Þjóðviljinn - 06.12.1988, Page 4

Þjóðviljinn - 06.12.1988, Page 4
LIRARIK RAFMAGNSVEmjR RlKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftirtilboðum í eftir- farandi: RARIK 88013 Innlend stálsmíði. Opnunardagur: Þriðjudagur 20. desember 1988 kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyriropn- unartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitnaríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 6. desember 1988 og kosta kr. 300,00 hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi118 105 Reykjavík NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun auglýsir eftir umsóknum um starfslaun á árinu 1989 Verkefni höfunda geta verið af ýmsu tagi, s.s. handrit að náms- og kennslugögnum í einhverri grein, efni til sérkennslu, handrit að myndbandi, þýðingar, tölvuforrit, lestrarefni o.fl. sem tengist grunnskólum eða framhaldsskólum. Þá kemur til greina að veita starfslaun til rannsókna sem beinast að notkun námsefnis í grunnskólum og mati á námsefni. Með umsókn um starfslaun skal fylgja greinar- góð lýsing á því efni sem áætlað er að vinna. Fleiri en einn geta unnið að sama verki. Með hliðsjón af umsókn verður ákvarðað um fjölda starfsmánaða til hvers einstaks verks, allt að 6 mánuðum. Ekki er gert ráð fyrir að viðkomandi gegni öðru meginstarfi meðan hann nýtur starfslauna. Starfslaun verða greidd samkvæmt launaflokki BHMR1 148, 4. þrepi. Starfslaun eru greidd án orlofsgreiðslu og annarra launatengdra gjalda. Námsgagnastofnun hefur einkarétt á útgáfu efnis er þannig verður til í allt að þrjú ár eftir að handriti hefur verið skílað. Ákveði námsgagna- stjórn að gefa út handrit verður gerður útgáfu- samningursamkvæmt reglum Námsgagnastofn- unar. Starfslaun teljast þá hluti af endanlegri greiðslu fyrir útgáfurétt verksins. Frekari upplýsingar, m.a. um reglur um starfs- laun, viðmiðanir stofnunarinnar um framsetningu og frágang efnis og hugsanleg forgangsverkefni gefur Hanna Kristín Stefánsdóttir upplýsinga- fuiltrúi Námsgagnastofnunar. Umsóknir skulu hafa borist Námsgagna- stofnun í síðasta iagi fyrir 15. mars 1989. Dagheimilið Furugrund Fóstrur athugið Okkur bráðvantar fóstrur til starfa. Vinnuhlutföll gætu orðið frá 50-100%. Hafið samband við forstöðumann í síma 41124 og fáið nánari upplýsingar um starfsemi og launakjör. Einnig veitir dagvistarfulltrúi upplýs- ingar í síma 45700. Félagsmálastofnun Kópavogs Kennarar Grindavík Grunnskólann í Grindavík vantar, vegna forfalla, kennara fyrir 7.-9. bekk frá og með 1. jan. 1989. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 92- 68504 og formaður skólanefndar í síma 92- 68304 MENNING Nýr sýningarsalur Gallerí Eva Eva Benjamínsdóttir: Eg vil geta unnið að minni list i Það er ekkert einsdæmi að hafa gallerí í hcimahúsi, þótt það hafi kannski ekki verið gert mikið að því hér á landi, segir Eva Benj- amínsdóttir, sem fyrir skömmu opnaði nýtt gallerí, Gallerí Evu, heima hjá sér að Miklubraut 50, beint á móti Kjarvalsstöðum. Sem stendur sýnir Eva eigin verk í galleríinu, vatnslitamyndir og myndir unnar meö blandaðri tækni, en ætlunin er aö bjóða fólki að leigja salinn fyrir mynd- listarsýningar og aðra listiðkun, kammertónleika, ljóðalestur og svo framvegis, og að taka myndir í umboðssölu, - minn vinnustað- ur er hér líka, segir hún, - og ég hef ekkert á móti því að hér sé einhver erill af fólki, því er ég vön. Eva útskrifaðist frá School of the Museum of Fine Arts í Bost- on og lauk BFA gráðu frá Tufts University árið 1984. - Ég flutti aftur hingað fyrir rúmlega tveimur árum, í september 1986, og var þá búin að vera í burtu í ellefu ár, hafði bara komið hing- að sem gestur, meðal annars til að setja upp einkasýningu í Ás- mundarsal 1983. - Það gekk á ýmsu eftir heimkomuna, það var töluvert áfall að koma hingað í skamm- degið beint úr eyðimörkinni i Ar- izona. Svo ég fór að synda á hverjum degi, hjólaði út á Sel- tjarnarnes í sundlaugina, gerði í stuttu máli það sem ég gat til að halda sönsum. Ég gat lagt í að eignast þessa íbúð með góðri að- stoð fjölskyldunnar, og núna finnst mér kominn tími til að gera eitthvað í rnálinu og skapa mér aðstæður til að vinna að myndlist- inni af einhverri alvöru. - Ég hef fengist við ýmislegt á þessum tveimur árum. Kennt ís- lensku í bandaríska sendiráðinu, unnið á sólbaðsstofu, þrifið svita og verið í fiskvinnu. En þótt það sé kraftur í mér get ég ekki unnið átta stunda vinnudag auk eftir- vinnu, og sinnt myndlistinni eftir það. Ég vil geta unnið að minni Íist, ég lagði á mig langt nám og erfiða tíma til að komast í gegn- um þetta, svo ég ætla að þrjóskast við. - Mér fannst besti kosturinn að gera íbúðina að galleríi. Ég þurfti að gera ýmislegt fyrir hana, meðal annars koma ljósunum í lag svo ég gæti unnið hérna, og þótt mér hafi boðist að halda sýn- ingar í galleríum hérna sá ég að þannig yrði kostnaðurinn of mik- ill. Maður þarf að leigja galleríið, og borga því þessi 25 prósent af verði seldrar myndar, og þannig hefði ég ekki átt neinn afgang. Þar að auki getur verið tveggja ára bið eftir sýningarsal, og ég er ekki manneskja til að skipuleggja eitthvað svo langt fram í tímann. - Ég byrjaði á þessum mynd- um sem ég sýni héma þegar aftur fór að birta af degi. Þegar ég kom aftur hingað hafði ég með mér viðfangsefni sem ég ætlaði að fara að vinna úr, en þau varð ég að leggja til hliðar í bili. Vatnslita- myndirnar eru til komnar af ein- hvers konar sjálfslækningu. Ef eitthvað frumefnanna kemur fyrir í þeim er það vatnið, því þangað leitaði ég til að halda jafnvæginu á þessum fyrstu erf- iðu árum. - í myndunum, sem eru unnar með blandaðri tækni, er mynda- röð þar sem náttúra íslands er viðfangsefnið, ég var kokkur í fjallaferðum í sumar, og þarna er viðfangsefnið hraunið, gos og náttúruhamfarir, svo einhver Eva Benjamínsdóttir: Nú verð ég aftur í sambandi við umheiminn. Mynd - Jim Smart. dæmi séu nefnd. Og síðan er ég með fleiri myndir unnar með blandaðri tækni þar sem við- fangsefnin eru ýmsar stemmningar, tilfinningamál, skoðanir og hugleiðingar. Þessar myndir skíri ég svo eftir því hvað mér hentar og dettur f hug við að skoða þær. - Á námsárunum var ég líka í skúlptúr, var alltaf í þrívíddinni jafnhliða málverkinu. Ég þrái að takast meira á við skúlptúrinn, en það verður víst að bíða eitthvað, því ég hef enga aðstöðu til þess, svo hér er ég bara með módel., Þessi hef ég unnið í tré og gel, gerðu úr akrýlmálningu, því sama og er grunnurinn að stóru málverkunum mínum. - Ég er mjög bjartsýn á að ég geti fengið gallerísdæmið til að ganga upp, þótt ég sé bæði að borga námslán og borga af íbúð- inni, því ef út í það er farið er ég meistari í að lifa af svo til engu, lifði til dæmis af 7000 krónum á mánuði árið 1987. Ég er ánægð með að sjá fram á að hafa aftur fólk í kringum mig, mér fannst ég einangrast þegar ég kom hingað, en nú verð ég aftur í sambandi við umheiminn. Og svo er bara að vinna að listinni, tæknina kanm ég, hana lærir maður í skólum þótt maður læri ekki að vera lista- maður. Sýning Evu verður opin í dag kl. 15-21, en þá lýkur þessari fyrstu sýningu í Gallerí Evu. LG Afmœli Sigrún Sveinsdóttir 85 ára 85 ára varð í gær, mánudaginn 5. desember, Sigrún Sveinsdóttir verkakona, Skúlaskeiði 20 Hafn- arfirði. Sigrún hefur alla tíð verið mikil baráttukona í röðum hafnfirskra sósíalista og sendir Þjóðviljinn henni hugheilar afmæliskveðjur. 4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 6. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.