Þjóðviljinn - 06.12.1988, Blaðsíða 16
þJÓÐVIUINN
Þriðjudagur 6. desember 1988 262. tölublað 53. örgangur
SIMI 681333
Á KVÖLDIN
CQ4040
ÁLAUGARDÖGUM
681663
Hér sjá fjögur heimatilbúin jólatré. Tréð sem er annað frá hægri er frá 1910 og var í eigu Sigurðar
Fjalarssonar á Horni á Hornströndum.
Þjóðminjasafnið
Jólasveinar í
sauðalitunum
/ #
Þjóðminjasafnið opnar ídag jólasýningu sína. Ymsir munir og minjar
sem tengjast jólasiðum til sýnis. íslensku jólasveinarnir koma íheim-
sókn á sýninguna þegar þeir tínast ofan af fjöllunum
—SPURNINGIN—
Á aö halda út tveimur fé-
lögum sem annast milli-
landaflug?
AlexanderIngason
Samkeppni er til bóta fyrir okkur.
Það er ekki góð reynsla af því ef
eitt fyrirtæki getur í kraft einok-
unar ráðið verði á þjónustu.
Eva Einarsdóttir
Já mér finnst það nauðsynlegt að
hafa hér tvö flugfélög. Það hlýtur
að leiða til þess að við getum
ferðast ódýrara til útlanda.
Þorvaldur Gröndal
Það finnst mér alveg sjálfsagt.
Hitt er svo annað mál ef þau geta
ekki gengið án þess að þiggja
ríkisstyrki veit ég ekki hvort það
er þess virði.
Bjarni Runólfsson
Ég veit nú ekki hvort það er þörf á
tveimur flugfélögum. Það liggur í
augum uppi í að neytendur njóta
góðs af samkeppni, en það fer í
verra ef við skattborgarnir þurf-
um að borga með rekstri þessara
flugfélaga.
Jón Sigurður Halldórsson
Mér finnst nauðsyrilegt að hafa
hér tvö flugfélög. Án samkeppni
er hætt við einokun og hún getur
aldrei leit neitt gott af sér.
Við erum fyrst og fremst að
sýna ýmsar útgáfur á íslenska
jólasveininum, það hefur stund-
um verið sagt um hann að þar fari
jólasveinn í sauðarlitunum, sagði
Bryndís Svcrrisdóttir. Hún hefur
ásamt öðrum starfsmönnum
Þjóðminjasafnsins unnið að því
undanfarna daga að setja upp jól-
asýningu safnsins.
Sýningin verður opnuð í dag á
degi heilags Nikulásar, og mun
hann mæta og segja frá lífshlaupi
sínu ásamt útlitsbreytingum sem
hann hefur mátt þola hálft annað
árþúsund. Á sýningunni má sjá
ýmsa muni og minjar sem tengj-
ast jólasiðum. Þar verða gömul
heimatilbúin jólatré, jólakort,
jólaskraut, jólasveinar af ýmsum
gerðum, Grýla og Leppalúði.
- Við höfum hér til sýnis jóla-
tré sem Sigurgeir Fjalarson sem
bjó á Horni á Hornströndum
fékk árið 1910 þegar hann var 4
ára og notað hann það öll sín ár.
Tréð er gert úr umbúðapappír,
og er ákaflega skrautlegt, sagði
Bryndís.
Mánudaginn 12. desember
kemur fyrsti íslenski jóla-
sveinninn í heimsókn þrettán
dögum fyrir jól, og munu síðan
hver af örðum heimsækja safnið
eftir því sem þeir tínast í byggð.
Gert er ráð fyrir að börn muni
taka á móti þeim kl. 11.00 á
morgnanna.
Sýningin verður opin daglega
kl. 11-16 og stendur hún fram á
þrettándann.
Þetta er Stekkjarstaur sem hun
Hlín Pálsdóttir teiknaöi fyrir jólin í
fyrra.
Börn og unglingar
Sendiö okkur
myndir af
jólasveinunum
Jólasveinar áforsíðufrá
og með nœstu helgi
Líkt og síðustu ár birtir Þjóð-
viljinn skemmtilcgar teikningar
af jólasveinum á forsíðunni síð-
ustu dagana fyrir jólin.
Að sjálfsögðu fylgjum við ís-
lenskum hefðum og birtum
myndir af jólasveinunum 13 síð-
ustu 13 dagana fyrir jólin. Þar
sem von er á Stekkjarstaur í bæ-
inn mánudaginn 12. desemberen
Þjóðviljinn kemur ekki út á mán-
udögum, þá birtum við mynd af
vininum um næstu helgi og síðan
koll af kolli þangað til þeir
bræður eru allir komnir til
byggða.
Oll börn og unglingar eru hvött
til að teikna mynd af uppáhalds-
jólasveininum sínum og senda til
okkar á Þjóðviljanum, Síðumúla
6, 105-Reykjavík. Við veljum
síðan úr 13 myndir á forsíðuna og
sendum teiknurunum jólagjöf.
Vinsamlegast notið aðeins
rauðan og svartan lit í myndun-
um. Byrjið strax að teikna og
sendið myndirnar til okkar hið
fyrsta.
Þau sem vinna við að setja upp jólasýningu Þjóðminjasafnsins hafa hér komið sér vel fyrir í stofu frá fjórða
áratuginum sem sett hefur verið upp á jólasýningu safnsins. Mynd Jim Smart
Þau sem vinna við að setja upp jólasýningu Þjóðminjasafnsins hafa hér komið sér vel fyrir í stofu frá fjórða
áratuginum sem sett hefur verið upp á jólasýningu safnsins. Mynd Jim Smart