Þjóðviljinn - 06.12.1988, Blaðsíða 12
FLÓAMARKAÐURINN
Ný fótaaðgerðarstofa
Guðríður Jóelsdóttir fótaaðgerðas-
érfræðingur hefur opnað fótaað-
gerðastofu að Borgartúni 31, 2.
hæð til hægri. Tímapantanir alla
virka daga kl. 9.30-10.30 í síma
623501.
Flóamarkaður
Opið mánudaga, þriðjudaga og
miðvikudaga frá kl. 14-18. Enda-
laust úrval af góðum og umfram allt
ódýrum vörum. Gjöfum veitt mót-
taka á sama stað og tíma. Flóa-
markaður SDÍ Hafnarstræti 17,
kjallara.
Flóamarkaður
Rússneskar vörur í miklu úrvali,
m.a. tehettur, babúskur, vasaúr og
ullarsjöl. Póstkröfuþjónusta.
Uþþlýsingar í síma 19239.
Sjóðsvél (búðarkassi) óskast
Upþlýsingar í síma 21784 á kvöldin.
Mótatimbur
Nemendaleikhús Leiklistarskóla ís-
lands vantar notað mótatimbur. Má
vera mjög illa farið. Uþplýsingar í
síma 25020 milli kl. 9 og 15.
Til sölu
Rafmagnsorgel til sölu, 1 hljóm-
borð, 4 raddir, fótpedali fyrir hækk-
un og lækkun. Upplýsingar í síma
35054.
Commodore 64k
tölva til sölu ásamt diskadrifi, kas-
settutæki, 2 stýrispinnum og fjölda
leikja. Selst ódýrt Upplýsingar í
síma 32098, eftir kl. 20.00.
í Hafnarfirði
70-75 ferm. 3 herbergja íbúð til sölu
ódýrt ef samið er fljótt. Sér hiti og
sérinngangur. Laus nú þegar. Uþp-
lýsingar í síma 16718 og 52029.
Óska eftir
nagladekkjum
undir Trabant, stærð 520x13 og
gangi af 175x70x14. Upplýsingar í
síma 616718 fyrir hádegi og eftir kl.
18.00.
Til sölu glæsilegur
æfingabekkur
með 52 æfingum, svartur og silfur-
grár, sem nýr. Leiðbeiningar og
prógramm fylgja. Nánari upplýsing-
ar í síma 621657.
Sumarbústaðalóðir
Til sölu eru 4 samliggjandi sumar-
bústaðalóðir á Suðurlandsundir-
lendinu. Upplýsingar veitir Berg-
þóraísíma 24711 eftirkl. 17ogum
helgar.
Kjarakaup
Af sérstökum ástæðum er til sölu
nýr Skodi. Selst á 150 þús. stað-
greitt. Upplýsingar í síma 611370.
Furukojur til sölu
Upplýsingar í síma 687083.
Borðtennisborð
óskast keypt. Sími 34627.
Til sölu
4 lítið notuð snjódekk, negld, 3 felg-
ur fyrir Chevrolet Monza til sölu á kr.
14.000. Upplýsingar í síma 53586
eftir kl. 17.30.
Þvottavél
Til sölu 2 ára Philco þvottavél. Uþp-
lýsingar í síma 35269.
Lítil rafmagnshella
óskast
gefins eöa fyrir lítið. Upplýsingar í
síma 13297.
STRAX - í desember
Óska eftir 12 ára stúlku í nágrenni
Austurbæjarskóla til að sækja 4 ára
dreng á Grænuborg kl. 1 og vera
með hann til kl. 4. Sími 28783.
Millihurð óskast
Gömul harmoníkuhurð eða milli-
hurð úr tré óskast í stofuop. Hafið
samband í sima 18681.
Til sölu
rauður baðsloppur nr. 44. Mjög
vandaður. Sími 40691.
Eldavél - borð
Electrolux eidavél, 5 ára með blást-
ursofni, yfir- og undirhita og eldhús-
borð úr beyki, 160x90. Sími 76562
eftir kl. 17.00.
Ódýrir, góðir sófar
2 sófar, 2ja og 3ja sæta til sölu
ódýrt. Verð kr. 5.000 fyrir báða.
Sími 32144 eftir kl. 19.00.
Trip-trap barnastóll
Óska eftir að kaupa Trip-trap barn-
astól. Upplýsingar í síma 39632
eftir kl. 17.00.
Rennibekkur
Til sölu gamall, fremur lítill slitinn
rennibekkur. Selst ódýrt. Upplýs-
ingar í síma 40792.
Til leigu
Frá áramótum er 4ra herbergja
íbúð með húsgögnum til leigu í 5-6
mánuði. Reglusamur háskólanemi
er í einu herbergjanna. Upplýsingar
í síma 91-36806.
Sölufólk óskast
til að selja bækur. Góð sölulaun.
Upplýsingar í síma 28565 eða
25154.
Óska eftir
ódýrri eldavél í góðu lagi. Upplýs-
ingar í síma 75476.
Bráðvantar
tannstangarstýri
í Volkswagen bjöllu árg. 75 (amer-
íska týpu). Sími 98-21884.
Óskum eftir
sófasetti gefins
Upplýsingar í síma 10045, Björg,
Laufásborg.
Gott unglingarúm
með skúffum, dýnu og 3 púðum til
sölu á kr. 4.000. Upplýsingar í síma
74212 á kvöldin.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför móður okkar, tengdamóður og systur
Guðmundu Þorgeirsdóttur
Öldugötu 25A
Þórdís Gunnarsdóttir Gunnar B. Gunnarsson Guðríður Valgeirsdóttir
PéturGunnarsson Hrafnhildur Ragnarsdóttir
Sigrún Gunnarsdóttir Bjarni G. Bjarnason
Ásdís Gunnarsdóttir Guðlaugur Hermannsson
Þorgeir Gunnarsson Sigurjón Gunnarsson Guðrún Þorgeirsdóttir Sigríður Þorgeirsdóttir Edda Kjartansdóttir
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Menningarmálanefnd AB
Munið
fundinn þriðjudaginn 6. desember kl. 17.00. - Þórunn.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Spilakvöld
Þriðja og síðasta sþilakvöldið í þriggja kvölda keþþninni verður á þriðjudaq-
'nn kemur, 6. desember, á Hverfisgötu 105 og hefst klukkan 20.30. Þriq-
kvöld° dakePPninn' haldi^ áfram en einnig sjálfstæð keppni þetta eina
Allir velkomnir. - Stjórnin.
ERLENDAR FRÉTTIR
írak
Blóðbrúðkaup
í Bagdað
Forsetasonur drepur einkavinföður síns og móðgar einn mikilvœgasta
mann stjórnar hans
Einn þeirra þekktari í röðum
harðráðra valdstjórnenda
heims er Saddam Hussein, forseti
Iraks og leiðtogi þarlends ríkis-
flokks, Baathflokksins. Þessi ann-
ars frekar heppni og úthaldsgóði
einræðisherra er um þessar
mundir staddur í vanda, sem á
hvorki upptök sín í innanlands-
málum eða heimsstjórnmálum,
heldur í fjölskyldu hans sjálfs.
Þótt margt hafi breyst í írak í
krafti olíunnar og innfluttra siða
vestrænna, að minnsta kosti á
ytra borði, eru stemmningin í
samfélaginu og stjórnarhættir
enn með þeim hætti, að Bagdað-
kalífunum og fornmönnum á
borð við Nebúkadnesar og Ass-
úrnasírpal annan, sem grimmast-
ur þótti margra kolgrimmra Ass-
ýríukonunga, ætti að koma margt
í þeim efnum kunnuglega fyrir
sjónir, mættu þeir líta upp úr
gröfum sínum. Harðstjórn Sadd-
ams Hussein er talin óvenju
grimm, jafnvel á mælikvarða
Austurlanda nær. Hann hefur um
sig þéttriðið valdanet gæðinga í
flokki og her og ekki síður harð-
snúna og vel skipulagða leyni-
þjónustu. Sjálfur er hann harð-
snúinn og slunginn og til þessa
hefur honum tekist að gera að
engu vonir, sem óvinir hans, er-
lendir sem innlendir, kunna að
hafa alið í brjósti um að steypa
honum af stóli.
Unnið ógrunsamlega
Til að treysta sig í sessi hefur
Hussein jafnan viðhaft þá meg-
inreglu, að ganga ekki einungis
ógrunsamlega milli bols og
höfuðs á raunverulegum eða
grunuðum andstæðingum, held-
ur og einnig öllum þeim, sem
taldir hafa verið eiga möguleika á
að veita andstöðu. Baathflokkur-
inn og herinn hafa þannig marg-
sinnis mátt þola blóðugar hreins-
anir og Kúrdar, fjölmennasti
þjóðernisminnihluti landsins, og
sjítar, stærsti trúflokkurinn með-
al araba þar, hafa fengið þaðan af
verri útreið.
Hussein er ekki síður einvaldur
í ríki sínu en fornkonungar Ass-
ýríu og Babýlonar voru, í persón-
udýrkun á sjálfum sér slagar hann
hátt upp í þá og eftir því er vegur
fjölskyldu hans. Heimildarmenn
vel upplýstir úr innsta hring hafa
þannig slegið því fram, að líklegt
sé að elsti sonur valdhafans,
Uday að nafni og nú 24 ára, erfi
ríkið eftir haris dag.
Nútímaprins úr
Þúsund og einni nótt
Þessi ungi maður hefur hingað
til notið lífsins í skjóli valds föður
síns engu miður en prins í Þúsund
og einni nótt. í hvert skipti sem
hann brá sér í ökutúr um götur
Bagdaðar lokaði lögreglan öllum
þeim götum, sem honum þókn-
aðist að eiga leið um, svo að hann
gæti komist leiðar sinnar á þeim
hraða sem honum líkaði. Oft í
viku var hann aðalgesturinn á
börum lúxushótela borgarinnar,
alltaf með skara af laglegu kven-
fólki í kringum sig. í háskólanum
í Bagdað gat hann sér mestan
orðstír fyrir gleðskap við áfengi
og konur.
Þrátt fyrir þessar annir og æsku
Uday Hussein-fært erfram hon-
um til afsökunar að öl sé annar
maður.
forsetasonarins hlóðust á hann
ófá trúnaðarstörf. Hann var for-
seti olympíunefndar íraks og þar
með íþróttamálaráðherra, for-
maður íraska knattspyrnusam-
bandsins og aðalritstjóri helsta
íþróttablaðs landsins. Eins og
nærri má geta um svo mikilvægan
og önnum kafinn pilt slapp Uday
Hussein alveg við það að gegna
herþjónustu í stríðinu við íran,
en'í því féllu um 200.000 írakar,
samkvæmt einni ágiskun.
Voldugur þjónn
En svo kom að því að veruleg
snurða hljóp á þráðinn hjá þess-
um lánsama unga manni. Maður
hét Kamil Hanna, sérlegur líf-
vörður og einkaþjónn Husseins
og enginn hversdagslegur þjónn,1
því að hann var nánasti trúnaðar-
vinur húsbónda síns og þrátt fyrir
lága stöðu á pappírnum í raun
einn áhrifamestu manna í hirð
einræðisherrans. Börn forsetans
unnu honum litlu miður en föður
sínum og kölluðu hann „ammu“
(frænda).
Það var því ekkert almúga-
brúðkaup, þegar dóttir Hanna
var manni gift 18. okt. s.l. Meðal
brúðkaupsgesta var öll íraska
ríkisstjórnin, að ótöldum öðrum
virðingamönnum. Uday Hussein
var þar líka.
Viskí eins og vatn
Baathflokkurinn er fremur
veraldlega sinnaður á íslamska
vísu og leggur meira upp ur arab-
ískri þjóðernishyggju en íslam.
Sumt í íslömsku lögmáli er því
ekki tekið mjög bókstaflega í
Irak, t.d. bannið við áfengis-
neyslu. En sökum þess að téð
bann gilti þar um aldaraðir, svo
sem í öðrum íslamslöndum, þá er
vínmenning landsmanna ný af
nálinni. Af því virðist leiða að
þeim sé miður vel lagið að gæta
hófs, þegar hinar svo lengi forb-
oðnu veigar eru í boði. Þannig
hættir mönnum til að þamba
drykki á borð við viskí og vodka
einsóg þyrstir menn vatn og aldin-
safa, þegar þeir komast í þá.
Þannig kvað það hafa gengið til
í brúðkaupi dóttur Kamils
Hanna, sem veitti skoskt viskí af
miklum öðlingsskap. Þegar
nokkuð var liðið á veisluna brá
faðir brúðarinnar upp byssu og
tók að skjóta upp í loftið. Þetta
mun vera gamall bedúínasiður og
raunar er það þekkt víðar að hafa
skothríð til mannfagnaðar. Þetta
fór engu að síður í taugarnar á
Uday forsetasyni, og skipaði
hann Hanna að hætta þessu. Líf-
vörður forsetans brást reiður við
Maaruf - Kúrdi til sýnis.
og leit svo út að þeir myndu fara í
hár saman, enda báðir orðnir
veldrukknir. Taha Muhji el-Din
Maaruf, varaforseti íraks og
kúrdneskrar ættar, reyndi þá að
stilla til friðar, en Uday rak hon-
um kinnhest og æpti: „Burt með
þig upp í fjöll, kúrdneski villi-
maður!"
Afdrifarík veislu-
spjöll
Þegar hér var komið sveif
Hanna á Uday og hefur kannski
ætlað að henda stráknum út. En
forsetasonurinn var þá kominn
með kylfu í hendur og laust
einkavin föður síns slíku höggi í
höfuðið, að hann hafði þegar
bana.
Fáeinum dögum síðar var
Uday handtekinn og faðir hans
tilkynnti í ríkisfjölmiðlum að sín
fjölskylda væri ekki öðrum frem-
ur yfir lögin hafin. Hussein vill í
þessu máli sýna sig sem strangan
en réttlátan landsföður. Hann
hefur sínar ástæður til þess. Þrátt
fyrir landsvenjur í írak hafa sér-
réttindi og svall forsetasonarins
gengið fram af mörgum. Kamil
Hanna var vinmargur og þar að
auki hafði Uday móðgað Maaruf
varaforseta, sem er einn mikil-
vægustu manna í stjórn Husseins.
Maaruf kemur vel fyrir og þykir
slyngur stjórnmálamaður. Huss-
ein hefur þar að auki áhyggjur af
ámæli því - furðu vægu þó miðað
við tilefni - sem hann sætir á al-
þjóðavettvangi fyrir útrýmingar-
hernaðinn gegn Kúrdum. Til
mótvægis við þetta þykir honum
betra en ekki að geta bent á að
Kúrdi sé í næstvirðulegasta emb-
ætti ríkisins.
Verði réttvísin látin ganga sinn
gang í máli Udays, gæti svo farið
að hann endaði ævina í gálgan-
um. En heldur ólíklegt er að til
þess komi. Þannig hefur nú frést
að faðir hins drepna hafi opinber-
lega beðið banamanni sonar síns
griða. Því hefur líka verið haldið
fram, forsetasyninum til afsökun-
ar, að hann hafi ekki framið glæp-
inn vísvitandi, heldur viti sínu
fjæríölæði. Einnig kvað það hafa
rifjast upp fyrir einhverjum í hirð
einræðisherrans að Uday hafi
fyrir nokkrum árum orðið fyrir
höfuðhöggi miklu í umferðarslysi
og síðan ekki verið fyllilega sjálf-
ráður gerða sinna. Það er því lík-
legast að Uday sleppi við gálg-
ann, en staða hans sem ríkiserf-
ingja gæti verið í meiri hættu. Því
að einnig í Austurlöndum nær
mun almennt til þess ætlast af
valdhöfum að þeir opinberlega
teljist heilir á sönsum.
-dþ.
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. desember 1988