Þjóðviljinn - 09.11.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.11.1988, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN- Hvaö finnst þér um áform Kvennalistans um skipti á þingmönnum inn á Alþingi? Matthildur Matthíasdóttir: Væri það ekki bara ágætt þá staðnar þetta síður og hreyfing kemst á málin. Guðmundur Guðmundsson: Mér finnst þetta alveg fráleitt. Það var að heyra á Guðrúnu Helgadóttur að þetta stangaðist á við lög. Ef maður er kosinn á þing á hann að vera þar. Sigurður Þórðarson: Ég er alveg sammála Guðrúnu Helgadóttur. Sigurjón Kristjánsson: Ég veit það ekki, ég pæli svo lítið í pólitík. Það koma kannski fram ferskari hugmyndir með þessu. Sóley Guðmundsdóttir: Kjörnir fulltrúar á Alþingi eiga að sitja þar, til þess eru þeir kosnir. þJÓÐVIUINN Miðvikudagur 9. nóvember 1988 243. tölublað 53. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN C04040 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Einar Már. Þyngdarpunkturinn á reiki. Stundum á öðmm fæti AfRiddurum hringstigans íPýskalandi: Ikkferflúkke Óli vœl er mittsœn kopfim vehgg var... Frá Inga Boga Árnasyni í Kíl Salurinn hlær, fullur af fólki. Við erum stödd í Borgarbóka- safninu í Kfl. Norrænu bók- menntadögunum í Hamborg lýk- ur senn og sumir rithöfundarnir hafa lagt lykkju á leið sína hing- að. Þessir lesa úr verkum sínum: Einar Már Guðmundsson, Kjart- an Flögstad, Ernst Brunner og Anders Huldén. Riddarar hringstigans eftir Einar Má er nýkomin út í þýskri þýðingu undir nafninu Die Ritter der runden Treppe. í pontu er Einar Már Guðmundsson að lesa úr þessu verki - á þýsku. Hann talar hátt og fylgir hverju atkvæði eftir eins og maður í erfiðisvinnu. Hann stendur - ekki teinréttur - heldur ýmist fattur eins og hann sé að byrja limbódans eða ská- hallandi fram og mér sýnist stundum á öðrum fæti. Hann bendir fram í sal og segir: „Dú, Óli.. .“ en upp í loft þegar hann les orðin „Simmermans Ham- mer“. Þyngdarpunkturinn er týndur. Orðin týnast út úr honum - hægt... Og fólk hlær. Landinn lítur í kringum sig. Margt háskólafólk er meðal áheyrenda, bæði kennarar og ne- mendur við norrænudeild há- skólans í Kíl. Annars eru áheyrendur á öllum aldri og virð- ast tilheyra flestum stéttum: Sá í köflóttu jakkafötunum á öðrum bekk gæti verið tollvörður og strákurinn fyrir aftan hann lítur út fyrir að vera nemandi í finnsku. Þeir hlæja báðir og kona á næstaftasta bekk grætur af hlátri. Eftir lesturinn stormar fólk á næstu ölstofu og það gefst tími til að spyrja Einar Má örfárra spurninga áður en hann fer aftur til Hamborgar. - Gunnar Gunnarsson, Jóhann Sigurjónsson og Guðmundur Kamban voru víkingar andans. Hvenær getum við átt von á nýju víkingatímabili? „Það tímabil er hafið, skýrt og greinilega. Það er núna þýtt mun meira af íslenskum bókmenntum en gert hefur verið lengi. T. d. koma út þrjár ísl. skáldsögur í Danmörku á þessu ári: Grámos- inn, Djöflaeyjan og Éftirmáli regndropanna. Svo er líka von á bókum Thors og Guðbergs á þýsku. Áhugi á norrænum bók- menntum er hér mikill, áheyrendur hafa streymt til að hlusta á okkur, í bókabúðum, há- skólum og fyrirlestrarsölum." - Má þá skilja þig sem svo að íslenskir höfundar séu um þessar mundir að spinna áfram þráðinn þar sem Gunnar Gunnarsson skildi við? „Nei, ég held ekki. Gunnar var hér á svo óheppilegum tíma í Þýskalandi, hann geldur þess. Það er synd hve mörg verk hans eru vanrækt og gleymd hér, t.d. meistaraverk eins og Svartfugl. En norrænar bókmenntir eiga mikla möguleika hér í Þýskalandi ekkert síður en á tímum Gunn- ars.“ - Hvers konar möguleika áttu við? Ertu að tala um sölumögu- leika eða áttu við að íslenskar bókmenntir geti sagt Þjóðverjum eitthvað sem þeir ekki vissu áður? „Ég er að tala um hvort tveggja í senn. Það er gott að lesa upp og breiða út bókmenntir í Þýska- landi vegna þess að hér er svo mikil bókmenntahefð. Hópur- inn, sem er móttækilegur fyrir góðum bókum, er svo stór. Ég held að í okkar bókmenntum sé viss tónn og kraftur sem eigi ágætlega heima í Þýskalandi." Andspænis okkur situr útgef- andi Einars í Þýskalandi, Wolf- gang Butt. Hvað telur hann að höfði til þýskra lesenda í bókum Einars? „Bækur Einars geyma sér- kennilegan samruna af máli og hugmyndaheimi barna og máli og hugmyndaheimi fullorðinna. Þessi samruni er auðvitað óraun- sæilegur, því hann er ekki til í verunni - nema í hugmyndaheimi Einars og bókum hans. Frum- leikinn liggur einmitt í þessum samruna. Hugmyndaheimurinn í bókum Einars er ekki endilega fyrst og fremst íslenskur, þvert á móti eru þær lausar við allan þjóðernisblæ. Það sem heillar mig mest við bækur Einars er sér- stök aðferð hans við að segja sögu - og reyndar held ég að það sé einmitt þetta sem heillar hvern sem er án tillits til þjóðernis.“ Kíl, 28. okt. 1988 Ingi Bogi Bokaklubbur Þjóðvilþns Tilboð vikuna 8.-14. nóv. Leitin að dýragarðinum Nýtt smásagnasafn eftir Einar Má Guðmundsson. Verð kr. 2.150,- (Verð út úr búð kr. 2.670,-) Að lokum Síðustu Ijóð Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar. Myndir eftir Jón Reykdal. Útgefandi Mál og menning. Verð kr. 1.850.- (Verð út úr búð kr. 2.175.-) Þrjár sólir svartar Skáldsaga af Axlar-Birni eftir Úlfar Þormóðsson. Verð kr. 1.900.- (Verð út úr búð kr. 2.632.-) sími: 681333 ii Nú að bándarísku forseta- kosningunum loknum þarf að- eins að spyrja tveggja spurn- inga:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.