Þjóðviljinn - 06.12.1988, Page 2

Þjóðviljinn - 06.12.1988, Page 2
_______________________FRETTIR________________________ Arnarflug Óvissa um framtíðina Fjármáiaráðherra: Fjárhagsstaða Arnarflugs verri en ætlað var. Verður tekið til rœkilegrar skoðunar. Flugfélögin rœði sameiningu. Kristinn Sigtryggsson: Sameining kemur ekki til greina Framtíð Arnarflugs er nú í höndum stjórnvalda. Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra segir að skoðun embættismanna fjár- málaráðuneytisins á rekstri Arn- arflugs fyrstu 9 mánuði ársins, hafi leitt í Ij'ós að rekstrarstaða félagsins sé mun verri en ætlað var. Ólafur leggur ríka áherslu á að forsvarsmenn Flugleiða og Arnarflugs skoði stöðuna með opnum huga og útiloki ekki neina möguleika fyrirfram. Kristinn Sigtryggsson forstjóri Arnar- flugs, segir að sameining flugfé- laganna sé óskynsamleg en sam- vinna um ýmsa þætti í rekstri gæti hins vegar verið skynsamleg. Samgönguráðherra átti í gær fund með forráðamönnum Arn- arflugs og Flugleiða. Ásamt fjármála- og forsætisráðherra mun hann síðan fara betur ofan í málefni Arnarflugs nú í vikunni. Ólafur Ragnar sagði við Þjóðvilj- ann að vilji flugfélaganna til sam- einingar kæmi í ljós í viðræðun- um, hann leggði áherslu á að menn útilokoðu ekkert fyrir- fram. Það hefði átt sér stað sú breyting og myndi eiga sér stað í ríkara mæli, að æ fleiri erlend flugfélög fljúgi til íslands. Hann vissi til þess að Flugleiðir gerðu ráð fyrir minnkandi markaðsh- lutdeild af þessum sökum. Þann- ig að gamla röksemdin um að ís- lendingar verði sjálfir að hafa tvö flugfélög, til að koma í veg fyrir einokun, væri ekki eins gild og fyrir 5-10 árum. Kristinn Sigtryggsson sagði Þjóðviljanum, að hann hefði alltaf sagt að óskynsamlegt væri að sameina flugféiögin, og sú af- staða hefði ekkert breyst. Það væri grundvallaratriði fyrir þjón- ustu og verðlagningu að hafa fleiri en eitt félag. „Ég hef hins vegar lýst því yfir að samstarf sem getur lækkað rekstrarkostnað sé skynsamlegt,“ sagði Kristinn. Fé- lögin hefðu samstarf um þjón- ustuliði en yrðu keppinautar að öðru leyti. Þetta samstarf yrði þó að vera þannig að samningsstaða félaganna væri jöfn. Flugleiðum hefði nánast verið afhent flug- stöðin og Arnarflug þyrfti að kaupa þjónustu af þeim. Þetta hefði kostað Arnarflug 30-35 miljónir á þessu ári. Áð sögn Kristins er vandi Arn- arflugs fyrst og fremst of mikill fjármagnskostnaður sem hafi komið illa við reksturinn. Þetta ár væri þó ekki dæmigert í rekstri félagsins, þar sem það hefði tvö- faldað afkastagetuna með kaupum annarrar þotu, og ekki væri hægt að ná upp fullri nýtingu á aðeins einu ári. Hann sagði Arnarflug, ásamt samgöngu- og fjármálaráðherra, hafa sett upp þríhliða dæmi til að rétta við reksturinn. Hlutafé frá einka- geiranum og eldri hluthöfum verði aukið, hlutafé komi frá rík- inu og endurfjármögnun fari fram á annarri þotu félagsins. „Þessi markaður hér skiptir stóru erlendu flugfélögin engu máli,“ sagði Kristinn. En ís- lensku flugfélögin lifðu á honum og yrðu þess vegna að bjóða upp á rétta tíðni ferða, leiðir og þjón- ustu. Stóru félögin fleyttu rjó- mann yfir háannatímann sem kæmi Flugleiðum og Arnarflugi vel. Tvö flugfélög á Islandi gerðu þennan markað minna spennandi fyrir útlendinga. -hmp Framhaldsskólar Þrengslin aukast næsta haust Nemendum áframhalds- skólastigi á eftir aðfjölga verulega á Stór-Reykja- víkursvœðinu nœsta haust Nú í haust sitja um 8300 nem- endur í framhaldsskólum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Það er veruleg aukning frá því fyrir ári, og hefur það komið fram í því að víða hafa forráðamenn og nemendur skólanna kvartað sár- an undan þrcngslum og húsnæð- isskorti. Að sögn Stefáns Ólafs Jóns- sonar deildarstjóra í mennta- málaráðuneytinu er gert ráð fyrir enn verra ástandi í þessum efnum næsta haust, samkvæmt spám sem gerðar voru fyrir nokkrum árum.Ergert ráð fyrir að nem- endum sem vilja sækja fram- haldsskóla á þessu svæði fjölgi um 1500 frá því sem nú er. Gangi það eftir má gera ráð fyrir að þrengslin í framhaldsskólunum á þessu svæði verði enn alvarlegri en nú er. Stefán sagði að það væri verið að skoða þessi mál í ráðuneytinu og ekki lægi fyrir hvernig þessum vanda yrði mætt. Hann sagði að aðsókn væri mikil í bóklegt nám en hins vegar væri hægt að bæta við nemendum á námsbrautir sem kenndu verklegt nám, s,s, málmiðnaðarbrautir, vélstjóra- og stýrimannanám. -sg Kvennaathvarfið Borgið r i bili Ingibjörg Jónsdóttir, talsíma- kona, hefur gefið Kvennaat- hvarfinu í Reykjavík eina miljón króna, en upphæðinni hefur hún safnað síðasta áratuginn. Hún segist vonast til að fjármununum verði varið til eflingar barnastarfi athvarfsins. Alls hafa Kvennaathvarfinu áskotnast ríflega þrjár miljónir króna frá því bágur fjárhagur þess vitnaðist fyrir fáeinum vik- um, og hafa fjölmargir lagt hönd á plóg; einstaklingar, félaga- samtök og sveitarfélög. Efnt var til fjársöfnunartón- leika fyrir athvarfið í fyrrakvöld á Hótel íslandi og höfðust 200 þús- und krónur upp úr krafsinu, en allir sem komu fram gáfu vinnu sína og húsið fékkst til afnota án endurgjalds. Guðrún Jónsdóttir, starfskona barnahóps athvarfsins, sagði að tónleikarnir hefðu heppnast vel, ekki síst í ljósi þess að umfjöllun- in um Kvennaathvarfið og mál- efni þess í tengslum við tón- leikana hefði orðið til að ýta við þeim fjölmörgu sem látið hefðu fé af hendi rakna að undanförnu. /HS Sjónvarpsauglýsingar Mega vera en marklausar Athyglisverð könnun Neytendablaðsins: Aðeins tœp 30% aðspurða vill auglýsingalaustsjónvarp. Eldrafólk vill auglýsingar en tekurekki mark á þeim. Karlar frekar á móti en konur Mun færri vilja að auglýsingar séu bannaðar í sjónvarpi en þeir sem vilja óbreytt ástand frá því sem nú ríkir. Hins vegar eru nær flestir á móti því að auglýs- ingum sé skotið inn í kvikmynda - sýningar í sjónvarpi. Þetta er niðurstaða úr ítarlegri könnun á auglýsinguni í sjónvarpi sem birt- ar eru í nýútkomnu félagsblaði Neytendasamtakanna. Könnunin náði einungis til höfuðborgarsvæðisins og var hringt til rúmlega 600 aðila. Ríf- lega 45% aðspurða vildi óbreytta stefnu í auglýsingum í sjónvarpi, en 28,5% vildu sjónvarp án auglýsinga. 18% stóð á sama og um 8% tóku ekki afstöðu. At- hygli vekur að karlar voru meira á móti auglýsingum en konur. Nær 33% þeirra vildu sjónvarp án auglýsinga en aðeins 26% kvenna. Þó að fleiri víldu leyfa auglýs- ingar en ekki, þá voru nær allir á móti því-að auglýsingum sé skotið inn í kvikmyndasýningar. Yfir 90% aðspurðra sögðu það slæmt en aðeins rúm 4% mæltu með því. Yngra fólkið var frekar á móti en það eldra. Stærsti hópur þeirra sem vill sjónvarp án auglýsinga er á aldr- inum 38-55 ára, en eldra fólkið, 56 ára og eldri, vill mun frekar auglýsingar. Þá kemur í ljós í könnuninni að yngra fólk virðist taka meira mark á auglýsingum og kaupa vörur vegna sjónvarps- auglýsinga en aðeins um 17% elsta fólksins sagðist haga inn- kaupum sínum eftir sjónvarps- auglýsingum. Meirihluti aðspurðra eða rúm 50% sagðist ekki taka eftir óbeinum auglýsingum í sjónvarpi en tæp 43% sögðust verða vör við slíkar auglýsingar. Nefndu marg- ir Stöð 2 sérstaklega í því sam- bandi. -•g- Söngskólinn Afmælistónleikar Jómnnar Tónleikar í tilefni 70 ára afmœlis Jórunnar Viðar ííslensku óperunni í Söngskólinn í Reykjavík efnir til tónleika í íslensku óperunni í dag kl. 17, í tilcfni sjötugsafmæl- is Jórunnar Viðar tónskálds, en Jórunn verður 70 ára á morgun. Á tónleikunum verða meðal ann- ars frumflutt tvö einsöngslög Jór- unnar, Við Kínafljót, við texta Þorgeirs Sveinbjarnarsonar, og Sönglag á göngu við texta Valg- arðs Egilssonar. Jórunn Viðar hefur verið einn af frumkvöðlum íslensks tón- listarlífs síðan hún kom frá námi í stríðslok. Hún hélt utan árið dag 1937, eftir að hafa stundað tón- listarnám hjá móður sinni, Katr- ínu Viðar, hjá Páli ísólfssyni, og hjá Árna Kristjánssyni við Tón- listarskólann í Reykjavík. Fram- haldsnám stundaði Jórunn við Tónlistarháskólann í Berlín í 2 ár, og lærði eftir það tónsmíðar við Juillard tónlistarháskólann í New York, auk þess sem hún var í einkatímum í píanóleik. Undan- farin 12 ár hefur Jórunn kennt við Söngskólann í Reykjavík. Á tónleikunum verður meðal annars fluttur kafli úr Svítu fyrir fiðlu og píanó, Tilbrigði fyrir selló og píanó auk einsöngslaga, kórlaga og þula eftir Jórunni. Fjöldi tónlistarmanna kemur fram á tónleikunum, meðal ann- arra Elísabet Eiríksdóttir, Hólm- fríður Sigurðardóttir, Jórunn Viðar, Kristinn Sigmundsson, Laufey Sigurðardóttir og Lovísa Fjeldsted, ásamt öllu starfsfólki Söngskólans í Reykjavík og fleirum, sem flytja kórverk og þulur. LG 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.