Þjóðviljinn - 06.12.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.12.1988, Blaðsíða 11
Nýjar bækur — Nýjar bækur — Nýjar bækur Stríðssaga Kosinskys Bók desembermánaðar hjá Veröld er komin út og er það skáldsagan Skræpótti fuglinn eftir Jerzy Kosinsky. Hér er um að ræða frásögn ungs drengs frá Austur-Evrópu um vitfirringu síðari heimsstyrjaldarinnar, sem byggð er á eigin reynslu höfund- arins. Þetta er margverðlaunuð og heimsfræg bók. Jerzy Kosinsky er fæddur í Pól- landi, en fluttist til Bandaríkj- anna árið 1957. Hann kenndi um árabil við háskólana Princeton og Wesley, en frá árinu 1970 hefur hann verið prófessor í bók- menntum við hinn fræga Yale- háskóla. Skræpótti fuglinn er fyrsta skáldsaga Kosinskys. Hún kom út árið 1965, en síðan hefur hver bókin rekið aðra. Ef til vil er Being There þekktust þeirra, ekki síst vegna þess að hún hefur verið kvikmynduð eftirminnilega með Peter Sellers í aðalhlutverki. Bjarni Einarsson Ritgerðir dr. Bjarna Einars- sonar Dr. Bjarni Einarsson er virtur fræðimaður á sviði íslenskra forn- bókmennta. Hann lauk cand. mag. prófi frá Háskóla íslands árið 1943. Um árabil var hann lektor í íslensku við Hafnarhá- skóla og starfaði þá jafnhliða að handritaútgáfum og rannsóknum í Árnasafni. Síðar gerðist hann sendikennari við Óslóarháskóla og frá þeim skóla lauk hann dokt- orsprófi árið 1971. Bjarni sneri heim frá Noregi árið 1972 og var þá ráðinn sérfræðingur við Stofn- un Árna Magnússonar. Þar starf- aði hann óslitið uns hann lét af störfum vegna aldurs í árslok árið 1987. í rannsóknum sínum hefur Bjarni einkum fjallað um skáld- asögurnar svokölluðu, sögur fornskáldanna Egils Skallagríms- sonar, Kormáks Ögmundar- sonar, Hallfreðar vandræða- skálds og Gunnlaugs ormstungu. Niðurstöður þessara rannsókna birti hann meðal annars í bók sinni Skáldsögum sem út kom árið 1961 og í doktorsritgerð sinni Litterære forudsætninger for Eg- iis saga (1975). Greinar eftir Bjarna hafa birst víða í tímarit- um, bæði hér heima og erlendis. Sjötugsafmæli Bjarna 11. apríl 1987 var tiiefni þess að safnað var saman á bók úrvali greina sem hann hefur sent frá sér og nefnist Mælt mál og forn fræði. Rannsóknir fornbókmennta skipa þarna veigamikinn sess, en Bjarni hefur einnig fengist tölu- vert við rannsóknir örnefna, og um mælt mál, hið lifandi tungu- tak þjóðarinnar, er hann smekk- vís og traustur leiðbeinandi. í bókarlok er birt skrá yfir öll rit- verk Bjarna. Ritstjóri bókarinnar er Sigur- geir Steingrímsson. Saga Sjómanna- dagsráðs Út er komin bókin Siglinga- saga Sjómannadagsráðs eftir Ás- geir Jakobsson. Þessi 50 ára saga Sjómannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði er mikil bók að vöxtum, um 500 bls. og prýdd á annað hundrað mynda. Bókinni er skipt í fimm hluta. I. hluti er um aðdragandann og fyrsta Sjó- mannadaginn. II. hluti segir frá árunum 1939 til 1961, og þar hefst III. hlutinn. IV. hlutinn hefst þegar Hrafnista í Hafnarfirði er vígð 1977 og þar er yfirlit um öll fyrirtæki Sjómannadagsráðs sem nú eru í gangi: Hrafnistu í Reykjavík, Hrafnistu í Hafnar- firði, orlofshúsahverfi að Hraunkoti í Grímsnesi, Laugar- ásbíó, Happdrætti DAS og Sjóm- annadagshaldið sjálft. í V. hluta eru síðan skrár um vinningshafa á Sjómannadaginn, alla þá sem heiðraðir hafa verið, þá sem hlotið hafa afreksverðlaun dags- ins. Inn í þessa frásögn alla er blandað sjávarútvegssögu tíma- bilsins, einkum að því leyti, sem breytingar í sókn og úthaldi skipa hafa haft áhrif á sögu Sjómanna- dagsins og sjómannslífið. Bókin mun kosta 3.900,- Móðir í menntaskóla Komin er út hjá Máli og menn- ingu ný unglingabók eftir Andrés Indriðason. Bókin heitir Ég veit hvað ég vil og er sjálfstætt fram- hald bókarinnar Með stjörnur í augum. Sif er í menntaskóla og nýbúin að eignast barn með skólabróður sínum, Arnari. Þau eru hætt sam- an en ekki búin að gleyma hvort öðru. Sagan fjallar um hvernig menntaskólastúlkan tekst á við ábyrgðna sem fylgir móðurhlut- verkinu, um vanda og gleði sem takast á hjá hinni einstæðu móð- ur. Viðbrögð pabbans skipta ekki síður máli, tilfinningar hans, ást og togstreita. Sagan er sögð frá sjónarhóli þeirra tveggja til skiptis. Bókin er 154 blaðsíður, unnin í Prentsmiðjunni Odda en ljós- mynd á kápu var tekin í Frostfilm af Páli Stefánssyni. Unglingar á söguöld Mál og menning hefur gefið út unglingasögu eftir Guðlaugu Ric- hter, Jóra og ég, og er þetta önnur bók hennar um unglinga á söguöld. Jóra er uppi á Suður- landi í Heklugosi árið 1104. Flótt- inn undan eldinum er barátta upp á líf og dauða og óvíst hvað tekur síðan við. Sögu þessarar stúlku finnur ung Reykjavíkurstelpa í fornu handriti og hún kemst að því að þrátt fyrir það að aldir að- skilji þær Jóru þá eiga þær ýmis- legt sameiginlegt. Astin, vonin og mannlegar tilfinningar eru samar við sig. Bókn er saga um líf og örlög tveggja ólíkra kynslóða. Ljósmynd á kápu er eftir Egil Sigurðsson og teikningar í bókina gerði Ingibjörg Hauksdóttir. Aö brjótast inn til fullorðinna Mál og menning hefur sent frá sér fyrstu unglingabók Ólafs Hauks Símonarsonar. Bókin heitir Gauragangur og segir frá Ormi Óðinssyni 16 ára og þeim gauragangi sem fylgir því að brjótast inn í fullorðinsheiminn. Sagt er frá lífinu í skólanum og utan hans, fjölskyldunni, félög- unum og ástamálunum. Allt þetta er býsna flókið en oft hlægi- legt og mjög spennandi að taka þátt í því öllu. Bókin er 260 blaðsíður, unnin í Prentsmiðjunni Odda en kápuna gerði Guðjón Ketilsson. Fyrstu oröin Út er komin hjá Máli og menn- ingu litmyndabókin 100 fyrstu orðin eftir Edwina Riddell. Bókin sýnir lítil börn í daglegu lífi og í kringum þau eru allir helstu hlutir sem þau þurfa að læra að þekkja fyrstu árin. Bókin er bendibók sem ætluð er til að skoða með börnunum um leið og þeim er kennt að ná valdi á fyrstu orðunum. Bókin er 28 blaðsíður í fullum litum, prentuð í Hong Kong. Þriðjudagur 6. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Veganesti Að lokum. Síðustu Ijóð Ólafs Jóhanns Sigurðssonar Djúpskyggn, yfirlætislaus og hljómfagur skáldskapur eftir eitt listfengasta skáld þjóðarinnar. Fjallað er um mannleg verð- mæti á vargöld og fallvaltleik tilverunnar, um „bernskuvorið bjarta", óravíddir rúms og tíma-og haustið sem enginn færflúið. Vituriega samin Ijóð og fögur - þessi bók erþérveganesti. Laugavegi 18. Sími 15199-24240. Siðumúla 7-9. Simi 688577. t I VIS NVlSnNOfdVONI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.