Þjóðviljinn - 06.12.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.12.1988, Blaðsíða 14
/f DAG/I Jóla hvað? Það finnst sjálfsagt mörgum að minna muni fara fyrir jólahátíðinni að þessu sinni en oftast áður, jóladagarog áramót um helgi og ekki nema einn aukafrídagur. Slíkt er ekkert nýmæli, gerðist síðastfyrir5árum. Hitteralvar- legra að jólin verða að þessu sinni haldin í skugga efnahags- þrenginga og stóraukins atvinnu- leysis. Það er því Ijóst að víða verður þröngt um kost hjá lands- mönnumumjólin. Vissulega er slíkt áhyggjuefni, en það má líka sgyrja; hefur jóla- hald og kaupæði landsmanna í kringum jólin ekki fyrir löngu farið fram úröllu hófi? Hvereltirannan uppi í stórinnkaupum á gjafa- vöru, endurnýjun á húsbúnaöi, glansi og glimmer. Veisluföng af dýrustu sort, matarhátíö mikil og allir una glaðir við sitt, ekki síst kaupmennirnir í Kringlunum. í fyrra var opnað stærsta versl- unarmiðstöð landsins í Kring- lunni. Þá töldu margir að verslun við Laugaveginn væri dauða- dæmd. Laugavegurinn er enn á sínum stað með allar sínar versl- anir og raunin sú að verslunum hefur ekki fækkað heldur stór- fjölgað á þessum tíma. Nú síðast í liðinni viku var opnuð ný versl- unarkringla við hliðina á þeirri gömlu/nýju og aðrar kringlur opn- aðar í Breiðholti og við Lauga- veginn. Kaupmenn tala um erf iða tíma. Borgin sé yfirfull af verslunum. Nú sé að duga eða drepast, ann- að hvort bjargast mienn á jóla- versluninni eða ekki. Sumir segja að jólaverslunin verði trúlega engu minni nú en um síðustu jól, sem slógu víst öll met. Þrátt fyrir auraleysi vilja menn halda sín jól, og þeir sem á annað borð eiga peninga, hafa aldrei haft eins mikið á milli handanna og nú. En er ekki rétt að landsmenn staldri augnablik við? Hvaða geggjunerþetta sem heltekur þjóðina í hvert skipti sem jólin nálgast? Jólahátíðin á ekki að vera fjárhagslegur björgunar- báturfyrirversluninaílandinu sem er orðin allt of umf angsmikil og óhagkvæm í alla staði. Höld- um okkar jól í friði og á hófsaman hátt. Ráðum okkar jólum sjálf, en látum ekki kapphlaupiðog aug- lýsingaskrumið stjórna ferðinni. ______________________j9- ÍDAG er 6. desember, þriðjudagur í sjö- undu viku vetrar, sextándi dagur ýlis, 341. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 10.59 en sest kl. 15.39. Tunglminnkandiá fjórða kvartili. VIÐBURÐIR Nikulásmessa. Fæddur Kristján Eldjárn forseti 1916. Fæddur Einar H. Kvaran rithöfundur 1859. Þjóðhátíðardagur Finn- lands. ÞJÓÐVILJINN FYRIR 50 ÁRUM Nokkur hluti þeirra þjóðlegu Reykvíkinga, sem nýlega hafa keypt Helluofna og látið setja þá upp í húsum sínum: Þórir Bald- vinsson húsameistari, Ólafur Johnson konsúll, Þorsteinn Jónsson bankafulltrúi, Gasstöð Reykjavíkur, Ólafur H. Jónsson framkvæmdstj., Litir & Lökk verksmiðja, Sigurbjörn Þorkels- son kaupmaður, Sigurður Skúla- son magister, Björn Ólafsson stórkaupmaður, ValdimarÞor- steinsson byggingameistari, Eyj- ólfur Jóhannesson forstjóri, Ás- geir Þorsteinsson verkfræðingur, Olíuverzlun íslands, Þorvaldur Thoroddsen framkvæmdastj., Helgi Hjörvarrithöfundur, Óli Ólason kaupmaður, Nýjabíó, Óskar Jónsson bólstrari, Bene- dikt Sveinsson húsasmiður, Kol- beinn Árnason kaupmaður, Kristján Guðmundsson fram- kvæmdastj. o. m. fl. Hf. Ofna- smiðjan, Box491, Reykjavík. Kjartan Ragnarsson -* „Það ótrúlegasta“ UM UTVARP & SJONVARP jK Gestastofan Rás 1, kl. 15.03 sveita á Héraði. Kristján lítur nú Ýmsir góðir gestir hafa heim- inn hjá Stefáni Bragasyni í dag og sótt Stefán Bragason á Egilsstöð- stendur við í þrjá stundarfjórð- um að undanförnu og hafa hlust- unga. Mun Kristján segja undan endur Rásar 1 notið góðs af. - og ofan af ýmsu amstri sínu um Flestir Héraðsbúar þekkja Krist- dagana, léttur í máli að venju, og ján Björnsson frá Grófarseli í fluttar verða gamlar og nýjar Jökulsárhlíð, og að góðu einu. upptökur frá skemmtunum á Hann er nú reyndar fluttur úr Héraði, þar sem hann hefur Hlíðinni og í Fellabæ, andspænis „tekið lagið“. - Þessi þáttur er Egilsstaðakauptúni, og sér um að endurtekinn frá laugardagsk- dreifa- póstinum til nokkurra völdi. -mhg Tónlist Sibeliusar Rás 1, kl. 22.30 Sten Kaalö er einn af þekkt- ustu leikritahöfundum Dana um þessar mundir. Eftir hann liggur fjöldi leikrita, sum fyrir svið önnur fyrir útvarp, og eru þau þekkt víða um heim. - í kvöld flytur Rás 1 eitt verka þessa höf- undar, „Það ótrúlegasta“. Þar leiðir höfundur hlustendur um hið fjölskrúðuga mannlíf stór- borgarinnar. Á sólarhrings rölti okkar fylgjumst við með þeim persónum, sem við sögu koma og „hvernig líf þeirra tengist, að því er virðist, á hinn ótrúlegasta hátt.“ Sverrir Hólmarsson hefur þýtt leikritið en leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Leikendur eru: Helgi Björnsson, Jón Hjart- arson, Theodór Júlíusson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Sigurður Skúlason, Þór Tuliníus, Margrét Ólafsdóttir, Ragnheiður Arnar- dóttir, Margrét Ákadóttir, Eyvindur Erlendsson, Helga Þ. Stephensen og Guðrún Birna Jó- hannsdóttir. -mhg Rás 1, kl. 17.03 Á þjóðhátíðardegi Finna er ekki óeðlilegt að tónlist eftir Jean Sibelius sitji í öndvegi. Að þessu sinni verða flutt eftir hann fjögur tónverk. - Fyrst er það „Finn- landia", sinfónískt ijóð. Hljóm- sveitin Filharmonía leikur, Vla- dimir Ashkenazy stjórnar. Þá kemur „Karelia“, svíta op. 11. Hljómsveitin Filharmonía leikur, Vladimir Ashkenazy stjórnar. - Síðan eru það þrír ljóðasöngvar. Tom Krause, bariton, syngur, Irwin Gage leikur á píanó. - Og loks „En Saga“, sinfónískt ljóð op. 9. Sinfóníuhljómsveitin í Gautaborg leikur, Neeme Járvi stjórnar. -mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI 6 FOLDA Hvernlg líður skjaldbökunni?^ Einusinni þegar ég var lítill sá ég eina svona í dýragarði 14 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 6. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.