórust í jarðskjálfta Vitað er nú að yfir 900 manns fórust í jarðskjálfta, sem á sunnudaginn varð í fylkinu Yunnan í Suðvestur-Kína. Jarð- skjálftinn mældist 7.6 stig á Ric- hterkvarða og olli tjóni á rúmlega 40.000 ferkílómctra svæði. Óttast er að enn fleiri hafi farist, því að ekki er lokið leit að látnum og slösuðum, er kunna að liggja undir húsarústum. í einu þorpi fórust að minnsta kosti 270 manns. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Yunnan fær að kenna á mann- skæðum jarðskjálfta. í náttúru- hamförum af því tagi, sem urðu 1981, fórust að sögn kínverska ríkisútvarpsins um 40.000 manns. Skæðasti jarðskjálfti í Kína á síð- ustu áratugum varð 1976 í norð- austurhluta fylkisins Hebei. Mældist hann 7.8 stig á Richter- kvarða og lagði í rústir borgina Tasngshan. Fórust þar um 240.000 manns. Reuter/-dþ. Miðvikudagur 9. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Tilkynning frá fiskveiða- sjóði íslands Umsóknir um lán á árinu 1989 og endurnýjun eldri umsókna. Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóði íslands á árinu 1989 hefur eftirfarandi verið ákveðið: 1. VEGNA FRAMKVÆMDA í FISKIÐNAÐI: Sjóðstjórn telur ekki þurfa aukna afkastagetu í hefðbundnum vinnslugreinum og metur umsókn- ir samkvæmt því. Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til bygginga, véla, tækja og breytinga, sem hafa í för með sér bætt gæði og aukna framleiðni. 2. VEGNA ENDURBÓTA Á FISKISKIPUM: Lánað verður til skipta á aflvél, til tækjakaupa og endurbóta ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt. 3. VEGNA NÝSMÍÐI OG INNFLUTNINGS Á FISKISKIPUM: Lán vegna nýsmíði og innflutnings á fiskiskipum verða eingöngu veitt ef skip sambærilegrar stærðar eru úrelt, seld úr landi eða strikuð út af skipaskrá af öðrum ástæðum. Gerðar verða strangar kröfur um eigið fjárframlag. Engin lán verða veitt vegna nýsmíði eða innflutnings báta undir 10 rúmlestum. 4. ENDURNÝJUN UMSÓKNA: Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að endurnýja. Gera þarf nákvæma grein fyrir hvern- ig þær framkvæmdir standa sem lánsloforð hefur verið veitt til. 5. HÆKKUN LÁNSLOFORÐA: Mikilvægt er að lánsumsóknir séu nákvæmar og verk tæmandi talin. Sérstök athygli er vakin á því að lánsloforð verða ekki hækkuð vegna viðbótar- framkvæmda, nema Ijóst sé að umsækjandi hafi ekki getað séð hækkunina fyrir og hækkunin hafi verið samþykkt af sjóðnum áður en viðbótarfram- kvæmdir hófust. 6. UMSÓKNARFRESTUR: Umsóknarfrestur er til 31. desember 1988. 7. ALMENNT: Framkvæmdirskulu ekki hafnarfyrren lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. Sérstök athygli er vakin á því, að sjóðurinn getur synjað lánsum- sókn, þótt hún uppfylli almenn skilyrði. Umsókn- um um lán skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsingum, sem þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin til greina (eyðublöð fást á skrifstofu Fiskveiðasjóðs íslands, Austurstræti 19, Reykja- vík, svo og í ýmsum bönkum og sparisjóðum utan Reykjavíkur). Umsóknir er berast eftir tilskilinn umsóknarfrest verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1989 nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp. Reykjavík, 7. nóvember 1988 FISKVEIÐ&SJÓÐUR ÍSLANDS Laus staða Staða lektors í tölvufræði við rekstrardeild Háskólans á Akureyri er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og um námsferil og fyrri störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 1. desember n.k. Menntamálaráðuneytið, 4. nóvember 1988 Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar Ólafar Grímeu Þorláksdóttur Stóragerði 23, Reykjavik sérstakar þakkir færum við læknum og öðru starfsliði Land- spítalans Sigursveinn D. Kristinsson og fjölskylda

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.