Þjóðviljinn - 09.11.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.11.1988, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Margrét Jónas Steingrimur Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Aðalfundur og árshátíð Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Vestmannaeyjum verður haldinn laugar- daginn 12. nóvember kl. 13.30 í Alþýðuhúsinu Vestmannaeyjum. Venjuleg aðalfundarstörf. Gestir fundarins verða Margrét Frímannsdóttir alþingis- maður og Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgöngumálaráð- herra. Félagar hvattir til að mæta og nýir félagar eru velkomnir. Um kvöldið verður árshátíð Alþýðubandalagsfélagsins í Alþýðuhúsinu. Húsið oþnað kl. 19.30. Skemmtunin hefst með borðhaldi kl. 20 og heldur áfram meðfjölbreyttum skemmtiatriðum fram eftir kvöldi. Gestir hátíðarinn- ar verða Margrét Frímannsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og hinn þjóð- kunni Jónas Arnason. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórn- In. Alþýðubandalagið Reykjanesi Aðalfundur kjördæmaráðs Aðalfundur kjördæmaráðs AB á Reykjanesi verður haldinn 12. nóvember nk. í Félagsheimilinu Festi í Grindavík og hefst kl. 10.00 Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Skýrsla kosningastjórnar: Valþór Hlöðversson. Matarhlé. 3) Ólafur Ragnar Grímsson form. AB og fjármálaráð- herra: Alþýðubandalagið í ríkisstjórn - verkefnin framundan. 4) Almennar umræður. Stjórnin Ólafur Ragnar AB Vestfjarða Árshátíð Alþýðubandalagsfélaganna á Vestfjörðum verður haldin að kvöldi laugar- dagsins 12. nóvember í veitingahúsinu Skálavík. Gestir: Svanfríður Jónasdóttir og Guðrún Ágústsdóttir. Miðapantanir í síma 4017 á isafirði, 7437 í Bolungarvík, 6215 á Suðureyri og 7619 á Flateyri. Kjördæmisráð. Bolungarvík Aðalfundur Alþýðubandalagsfélagsins í Bolungarvík verður haldinn laugardaginn 12. nóvember kl. 16.00 í Félagsheimilinu. Dagskrá: venjuleg aðalfund- arstörf. Gestir: Svanfríður Jónasdótt- ir, Guðrún Ágústsdóttir og Smári Haraldsson bæjarfull- trúi á ísafirði. Stjórnin. Guðrún Svanfríður Alþýðubandalagið í Kópavogi Skrifstofan opin Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Kópavogi, í Þinghól Hamraborg 11,3. hæð verður opin frá og með 31. október á mánudögum og fimmtudögum kl. 16-18 e.h. Alþýðubandalagið í Kópavogi Alþýðubandalagið Kópavogi Morgunkaffi ABK Laugardaginn 12. nóvember verður Heiðrún Sverrisdóttir, bæjarfulltrúi með heitt á könnunni í Þinghóli frá kl. 10-12. Auk hennar verða á staðnum fulltrúar úr skipulags- og heilbrigðisnefnd. Stjórnin AB Akureyri Bæjarmálaráð Fundur í Lárusarhúsi, mánudaginn 14. nóvember kl. 20.30. Fundarefni: 1) Dagskrá bæjarstjórnarfundar þriðjudag 15. nóv. 2) Önnur mál. Stjórnin Hafnarfjörður Verkakvennafélagið Framtíðin Tillögur stjórnar og trúnaöarmannaráðs félags- ins, um stjórn og aörar trúnaöarstööur, fyrir áriö 1988, liggja frammi á skrifstofu félagsins, Strand- götu 11, frá og meö þriðjudeginum 8. nóvember til föstudagsins 11. nóvember, til kl. 16.00. Öör- um tillögum ber að skila fyrir kl. 16.00 föstudag- inn 11. nóvember og er þá framboðsfrestur út- runninn. Tillögum ber aö fylgja meðmæli 20 fullgildra félagsmanna. Verkakvennafélagið Framtíðin Auglýsið í Þjóðviljanum ERLENDAR FRÉTTIR Austur-Þýskaland Fómariamba Kristalsnætur minnst Fórnarlamba Kristalsnætur- innar alræmdu fyrir hálfri öld var minnst á ýmsan hátt í Austur- Þýskalandi í gær og verður þeim minningarathöfnum haldið áfram í tvo daga í viðbót. Krist- alsnótt hefur í sögunni verið kölluð nóttin 9.-10. nóv. 1938, er óður nasistamúgur, hvattur af stjórnarvöldum, lagði eld að 283 samkunduhúsum og þúsundum verslana í eigu Gyðinga, myrti yfir 90 Gyðinga og handtók um 20.000 þeirra. Fæstir hinna hand- teknu áttu afturkvæmt úr fanga- búðum nasista. Erich Honecker, leiðtogi kommúnistaflokks og ríkis í Austur-Þýskalandi, sæmdi í gær heiðursmerkjum rúmlega 20 Gyðinga, þeirra á meðal leiðtoga bæði austur- og vesturþýskra Gyðinga og Gerhart Riegner, heiðursforseta Heimssambands Gyðinga. Honecker, sem sjálfur sat í fangabúðum nasista í áratug, sagði við það tækifæri að þýskir kommúnistar, jafnaðarmenn og fleiri hefðu barist gegn nasistum og leitast við að hjálpa Gyðing- um. Hefðu þeir þannig varið heiður þýsku þjóðarinnar. Síðan var fórnarlamba ofsóknarinnar minnst með hátíðlegri athöfn í Volkskammer, austurþýska þinginu. Reuter/-dþ. Sovétríkin Ótti við stjómar- skrárbreytingar Eistir telja sjálfstjórn sovétlýðvelda íhœttu Tyrkland Kommúnistabann áfram Tugþúsundir Eista hafa undir- ritað áskorun til æðstaráðs (þings) lands síns um að það beiti sér gegn breytingum þeim á stjórnarskrá Sovétríkjanna, sem nú eru á döfinni. Óttast Eistir að breytingar þessar muni gera miðstjórninni í Moskvu fært að herða tök sín á einstökum sovét- lýðveldum og jafnvel gera að engu þá formlegu sjálfstjórn, sem lýðveldin hafa hingað til haft. Eistir eru ekki einir um að hafa áhyggjur út af þessum fyrirhug- uðu breytingum, því að margir rússneskir menntamenn, þeirra á meðal Andrej Sakharov, hafa látið í ljós ugg og gagnrýni af þessu tilefni. Þeir halda því fram m.a. að með breytingunum muni leiðtogi flokks og ríkis (sem nú er Míkhaíl Gorbatsjov, en verður auðvitað fyrr eða síðar einhver annar) fá ískyggilega mikið vald. Gorbatsjov er sjálfur aðalmað- urinn á bakvið téðar breytingatil- lögur og lítur á þær sem grund- vallaratriði í perestrojku. I þeim felst m.a. að vald forseta, sem hingað til hefur verið lítið, verður aukið, og gert er ráð fyrir að hann verði jafnframt aðalritari komm- únistaflokksins, sem er valda- mesta staða ríkisins í raun. ígor Grjazín, rússneskur lagaprófess- or sem býr í Eistlandi, sagði ný- lega í viðtali við þarlent blað að breytingarnar myndu í fram- kvæmd færa forsætisnefnd æðsta- ráðs Sovétríkjanna upp í hend- urnar svo að segja ótakmarkað stjórnarskrárbundið vald yfir málefnum hinna einstöku sovétl- ýðvelda. Eistneska æðstaráðið hefur verið kallað saman á aukafund af þessu tilefni þann 16. nóv. n.k. og Eistir á fjöldafundi (hér til að mótmæla innlimun lands síns í Sovétríkin samkvæmt griðasamningi Hitlers og Stalíns) - nú eru þeir farnir að óttast að perestrojka færi þeim minni sjálfstjórn en ekki meiri. Vaino Vljas, leiðtogi eistneska kommúnistaflokksins og fleiri forustumenn þarlendir hyggjast ræða þessi mál við Gorbatsjov í dag. Eistir eru greinilega í fylk- ingarbrjósti í andófinu gegn téð- um stjórnarskrárbreytingum, enda hafa breytingarnar í frjáls- ræðisátt frá því að Gorbatsjov kom til valda hvergi verið meiri en þar. I Lettlandi og Litháen er einnig um að ræða áberandi óá- nægju með breytingarnar, en ekki er talið að Baltarnir muni í þessu máli fá mikinn stuðning frá þingmönnum annarra sovétlýð- velda. Gorbatsjov ætlast til að æðstaráð Sovétríkjanna sam- þykki stjórnarskrárbreytingarnar í lok mánaðarins. Reuter/-dþ. Mehmet Topac, dómsmálaráð- herra Tyrklands, sagði í gær að tyrkneska stjórnin hefði alls ekki í hyggju að aflétta banni því, sem þar er í gildi við starfsemi kommúnista. Virðist stjórnin þar með hafa snúið við blaðinu frá því í s.l. mánuði er Kenan Evren, Tyrklandsforseti, sagði að sá tími myndi koma að kommúnista- flokkar yrðu leyfðir þarlendis, enda mætti halda því fram að annars ríkti ekki lýðræði í landinu. Kommúnistaflokkar hafa verið bannaðir með lögum í Tyrklandi síðan 1926. Samkvæmt þeim lögum má dæma þá, sem reka áróður fyrir kommúnisma og stéttabaráttu til dauða, og vægari refsing en fimm ára fangelsisvist kemur ekki til greina. Tveir kommúnistaleiðtogar hafa verið fyrir rétti í Ankara, höfuðborg landsins, sfðan í júní, og eiga þeir yfir höfði sér þunga fangelsis- dóma. Vegna réttarhalda þessara hafa tyrknesk stjórnarvöld sætt harðri gagnrýni frá ýmsum aðil- um á vegum Evrópubandalagsins og mannréttindasamtökum. Dómsmálaráðherrann sagði auk annars, að enda þótt banninu við starfsemi kommúnista yrði ekki aflétt, þá stæði til að létta refsingar fyrir slíkt. Tyrkir hafa nú mikinn áhuga á að komast í Evrópubandalagið og hafa því leitast við undanfarið að sýnast sem lýðræðislegastir og mannúð- legastir í augum Evrópumanna. Reuter/-dþ. Evren - lýðræðið takmarkað áfram. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 9. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.