Þjóðviljinn - 09.11.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.11.1988, Blaðsíða 5
VTDHORF ísland Allt of lengi bjuggum við ís- lendingar undir oki og kúgun Danakonunga. Um aldir settu Danir mark sitt á allt þjóðlíf, mergsugu alþýðu landsins og fluttu auðinn til Kaupmanna- hafnar. Besta fólk var dæmt til ævilangrar þrælkunar fyrir smá- vægilegar yfirsjónir og handritin okkar dýrmætu lentu í klóm þess- arar óþjóðar og væru þar eflaust enn ef mætir menn hefðu ekki lagt djarfa hönd á plóg til að koma þeim heim og var þar unnið margt óeigingjarnt starf. Aldrei sáum við Islendingar neitt af því gulli sem danskt verslunar- auðvald sótti hér í greipar for- feðra okkar en örfáar menjar skildu Danir þó eftir sig í bygg- ingum sem enn standa og minna okkur dag hvern á þá smán sem við máttum þola undir harðstjórn þeirra: fangelsið sem við notum fyrir stjórnarráð, Bessastaði sem Noregskonungur náði undir sig þegar flugumenn erlends valds drápu skáldmæringinn Snorra Stuluson árið 1241 og urðu síðan aðsetur fulltrúa Danakonungs hér á landi og við þurftum í auðmýkingu okkar að notast við sem forsetabústað þegar lýðveld- ið fór af stokkunum, og síðast en ekki síst í þessari upptalningu er rétt að nefna Alþingishúsið sjálft sem Danir létu reisa og kórónuðu síðan skömmina með kórónu Kristjáns konungs IX. MinningumDani ógnar sjálfstæðinu Nú hafa mætir menn á þjóð- þingi voru komið auga á þá hneisu og ógnun við sjálfstæði Is- lendinga sem menjar um yfirráð Dana eru hér á landi og því hefur verið ákveðið að ráðast að rótum vandans og flytja um það þings- ályktunartillögu að kóróna Al- þingishússins verði rifin og í stáð- er sjálfstætt, Dani Gísli Sigurðsson skrifar inn sett upp skjaldarmerki Is- lands til að Danir sjái nú loks að okkur hafi verið alvara með sjálfstæðisyfirlýsingunni árið 1944 þegar þeir í vesöld sinni gátu ekki hreyft neinum mótmælum, enda vandlega múlbundnir af þeim sem voru kannski verri en Eins og alþjóð veit er ákaflega vel búið að menningarmálum hvers konar í alþýðulýðveldunum austan tjalds og má með sanni segj a að orð skáldsins eigi j afn vel við þar og enn austar: „Það kvað vera fallegt í Kína, keisarahall- irnar fullar af verkamönnum." lega gyllt tákn sósíalismans; ham- ar og sigð. írar eyða menjum um víkinga Þarna var stórmannlega að verki staðið og ekki úr vegi að „Ogþannig er best að við látum nú knéfylgja kviði í aldalangri baráttu okkar við danskt vald og rífum þá óþurftar kórónu sem gnœfir áþakiAlþingishússins... Enþó er réttaðhafa hugfastaðþetta eraðeins byrjunin“ Danir: sjálfum útsendurum Hitl- ers, þess þýska fóls sem fór um heimsbyggðina logandi brandi en komst aldrei hingað af því við tókum þátt í samstarfi engil- saxneskra bandamanna okkar og létum þá um stjórnvölinn hér á landi. Sovétmenn vilja ekki keisaramerki Með því að taka niður þetta danska skjaldarmerki sem allt of lengi hefur blasað við sjónum okkar ástkæra Jóns Sigurðssonar munum við skipa okkur á bekk með þeim menningarþjóðum sem hafa brotist undan valdi kúgaranna og hafið merki frelsis- ins á loft, og langar mig þar að minnast á þjóðir Ráðstjórnar- ríkjanna og segja frá því sem ég sá í Kirov-ballettinum í Lening- rad sem ég heimsótti eitt sinn og sá glæsilega óperu eftir frægri skáldsögu, Lygn streymir Don. Þarna er nebblega hið glæsileg- asta hús frá keisaratímanum enn- þá notað til listsýninga, hvort sem það er dans eða óperur, og mætti segja mér að sjálf Anna Karenína hafi einmitt svifið þarna um áhorfendastúkurnar og heillað til sín karlmennina á milli þátta. Allir veggir eru skreyttir með gullflúri og íburðarmiklar stúkur eru á hliðum og fyrir miðju þar sem sú stærsta var eflaust ætluð keisaranum þegar hann kom í óp- eruna en nýtist nú helst fyrir tigna leiðtoga Flokksins. Eins og nærri má geta er gullskrautið mest á þeirri stúku og í miðpunktinum snýst það í stóran hvirfil utan um þann stað þar sem áður var skjaldarmerki keisarans. En ég segi áður því að vitaskuld vill al- þýða Sovétríkjanna ekki sitja undir svo forkastanlegu skjaldar- merki hinna grimmu kúgara og því hafa handverksmenn verið kallaðir til að skafa burt merki keisarans og setja í staðinn fal- taka þessi vinnubrögð til fyrir- myndar og hugsa þá líka til íra sem hafa staðið í ströngu við að ryðja burt menjum um veru út- lendra innrásarherja. Fyrir nokkru fundust í miðborg Dyflinnar á Irlandi leifar af fyrstu borg víkinga á þessum slóðum. Fornleifafræðingar og vinir Skandinavíu töldu sig hafa kom- ist í feitt því að borg víkinga markaði upphaf borgmyndunar á írlandi og þarna mætti því fræðast margt og mikið um sögu norrænna manna á írlandi og fá sönn tíðindi af víkingum al- mennt, menningarástandi þeirra og viðskiptum við innfædda íra. Upphófst því mikill gröftur og margt kom fram en þegar skær valdaljós í borginni komust að raun um hvers kyns var: að þarna væri verið að grafa úr skítnum leifar um þá fúlu innrásarheri sem gerðu írum lífið leitt í nærri tvö hundruð ár og hefja leifarnar til skýjanna sem merkar sögu- burt! legar heimildir þá sögðu valds- menn stopp. Vildu ekki hafa að flaggað væri með víkingadóna og ætlast til þess að írar fórnuðu dýru verslunar- og skrifstofu- plássi til þess að hægt væri að hampa morðingjum og illþýði sem hefði rænt írska þjóð fyrir þúsund árum. Því voru jarðýt- urnar sendar inn og látnar grafa fyrir grunni glæsilegra skrifstofu- bygginga sem gnæfa nú yfir ána Liffey og byrgja sýn að kirkju sjálfs Krists sem stendur ögn ofar í brekkunni, á þeim stað sem menn hugsuðu eitt sinn hlýlega um Ólaf helga Noregskonung og einhvers staðar í grenndinni stóð líklega hús Auðar djúpúðgu sem missti þarna manninn sinn og tók saman pjönkur sínar til að fara til íslands í þeirri forneskju sem best er að gleyma. Og við skulum gera eins Þannig losuðu írar sig við menjar um þá kúgun og þann órétt sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir frá útlendum valdsmönnum. Óg þannig er best að við látum nú kné fylgja kviði í aldalangri bar- áttu okkar við danskt vald og rífum niður þá óþurftar kórónu sem gnæfir á þaki Alþingishúss- ins og er okkur til ævarandi minnkunar svo lengi sem hún stendur. En þó er rétt að hafa hugfast að þetta er aðeins byrjun- in. Við verðum að halda áfram og rífa allt Alþingishúsið,- Stjórnar- ráðið og Bessastaði og hreinsa þannig til að við getum gengið upprétt, frjáls þjóð í frjálsu landi. Gísli er bókmenntafræðingur, menntur meðal annars á írlandi. Gísli hefur ritað greinina í nafni Félags Sannra íslendinga, sem hugur stendur til að brátt verði endurreist. Kirkjuþing Án ábyrgöar missir frelsið maiics Alyktun Kirkjuþings um vistkreppu og umhverfisvernd Fyrir nýafstöðnu Kirkjuþingi lá tillaga frá dr. Gunnari Kristjánssyni presti á Reyni- völlum um vistkreppu og um- hverfisvernd þar sem því er beint til þingsins að hvetja söfnuði landsins til þess að gefa gaum að verndun lífríkisins. Þetta er hin merkasta tillaga og er fyllsta ástæða til að birta hana hér í heild, enda samþykkti Kirkju- þing hana samhljóða. I tillögu sinni bendir dr. Gunnar Krist- jánsson á eftirfarandi: Allt líf mannsins, í nútíð og framtíð, er háð umhverfi hans. Eyðileggi hann lífríkið og sói auðlindum jarðar blasir döpur framtíð við komandi kynslóð. Hafið, gróðurríki landsins og andrúmsloftið eru allt verðmæti, sem ber að varðveita. Sameinuðu þjóðirnar, alþjóð- leg kirkjusamtök og umhverfis- vemdarsamtök um víða veröld hafa bent á þær hættur, sem manninum eru búnar vegna skeytingarleysis hans um lífríki jarðar. Bent er á, að framfarir í vísindum og tækni hafi haft í för með sér sóun auðlinda og spill- ingu lífríkis. Ótal skýrslur, sem gerðar hafa verið á vegum al- þjóðlegra aðila, sýna að ástand lífríkisins er víða orðið geigvæn- legt. I heilagri ritningu er mannin- um falið hlutverk ráðsmannsins. Samkvæmt því ber honum að gæta lífríkisins og rækja það á ábyrgan hátt með gát og alúð. Al- þjóðleg kirkjusamtök hafa á und- anförnum árum bent á hversu náin tengsl eru milli þeirrar hættu sem lífríkinu er búin á mörgum sviðum annars vegar og misréttis víða um heim hins vegar. Þau benda ennfremur á, að ein leiðin til þess að snúa við af óheillabraut sé nýtt hugarfar, þar sem stefnt er að einfaldari lífsstfl. Kirkjuþing hvetur stjórnmála- menn, atvinnurekendur, vísinda- menn og aðra til þess að láta skammtímahagsmuni ekki ráða ákvörðunum sínum og gjörðum, heldur skuli sjónarmið hinnar ábyrgu ráðsmennsku ráða í hví- vetna. Það minnir á, að frelsi til rannsókna og getan til fram- kvæmda verði að haldast í hendur við ábyrgð. Án ábyrgðar missir frelsið marks. Kirkjuþing samþykkir að beina þeirri áskorun til biskups, að hann hlutist til um að um- hverfismálum, í víðtækum skiln- ingi, verði meiri gaumur gefinn í starfi kirkjunnar á komandi árum en hingað til. Er þar bent á Þjóðmálaráð kirkjunnar (ef af stofnun þess verður), Siðfræði- stofnun Háskólans, samstarfs- nefnd Alþingis og þjóðkirkjunn- ar, prestastefnu, kirkjuþing, hér- aðsfundi og aðrar stofnanir og samtök á vegum íslensku þjóð- kirkjunnar. -mhg Kirkjuþing Menmngarmiðstöð verði á Hólum A Kirkjuþingi sl. árs var sam- þykkt tillaga um stofnun menn- ingarmiðstöðvar í Skálholti. Fyrir nýliðið Kirkjuþing lagði séra Árni Sigurðsson frá Blöndu- ósi fram tillögu um stofnun menn- ingarmiðstöðvar á Hólum í Hjaltadal, en séra Árni hefur ár- um saman borið það mál fyrir brjósti. I tillögunni er gert ráð fyrir því að menningarmiðstöðin grund- vallist á og vinni í kirkjulegum og þjóðlegum anda. Hún beiti sér fyrir þingum, námskeiðum fyrir skóla, æskulýðshópa, stéttarfé- lög, samtök aldraðra, innlenda og erlenda ferðahópa o.s.frv. Leitast verði við að ná til sem flestra þjóðfélagshópa, burtséð frá stjórnmála- eða trúar- skoðunum. Komið verði upp, á vegum þjóðkirkjunnar, sérstöku húsnæði fyrir þessa starfsemi á Hólum. Verði bygging hússins og rekstur stofnunarinnar kostuð með framlagi frá ríkinu, opinber- um styrkjum, frjálsu framlagi og þátttökugjaldi. Stofnunin verði undir yfirstjórn þjóðkirkjunnar. Talsverðar umræður urðu á þinginu um tillöguna, sem síðan afgreiddi hana samhljóða með eftirfarandi ályktun: „Nítjánda Kirkjuþing fagnar hugmyndum, sem fram koma í tillögunni, en bendir hinsvegar á það, að þjóðkirkjan hefur ekki yfir neinu landrými að ráða á Hólum. Leggur þingið því til, að Kirkjuráð, fyrir hönd þjóðkirkj- unnar, leiti eftir því, að nægj- anlegt landrými fáist á Hólastað undir starfsemi sína í framtíðinni. -mhg Miövikudagur 9. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.