Þjóðviljinn - 06.12.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.12.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Verkalýðshreyfingin Fundað fyrir samningsrétti BSRB, ASÍ, BHMr, SÍBogKÍásameiginlegumfundiálaugardagí Háskólabíói. Ögmundur Jónasson: „Afnám samningsréttar mannréttindabrot. Augljóstað launafólk á að borgafyrir bruðl og vaxtaokurfrjálshyggjunnar. Sýnum andstöðu meðþvíað mœta “ 011 helstu samtök launafólks, BSRB, ASÍ, BHMr, SÍB og KÍ munu halda sameiginlegan fund í Háskólabíói næstkomandi laugardag og mun efni fundarins verða baráttan fyrir endur- heimtingu samningsréttarins. Þeir forystumenn sem Þjóðviljinn ræddi við lögðu áherslu á mikil- vægi þess að launafólk mætti vel á fundinn svo það sýndi í verki, andstöðu sína við afnám samn- ingsréttarins og þær fyrirsjáan- legu kjaraskerðingar sem fram- undan væru. Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB sagði að þessi fundar- boðun sýndi að samtök launa- manna væru tilbúin að snúa bökum saman til varnar mannréttindum í landinu. „Samningsréttur er mannréttindi og þegar sá réttur er tekinn af fólki er framið mannréttinda- brot. Þetta viljum við gera stjórnvöldum ljóst. Ýmsar yfir- lýsingar úr þeim herbúðum síð- ustu daga sýna svo ekki verður um villst að nú er þörf á að standa vörð um heimilin. Frjálshyggjan, með sínu bruðli og vaxtaokri er á góðri leið með að leggja allt í rúst í landinu og nú virðast menn í alvöru vera farnir að tala um að láta launafólk borga brúsann. Þetta gengur vitaskuld ekki og ég er sannfærður um að launafólk vill sýna andstöðu sína. Það getur það gert í verki með því að mæta á fundinn á laugardaginn,“ sagði Ögmundur. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ sagði að tilefni þessa fundar væri það að forystumönnum þessara samtaka þætti ástæða til að gefa almenningi tækifæri til að koma viðhorfi til samningsréttar- ins á framfæri. „Við erum rétt komin af þingi ASÍ og skammt er liðið frá þingi BSRB og önnur þau samtök sem þarna verða hafa verið að gera ályktanir í þessum málum, þannig að það er eðlilegt að samtök sem þessi fylki sér saman um aðgerð sem þessa,“ sagði Ásmundur. Ásmundur sagði að mestu máli skipti að stjórnvöld fyndu fyrir þeim þrýst- ingi frá almenningi sem gæti t.d. skapast með fundi sem þessum og því skipti miklu máli að fólk mætti á þennan fund og sýndi þannig samstöðu sína og and- stöðu sína gegn samningsréttar- sviptingunni. Áðspurður um kæru ASÍ til ILO, Álþjóðavinnumálastofnun- arinnar út af afnámi samnings- réttarins sagði Ásmundur að greinargerð hefði ekki borist frá íslensku ríkisstjórninni fyrir fund þeirrar nefndar sem fjallaði um Hafnarfjörður Banaslys í höfninni Ungur piltur drukknaði, er bíll fór út af Norðurgarðinum í Hafn- arfirði aðfararnótt sl. sunnudags. Slysið var um hálffjögur leytið um nóttina en mikil hálka var á hafnarbakkanum. 6 ungmenni voru í bílnum og björguðu fimm þeirra sér á land og gerðu lög- reglu viðvart. Kafarar frá björg- unarsveitinni Fiskakletti fundu félaga þeirra í bflnum. Hann hét Kjartan Gunnar Kjartansson 19 ára nemi úr Reykjavík. -Ig. málið í nóvember. Því hefði ekki verið forsenda til að taka málið þá efnislega fyrir og það yrði því ekki gert fyrr en á næsta fundi sömu nefndar sem haldinn yrði í febrúar eða mars. „Við væntum þess að við fáum það staðfest að lögin brjóti í bága við þær alþjóð- legu samþykktir sem ísland hefur gerst aðili að í vinnuréttarmálum og staðfest fyrir sitt leyti,“ sagði Asmundur Stefánsson. phh Sigríður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, Árni Gunnarsson formaður stjórnar hennar og Hanna Pálsdóttir sem situr í stjórn hennar kynntu í gær fjársöfnun stofnunarinnar sem fer fram í desember og ber yfirskriftina „Brauð handa hungruðum heimi“. Mynd Jim Smart. Hjálparstofnun kirkjunnar Ekkert hjálparstarf án söfnunar Árni Gunnarsson: Allt útlitfyrir minnaframlag til þróunarhjálpar á nœsta ári. Sigríður Guðmundsdóttir: Alltokkarhjálparstarf byggirá framlagi íslensku þjóðarinnar í desember Ef fer sem horfir, munum við á næsta ári veita minna fé í þró- unaraðstoð en við höfum gert í langan tíma. Ætlunin er sam- kvæmt fjárlagafrumvapinu sem nú liggur fyrir Alþingi að veita 0,06% af vergri þjóðarfram- leiðslu í þróunaraðstoð. í ár var veitt 0,07%, en til þess að geta borið okkur saman við nágranna- þjóðirnar þarf að tífalda þessa tölu, sagði Árni Gunnarsson for- maður stjórnar Hjálparstofnun- ar kirkjunnar um leið og hann kynnti söfnunarátak sem stofnun- in gengst fyrir í desember. Nú þegar hafa verið sendir gíróseðlar og söfnunarbaukar á hvert heimili í landinu, og er það von forráðamanna Hjálparstofn- unarinnar að þeim verið vel tekið. Einnig verða útikerti til sölu, og mun ágóðinn renna óskiptur í hjálparstarfið. - Á því ári sem nú er að líða, hefur stofnunin haft mörg járn í eldinum, þó aðallega í Afríku og Asíu. Sem dæmi má nefna að nú er verið að ljúka við byggingu barnaheimilis fyrir munaðarlaus börn í Eþíópíu, sagði Sigríður Guðmundsdóttir framkvæmdar- stjóri Hjálparstofnunarinnar og bætti við að þeim bærust stöðugt beiðnir um aðstoð. Síðast í dag, sagði hún, kom beiðni frá Suður- Súdan, en þar ríkir nú ein sú ver- sta hungursneyð sem um getur. Hjálparstofnunin hefur nærri eingöngu rekið sitt hjálparstarf fyrir þá peninga sem safnast í des- ember ár hvert. í fyrra söfnuðust um 17 miljónir kr. í ár gera for- ráðmenn söfnunarinnar sér vonir um að safna allt að 24 miljónum kr. Þó aðallega sé veitt fé til bág- stadds fólks í löndum þriðja heimsins, styður Hjálparstofnun- in einnig við bakið á ýmissi starf- semi hér á landi. Þannig veitir hún Kvennathvarfinu 500 þúsund kr. styrk, í þeim þrengingum sem það hefur staðið í að undanförnu. -sg Alþingi Halldór boðar kjararýrnun Halldór Ásgrímsson: Fiskvinnslufyrirtækin þola ekki kauphœkkanir. Mörg fyrirtœki geta ekki haldið áfram eftir áramót Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagði í utandag- skrárumræðuni á Alþingi í gær, að staða sjávarútvegsins væri þannig að hann gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar í fram- tíðinni. Horfast þyrfti í augu við það að þjóðin hefði orðið fyrir kjararýrnun, sem þyrfti að jafna út yfir alla og lækka þyrfti laun. Ljóst væri að fjöldi fyrirtækja fengi ekki fyrirgreiðslu hjá At- vinnutryggingarsjóði og leysa þyrfti þeirra mál ineð nauðung- arsamningum eða gjaldþrotum. Ekki yrði komist hjá mikilli upp- stokkun hjá fyrirtækjum í sjávar- útvegi og frumkvæðið ætti að koma frá fyrirtækjunum sjálfum. En það væri eðlilegt að Atvinnu- tryggingasjóður kæmi þar inn í. Stjórnarandstöðuflokkarnir stóðu sameiginlega að utandag- skrárumræðum um stöðuna í sjávarútvegi í gær. Það er fátítt að flokkarnir sameinist um að biðja um utandagskrárumræðu, venju- lega eru það einstakir þingmenn eða þingflokkar sem það gera. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins hóf um- ræðuna og sagði ekki lengur hægt að una við bráðabirgðalausnir, og bað sjávarútvegsráðherra að gera grein fyrir nauðsynlegum aðgerðum til lausnar vanda sjáv- arútvegsins. Halldór sagði ljóst að mörg fiskvinnslufyrirtæki gætu ekki hafið starfsemi sína aftur eftir áramótin. Rekstur hefði þegar stöðvast hjá nokkrum þeirra, ekki bara vegna rekstrarstöð- unnar, heldur líka vegna hráefn- isskorts. Hann sagði að koma þyrfti í veg fyrir gengisfellingu og minnka þyrfti yfirvinnu og lækka laun. Eiginfjárstaða fyrirtækja hefði verið rýrð, með háum vöxt- um og fjármagnskostnaði og með of mikilli neyslu innanlands. -hmp / Afengismálið Þorvaldur ver áfengiskaupin Þorvaldur Garðar Kristjánsson: Guðrún Helgadóttir að ófrægja mig semfyrrverandiforseta. Fjármálaráðherra kemurþetta ekki við. Guð- rún Helgadóttir: Handhafar réttlausir sem einstaklingar Þorvaldur Garðar Kristjáns- son fyrrverandi forseti sam- einaðs Álþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörð- um, kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár á þingi í gær, og sagði Guð- rúnu Helgadóttur forseta samein- aðs Alþingis hafa gefið glað- beittar yfirlýsingar í áfengismál- inu. Guðrún hefði gefið til kynna að handhafar forsetavalds hefðu ekki umræddan vínkauparétt, sem væri rangt og órökstutt af hennar hálfu. Þorvaldur spurði hvers vegna Guðrún væri að ó- frægja forvera sinn í forsetastóli með þessum hætti. Guðrún Helgadóttir gerði at- hugasemdir við ræðu Þorvaldar, sem hún sagði byggða á misskiln- ingi. Hún sagðist hafa verið spurð af fjölmiðlum um reglur í þessum málum og svarað þeim spurning- um. Forseti sameinaðs þings hefði sem einstaklingur ekki rétt til að kaupa áfengi á sérkjörum, samkvæmt samþykkt ríkisstjórn- ar frá 1971 hefði þetta verið tekið af forseta. Handhafar forseta- valds hljóti allir eða enginn að koma fram fyrir hönd forseta lýð- veldisins. Sagðist Guðrún ekki muna eftir því að þeir hefðu gert það, þar sem áfengi hefði verið haft um hönd. Það kom fram í ræðu Þorvaldar Garðars að hann lítur á kaup á áfengi á sérkjörum sem hluta af risnu embættis fofseta sameinaðs þings. Forseti þurfi oft að taka á móti gestum á heimili sínu. Hann sagði Ólaf Ragnar Grímsson hafa staðið fyrir fjölmiðlafári með á- fengismálinu. Fjármálaráðherra hefði ekkert að gera með hand- hafa forsetavalds og áfengiskaup þeirra. Afskipti hans væru brot á stjórnskipunarlögum. Gaf Þor- valdur í skyn að Ólafur væri að beita eftirlitshlutverki Ríkis- endurskoðunar í pólitískum til- gangi. Þetta sagði Ólafur Ragnar vera misskilning hjá þingmanninum. Ef þingmenn vildu að upplýsing- ar af þessu tagi kæmu alfarið beint frá Ríkisendurskoðun gæti hann beitt sér fyrir því. En ef þingmenn vildu að svona upplýs- ingar væru alls ekki birtar styddi hann það ekki. Ólafur sagði að eftir yfirlýsingar Magnúsar Thor- oddsen um að áfengiskaup hans væru þau sömu og hjá hand- höfum forsetavalds í fortíðinni, hefði honum þótt rétt að verða við óskum fjölmiðla um að upp- lýsa hvernig þau kaup hefðu ver- ið. Ólafur Þ. Þórðarson Fram- sóknarflokki þakkaði Ríkisendu- rskoðun fyrir hennar afskipti af málinu og fjármálaráðherra fyrir hans afskipti. Hann þakkaði Guðrúnu einnig fyrir hógværa yfirlýsinga forsetaembættisins til fjölmiðla. En hann harmaði að fyrrverandi forseti sameinaðs þings hefði ekki farið rétt með tölur um sín áfengiskaup. -hmp Þriðjudagur 6. desember 1988, ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.