Þjóðviljinn - 06.12.1988, Page 13
ERLENDAR FRÉTTIR
Palestína
Stúlka
skotin
fia7R
Nú árið er liðið og Israelsmenn eru við sama
heygarðshornið. „Þjóð sœtir refsingu“
„Þjóö sætir refsingu." Sigurviss palestínskur kvenfangi undir ísraelskum gaddavír.
Israelskir hermenn skutu unga
námsmey til bana í gær. Hún
haf'ði skömmu áður tekið þátt í
mótmælaaðgerðum í hópi félaga í
Shatí-flóttamannabúðunum á
Gazasvæðinu. Tveir aðrir Palest-
ínumenn voru særðir skotsárum.
Ekki er öll sagan sögð því að auki
var ungur snáði, 8 ára gamall,
limlestur af ísraelskum her-
manni. Dátinn skaut hann
gúmmíkúlu í bakið af stuttu færi.
Sá hefur væntanlega átt „hendur
sínar að verja“.
Ismah Abu Ibada var aðeins 12
ára gömul. Að sögn sjónarvotta
var hún í slagtogi með fleiri snót-
um á líku reki sem grýtt höfðu
hermenn við skóla Sameinuðu
þjóðanna í Shatí-búðunum. Þeg-
ar hún átti örfá spor óstigin að
heimili sínu skaut hermaður hana
í hnakkann.
Herstjórnin rak íbúa Shatí
innfyrir dyr húsa sinna þegar víg-
ið spurðist og bannaði þeim út-
göngu. Blaðamenn voru þegar í
stað reknir í braut. Svo miklu var
talið skipta að losna við
heimspressuna að dátar mölvuðu
rúður í leigubíl sem ók starfs-
mönnum CBS sjónvarpsstöðvar-
innar bandarísku inná svæðið.
í fyrradag gáfu palestínsk
mannréttindasamtök út skýrslu
um gerræði og ofbeldisverk ísra-
elshers á herteknu svæðunum
umliðið ár. Uppreisn Palestínu-
manna, „intifada", hófst sem
kunnugt er þann 9. desember í
fyrra. Er farið hörðum orðum um
herraþjóðina í skýrslu þessari og
heitið á samfélag þjóðanna að
leggja málstað Palestínuinanna
lið.
Titill skýrslunnar er „Þjóð sæt-
ir refsingu". Höfundar nefna sig
„Al-Haq“ eða Lög í þágu mann-
anna. Þeir staðhæfa að fallnir
Palestínumenn séu á fimmta
hundrað (Reuterstalan er 329).
20 þúsund menn hafi meiðst eða
örkumlast. 145 heimili lögð í rúst
í trássi við ákvæði laga.
Lokaorðin eru þessi: „Hörku-
leg viðbrögð Israelshers við upp-
reisn Palestínumanna eru ekki í
neinu samræmi við alþjóðareglur
og brjóta í bága við allt skikkan-
legt siðferði...þeir ganga lengra
en áður hefur verið gert í ofbeld-
isverkum og yfirgangi.“
Reutersmenn báru skýrslu
þessa undir formælenda ísraels-
hers, Moshe Fogel. Hann kvaðst
ekki hafa lesið liana en viður-
kenndi að dæmi væru þess að her-
menn hefðu farið offari og unnið
ill verk. Þeim hefði verið refsað
einsog lög kvæðu á um.
„Þjóð sætir refsingu" er byggð
á upplýsingum frá sjúkrahúsum á
herteknu svæðunum, Gaza og
vestan Jórdanar, frásögnum
starfsmanna Sameinuðu þjóð-
anna og orðum sjónarvotta og
fórnarlamba sem lögðu nöfn sín
skriflega við vitnisburðina.
Reuter/-ks.
Vestur-Þýskaland
Græningjar söðla um
Frakkland
Fúlltrúar á landsráðstefnu kollvarpa stjórn staðfastra manna og hefja
sveigjanlega menn til metorða
Ongþveiti
í París
Parísarbúar máttu enn sæta
því í gær að komast ekki spönn
frá rassi nema í einkabifreiðum
ellegar með herflutningabílum.
Almenningsfarartæki gengu
ekki, hvorki strætisvagnar né
neðanjarðarlestir, vegna verk-
falls viðgerðarmanna. Það var
sama hvar stigið var niður fæti
um miðbik borgarinnar, hvar-
vetna ríktu glundroði og ringul-
reið.
Hægrimenn hyggjast færa sér
óstandið í nyt, einsog stjórnar-
andstæðinga er háttur, og leggja í
dag fram tillögu um vantraust á
minnihlutastjórn sósíalistans
Michels Rocards.
Þótt menn búist ekki við öðru
en því að forsætisráðherrann
standist atlögu þessa þá er það
skammgóður vermir þar eð vegið
er að honum úr fleiri áttum.
Verkalýðssinnar í Sósíalista-
flokknum saka hann um fjand-
skap í garð stéttafélaga og komm-
únistar hóta öllu illu.
Hundruð þúsunda Parísarbúa
ferðast nær eingöngu með neð-
anjarðarlestum (metró) dags
daglega. Þeir eiga ekki sjö dag-
ana sæla um þessar mundir þótt
Rocard hafi lagt þá líkn með
þraut að kveðja hermenn til
fólksflutninga. Úm þúsund her-
flutningabílar eru notaðir til
þessa.
Reuter/-ks.
að er alkunna að í samtökum
vesturþýskra Græningja ber
mikið á tveim öndverðum fylk-
ingum manna sem greinir á um
stjórnlist eða leiðir að settu
marki: grænum heimi sem byggð-
ur er þenkjandi mönnum sem
gæta hófs í skiptum sínum við
móður náttúru. Vill annar flokk-
urinn að leitað sé málamiðlana
við jafnaðarmenn en hinn vill
ekki hcyra minnst á slíka höfuð-
villu.
Önnur fylkinga þessara er
gjarnan nefnd „realos“ og er
skipuð sveigjanlegum og hóf-
sömum raunsæismönnum. Hin
kallast „fundis“ og þar eru menn
staðfastir. Ýmsir herma að
„fundis“ haldi sér dauðahaldi í
einhverja „harða línu“. Græn-
ingjar héldu landsþing sitt á dög-
unum og fór sem margan uggði
að „realos" og „fundis“ myndu
ekki sitja á sárs höfði.
Fram að föstudegi í fyrri viku
höfðu hinir staðföstu „fundis“
tögl og hagldir í 11 manna forust-
usveit samtakanna. En þá urðu
mikil umskipti. Erkifjendurnir
lögðu fram tillögu um vantraust á
oddvitana og var hún samþykkt
var með 214 atkvæðum gegn 186.
Staðfastir Græningjar brugð-
ust ókvæða við og undu illa mál-
alyktum. Þeir létu ekki svo lítið
að taka þátt í fundarhöldum á
laugardaginn og var skertur þing-
heimur orðinn uggandi. Enda lá
við að hinir föllnu „fundis“ segðu
skilið við samtökin og stofnuðu
ný.
En í fyrradag mættu þeir að
nýju til þingstarfa, kváðust hafa
lagst undir feld og hugsað sitt ráð.
Niðurstaðan hefði orðið sú að
staðfastir menn myndu starfa
áfram innan vébanda Græningja-
hreyfingarinnar, ekki að því að
setja niður deilurnar, nei, nei,
Kremlverjar skýrðu frá því í
gær að mikill fjöldi verka-
manna hefði verið rekinn frá
störfum í lýðveldunum Armeníu
og Azerbajdzhan fyrir þær sakir
einar að vera af „öðru þjóðerni“.
Kröfðust þeir þess að þegar í stað
yrði gripið í taumana og endir
bundinn á þessa ósvinnu.
Harðorð yfirlýsing jressa efnis
var lesin upp í sovésku sjónvarpi í
gær og undirrituð af þeim Míkha-
íl Gorbatsjov forseta og Nikolaj
Ryzhkov forsætisráðherra. Hóta
þeir hverjum þeim sem gerist
sekur um „fjöldauppsagnir vegna
þjóðernis" lögsókn og hegningu
og brottvísan úr flokknum í of-
análag.
Tvímenningarnir fullyrða að
ýmsir flokksforkólfa og embætt-
ismanna í lýðveldunum tveim
hafi tekið þátt í „þessu grófa broti
á stjórnskipunarlögunum.“
í sjónvarpinu var greint frá því
að yfirvöld í Jerevan, höfuðborg
Armeníu, héfðu létt útgöngu-
heldur skyldi róið að því öllum
árum að ná fram hefndum. Lýstu
„fundis" því yfir í heyranda hljóði
að þeir hygðust gera samblástur
gegn nýju forustusveitinni á
næsta þingi, í mars á vori kom-
banni af íbúum. Engu að síður
væru hermenn hvarvetna á varð-
bergi við mikilvæga bletti í mið-
borginni.
Fyrr í gær sagðist embættis-
manni í Azerbajdzhan svo frá að
hermenn hefðu þurft að beita
valdi til þess að leysa upp fjölda-
fund á aðaltorgi Bakú, höfuð-
borgar lýðveldisins, í fyrradag.
anda.
Það getur trauðla talist goðgá
að samsinna fjölvísum fréttaskýr-
endum Reuters sem spá frekari
væringum og róstum í herbúðum
Græningja. Reuter/-ks.
Stóð hann á því fastar en fótun-
um að enginn hefði látið lífið þótt
slegið hefði í brýnu og menn orð-
ið sárir. Þrátt fyrir þessi orð hans
og yfirlýsingar í útvarpi um hið
sama söfnuðust menn saman urn
miðbik Bakú í gær og veifuðu
svörtum fánum líktog þeir syrgðu
fallna félaga.
Reuter/-ks.
Sovétríkin
Viðvömn að ofan
Armenar og Azerar reka Armena og Azera unnvörpum úr vinnu
Gorbatsjov og Ryzhkov á grafhýsi Leníns. Hóta öllu illu gerist menn
sekir um valdníðslu af þjóðrembingi.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13